Pressan - 09.01.1992, Side 38
38
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992
TÓMSTUNDIR & NÁMSKEIÐ
AFRÍSKIR DANSAR
Nanette Nelms kennir afríska
dansa í Kramhúsinu, svokallaða
Afrocarabian dansa. Nanette þessi
er íslendingum að góðu kunn því
hún hefur áður dvalið hér og kennt
við miklar vinsældir.
Dansarnir eru mjög kraftmiklir og
veita fólki mikla útrás. Þeir eru góð
líkamsrækt og henta fólki á öllum
aldri. Undir dansinum leikur karab-
íski bumbuslagarinn Rockas og sér
um að menn missi ekki taktinn og
slái ekki slöku við.
AÐ LÆRA AÐ GERA
SKATTSKÝRSLUNA
Nú líður að því að menn þurfi að
gera skattframtöl sín. Það hefur
mörgum fundist snúið í gegnum tíð-
ina að fylla út skattskýrsluna. Þetta
er þó hlutur sem menn verða að
kunna einhver skil á.
Tölvuskóli Reykjavíkur býður upp
á námskeið í gerð skattframtala. Þar
er farið yfir helstu ákvæði skattalag-
anna, útreikning á tekju- og eignar-
skatti, rétt til endurgreiðslna eins og
vaxtabóta og barnabóta. Gerð eru
raunhæf skattframtöl og fólki kennt
að fylla út allar þær skýrslur sem
skila þarf með framtali.
SKYNDIHJÁLP
Það er alltaf að sannast að öllum
er nauðsyn að kunna eitthvað fyrir
sér í skyndihjálp. Hvernig á að
bregðast við ef fólk kemur að um-
ferðarslysi? Eða ef stendur í sessu-
nautnum? Hvað á að gera ef einhver
slasast í útilegunni? Það geta komið
upp þær stundir þegar líf veltur á
því að fólk kunni til verka og viti
hvað á að gera.
Námsflokkarnir eru með nám-
skeið í skyndihjálp. Þar eru bæði
bókleg kennsla og verklegar æfing-
ar í almennri skyndihjálp við slas-
aða og sjúka. Einnig er farið yfir
hvernig bregðast skal við, verði stór-
slys eða náttúruhamfarir.
REIKI
Gudrún Ólafsdóttir reikimeistari
heldur námskeið í reiki. Reiki er al-
heimsheiti á ákveðinni heilunarað-
ferð þar sem fólk fær aðgang að al-
heimsorkunni, sem á að örva mjög
vitundarþroska fóiks.
Námskeið Guðrúnar heita „reiki
eitt“ og „reiki tvö“. Það fyrra er opn-
un og innsigling en það síðara veitir
aðgang að orku á hærri tíðni og er
jafnframt aðferð til að senda svo-
kallaða heilunarorku.
Yfirleitt eru þessi námskeið haid-
Dans Nýjung
WTHE OlJTSIDEll S“
mætt til starfa á ný
Við erum öðruvísi en aðrir skólar; við kennum CLUB, HOUSE, FUNK, MODERN
og allt það nýjasta í dansheiminum hverju sinni.
Afhending skírteina laugardaginn 11. janúar kl. 13-18
í Dans Nýjung á 3. hæð í Kringlunni.
Kennsla hefst mánudaginn 13. janúar.
„The Outsider's"
Dans Nýjung er eini
dansskólinn, sem
sérhæfir sig í barna -
og unglingadönsum.
10 vikna námskeið
2x í viku
Kennarar með margra
ára reynslu
Aldurshópar:
7—9 ára,
10—12 ára,
13—14 ára,
15 ára og eldri.
Sér strákatímar!!
Dans Nýjung
„Outsider's"
er ekki í FÍD né DSÍ.
Ath.: Munið Barnabæ á
daginn í Kringlunni.
Allt fyrir barnið í dansi,
leik, söng o.fl., o.fl.
frá 5 ára aldri.
in um helgi en að öðrum kosti verða
þau haldin þrjú kvöld í miðri viku.
RÉTT LÍKAMSBEITING
í allri vinnu skiptir rétt líkamsbeit-
ing miklu máli. Það er ekki sama í
hvernig stellingum er unnið eða
hvernig bakinu er beitt þegar þung-
um hlut er lyft. Mikið af þeim kvill-
um sem hrjá nútímamanninn í dag
má einmitt rekja til kyrrsetu og vit-
lausrar líkamsbeitingar.
Hjá Námsflokkum Reykjavíkur er
hægt að komast á námskeið í lík-
amsbeitingu. Hún er kennd bæði
verkleg og bókleg. Farið er í gegn-
um vinnustellingar, lyftitækni og
mikilvægi réttrar líkamsstöðu.
Þetta er ugglaust námskeið sem
mundi margborga sig fyrir marga
að fara á.
L'ORÉAL
0.VUÍ Q*\#|TAt
5 d. VI IMV.
ammóiTdS HEJE-SHAMPOO
loréa.
UOREAL