Pressan


Pressan - 21.05.1992, Qupperneq 34

Pressan - 21.05.1992, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21.MAÍ 1992 Myndi \eysa mörg vanda- mál Kári Waage á veitinga- staðnum Tveimur vinum: ,J>að myndi leysa alveg rosa- lega mörg vandamál. Það væri umlíkt í heiminum í dag, sem meðal annars má skýra með mis- munandi stöðu kvenna og karla. Það myndi ekkert breytast eða batna ef einstaklingamir væru kynlausir, — það er allt annað sem þarf til. Fyrir mér er það óhjákvæmi- leg staðreynd að við emm með tvö líffræðileg kyn í gangi í heiminum í dag, en höfum svo á Kari „Þett yröi æðis- lega Ijúft, þó er ansi margt sem ég myndi ekki vilja missa af." hinn bóginn hið félagslega kyn, það uppeldislega. Við emm að tala um að breyta þessu félags- lega kyni, svo karlar og konur hagi sér eins, hafi sömu stöðu í heiminum og svo framvegis. Eg hef varla fantasíu til að sjá það fyrir mér. Eg held þó satt að segja að það yrði voðalega lítið skemmtilegt ef allir væm eins. Við þurfum þann margbreytileika sem fylg- ir ólíku félagsfræðilegu kyni, en ef það ætti hægt að fækka í starfsliði lög- reglunnar um 70 prósent og ekki þyrfti að koma í veg fyrir hjónaslagsmál. Framhjáhald væri úr sögunni og um fjömtíu sjötugar, breskar kerlingar sem skrifa ástarsögur myndu missa vinnuna. Þetta yrði æðislega ljúft en þó er ansi margt sem ég myndi ekki vilja missa af. Það væri auðvitað ekkert vit í því ef það væri ekkert kynlíf. Það væri heldur ekkert vit í því ef maður myndi missa af þeirri upplifun að ganga niður í miðbæ Reykjavíkur á sólríkum sumardegi og skoða allar sætu stelpumar, því maður er alltaf jafnhissa á því hvaðan þær koma allar. Þegar ég fór svo að velta fyrir mér ijölgun sá ég fyrir mér 200 böm koma gangandi niður Esjuna með reglulegu millibili. Hér á veitingastaðnum yrði áfram nóg að gera en það yrði allt öðmvísi, menn væm bara að tefla eða eitthvað svoleiðis.“ Heldur ófrjótt oq \att líf Stefanía Traustadóttir, fé- lagsfræðingur hjá Jafnrétt- isráði: „í starfi mínu um að jafna stöðu karla og kvenna hef ég aldrei séð fyrir mér kynlausa veröld. Það er langt í frá að það sé markmið og ég get ekki ímyndað mér að sú veröld væri eitthvað spennandi eða betri en sú sem við höfum. Eg get ekki séð að það breyti nokkm um óréttlæti, ójöfnuð og annað því- varla asíu til að sjá það fyrir mér. Kæmi ve\ út á Ijósmynd Sveinbjörn I. Baidvinsson rithöfundur: „Eg hef lesið um veröld í bók eftir Vonnegut þar sem þurfti þrjú kyn til æxlunar, en það virtist vera hin ágætasta veröld að mörgu leyti. Einkynja veröld gæti hins vegar komið vel út á ljósmynd, hún væri svo kyrr. Það yrði líklega allt mjög stabflt og stöðugt, án þess að maður sé að segja að allt sem gerist eigi rót sína að rekja til þeirrar staðreyndar að heimur okkar er ekki ein- kynja. Þetta er hættuleg hugmynd."

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.