Pressan - 21.05.1992, Page 13

Pressan - 21.05.1992, Page 13
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 21. MAÍ 1992 13 * Guðmundur Jóhannsson í Odýra markaðinum/Betri kaupum EFTIR RQD GJALDÞROTA í UMRORSRRASK MER NOTUR HÚSGÖGN Viðskiptahættir Guðmundar Jóhannsson- * ar í Odýra markaðinum/Betri kaupum hafa vakið undrun margra. Gífurlegur fjöldi kvartana hefur streymt inn til Neyt- endasamtakanna og kvartanirnar eru flestar af sama toga; Guðmundur hefur ekki staðið skil á greiðslum fyrir hluti sem hann selur fyrir fólk. Hann er hins vegar enginn nýgræðingur í húsgagnaviðskipt- um því á síðasta áratug hafa þrjár hús- gagnaverslanir sem hann rak orðið gjald- þrota auk þess sem hann sjálfur hefur orðið gjaldþrota. í öllum tilvikum töpuðu kröfuhafar verulegum fjárhæðum. Viðskiptahættir Guðmundar Jóhannssonar í Betri kaupum/- Odýra markaðinum í Síðumúla hafa vakið mikla athygli að und- anfömu. Fjöldi manns telur sig hafa verið svikinn af Guðmundi, sem rekur umboðsverslun með notuð húsgögn. Neytendasam- tökin eru að dmkkna í kvörtun- um vegna hans og hafa margir aðilar snúið sér til rannsóknar- lögreglunnar. Guðmundur er nánast ein- göngu með umboðsverslun — hann er því í raun að selja eigur annarra sem milligönguaðili. Því hlýtur að teljast alvarlegt hve oft það gerist að hann stend- ur ekki skil á greiðslum sem hann hefur í raun innheimt fýrir fólk. Þetta gerist þrátt fyrir að Guðmundur segist hafa það sem vinnureglu að greiða fólki viku til tíu dögum eftir að sala fer ffam. FÓLK HÆTT AÐ REYNA AÐ TALA VIÐ GUÐMUND Til Neytendasamtakanna hafa leitað ríflega fimmtíu manns vegna viðskiptanna við Guð- mund. Um leið hafa hundruð manna hringt og kvartað. Um- fang þessara kvartana er nánast einsdæmi. Öll þessi mál em af svipuðum toga. Guðmundur hefur tekið notuð húsgögn í umboðssölu en ekkert greitt til baka þótt hús- gögnin væru seld. Margt af þessu fólki hefur falið Neyt- endasamtökunum að innheimta kröfur sínar vegna þess að það er búið að gefast upp á að reyna að tala við Guðmund. I aprílbyijun gerðu Neytenda- samtökin síðan samkomulag við Guðmund eftir nokkur funda- höld. Guðmundur féllst á að koma einu sinni til tvisvar í viku og greiða af þeim kröfum sem samtökin höfðu þá undir hönd- um. Eftir því sem komist verður næst hefur Guðmundur ekki staðið við þetta samkomulag. í samtali við PRESSUNA sagði Guðmundur að verslunin væri nú hætt að taka við víxlum fyrir húsgögn, en það hefði skapað flest þau vandamál sem hefðu orðið undirrót kvartan- anna. Eingöngu væri tekið við staðgreiðslu og greiðslum með krítarkortum. KRÖFUR UPP Á MILLJÓN- IR Viðskiptin fara vanalega fram með þeim hætti að fólk kemur með húsgögn og aðra innan- stokksmuni til sölu og fær inn- leggsnótur fyrir því. Það hefúr síðan orðið mikill misbrestur á að fólk fái upplýsingar um hve- nær húsgögnin eru seld og á hvaða verði. Bókhaldið í kringum þessi viðskipti eru síðan ekki traust- vekjandi því oft eru rúnnaðar tölur settar á nóturnar og því fúllkomlega óljóst á hvaða verði húsgögnin eru eða á hvaða verði þau seljast. Uppgjör við seljend- ur er síðan ónákvæmt og tilvilj- unum háð. Þá hefur þetta leitt til ýmissa furðulegra tilvika svo sem þegar húsgögn hafa verið tvíseld. Að sögn Guðmundar er það einstakt tilvik. Það er ljóst að hér er um verulegar upphæðir að ræða. Ef miðað er við þann fjölda fólks sem leitað hefur til Neytenda- samtakanna sést að samanlagt em þessar kröfur upp á milljón- ir. Er algengt að fólk leggi inn búslóð eða húsgögn að andvirði 200.000 til 300.000 króna. í mörgum þeirra tilvika sem PRESSAN hefúr upplýsingar um hefúr fólk lítið sem ekkert feng- ið til baka. Einnig hefur PRESSAN heim- ildir fyrir því að Guðmundur hafi selt heilu dánarbúin og ekki staðið skil á greiðslum vegna þeirra þótt allt væri selt. .ÆRALDREI VIГ Það er óhemjuerfitt fyrir fólk- ið að ná sambandi við Guð- mund. Hjá Neytendasamtökun- um er dæmi um að fólk hafi reynt 50 sinnum að innheimta peninga án árangurs. „Það er einmitt þetta sem maður þolir hvað verst. Hann segir manni að koma á ákveðn- um tíma en síðan er hann ekki við. Ég beið einu sinni í langan tíma og mér taldist til að um 16 manns hefðu komið á þeim U'ma til að leita eftir greiðslum," sagði Sigurður Skúlason, sem lenti í því að láta búslóð í um- boðssölu til Guðmundar. Bú- slóðin var metin á 250.000 til 300.000 krónur og er Sigurður búinn að fá um 75.000 af því, þó að allir hlutimir séu seldir. Annar viðmælandi blaðsins, Halldór Lárusson, lenti hinum megin við borðið. Móðir hans keypti þvottavél sem sögð var 17 ára en reyndist 27 ára. Þrátt fyrir að vélin væri seld með þeim orðum að unnt væri að skila henni ef eitthvað reyndist að var það óframkvæmanlegt þegar kom í ljós að hún var mik- ið biluð. f kjölfar þessa leitaði Halldór til Neytendasamtak- anna. I viðtali við Guðmund í Morgunblaðinu í síðustu viku sagði hann að þetta væru nýleg vandamál sem hefðu komið upp vegna vanskila kaupenda. Þessi ummæli endurtók hann í samtali við blaðamann PRESSUNNAR. Ástæða er til að draga þessa fullyrðingu í efa. Mjög margar af þeim kröfum sem um ræðir eru jafngamlar fýrirtækinu. Þær fóru að streyma inn til Neyt- endasamtakanna í júlí/ágúst í fýrra og voru þá sumar hveijar eins til tveggja ára. GUÐMUNDUR SJÁLFUR GJALDÞROTA Betri kaup voru stofnuð í febrúar 1989 af Guðmundi og fjölskyldu hans. Guðmundur var þó ekki skráður í forsvari fyrir fyrirtækið en kona hans, Guð- rún Álfgeirsdóttir, skráð sem stjómarformaður, framkvæmda- stjóri og prókúruhafi. Dóttir hans var síðan einnig í stjóm og hlutafé skráð 200.000 krónur. Fyrst í stað voru Betri kaup og Ódýri markaðurinn rekin hvort á sínum staðnum, en Betri kaup vom þó alltaf rekstraraðil- inn. Betri kaup sáu um antikhús- gögn en Ódýri markaðurinn annað. Undir það síðasta var þetta allt rekið í sama húsnæði. Allar nótur eru síðan gerðar í nafni Betri kaupa. Guðmundur sjálfur var úr- skurðaður gjaldþrota í júní 1987 en skiptum lauk hins vegar ekki fýrr en 17. október 1991. Engar eignir fundust í búi hans en kröfur vom verulegar, eða hátt í 30 milljónir króna. Skiptameð- ferðin á búi hans tók svona lang- an tíma vegna þess að hann áfrýjaði einhverju af kröfunum til Hæstaréttar. ,,Ég hef verið óheppinn í við- skiptum og þurft að hætta í tvö eða þijú skipti. Ég tek þó fram að ekki var um nein undanskot að ræða — ég hef aldrei hagnast á gjaldþroú," sagði Guðmundur þegar þetta var borið undir hann. MÖRG STÓR GJALDÞROT í HÚSGAGNABRANSAN- UM Áður en þessu fyrirtæki var hleypt af stokkunum rak Guð- mundur nokkrar húsgagnaversl- anir í Reykjavík. Fyrst má þar nefna Húsgagnaverslun Reykja- víkur hf. í Bolholti sem varð gjaldþrota með úrskurði 27. ág- úst 1981. Lýstar kröfúr vom upp á rúmlega fimm milljónir á verðlagi dagsins í dag en ekkert fékkst upp í þær. í maí 1984 stofnaði Guð- mundur G.J. húsgögn hf. og var verslunin rekin í Fellsmúla í Reykjavík. Sú verslun var tekin til gjaldþrotaskipta með úrskurði 10. desember 1986. Engareignir fundust í búinu og lauk skipta- meðferð 3. apríl 1987 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröf- ur, sem vom tæpar átta ntilljónir króna að núvirði. Næst á undan Betri kaupum/- Ódýra markaðinum rak Guð- mundur Borgarhúsgögn hf., sem hann setú á stofn í febrúar 1986. Sú verslun var tekin til gjald- þrotaskipta með úrskurði í skiptarétti 29. desember 1989. Skiptameðferð lauk 26. júní 1990. Kröfur voru rúmlega 35 milljónir króna — þar af vem- legar upphæðir í dönskum krón- um. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfúr._______________________ Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.