Pressan - 09.01.1992, Síða 39

Pressan - 09.01.1992, Síða 39
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 9. JANÚAR 1992 39 Að Þroska Sig í Anda Og Finna Nýjar Leiðir Það er alltaf verið að tala við frægt fólk. Oft sama fólk- ið að tala við sama fólkið. Stundum langar mig að pikka í manneskju í sömu biðröð eða næsta bíl og spyrja: Hef- urðu frá einhverju að segja? Út um allt land eru góðar sög- ur og óvenjulegt fólk. Viðar Hákon Gíslason er sautján ára, spilar á bassa og vinnur í frystihúsi. Unglingar eru oft stimplaðir sem hópur, sagt að þeir séu áhrifagjarnir, ráðvilltir, til vandræða, leit- andi, — aðrir eru hræddir við unglinga. Kannski vegná þess að unglingar hafa í sér neista, vilja breyta heimin- um, gefa skít í gömlu gildin og þannig er hægt að skoða allt uppá nýtt. Einsog Einar Már Guðmundsson rithöf- undur sagði í nýlegri grein: Það er nauðsynlegt að varð- veita unglinginn í sál sinni. Við hittumst heima hjá honum á Skeljagrandanum. Hann hefur hitað kaffi og kveikt á kertum. Svo kemur Tóta kærastan hans, hún heit- ir Þórhildur Ýr Valsdóttir, er í Kvennaskólanum og segir: Má ég hlera? — Hvað heitir hljómsveit- in? „Púff. Ég og Óli söngvari vorum í hljómsveit, þar var verið að gera hluti sem við höfðum ekki áhuga á. Við fórum á stúfana og fundum trommuleikara. Svo bættust við strákar á gítar og hljóm- borð og farvísa. Við prófuð- um fimm gítarleikara áður en við fundum hinn eina sanna. Þeir eru margir með sólópæl- ingar, blúsarar þannig séð. Við höfum lítið spilað opin- berlega enn. Lékum á Tveim- ur vinum og á Hótel Borg með Risaeðlunni og Ham. Það er viss tónlistarstefna í gangi á íslandi sem við viljum gera uppreisn gegn. Það er markaðsstefna, tónlist er framleidd til að græða á henni, en ekki til að hafa gaman. Tónlistin geldur þess, verður útþynnt og yfirborðs- kennd. Þessu er stjórnað af Skífunni og Steinari. Það eru gaurar innan útgáfufélag- anna sem eru virkir á út- varpsstöðvum og hafa sín áhrif. Það er helst Rás 2 sem er öðruvísi. Svo er fatatíska sem helst í hendur við tónlist- arstefnuna. Ég veit ekkert hvað er í tísku núna. Langt síðan ég missti af þeirri lest. Mér finnst glæpur að kaupa gallabuxur á sexþúsundkall. Ég fæ fötin mín gefins eða kaupi á flóamarkaði. Ég fékk sjúkiega flott jólajakkaföt á þúsundkall í Hafnarstrætinu. Svo nota ég fötin þangað til þau syngja sitt síðasta. Tísku- straumar ráða of miklu, mik- ið lagt upp úr rándýrum föt- um, þannig að ég bý mér til eigin tískuheim sem ég stjórna. Mér finnst gaman að vera lúðalegur, svona stund- um. Svo langar mig í ABBA-búning. Einhverntíma ætla ég að láta sauma á mig glimmerjakkaföt og fá mér níðþröngar slöngubxur. Ég bjó til mitt eigið veggfóður úr andrés- og teiknimyndablöð- um og dagblöðum. Það er teiknimyndatré í herberginu mínu. En þó að við strákarnir sé- um í hljómsveitinni til að skemmta okkur, þá tökum við okkur alvarlega. Við er- um ekki bara að hittast til að kjafta og eyða tímanum. Við erum að reyna að gera hluti í tónlistinni sem hafa dýpt í sér — ekki þetta útþynnta júró- vísjónpopp." VlLDl ÓSKA AÐ VIÐ VÆRUM ALLIR STELPUR Á GÓGÓNÆRFÖTUM — Þungarokk hefur verið vinsælt hjá unglingum? „Ég er ekki hrifinn af þungarokki, en aðrir mega vera það. Mér finnst það yfir- borðskennd og aggressív tón- list, svo er enginn húmor. Margir líta á þungarokk og ímyndina sem uppreisn gegn fullorðnum. Það er anti- krists-ímynd í þungarokki, að það sé komið frá djöflinum. Sumir trúa að ef platan er spiluð afturábak heyrist bölv- unarorð úr iðrum jarðar. Ég spilaði einu sinni He- man-plötu afturábak, auðvit- að komu allskyns undarleg hljóð. Ég hefði getað fundið hvaða skilaboð sem var út úr því.“ — Eru engar stelpur í hljómsveitinni? „Ég vildi óska að við vær- um allir stelpur á gógónær- fötum. Þá væri þetta allt svo létt. Við gætum spilað allstað- 1 ar eða einsog Megas segir: Strákar eru óþekkar stelpur." — Um hvað eru textarnir? „Feitt fólk. Gaur sem spark- ar í fötu. Ádeila á sértrúar- söfnuði. Óli gerir textana." — Ekki sálmaskáld? Eruði að pæla í trúmálum? „Ekki beinlínis. Við höfum kynnst öfgum í trúmálum. Það er einsog að rekast á vegg. Ég get ekki talið mig trúaðan. Ég fermdist ekki. Ég fór í tíma hjá prestinum til að vera viss og taka endanlega ákvörðun. Það var ekki erfitt, en presturinn varð brjálaður, hótaði mér öllu illu. Sagði ég væri að fara vitlausa leið í líf- inu. Svo varð ég fyrir spurn- ingaflóði: Afhverju viltu ekki fermast, hugsaðu um allar gjafirnar? Þetta voru krakkar á mínum aldri. Kirkjan not- færir sér að krakkar eru ómótaðir, það kæmi aldrei til greina að hækka fermingar- aldurinn. Ég hugsa að flestir fermist vegna gjafanna. Held- urðu það ekki Tóta? Mér finnst samt jákvætt að það skuli vera til borgaralegar fermingar. En trúmál eru rosalega viðkvæm mál að að tala um. Og hrikalegt þegar trú er notuð í stríði einsog þegar Saddam Hussein talaði um heilagt stríð.“ — En nýaldartrúmál? Tóta: Nokkrar vinkonur mínar fóru í Sálarrannsókn- arfélagið og urðu djöfladýrk- endur. Svo urðu þær alltíeinu voða skyggnar. — Hvað skiptir máli í líf- líta niður á iðnnám. Ég hitti bekkjarsystur úr grunnskóla í Iðnskólanum og spurði si- sona: Ert þú hérna í skólan- um? Veistu hvað hún sagði? „Já, en ekki segja neinum frá því.“ Hún hefur svo gefist upp á þessum feluleik því ég frétti af henni í Versló." Tóta: Það passar inní inn alvarlega. Fór strax á djasstónleika, málverkasýn- ingar og bíó með mömmu og systrum hennar. Það hefur alltaf verið talað við mig eins- og fullorðinn, ekki einsog krakka sem ætti að vera útí horni að leika sér og ekki vera fyrir. Mamma er sjálf- stæð manneskja, hún fílar að gott að geta breytt heimin- um.“ — Að breyta heiminum? „Auðvitað hefur maður alltaf hugmyndir. Það er bara svo rosalega margt. Það má enginn vita hvað þú ert að hugsa, bara ef þú átt eitthvað. Ef einhver eyðileggur sálarlíf þitt geturðu ekki farið í mál, Viðar Hákon Gíslason er einlægur töffari sem vill búa til ævintýri úr hverjum degi og skemmta sér í tónlistinni inu? „Þetta er svaka spurning, einsog erfið þraut. Ég held að það sé að hugsa ekki of mikið um verðmæti hluta í krónu- tali og reyna að leiða lífs- gæðakapphlaupið hjá sér. Það skiptir meira máli að þroska sig í anda. Svo hugsar maður auðvitað mikið um hvað maður ætlar að verða þegar maður verður stór. Þjóðfélagið setur fólki svo miklar kröfur. Ef þú verður ekki við þeim geturðu bara átt þig útí horni. Ég hef vissar áhyggjur af því, annars er ég bjartsýnn á framtíðina." — Hyaða kröfur ertu að tala um? „Þú verður að hafa mennt- un svo þú getir þénað vel, ekki vegna þess að þessi menntun þroski þig eða þú hafir gaman af því sem þú ert að læra. Margir fara í mennta- skóla og hanga þar án þess að vita afhverju. Kannski er betra að hanga þar en víða annarstaðar. En mér finnst þetta svipað og með ferming- una. Að gera hlutina blind- andi. Ég fór í Iðnskólann í fyrra, þá spurðu allir: Hva, féllstu í grunnskóla? Margir ákveðna ímynd. Vera í Versló og versla í Sautján. „Ég fór í trésmíði því ég hafði áhuga á handverkinu. Fékk svo skólaleiða og hætti. Nú er ég að vinna allan dag- inn útá Granda. Það er fínt að vinna heilan vetur og fá ógeð á verkamannavinnu. Þá tek- ur maður skólann alvarlegar á eftir. En ég er í FÍH, að læra á bassa hjá Bjarna Svein- björnssyni. Það var tilviljun að ég fór að spila á bassa." Hér fer Tóta á æfingu á Lýs- iströtu í Kvennaskólanum. — Áttu uppáhaldsbassa- leikara? ,,Á ég að segja Bjarni? Bara til að gleðja hann. Nei, það er bassaleikarinn í Red Hot Chili Peppers. Þeir spila þunga- rappfönk. Og svo Gunni í Bless, nema hann spilar á gít- ar. Hann lék á bassa í Svart- hvítum draum. Það var meiri- háttar." ÓVENJUGOTT SAMBAND VIÐ MÖMMU — Þú sagðir að það skipti máli að þroska sig í anda? „Ég hélt að ég væri slopp- inn. Ég held að maður verði að revna að læra af reynsl- unni. Hugsa út í hvað maður gerir rétt og rangt. Og reyna að botna svolítið í sjálfum sér. Ég tala mikið við mömmu um allskonar hluti og fæ ráðlegg- ingar hjá henni. Svo ráðlegg ég henni auðvitað líka. Ég er reyndar í óvenjugóðu sam- bandi við mömmu, miðað við marga. Og hef góð tengsl við fólkið mitt og vini mína.“ — Þú sýnist óhræddur við að fara eigin leiðir? „Ég þeld að uppeldið skipti máli. Ég hef alltaf verið tek- frumiega tónlist og þorir að hafa skoðanir." — Sjálfsmorð unglinga hafa verið tíð. Heldur þú að það sé í sambandi við að þá vanti tengsl eða hefurðu velt því fyrir þér? „Fólk talar oft ekkert um tilfinningar sínar eða hvernig því líður. Þá verða vandamál- in ýktari. Unglingar gleyma oft að lifa fyrir daginn í dag. Finnst að þau eigi að ákveða strax 16 ára hvað þau eigi að gera í framtíðinni. Hugsa oft: Ég verð bara settur á þessa hillu og þar verð ég. Það eru ýmsir neikvæðir straumar. Ef maður fylgist með fréttum er sýnt hvað náttúran er illa far- in, landið að fara á hausinn, endalaus stríð. Það er gott að vita af eymdinni, en það verður annað að fylgja með. Ég er uppgefinn eftir að hafa horft á einn fréttatíma. Ég held að þetta geri hugmyndir unglinga svartari, líka þegar þessar kröfur bætast við, og svo vantar kannski öll tengsl við annað fólk. Ég held að þetta séu frekar ástæður, en ekki endilega bara dóp. Ann- ars veit ég það ekki. Ég er ekki í neinum þannig hópum. Mér finnst vanta að fólki taki einn dag í einu og búi til úr honum ævintýri. Mig langar til að lifa af spilamennskunni. Ég snið- geng þá tónlistarstefnu sem er rekin, en það er sorglegt hvað er auðvelt að vera með ef maður samþykkir ríkjandi sjónarmið. Það gerir okkur erfiðara fyrir að koma okkur á framfæri. En ég vil fá tæki- færi til að taka þátt í að breyta þessu sjálfur. Svo væri auðvit- en gegnir öðru ef einhver eyðileggur eignir þínar. Ég held að unglingar séu reiðir út í fullorðna fólkið, hvernig það hefur farið með jörðina. Svo eigum við að redda mál- unum. Maður er alltaf að heyra að fólk sé búið að fá ógeð á lífsgæðakapphlaup- inu, en sýnir það ekki í verki. Fólk segir: Ágalegt er með þetta ósonlag — Svo fer það út í búð og kaupir hársprei." — Þú ert ættaður frá ísa- firði. Hvað hefur ísafjörður að bjóða sem Reykjavík hefur ekki? „Fjöll. Og afa og ömrnu." — Hvað sagði afi þinn þeg- ar hann sá nýju klippinguna? „Afi var hrifnari af Óla þeg- ar Óli krúnurakaði sig.“ — Að lokum. Ástin. Eru engir textar um ástina? „Nei. Það er nóg gert af því. Allir þessir karlmenn sem eru að syngja um ástina eru hálfgerðir vælukjóar. Það er ótrúlegt hvernig menningin fyrir þessu er orðin. Ástin er gerð að klisju, verið að stíla uppá smástelpur eða lið í ást- arsorg. Það er fyndið að hlusta á þetta en sorglegt hvernig margir falla fyrir sama trixinu aftur og aftur." — Hvað er þá ekki klisja um ástina? „Ég hef alltaf verið ástfang- inn af einhverju. Líka því sem ég er að fást við. Og ástin dýpkar mann og maður lærir af því að vera ástfanginn. Maður á alltaf langt í land með að kynnast sér. En það er gott að kynnast einhverju nýju í sjálfum sér.“ Elísabet Jökulsdóttir

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.