Pressan - 21.05.1992, Síða 21

Pressan - 21.05.1992, Síða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21.MAI 1992 21 Þingsköp, þingsköp „Heimildir úr Alþýðubandalaginu hafa greint frá því, að fyrir maraþonrœður byggi menn sig upp með því að borða múslí og sveskjur daginn á undan til að tœma þarmana, fasta svo nokkra tíma fyrir rœðuna miklu, pissa rétt áður en stigið er ístólinn, oggœta þess að drekka ekki mikið vatn á meðan á henni stendur. “ Gott fólk sá til þess á sínum tíma að ég var numinn brott úr solli Reykjavíkur og settur á kristilega uppeldisstofnun í Ölfus- inu. Þar var ég í umsjá sjöunda dags að- ventista í þijá vetur, lærði að biðja og lesa biblíuna, og landsprófsveturinn hafði ég að dómi hinna guðhræddu aðventista náð nógu miklum þroska til að vera settur yfir strákavistina. Henni var að vísu meira stjómað með handafli en hugsun, og vera kann að sú staðreynd að ég var þéttari á velli en flestir hinna hafi átt einhvem þátt í upphefð minni með aðventistum. Vistarstjórinn þurfti að hafa hemil á 80 vandræðagemsum af öllum landshomum ffá klukkan átta á kvöldin og ffamá næsta morgun. Við læstum þá inni, kældum þá niður í sturtubaði, eða hentum þeim hrein- lega útí næturfrostið þarsem hvergi sást ljós nema í bátunum útá Selvogsbanka. Einu sinni var atið svo mikið að einn lenti utam' vegg og rotaðist. Heit áköll rotar- anna til skapara himins og jarðar vöktu hann þó aftur til h'fsins við mikinn fögn- uð. Seinna hlotnaðist mér svo annars konar upphefð. Það var þegar ég var vígður inní hóp verkstjóra hins háa Alþingis. En við, sem gegnum formennsku í þingflokkun- um, sinnum líka í samvinnu við forseta þingsins eins konar verkstjóm á stassjón- inni. Sá starfi gengur yfirleitt seint og oft- ast illa. Það er reynsla mín af vetursetu við Austurvöll, að þingið lætur mun verr að stjóm en 80 villtir strákar. Strákamir tóku stundum fortölum á stund hinnar miklu neyðar. Það gerir þingið ekki. Og öfugt við strákavistina í Hh'ðardalsskóla er aldrei beitt handafli á þinginu og fyrir- bænum ekki nema í ýöustu neyð. Því er ekki að leyna, að hugurinn heför stundum hvarflað til þeirra fyrirhafnarlitlu stjóm- unaraðferða sem notaðar vom á uppeldis- stofnun hinna guðhræddu aðventista í Ölfusi. Stjómarandstaðan hverju sinni hefur eitt vopn, sem slævist aldrei. Hún getur talað. Malað og hjalað, eins lengi og hún vill. Þannig getur hún í rauninni ráðið þingstörfum, þótt lögin kveði skýrt á um að það sé forseti þingsins sem stýri verk- um. Andstaðan í þinginu getur hvenær sem er — með dags fyrirvara — krafist um- ræðna utan dagskrár um hvaða málefni sem hún kýs að velja sér. Tíminn, sem fer í umræður utan dagskrár, er sömuleiðis algjörlega á valdi stjómarandstöðunnar. Hún getur krafist þess að einstakir ráð- herrar gefi skýrslu um hvaða mál sem hún velur, og þingmenn úr hennar röðum geta þá talað eins lengi og þeir hafa þrek og blöðm til. Frægt er dæmi þessa vetrar af Ólafi Þórami Þórðarsyni, hinum vaska þingmanni Vestfjarða, sem í svartasta skammdeginu hóf ræðu um skýrslu for- sætisráðherra um Byggðastofnun, hélt henni svo áffam með hléum og lauk ekki fyrr en á björtum vomóttum maíbyijunar. Þingmenn geta talað eins lengi og þeir vilja um fiumvörp sem liggja fyrir þing- inu, og þetta getur stjómarandstaðan nýtt sér, vilji hún tefja mál, eða skapa sér stöðu til að semja um framgang eigin mála. Við þær aðstæður er gott að hafa þingmenn sem geta talað þindarlítið og teygt sama lopa lengi. Heimildir úr Alþýðubandalag- inu hafa greint frá því, að fyrir maraþon- ræður byggi menn sig upp með því að borða múslí og sveskjur daginn á undan til að tæma þarmana, fasta svo nokkra tíma fýrir ræðuna miklu, pissa rétt áður en stigið er í stólinn, og gæta þess að drekka ekki mikið vatn á meðan á henni stendur. Maraþonmaður þingsins er vitaskuld Hjörleifur Guttormsson. Af nýrri þing- mönnum em hins vegar efnilegir í mara- þoni þeir Kristinn H. Gunnarsson og Jó- hannes Geir Sigurgeirsson. Þessir þrír hafa innbyggða hraða- og tímamæla, sem hægt er að stilla áður en þeir em sendir upp í pontuna. Slíkir menn em gulls ígildi fyrir formenn þingflokka sem þurfa að skipuleggja málþóf, enda er sagt að Páll Pétursson hafi lengi öfundað Alþýðu- bandalagið af Hjörleifi. Þingskapaumræður em þó það form, sem helst er notað af stjómarandstöðunni til að tmfla þinghald. Þær er hægt að tefja hvenær sem er og geta staðið eins lengi og menn vilja. Ef stjómarandstaðan er óánægð með eitthvað þá setur hún á lang- ar ræður við forseta um þingsköp, en und- ir þeim lið virðist forseti leyfa umræður um nánast hvað sem er. Þessvegna getur stjómarandstaðan hvenær sem hún vill — og þorir fyrir al- menningsálitinu — skrafað stjómina í hel. Þannig em leikreglumar. Þær em ávísun á málþóf minnihlutans. Sumir segja að í því felist lýðræði. Aðrir benda á, að með því er hægt að hindra að mál meirihlutans nái ffarn að ganga og þarmeð sé í rauninni sveigt ffá lýðræðinu. Eitt er víst: óbreyttar reglur munu lítt verða til að auka veg þingsins, meðan al- menningur situr agndofa fyrir framan Sýnarsjónvarpið og horfir á þingmenn andstöðunnar rífa sig niður í rass um svo- kölluð þingsköp bara til að drepa tímann ffá eðlilegum þingstörfum. Höfundur er formaður þingflokks Alþýðuflokks. BIRGIR ÁRNASON Gullnu tœkifœri sólundað Eftir mikiðjapl, jaml og fuður vom sett ný lög um Lánasjóð íslenskra náms- manna á föstudaginn í síðustu viku. Skemmst er frá því að segja að þessi lög em afleit og enn verr horfir með fram- kvæmdina. Megingalli hinna nýju laga — eins og reyndar hinna eldri — er að þau gera beinlínis ráð fyrir því að Lánasjóðurinn láni fyrir öllum ffamfærslukostnaði allra námsmanna allan þeirra námsferill án til- lits til þarfar. Liggur við að þetta sé yfir- lýstur tilgangur sjóðsins. Langtum lægri vextir af námslánum en tíðkast í landinu yfirleitt leiða auðvitað til þess að allir námsmenn taka öll þau námslán sem þeir komast yfir, ef ekki til að ffamfleyta sér þá til að braska með. Breytir í því sam- bandi engu hvort vextimir em núll, eitt, tvö eða þijú piósent. I raun hefur alltof skammt verið gengið í því að breyta lögunum um Lánasjóðinn og er erfitt að átta sig á því hvort valdið hafi hugmyndafátækt eða kjarkleysi þeirra sem ábyrgð bám á endurskoðun laganna. Það á ekki að vera hlutverk Lánasjóðs- ins að framfleyta öllum námsmönnum allan þeirra námsferil. Hlutverk hans á að vera að gefa öllum þeim sem það vilja íraun hefuralltof skammt verið gengið í því að breyta lögunum um Lánasjóðinn og er erfitt að átta sig á því hvort valdið hafi hug- myndafátœkt eða kjarkleysi þeirra sem ábyrgð báru á endur- skoðun laganna. kost á að stunda nám innan þess ramma sem samfélagið ræður við. I því sambandi skiptir mestu fýrir námsmenn að þeir hafi aðgang að lánsfé á meðan á náminu stendur. Minna máli skiptir fýrir náms- manninn á hvaða kjömm lánsféð býðst. Það skiptir hins vegar höfuðmáli fyrir samfélagið sem hefur úr takmörkuðum fjármunum að spila. Við endurskoðun laganna um Lána- sjóðinn átti að færa vextina af lánum hans eins nálægt markaðsvöxtum og gert hefur verið í húsnæðiskerfinu. I einn stað hefði það dregið úr óþarfa ásókn í sjóðinn. í annan stað hefði það stuðlað að því að námsmenn veltu því fýrir sér til hvers þeir verðu lánsfé sínu úr sjóðnum. Við endurskoðunina átti einnig að koma á fót beinu styrkjakerfi sem hefði þann tilgang að verðlauna ffamúrskarandi námsmenn og aðstoða þá frekar sem væm þess sannanlega þurfandi. Ný lög um Lánasjóð íslenskra náms- manna fela ekki í sér neina gmndvallar- breytingu frá því sem verið hefur. Áffam verður dælt úr sjóðnum fé á vildarkjörum til allra námsmanna án nokkurs tillits til raunvemlegrar þarfar. Lánasjóðurinn er jafn gjaldþrota og fyrr og mun ekki líða á löngu þar til upphefst annar slagur um skipulag hans. Hætt er við því að þjóðin verði þá orðin langþreytt á fjáraustrinum. Gullnu tækifæri til að gera hvort tveggja í senn verja skattpeningum almennings skynsamlega og tryggja öllum tækifæri til náms, hefur verið sólundað. Birgir er hagfræðingur á leið yfir hafið. FJÖLMIÐLAR Föndur, þrautir og sögur Afskaplega er það virðingarvert af Morgunblaðinu og DV að halda úti sér- stökum kálfi fýrir böm. Reyndar hefur mér ekki tekist að fá strákinn minn til að líta við þessu, en sjálfsagt er einhvers staðar til bam sem hefur gaman af þess- um blöðum. Ég les til dæmis teikni- myndasöguna af Hermanni og verð fúll ef hana vantar í bamablað Moggans. Bæði þessi blöð virðast mér byggð upp samkvæmt hinni fomu Æsku-hefð: Þar em teiknimyndasögur, föndur og þrautir innan um sögur og teikningar sem böm senda til blaðanna. Sömu aðferðir vom notaðar í Stundinni okkar á gullald- arámm Kmmma og svo virðist sem þær séu enn hafðar í heiðri í þeim þætti. Enda fúlsar sonur minn við Stundinni okkar eins og bamakálfum blaðanna. Og það er ekki vegna þess að hann sé orðinn of stór fyrir Stundina okkar, því hann hefur aldrei fengist til að hoifa á hana. Ekki ffekar en ég fékkst til að horfa á þáttinn á sínum tfma. Þegar ég var ungur buðu blöðin al- mennt ekki upp á bamaefni. Eina undan- tekningin var Tíminn, en það blað sást aldrei á mínu heimili. Fyrstu kynni mín af blöðunum vom þegar ég lærði að lesa Moggann á hvolfi. Þegar ég var að byija að lesa var ég nefnilega yngstur fjögurra bræðra og fékk Moggann því síðastur. Annar valkostur var að lesa blaðið á hvolfi á meðan einhver eldri bræðranna fletti honum. Þar sem ég þurfti sökum þessa að sætta mig við að lesa sömu síð- umar og bræður mínir hefði ég sjálfsagt ekki lesið bamakálfinn þótt Mogginn hefði boðið upp á hann. Sonur minn er einbimi og gæti því set- ið einn að Mogganum ef hann vildi. En það breytir því ekki að hann h'tur ekki við honum. Hann er ekki enn farinn að venj- ast á blaðalestur. Og ég verð að játa að mig tekur það ekki sérstaklega sárt. Gunnar Smári Egilsson „Hann fann mikið til í bakinu og grátbað um að fá að vera á sjúkra- húsinu um nótt- ina en læknarnir töldu enga þörfá því og sögðu að hann hefði aðeins farið úr axlarlið ogyrði að fara Ingunn Ólafsdóttir móðir. 7r\e.ctccCt fvct-cvrc e-fcfí-l i>líc>cu,icvtcö-LL? „Með þessari tennishöll tel ég mig vera að bijóta ísinn.“ Garðar I. Jónsson tennismaður. e i,ð icctcLe^-cc Le.yf'ccLccisMvcíLcc) crce-c) 'tjiLc’ccccLi- cyce.ciÍcv'ccciHcLccccc „KR-ingar bijóta aldrei trúnað.“ Finnur Björgvinsson formaður handknattleiksdeildar KR. y\si cc iö-Lvccö-Lct „Við kynntumst íýrst í gegn- um tölvu, í leik sem kallast MUD. Kynni okkar urðu síðan æ nánari og við áttum í miklum og U'ðum samskiptum yfir tölvunet." Mímir Reynisson tölvusénl. r\e ccci crcp. / Ve.CCr ■jo-vt) tccrc ,Á meðan við vomm úti á svölum kviknuðu eldar alltaf nær og nær hótelinu. Þegar svo var komið tókum við á það eina ráð sem við þekktum, sem var að hvolfa í okkur vodka- flösku, og ég dó með bros á vör.“ Einar Örn Benediktsson sykurmoli í Los Angeles. J-3c\.t) 6Lý>e,iicc 69 iíe.LLcttcýcc'c tccet „Við verðum að muna að ástaratlot fólks geta verið mjög fjölbreytt og ég held nú að fullorðið fólk megi haga sér eins og því sýnist í rúminu.“ Michael Douglas leikari. Í/i, iccccccc cct) icvciýtýLct iciLccctc c Lccdcc? ,£g var á Sauðárkróki um helgina og fer þangað með meiri farangur næst.“ Páll Kolbeinsson farandþjálfari.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.