Pressan


Pressan - 21.05.1992, Qupperneq 16

Pressan - 21.05.1992, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21.MAI 1992 20 hæstu í út- gerð eiga 31 prósent kvót- ans Þau 20 útgerðarfyrirtæki sem hafa mestan kvóta hafa nú lið- lega 31 prósent af heildarkvóta landsmanna, botnfiski, loðnu, síld og öðrum fisktegundum. Þetta hlutfall var 24,1 prósent í upphafi árs 1991. Hlutdeild þeirra 20 útgerðarfyrirtækja sem hafa mestan botnfiskkvóta er hins vegar 37,8 prósent, en var 29,2 prósent í upphafi árs 1991. Það sem skekkir myndina verulega er að á tímabilinu hefur átt sér stað sameining útgerðar- fyrirtækja víða um land. Sé litið á 10 kvótahæstu fyrirtækin nú sýna gögn sjávarútvegsráðu- neytisins aukningu á tímabilinu hjá sömu aðilum um 35.300 tonn þorskígilda. Þegar sömu aðilar eru skoðaðir nánar og aukning vegna sameiningar fyrirtækja undanskilin kemur í ljós raun- aukning um 6.250 tonn. Þetta er því sá kvóti sem sömu fyrirtæki hafa í raun keypt og er raunaukn- ing botnfiskkvótans þar af 3.926 tonn. Markaðsvirði þess botn- fisks er nú um 670 milljónir króna. Rúmur helm- ingur stjórnar- frumvarpa varð að lögum Á nýafstöðnu þingi vom lögð fram 114 stjórnarfrumvörp til laga og tókst ríkisstjórninni að knýja 65 þeirra alla leið í gegn- um þingið. Það er 57 prósenta ár- angur, en úti í kuldanum Jentu 48 stjórnarfrumvörp. Árangur óbreyttra þingmanna, sem lögðu fram 50 frumvörp, varð öllu minni. Aðeins 8 þeina urðu að lögumeða lóprósent. Af alls 87 þingsályktunartil- lögum samþykkti Alþingi aðeins 21 eða 24 prósent, 4 var vísað til ríkisstjómarinnar, en 62 tillögur voru svæfðar. Ráðherrar voru hins vegar duglegir að svara fyr- irspumum, þeir svömðu 260 af 271 eða 96 prósentum. Þetta þing náði yfir alls 233 daga, þar af 166 virka daga. Þingfundardagar urðu hins vegar 126. Það samsvarar nokkurn veginn því að þing hafi komið saman að meðaltali annan hvem dag miðað við heildardagafjöld- ann. Óbreytt staða Seðlabankans og Jóhannes- ar Nordal Eitt af þeim stjómarffumvörp- um sem náðu ekki í land og urðu þar af leiðandi ekki að lögum var frumvarp til heildarlaga um Seðlabanka íslands. Meðal þess sem ráð var fyrir gert í ffumvarp- inu var að í reynd yrði einn seðlabankastjóri, en nú em þeir þrír, þótt einn þeirra, Jóhannes Nordal, sé reyndar titlaður for- maður bankastjómar. I ffumvarpinu var einnig gert ráð fyrir þeirri breytingu á hög- um seðlabankastjóra að sá emb- ættismaður mætti ekki eiga sæti í stjórnum/ráðum. Hefði frum- varpið verið samþykkt hefði þannig Jóhannes Nordal þurft að fórna annaðhvort seðlabanka- stjórastólnum eða stjómarstólun- um í Landsvirkjun, Iðnþróunar- sjóði og víðar. Vinnuveitendasambandið MAGNÚS GUNNARSSON NÆSTIFORMABUR fff/ Gunnari I. Birgissyni hafnað sem næsta formanni Vinnuveitendur kjósa sér nýj- an formann á morgun, fostudag. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR verður Magnús Gunn- arsson næsti formaður. Uppstill- ingamefnd gerir ráð fyrir honum í formennsku í tillögum sínum og ljóst að ekki verður gengið gegn vilja nefndarinnar. Gunnar Birgisson, varafor- maður Vinnuveitendasam- bandsins, verður því ólíklega næsti formaður eins og hann hafði sóst eftir. Valið á næsta formanni hefur verið mjög erf- itt. Þegar ekki reyndist unnt að fá Einar Odd Kristjánsson til að draga ákvörðun sína um að hætta til baka tilkynnti Gunnar Birgisson að hann hygðist gefa kost á sér til formennsku. Einar Oddur var ákveðinn í að hætta, sérstaklega þar sem formennskan var farin að hafa áhrif á störf hans sem fram- kvæmdastjóra Hjálms hf. á Flateyri. Magnús Gunnarsson er ekki ókunnugur hjá VSÍ, en hann var framkvæmdastjóri þess á ámnum 1983 til 1986. GUNNARERSTÖRFUM HLAÐINN „Það er ekki bara það að menn séu ekki á eitt sáttir um ágæti Gunnars. Gáum að því að hann er formaður bæjarráðs í Kópa- vogi, situr í bæjarstjórn, stýrir tveimur fyrirtækjum, situr í nefndum á vegum Kópavogs- bæjar, er stjómarformaður Lána- sjóðs íslenskra námsmanna, þá er hann varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins, stjómarformað- ur Bílaumboðsins og eflaust eitt- hvað fleira. Það hljóta allir að sjá að maður sem er í eins mörgu og Gunnar getur ekki gefið sig allan í það ntikla starf sem það oft er að vera formaður Vinnuveit- endasambands Islands. Það er þess vegna sem leitað hefur ver- ið til nokkurra manna um að þeir takist á við þetta verkefni — að taka upp þráðinn þar sem Einar Oddur skilur við hann,“ sagði forstjóri í stóm fyrirtæki. MAGNÚS VAR EKKI FYRSTIKOSTUR Leitað var til nokkurra manna um að gefa kost á sér áður en rætt var við Magnús. Þeir sem fyrst var talað við voru Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, og Brynjólfur Bjamason, for- stjóri Granda. Þar sem hvorugur þessara manna fékkst til að verða formaður var leitað til Magnús- ar. Eins var rætt við Hörð Sigur- gestsson, forstjóra Eimskipafé- lagsins, um hvort hann fengist til að taka starfið að sér. Kristinn Bjömsson hafði nokkum áhuga, allt þar til hann fékk skýr skilaboð frá stjórn Skeljungs um að ekki kærni til greina að hann tæki við for- Magrtús Gunnarsson. Hann verður kjörinn formaður Vinnuveit- endasambandsins á aðalfundinum á morgun. Einar Oddur Kristjánsson. Það var sama hvað var reynt til að fá hann til að vera áfram, það kom ekki til greina og þess vegna kom sú erfiða staða upp að finna mann til að taka við, þar sem varaformaðurinn nýtur ekki stuðnings félaga sinna. mennskunni. Víglundur Þorsteinsson, forstjóri hjá BM Vallá, lét í ljós áhuga en hætti við þegar hann varð var við að ekki reyndist breiður stuðningur við framboð hans. SÁTTIR VIÐ EINAR ODD Þeir sem PRESSAN ræddi við sögðust vera ánægðir eða sáttir við störf Einars Odds og töldu að réttur eftirmaður hans yrði vand- fundinn. Sömu menn telja Gunn- ar I. Birgisson ekki falla inn í þá ímynd sem úl er orðin unt þetta embætti eftir formennsku Einars Odds. „Það yrði sama og færa sam- skipti atvinnurekenda og laun- þega aftur um áratugi,“ sagði framkvæmdastjóri í Reykjavík. Allt bendir til að Magnús verði arftaki Einars Odds, en Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs. Hann hafði áhuga en stjórn Skeljungs meinaði honum að taka við for- mennskunni. Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri Granda. Hann vildi ekki verða formaður Vinnuveit- endasambandsins. ekki er útséð um hvort Gunnar býður sig ffam þrátt fyrir að upp- stillingamefndin hafi valið þann kost að stilla honum ekki upp. Af viðtölum við stjómendur stórra fyrirtækja er greinilegt að Gunn- ar hefur ekki fylgi til að tryggja sér formennsku í Vinnuveit- endasambandi Islands. 'SIgurjón Magnús Egilsson Gunnar I. Birgisson. Félagar hans í Vinnuveitenda- sambandinu höfnuðu honum sem næsta for- manni VSÍ. Hrólfur Gunnarsson er formaður félags um nýja sjávarútvegsstefnu. ,Ef við horfum á frammistöðu hans í aðalstarfi sem skipstjóri þá er það til eftirbreytni yngri mönnum. Hann hefur hreinskipmar skoðanir á hlutunum, enda mnninn úr mjög góðum farvegi hins harða og holla skóla sem sjósókn við Húnaflóa bjó mönnum,“ segir Þorsteinn Gíslason fiskimáiastjóri. „Hrólfur er landskunnur aflamaður og kóngur á nótaveiðum og mjög mikill fagmaður á því sviði. Hann er ákveðinn maður og rökfastur, ákaflega hlýlegur í viðkynningu og hefur hið ágætasta séntilmannsyfirbragð," segir Oskar Þór Karlsson, framkvæmdastjóri ísflsks. „Hann er dugnaðarforkur, hörkuskipstjóri og ágæús félagi,“ segir Ámi Gíslason, sem situr með Hrólfi í stjóm nýja félagsins og hefur verið með honum til sjós lengi. „Hann er hinn mætasti skipstjóri, mikill aflamaður og frábær skipstjóri," segir Sverrir Leós- son útgerðarmaður. HRÓLFUR GUNNARSSON „Þótt heldur hafi hallað undan fæti í útgerð hans þá er það ekki honum að kenna heldur að- stæðum á sjó og í landi," segir Þorsteinn Gísla- son. „Hann er mjög fljótur að taka ákvarðanir að mér virðist og spurning um hvort hann sé ekki stundum einum of fljótur að því,“ segir Óskar Þór Karlsson. „Ef löst skyldi kalia þá má segja að hann hafi harðar og fastmótaðar skoð- anir, hann er ekki einstrengingsiegur en hugsar vel sitt mál. Hann er skoðanafastur og gefur sig ekki og er því lítið fyrir málantiðlanir," segir Árni Gíslason. „Hann er ákveðinn og harður, ef það kallast löstur. Þá hefur hann ákveðnar skoðanir og það er svo með þá, sem þær hafa, að þeir falla ekki öllunt í geð,“ segir Sverrir Leós- son.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.