Pressan


Pressan - 21.05.1992, Qupperneq 35

Pressan - 21.05.1992, Qupperneq 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21.MAÍ 1992 35 Éyjólfur „Maður myndi að minnsta kosti venjast því." Skordýralíf Björg Ingadóttir tísku- hönnuður: „Ætli það yrði ekki svipað og hjá skordýrum." L\e>tqre\nar myndu miðsa mannlega til- finningu Eyjólfur Kristjánsson tón- listarmaður: „Myndi manni ekki bara líða ágætlega ef veröldin væri kyn- laus? Maður hlyti að minnsta langmikilvægust, þá væri allt samfélags- og búsetumynstur mjög ólíkt því sem við þekkjum og fjölskyldan væri varla til stað- ar. Staðreyndin er auðvitað sú að með tveimur kynjum er kynlífið grundvallaratriði og allt sam- skiptamynstur okkar ákvarðast af stöðu einstaklingsins gagnvart hinu kyninu. Einnig myndi skorta siíjanetið, það er tengslin innan fjölskyldunnar, svo og réttindi og skyldur sem því fylgja. Eignarhald væri Ifldega með öðmm hætti; hver ætti hvað og hver ætti hvaða bam, til dæm- is. Uppeldi bama yrði lfldega á einhvers konar samábyrgð. Það getur verið að lífið yrði átakaminna og meiri samvinna væri íyrir hendi og má leiða get- um að því að mörg vandamál myndu leysast. Greining myndi verða eftir allt öðmm leiðum og aldur gæti til dæmis farið að skipta mun meira máli. Við byggjum mikið á and- stæðum kynjanna og í þjóðfélagi okkar eru óskilgreindar ástar- hugmyndir forsendur hjúskapar. Astin myndi ekki skipta máli en minna má á Biblíuna, þar sefn segir af þeim Adam og Evu sem lifa í aldingarðinum í algeru til- gangsleysi — þar til Eva fær sér bita af eplinu. Þá uppgötva þau kynlífið, andstæðumar skapast og eitthvað fer að gerast. Þótt erfitt sé að segja má geta sér til um að þetta yrði einhvers konar status quo-samfélag. Mannfræðingurinn Leví Strauss gengur út frá því að manneskjan hugsi í and- stæðum sem hjálpar henni að koma skipulagi á samfélagið og í kyn- lausri veröld myndu þessar andstæður ekki vera fyrir hendi í sama mæli, en líklegt er að aðrar andstæður sköp- uðust.“ kosti að venjast því. Það sem maður saknaði færi eftir því hvort hún væri kynlaus írá upp- hafi eða hvort hún yrði allt í einu kynlaus. Ég myndi sennilega sakna kynlífsins mest en ég held lflca að það myndi voðalega margt breytast, til dæmis í því sem ég staifa við. Listgreinar all- ar myndu smátt og smátt geldast og missa alla mannlega tilfinn- ingu, sem brýst að öllu jöfnu fram í listum, hvort sem það væri myndlist, skúlptúr, tónlist eða annað. Arkitektúr yrði til dæmis ekki mjög fallegur!“ Engar and- etæður — ky rretaða Jóhanna Eyjólfsdóttir mannfræðingur: „Þessi spuming setur mig í stellingar vísindaskáldsagnahöf- undar. Ef við horfum framhjá æxlun, þótt hún sé auðvitað Eine að sigla flösku- ekipl \oft\aue Páll Stefánsson ljósmynd- ari „Að lifa í kynlausri veröld væri lfldega eins og að vera inni- lokaður og loftlaus á flöskuskipi. Maður er vanur að anda að sér fersku lofti á skútu sem skríður og ætli það væri ekki hálf- ómögulegt að sigla flöskuskip- inu loftlaus. Maður mundi bara kafna. Ég held að mannfólkið hefði það einfaldlega ekki af að lifa í kynlausri veröld. Lífið byggist allt á þeirri uppörvun sem kynlífið er. Við erum nátt- úrulega ekkert annað en dýr og erum styttra komin frá dýrtmum en við höldum. Þess vegna væri kynlaus veröld einfaldlega leið- inleg með stóru L-i, og innan- tóm. Kynhvötin er ekkert annað en frumkraftur og það að lifa án hennar er rétt eins ómögulegt og að lifa án matar og svefns. Við erum nú einu sinni að tala um bensín lífsins.“ Drifkraftur kynhvatar úr eögunni Hulda Hákon myndlistar- maður „Maður gæti ekki setið niðri við Tjöm og fýlgst með ástalífi fuglanna. Það væri ekkert svo- leiðis. Tilveran hlyti að vera grá, en einfaldari. Kannski væm allir vinir, þar sem drifkraftur kyn- hvatarinnar væri úr sögunni; frumkvæðisleysi og jöfiiuður. Ég myndi losna undan þeirri áráttu að fylgjast með hlutfalli kynjanna á hinum og þessum stöðum. Til dæmis verður Döcu- menta- sýningin í Kassel opnuð í næsta mánuði. Þar á að vera rjóminn í þessum alþjóðlega myndlistarheimi; 165 karlmenn og 25 konur!“ Vildi vera einn \ kvenveröid Sverrir Stormsker fjöl- listamaður „Það færi eftir því hvort kynið það væri. Mér þætti til dæmis mjög gaman að vera einn í kven- veröld, það væri ekki svo galið að vera notaður til undaneldis. Það væri hins vegar varla mjög spennandi að búa í kyn- lausri veröld. Ekkert sex — það væri ekki nógu gott. Þetta væri bara hið versta mál. Hjónaskiln- uðum myndi að vísu fækka því fólk myndi ekki giftast hvort sem er... en ég held að það myndi fátt annað gerast skemmtilegt. í öllu falli ekki þetta skemmtilegasta. Annars vil ég taka það fram að ffekar vil ég vera hverskyns en kvenkyns.“ Vantar a\\an hvata til áaða Sigmundur Ernir Rúnars- son aðstoðarfréttastjóri „í fljóm bragði sýnist mér að ekkert líf væri til, því það er nú einu sinni svo að það þarf karl og konu til að búa það til — að minnsta kosti ennþá, og vonandi svo lengi sem ég fer upp í rúmið á kvöldin. En ef við fantaserum og gefum okkur súrrealískar for- sendur þá væri lífið ákaflega inn- antómt og myndi vanta allan hvata til dáða. Menn myndu væntanlega una sér í eigin fylu einhvers staðar í forsælu og geispa hæglega golunni.“ Sverrir „Vil j frekar vera hverskyns en kvenkyns. “ Þar sem væri aðeins eitt kyn... þar sem ekki væri stundað kyn- líf... þar sem andstæður væru litlar... þar sem sam- skiptin væru önnur... þar sem lífið væri einfaldlega allt öðruvísi. PRESSAN leit- aði álits valin- kunnra á mál- efninu. Telma L. Tómasson og Anna Har. Hamar K Y N L Er fullorðins- klám gagnlegt? Um daginn mætti ég á föm- um vegi hagfræðingi nokkmm sem getið hefur sér orð fyrir skeleggar skoðanir. Við tókum tal saman stundarkom og sam- ræðumar snemst aðallega um hversu erfitt væri að skilgreina klám. Reyndar sagðist þessi maður hafa dottið niður á hent- uga skýringu á eðli kláms og fullyrti að það væri „kynlíf á skökkum stað“. Ef við emm sammála um rétt manna til friðhelgi einkalífsins inni á heimilum sínum má taka undir þessi orð hagfræðingsins. Það sem fólk les eða horfir á í sjón- varpinu á heimili sínu ereinka- mál þess, svo framarlega sem aðrir em ekki neyddir til að lesa eða horfa á eitthvað sem þeir kæra sig ekki um. Öðm máli gegnir um hvort leyfa eigi aug- lýsingar á klámefni í formi veggspjalda eða fjölmiðlaug- lýsinga. Þar hefur fólk ekki val um hvort það vill sjá auglýs- inguna eða ekki. Fólk hefur hins vegar val ef það kemur inn í bókabúð eða myndbanda- leigu um hvað það vill kaupa eða fá leigt. Það er ekki hægt að skil- greina klám á einn veg, því hver og einn gerir það upp við sjálfan sig. Fyrir löngu er orðið ljóst að það er einungis hægt að skilgreina klám sem kynhegð- un sem særir blygðunarkennd fólks. Klám er mun neikvæð- ara orð en erótík og það auð- veldar okkur ekki umræðuna að sumir kjósa frekar að nota orðið klám og aðrir erótík yfir einn og sama hlutinn. Með fiill- orðinsklámi er ég eingöngu að tala um klám sem sýnir full- orðna einstaklinga að iðka kyn- lífsathafnir. Með fullorðins- klámi er ekki átt við bamaklám eða kvikmyndir stútfullar af hrottaskap. Það er rétt að jregar klámmyndir eru litaðar blóð- ugu ofbeldi getur það styrkt neikvæð viðhorf áhorfenda til mannlegra samskipta og ýtt undir ofbeldishegðun. I því sambandi er mikilvægt að átta sig á að í þeim tilvikum er það ekki klámið sem veldur þeim áhrifum, heldur sjálft ofbeldið. Fullorðinsklám sem er án of- beldis og sýnir fullorðna ein- staklinga í kátum ástaleikjum hefur ýmis gagnleg áhrif. Tök- um sem dæmi bláarkvikmynd- ir. Ahorfandi getur örvast kyn- ferðislega við að horfa á slíka mynd og fengið aukinn áhuga í venjulegu kynlífsmynstri sínu — í einn eða tvo daga á eftir. Varla er hægt að staðhæfa að slflc kynferðisörvun og aukin kynlöngun eyðileggi siðferðis- kennd manna og valdi siðspill- ingu í samfélaginu. Meðferðar- aðilar kynlífsvandamála nota stundum opinskáar kynlífs- kvikmyndir til að sýna skjól- stæðingunum ákveðna kyn- hegðun eða sem leið til að draga úr ífammistöðukvíða (ef þú ert upptekinn af því að horfa á kvikmynd sem örvar þig beinirðu athyglinni ósjálfrátt ífá sjálfum þér og getur þannig dregið úr íyrmeíhdum kvíða). Satt að segja er klám af því tagi sem ég er að tala um alls ekki skaðlegt, heldur gagnlegt. Það sama er ekki hægt að segja um ýmislegt annað sem löglegt er í þjóðfélaginu. Má þar nefna áfengi, sígarettur og bifreiða- akstur, sem allt veldur mörgum banaslysum á ári hverju. Það að virða fyrir sér klám- efni öðru hvom breytir litlu um viðhorf manna til kynferðis- mála. Það sem mótar viðhorf okkar til kynlífsins í mun meira mæli eru þættir eins og uppeld- isfjölskyldan, vinir og eigin lífsreynsla. Þrátt fyrir þetta halda siðaposmlar því ífam að klám sé skaðlegt. Stundum er þetta sama fólkið sem hefur að beiðni yfirvalda horft á tugi ef Áhorfandi getur örvast kynferð- islega við að horfa á bláa mynd og fengið aukinn áhuga í venjulegu kyn- lífsmynstri sínu — í einn eða tvo daga á eftir. ekki hundruð klámmynda — oft í grófari kantinum — án þess að hljóta sjálft skaða af. Siðgæðisverðir beita líka gjaman þeim rökum að klám- efni geti villst í hendur sak- lausra bama og þá sé voðinn vís. Samt em alls staðar í kring- um okkur hlutir sem geta meitt og jafnvel deytt afkvæmi okk- ar. Má þar nefna ýmis lyf, áfengi og ræstiefni geymd inni á heimilum, bflaumferð og byggingarsvæði. Við treystum því að hinir eldri gæti þess að böm fari sér ekki að voða. Það sama á að gilda um klám ef við erum hrædd um að það geti vakið ótta hjá bömunum ef þau komast óvart í það. Skemmst er að minnast fáreins sem varð yfir nokkmm klámsenum aft- ast á Strumpaspólum. Sam- kvæmt kenningu hagfræðings- ins var augljóslega um að ræða , Jcynlíf á skökkum stað“! Spyrjiö Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavik. > >

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.