Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PKESSAN 21.MAI 1992 25 E R L E N T Mér skilst að það þurfi að byggja þarna umhverfis- ráðstefnuhöll. Miklihvellur í vísindaheiminum Stjameðlisfræðingar um víða veröld hafa umtumast á síðustu vikum og ástæðan er einföld, þeir em sennilega komnir á spor- ið um upphaf alheimsins. Hama- gangurinn hófst 23. apríl þegar George Smoot, stjameðlisfræð- ingur við Lawrence Berkeley- rannsóknarstofnunina í Kaíi- fomíu, skýrði frá því að hann og hópur vísindamanna hefði upp- götvað gárur á bakgrunnsgeislun heimsins, sem rekja mætti aítur til Miklahvells (Big Bang). Smoot og félagar gaumgæfðu upplýsingar frá gervihnetti í 900 km hæð á sporbraut um jörðu. Gögnin notuðu þau til þess að gægjast um 15 milljarða ára aftur í tímann, þegar alheimurinn var aðeins einn þúsundasti af núver- andi stærð og aðeins 300.000 ára gamall. Það er svona eins og ef fertugur stjameðlisffæðingur liti í spegil og sæi sjálfan sig átta klukkustundum eftir fæðingu. „Þetta er langmikilvægasta uppgötvunin í heimsfræðinni síðastliðin 25 ár,“ segir David Spergel, aðstoðarprófessor í stjameðlisfræði við Princeton- háskóla. ,Lctta em mjög spenn- andi tímar og þetta er vemlega gott stoff." Samkvæmt kenningunni um Miklahvell, sem fyrst var sett ffam á þriðja tug aldarinnar, varð alheimurinn til úr óendanlega smáum, heitum og þéttum orku- punkti. Þegar hann sprakk þeytt- ist orka í allar áttir og gífúrleg geislun sigldi í kjölfarið. Orkan bast saman í þyrpingar, úr urðu gas-frumeindir og á milljörðum ára þétti aðdráttaraflið gasið svo að vetrarbrautir, stjömur og reikistjömur tóku að myndast. Gott og vel. Vandinn var sá að til þess að allt þetta stæðist þurfti Miklihvellur að vera gallaður. Hefði sprengingin út í algert tómið (það var ekkert „fyrir ut- an“) orðið jafnmikil í allar áttir hefði alheimurinn einfaldlega þanist jafnt út; hvergi hefði verið meiri massi en annars staðar og hvergi hefði myndast aðdráttar- afl til að sanka að sér meiri massa, sem síðar meir myndaði efhiseindir á borð við Jörðu. Til þess að stjömuþokur eða vetrarbrautir mynduðust varð geislunin að vera mismikil þann- ig að efnisdreifingin yrði ójöfn. Vandinn var sá, að hvergi fannst snefill af vísbendingu um að svo væri. Þrátt fyrir æ nákvæmari mælitæki virtist bakgmnnsgeisl- unin vera algerlega jöfri. Á þessu áttu menn engar skýringar og sumir veltu jafrivel fyrir sér þeim möguleika að eitthvað væri bog- ið við kenninguna. Árið 1989 var skotið á loft íyrmefndum gervihnetti, einmitt til að rannsaka bakgmnnsgeisl- unina, og litu flestir á það sem úrslitatilraun til þess að greina örfínan mun á hitastigi geimsins. Og sá munur fannst. Raunar ekki mikill, því hann var aðeins einn þrjátíumilljónasti úrgráðu! Þrátt fyrir það var það nóg til þess að unnt var að kortleggja bak- grunnsgeislunina. I ffamhaldi af kortlagningunni líta menn nú aðrar kenningar um upphafið öðrum augum. Sú, sem sennilegust þykir, er „bólgu- kenningin". Samkvæmt henni belgdist alheimurinn út á stuttu skeiði skömmu eftir Miklahvell. Þegar alheimurinn var á stærð við ffumeind og óx fremur hægt jókst vaxtarhraðinn skyndilega og heimurinn varð á örskots- stundu mörgum milljörðum sinnum stærri, en þá hægði hann aftur á sér og hélt áfram að þenj- ast út með svipuðum hraða og fýrir bólguna. Þessi kenning skýrir til dæmis hvers vegna hin upphaflega orku- og efriisbóla varð að þeim tiltölu- lega jafridreifða efnisheimi, sem við lifum í, fremur en að stækka svo ört að ekkert efni gat myndast eða þá að efriið félli þegar í stað saman á ný. Hún styður ennfrem- ur kenningar í öreindafræði, sem gera ráð fyrir að allt að 90% af massa heimsins sé torkennilegt og óuppgötvað efni, sem nefnt hefur verið myrkt efrii (dark matt- er). Það kann að vera samansafri- að í litlum svartholum, sem em svo efnismikil að jafnvel ljós sleppur ekki undan aðdráttarafli þeirra. Einnig hafa menn sett fram þá kenningu að það séu undarlegar öreindir, sem lýst hef- ur verið í kenningum, en enginn hefúr séð frekar en myrka efriið. Edward Wright telur að til þess að stjömuþokur hafi getað myndast í árdaga hafi þurft gríð- armikið af myrku efni með að- dráttarafl í samræmi. Hann telur einnig að sama efrii haldi Vetrar- brautinni okkar saman, án þess hefði hin hringsólandi stjömu- þoka fyrir löngu þeyst út í busk- ann. EN HVAÐ MEÐ GUÐ? Trúað fólk hefur dregið alls kyns ályktanir af uppgötvun Smoot, til dæmis að hún færi einhvem veginn sönnur á tilvist Guðs eða að hún varpi nýju ljósi á sköpunarsöguna: „Verði ljós," og það allt. (Að ógleymdu „Fyrir þér er hver dagur...“) , J>essi viðbrögð fengu á mig,“ segir Smoot. ,,Eg var einfaldlega ekki undir þau búinn.“ En hann hefði sennilega átt að vera það, því sjálfur komst hann svo að orði á blaðamannafundinum: „Ef maður er trúaður er þetta eins og að horfa á Guð.“ Og auð- vitað var maðurinn gagntekinn. Nokkmm dögum síðar benti hann reyndar á í viðtali að „margir vísindamenn [væm] ekki trúaðir“, líkt og hann vildi vara við því að menn blönduðu trú og vísindum saman. Fyrri orð hans minntu hins vegar á nokk- uð, sem Albert Einstein sagði í viðtali árið 1955: „Ég vil fá að vita hvemig Guð skapaði heim- inn. Eg vil vita hugsanir hans. Afgangurinn er smáatriði.“ Þessi forvitni Einsteins um Guð og verk hans er fremur óal- geng í heimi vísindanna núorðið, þrátt fyrir alla trúarvakningu. Um leið og þekkingin þenst út (líkt og viðfangsefriið) getur trú- arheimspekin aðlagast nýjum sannindum í efhisheiminum. Víst hafa trú og vísindi lengi rekist á. Á fjórðu öld fyrir Krists burð taldi Aristóteles fráleitt að ætla grísku goðunum nokkum þátt í sköpun heimsins. Á sex- tándu öld birti pólski presturinn Nikulás Kópemíkus kenningu sína um að reikistjömumar sner- ust um sólu og gleymdi að merkja sér ritgerðina. Galíleó þurfti að skipta um skoðun á sama hlut öldu síðar vegna þrýst- ings ffá kirkjunni. Nú á dögum hafa trúarhugs- uðir á Vesturlöndum fyrir löngu sætt sig við kenninguna um Miklahvell. Breski stærðfræð- ingurinn Stephen W. Hawking sagði í bók sinni Stutt saga tím- ans frá ráðstefnu um heims- myndina, sem jesúítar boðuðu til í Páfagarði árið 1981, en þá fékk hann meðal annars áheym hjá Jóhannesi Páli páfa II. „Hann sagði okkur að það væri í lagi að rannsaka þróun alheimsins eftir Miklahvell," segir Hawking, „en að við skyldum ekki rannsaka Miklahvell sjálfan, því hann væri stund sköpunarinnar og þar af leiðandi verk Guðs.“ Trúarleiðtogar um víðan völl hafa fagnað uppgötvun Smoot ekki síður en vísindamenn. En sumir vísindamenn hafa séð sér- staka ástæðu til að vara við því að menn dragi trúarlegar álykt- anir af uppgötvuninni. „Eg er fullur lotningar og undmnar," segir eðlisfræðingurinn og trú- leysinginn Robert Park um upp- götvun Smoot, „en að til þurfi að koma einhver skapari... það fæ ég ekki séð.“ Merkilegt nokk hafa trúaðir viðrað svipaðar skoðanir. Séra Stanley L. Jaki, sem er prófessor í eðlisfræði og heimsfræði við Seton Hall-háskólann, er þeirrar skoðunar að þegar sköpunin er annars vegar feti trúarbrögðin stigu, sem vísindin geti ekki rat- að. „Þessi uppgötvun sannar ekki neitt um skaparann. Upp- götvunin er dásamleg, en það má ekki mistúlka hana. Hún skýrir ekki neitt um raunverulegan uppmna alheimsins. Hún skýrir hvers vegna stjömuþokur geta orðið til. Engu meira og engu minna.“ Andrés Magnússon. Mælitæki í gervitungli NASA greindu „gárur" í bakgrunnsgeislun viö jaðar alheimsins. „Gárur" þessar eru stærstu og elstu efniseindir heimsins og styðja upprunakenninguna um „Miklahvell". Fyrir 15 milljörðum ára Miklihvellur þeytir orku í allar áttir — mismikið þó — og úr verða fyrstu efniseindirnar. Fyrir 14 milljörðum ára Fyrstu stjörnuþokurnar myndast úr ryk- skýjum, sem þéttast vegna mismikils aðdráttarafls. Fyrir 7 milljörðum ára Vetrarbrautin verðurtil Fyrir 4,5 milljörðum ára Sól og reikistjörnur hennar -"'x verða til. Oreglulegar gárur í leifum qeislunarinnar frá Miklahvelli. Graphic News Fyrir 7 milljónum ára Frummaðurinn kemst á legg. :yrir nokkrum vikum Bandarískir vísinda- menn uppgötva gárur í bakgrunns- geislun alheimsins. S L Ú Ð U R Ástir og örlög Fregnir berast nú af því frá Lundúnum að Anna prinsessa sé alsæl og ástfangin af 37 ára göml- um kapteini í sjóhemum, Tim Laurence að nafrii. Anna, sem er 41 árs, fékk lögskilnað frá Mark Philips höfuðsmanni fyrir aðeins tveimur vikum. The Sun segir að búast megi við brúðkaupi í haust, en ffá því að Hinrik VIII var upp á sitt besta hefur aðeins einn annar skilnaður átt sér stað innan kon- ungsfjölskyldunnar, en það var þegar Margrét drottningarsystir skildi. Af Ándrési Jórvfkurriertoga og Söru konu hans er það að fiétta að menn eru úrkula vonar um að sættir takist með þeim. HlVson enn sekur Mike Tyson, fyrram heimsmeistari í hnefaleikum og núverandi refsifangi í Indiana, var tekinn á teppið nýlega fyrir að hafa ógnað fangaverði og sýnt slæma hegðan almennt. Tyson meðgekk sam- stundis. Fangelsisstjórinn ákvað að setja kauða í 10 daga einangrun og draga 30 daga frá hugsanlegri reynslulausn, en samkvæmt lögum í Indiana dregst einn Grrrr! dagur frá refsivist fyrir hvem dag, sem fanginn sýnir góða hegðun. Springsteen á niðurleíð Hljómplötur Bmce Springsteen, Human Touch og Lucky Town, hafa engan veginn selst jafnvel og vænst var vestanhafs. Hvomg komst í fyrsta sæti listans og sölutölur hafa lækkað jafnt og þétt. Á hinn bóginn hafa þær gengið ágætlega í Evrópu. Gert er ráð fyrir að kappinn haldi fyrr í tónleikaferð en ætlað var til að freista þess að glæða söluna á ný. Eins er hann farinn að koma fram í sjónvarpi af miklu kappi, en slíkt hefur hann alveg látið vera fram að jressu. LVl Brúsinn búinn? „Núáég hvergi heima...“ Þýskur athafnamaður fékk í síð- ustu viku synjun frá bæjaryfirvöld- um í Gundelftnger í Bæjaralandi, en hann hafði sótt um leyft til að opna garð fyrir munaðarlausar höggmyndir af helstu snillingum kommúnismans. Maðurinn, Josef Kurz að nafrii, hafði uppi áætlanir um að flytja inn höggmyndir af Stalín, Lem'n, Hoxha, Tító og fleir- um af því sauðahausi, þar sem hann óttaðist að þessi menningararfur kommúnista kynni að glatast ger- samlega. Nýju lýðræðisríkin hafa lagt mikið á sig til að uppræta þess- ar menjar einræðisins. Kurz sagði að bæjarstjómin hefði hafriað er- indinu á umhverflsvemdarforsendum, en sjálfur kvaðst hann þess fullviss að það hefðu verið myndefhin, sem fóm fyrir bijóstið á emb- ættismönnunum. POLITIKEN Líknardauða á ekki að lögleyfa A að leyfa líknardauða? Þessi umræða blossaði upp á ný eftir að 58 ára gamall maður skýrði frá aðstæðum sínum í dagblöðum og sjónvarpi. Hann er haldinn ólæknandi sjúkdómi og líður stanslausar vítiskvalir. Hann vill binda enda á líf sitt og hann vill fá læknisaðstoð til þess. Einstakir læknar hafa tekið undir sjónarmið mannsins í trúnaðar- samtölum. Þeir vilja að umræðan um líknardauða verði aftur tekin á dagskrá, að gildandi löggjöf verði breytt og almennu siðferðisviðhorfi sömuleiðis. En jafnerfitt og það er að meta hlutina kalt þegar maður stendur frammi íyrir einstökum ógæfutilfellum er nauðsynlegt að maður geri einmitt það. Og jafnóþægilegt og það er að játa að í einstökum tilfell- um sé eftirgjöf nauðsynleg, þá verður það nú samt að játast. í lífinu koma upp aðstæður þar sem samfélagið gemr hvorki né á að blanda sér í málið. Aðstæður þar sem einstaklingurinn verður að ráða örlög- um sínum einn og með sjálfum sér. Lögleyfing líknardauða getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Það myndi hrikta í sameiginlegum siðferðisstoðum þjóðfélags okkar. Það er lífið, sem við helgum okkur, ekki dauðinn. Og það er fýrst og fremst skylda lækna að vemda h'f. Líknardauða er hægt að misnota. I einstaka tilfellum kynni mögu- leikinn einn að þrýsta á fólk að grípa til hans. Og hins vegar kynni hann að verða misnotaður líkt og nazistar gerðu. Við höfum enga tryggingu gegn framtíðinni. Sérhver breyting á grundvallarsiðferðis- gildum eykur hættuna á frekari breytingum. Þarf að minna fólk á að í þriðja ríkinu var lfknardrápið kerfisbundið og beitt gegn þeim, sem minnst máttu sín? Maður deyr aðeins einu sinni, en svo afskaplega lengi, sagði ein af persónum Moliéres. Og að því er best er vitað höfum við ekki ömggar heimildir fyrir öðm. Dauðinn er endanlegur. Sá, sem hjálpar öðmm við að deyja, vinnur verk, sem ekki er hægt að afturkalla.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.