Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 40

Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992 ólíkindum — Það kostar sitt að halda uppi þeim 27 vá- tryggingarfélögum sem leyfi hafa til starfrækslu hér á landi. Árið 1990 hljóðaði liðurinn „umboðslaun og kostnaður’’ hjá þeim öllum upp á samtaís 1.692 millj- ónir króna, einn komma sjö milljarð. Þar af var þessi liður upp á samtals 1.130 milljónir hjá aðeins tveimur félögum — Sjóvá-Almenn- um og Vátryggingarfélagi íslands. Fimmtán félaganna voru rekin með samtals 289 milljóna króna tapi, en tólf með samtals 327 millj- óna króna hagnaði. .. — Tölur yfir selt vín fyrstu niu mánuði ársins eru komnar. Bjór er á leið- inni út, sömuleiðis brenni- vín og séníver. Af algeng- um tegundum sem sækja mest á eru léttvinin, bitter- ar, madeira, romm og, jú einmitt, kampavín. Spyrjið bara Davíð. . . — Bráðabirgðatölur yfir mannfjöldann á íslandi 1. desember hafa litið dagsins ljós. Reykvíkingar mældust 99.653, sem er fjölgun um 2.084 eða 2,14 prósent. Þetta er fjölgun um 40 stykki á viku, tæplega 6 á dag. Með sama áiramhaldi fæðist (eða flyst til borgar- innar) hundraðþúsundasti borgarbúinn síðla kvölds 29. júlí árið 1992. Yfirgnæf- andi líkur eru á þvi að þessi merkilegi borgarbúi verði afkvæmi aðfluttra hjóna frá Suðureyri... Við seljum það ekki dýrar en við keyptum, en óáreiðan- legar heimildir fregna að rík- isstjórnin muni brátt gefa út yfirlýsingu um ýmsar breyt- ingar í frjálsræðisátt. Meðal þess sem ákveðið hefur verið að gera er: 1) Verktöku fyrir Varnarlid- id verður dreift. Hingað til hafa íslenskir aöalverktakar séð um framkvæmdir og Keflavíkurverktakar um við- hald. Hér eftir verður ístaki og Ármannsfelli hleypt inn á þennan markað. 2) Samkeppni í flutningum verður örvuð. Það verður gert með því að banna að markaðshlutdeild Eimskipa- félagsins fari upp fyrir 70 pró- sent. og með því að Flugfélag- id Ernir og Flugfélag Austur- lands fá leyfi til millilanda- flugs. 3) Einokun ÁTVR til sölu á víni og tóbaki í heildsölu verður afnumin. Hér eftir fá umboösmenn áfengis og tób- aks að selja á skrifstofum sín- um. 4) Losað verður um höft á olíuverslun. Hingað til hafa þrjú olíufyrirtœki skipt olíu- innflutningi frá Sovétríkjun- um bróðurlega á milli sín. Hér eftir eiga olíufélögin þrjú að skipta olíuinnflutningi frá Noregi bróðurlega á milli sín. 5) Afgreiðslutími banka verður gerður frjálslegri. All- ir bankar eru nú opnaðir kl. 9.15, þegar venjulegt fólk er komið í vinnu, en lokað kl. 16.00, þegar venjulegt fólk er enn í vinnu. Hér eftir gildir sú tilskipun að bankarnir hafi opið frá kl. 9.05 til 16.05. 6) Ýmsar opinberar stofn- anir verða seldar. Þeirra á meðal Orðabók Háskólans, Kvikmyndaeftirlit* ríkisins, Sendiráð íslands í París, Emb- ætti veiðistjóra, Sauðfjár- veikivarnir, Lögregluskóli ríkisins, Söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar og Hagstofa ís- lands. 7) Ýmis verkefni hins opin- bera verða boðin út. Nefna má framkvæmd kosninga, opinberar heimsóknir, mót- töku erinda til fjárlaganefnd- ar, mat á landbúnaðarafurð- um, loðnuleit, hraðaeftirlit á vegum, eftirlit með vínveit- ingahúsum og rannsóknir á lífríki Mývatns. GLÖTUÐU HLUTABRÉFIN f GLATAÐA BANKANUM Það er með ólíkindum hversu fólk er gjarnt á að glata hlutabréfum sínum. Meira að segja bréfum ekki eldri en frá 1988 í jafnmerki- legri stofnun og Útvegsbank- anum. Nú hefur verið höfðað mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur til ógildingar hlutabréfum í Útvegsbanka íslands hf. Um er að ræða 88 bréf í eigu 53 aðila, sem öll voru gefin út 23. febrúar 1988 og öll eru glötuð og hafa „ekki fundist þrátt fyrir mikla leit”. Nafn- verð bréfanna er alls 1.690.000 krónur, sem fram- reiknað telst í dag samsvara nálægt 2,8 milljónum. Níu bréfanna voru 100 þús- und krónur að nafnvirði og meðal eigenda slíkra glat- aðra bréfa eru Tómas A. Tóm- asson veitingamaður (Tommi í Tommaborgurum), Útgerð- arfélagið Akkur hf. og Hrað- frystistöð Vestmannaeyja, sem Sigurdur Einarsson ríki og fleiri reka. Meðal eigenda annarra glataðra bréfa í hinni merkilegu fésýslustofnun eru Haukur Hjaltason í Dreif- ingu, Fasteignaþjónustan, Bústoð hf. og Flutningsmiðl- unin hf. Leggjum til að menn passi betur upp á verðmæti sín. TVÍFARAKEPPNI PRESSUNNAR - 26. HLUTI Svipurinn leynir sér ekki. Sami hörkulegi munnsvipurinn. Sama nefiö; langt og íbjúgt. Meira ad segja sömu skegg- broddarnir. Þad eina sem vantar er að Guðmundur H. Garð- arsson fái sér hatt og ptri augun. Þá vœri ekki hœgt að þekkja hann og Dustin Hoffman í hlutverki Dutch Shultz í sundur. Dutch var sem kunnugt er glœpaforingi sem drottn- aöiyfir ríki sínu á gullöld mafíunnar í New York. Guðmund- ur drottnar líka yfir sínu ríki, lífeyrissjóöi verslunarmanna. Og eins og Dutch hafði sinn ákveöna stíl meðal mafíósa þannig hefur Guðmundur H. einnig mótað sér eigin stíl með- al lífeyrissjóða-kónga. PRESSAN hefur stundum fjallað um mjög geðþekkar tekjur forstjóra landsins. Minna hefur farið fyrir ábendingum um furðulegt launamisrétti forstjóranna í millum. Dæmi: Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Almennra, hafði árið 1990 762 þúsund á mánuði að núvirði, en Axel Gíslason í Vátryggingarfélag- inu 805 þúsund eða 5,6 pró- sentum hærri tekjur. Sem er hvað furðulegast fyrir þær sakir að sama ár var VIS rek- ið með 160 milljóna króna tapi en S-A með 30 milljóna króna hagnaði! Annað dæmi: Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, var með 752 þúsund á mán- uði en Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélagsins, með 1.036 þúsund á mánuði eða 38 prósentum hærri tekj- ur. Samt höfðu Flugleiðir 309 milljónum króna meiri hagn- að (77 prósent) og 5.800 millj- ónum króna meiri veltu (84 prósent). Þriðja og síðasta dæmi: Val- ur Valsson, bankastjóri fs- landsbanka, var með 787 þúsund á mánuði en Björgvin Vilmundarson, bankastjóri Landsbankans, með 978 þús- und eða 24 prósentum hærri tekjur. Samt var íslandsbanki með 362 milljónum króna eða 409 prósenta meiri hagn- að.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.