Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21.MAI1992 9ít)jnf tölettiftnt jljÓbðÖflUV Sjómaður einn á Akureyri hafði þann sið að tala mikið um sig og konur í sömu and- ránni. Hann lét sem hann væri kvennamaður mikill, án þess að ætlast til að tekið væri mikið mark á orðum hans. Lýsingar hans á þess- um málum voru oftast það lygilegar að ekki var nema fyrir mjög auðtrúa menn að trúa. Þrátt íyrir margar lýs- ingar gerðist sjómaðurinn þó aldrei berorður mjög. Eitt af því sem hann stagl- aðist hvað mest á var að hann óskaði þess oft að í trollið kæmi hafmey, og þá öfug; fiskur að ofan en kona að neðan. (úr sjómannasögum) Sú saga er sögð af Hall- dóri Laxness að eitt sinn þegar hann ók um götur borgarinnar á glæsilegum Jagúar hafi bíllinn hans bil- að, og það á rauðu ljósi. Það var sama hvemig Halldór reyndi að gangsetja, í gang fór hann ekki. Svo kom að því að græna ljósið kviknaði. Halldór gat eðlilega ekki ekið af stað þar sem bíllinn var ekki í gangi. Bflstjórinn á bflnum fyrir aftan bíl Halldórs vissi ekki hvers vegna Jagúarinn fór ekki af stað og tók að gefa hljóðmerki ótt og títt. Það var sama hversu mikið bíl- stjórinn flautaði; Jagúarinn fór ekki í gang og Halldór gat ekki ekið burt. Svo fór að Halldór þreytt- ist á flautinu úr bflnum fyrir aftan og þar sem hann hafði engin frekari ráð til að gang- setja bílinn fór hann út og gekk að bflnum fyrir aftan. Ökumaður þess bíls skrúfaði niður rúðuna og virtist undrandi að sjá hver var ökumaður Jagúarsins. Halldór horfði á manninn og sagði: ,,Ef þú setur bflinn minn í gang skal ég flauta fyrir þig á meðan." (úr ökumannasögum) í horninu sínu. Tannlæknarnir Guðmundur og Ingi, Magnús, Kiddi í Málningarvörum og Leifur. PRESSAN/Jim Smarl UPPI A PPIKI I PJÖPUTÍ U ÁP Fyrst á morgnana er hægt að fá tvenns konar kaffi, móderne og almennilegt. Það fyrra er eig- inlega neyðarbrauð, af því að það tekur alltaf hálftíma að hella upp á gömlu vélina með taupok- anum. Það kostar nokkrar um- hellingar að fá kaffið gott, en biðin er þess virði. Það er þykkt, næstum eins og tómatsúpa, styrkt fíngerðum korgi, en þó svona yndislega milt og bragð- gott. Ef maður vissi ekki betur mætti halda að það væri næring því. Af kaffihúsi að vera hefur Prikið einn stóran kost: það er svo lítið eins og kaffihús. Það er að segja eins og kaffthúsið í þjóðsögunni um kaffihúsamenn- inguna, þar sem bæði vertinn og gestimir em svo uppteknir af því að vera á kaffihúsi að bæði kaff- ið og kúnnamir verða einhvem veginn útundan. Prikið er nefhilega voðalega lítið svoleiðis. Það er líka búið að vera svo lengi á hominu á Bankastræti og Ingólfsstræti að maður er hættur að taka eftir því, ekki ósvipað og rakarastofan á milli Hressó og Eymundsson sem allir sjá en enginn tekur í raun eftir. Nema ef hún skyldi hverfa. Reykjavíkurborg tók reyndar eftir staðnum íyrir skömmu þeg- ar eigendum hans var veitt við- urkenning fyrir að halda innrétt- ingunum í upprunalegu horfi. Hún sést heldur ekki lengur víða þessi dökkrauðbrúna klæðning á veggjunum, gömlu veggljósin og risavaxna útvarpið sem hefur ábyggilega setið þama í hominu frá því það var flutt inn. Hún sést heldur ekki lengur sælgætissalan sem einu sinni var fremst í saln- um. Henni var hent út. Blessun- arlega. PPQIKBP „Góðan daginn, vinur minn!" kallar Jóhanna Kristinsdóttir vert þegar einn af fyrstu reglu- legu viðskiptavinunum kemur inn á mánudagsmorgni. Hann er svolítið þungbúinn á svip, með dökk sólgleraugu. „Ertu ekki hress í dag?“ „Nei,“ er mjög ákveðið svar, en kurteislegt. Jóhanna kann eitt ráð við því og er rétt byrjuð að hella kaffinu þegar hann grípur í taumana. ,Lkki kaffi! Te!“ Te? Te? Gott og vel, jurtate. Það virð- ist líka virka, því það lyltist mjög fljótlega á honum brúnin. Það hjálpar líka að Jóhanna tekur með sér helgarblöðin af Mogg- anum handa kúnnunum að lesa á mánudagsmorgnum. Það er fátt betur fallið til að minna á bjartar hliðar raunvemleikans en þung- lyndisleg heimsmynd Moggans. Prikið er búið að vera héma í ljörutíu ár, en það er ekki nema rúmur mánuður síðan Jóhanna byrjaði. Það var lasleiki í stúlk- unni sem var á undan og vildi bregða við að ekki væri opnað á réttum tíma. Það gekk náttúrlega ekki, því Prikið er staður reglu og stundvísi. Það er til dæmis hægt að stilla klukkuna sína eftir gamla manninum sem kemur alltaf klukkan hálfellefu, segir aldrei neitt, en bendir bara á kaffi, rúnnstykki og ostsneið. Sem hann auðvitað fær og þarf meira að segja ekki að benda lengur, eftir að Jóhanna lærði inn á hann eins og hina kúnnana. A svipuðum tíma kemur annar með dósir í poka, sest við borð með kaffið sitt og les guðsbækur dágóða stund. Hann segir heldur aldrei orð, vill ekki tmfla guðs- orðið. PRIKID Þeir em svo sem ekki allir sér- kennilegir, fastagestimir á Prik- inu. Þeir mæta um hálfrúu Guð- mundur Lárusson tannlæknir, Ingi Kr. Stefánsson líka tann- læknir, Kristinn Eggertsson í Málningarvömm, Leifur í Ræsi, bræðumir Arni athafnamaður og Hilmar í Morkinskinnu Einars- synir, Birgir Helgason tölvu- fræðingur og fleiri, flestir upp- aldir í hverfinu og vilja vera þar. Þeir afgreiða sig sjálfir eftir hent- ugleikum og vilja líka eiga sætin sín eins og Guðmundur skáld. Birgir Helgason í Tölvuspilum viröir fyrir sér heimsmynd Moggans. Hann vill ekkert sæti nema sitt og stendur stóískur við gluggann þar til það losnar. Þeir fá sitt kaffi og ristað brauð, spjalla um Sviss og Evr- ópubandalagið og velta fyrir sér af hverju þúsund manns séu í hagffæðinámi og bara hálft þús- und í hjúkmn. Og skoða leið- beiningamar sem fylgja dýrindis pípu sem einhverjum áskotnað- ist. Þetta er evrópsk eðalpípa, en hafði langa viðdvöl í Súdan áður en hún kom til íslands. Hún fannst í verslun í Karthoum á eldgömlu affísku verði. PROKIÐ Einu sinni var Prikið aðsetur blaðamannaaðalsins, þegar Vís- ir, Tíminn og Alþýðublaðið höfðu aðsetur í miðbænum. Staðurinn ber þess reyndar lítil merki, en uppi á vegg er gömul, óljós mynd úr Dagblaðinu frá því það var og hét. Það kemur líka á daginn að sumir gestanna em alls óvanir blaðamönnum, jafnvel svolítið hræddir við þá. Eða að minnsta kosti við mynda- vélina. Hann var nefnilega ekki búinn með kaffið sitt sá sem stóð upp með hávæmm yfirlýsingum um ffiðhelgi kaffitímans, greip staf sinn og hatt og rauk á dyr. Kannski óttaðist hann, sannkrist- inn maðurinn, að vélin tæki sál- ina með sér við myndatökumar. Eða þá að það var einhver mánu- dagur í honum. Það er félagið Fingurbjörg sem á og rekur Prikið. Það var upphaflega eitt af nokkrum kaffihúsum Silla og Valda, en þegar Bjarni í Brauðbæ tók við því fyrir tuttugu ámm var hon- um uppálagt að breyta engu. Engu. Það íylgdu meira að segja þrír menn í fæði sem héldu áffam að koma þar til yfir lauk. Nútíminn hefur gefið því und- ir fótinn að staðnum yrði breytt í krá. En staðurinn á sig sjálfur og tekur ekki mark á þessu. Það væm líka helgispjöll. A bjór- krám er kaffi aðskotahlutur eða aukabúgrein sem enginn metn- aður er lagður í, viðbrennt mód- erne kaffi úr sjálfvirku. Og þar fæst ekkert ristað brauð og þar þarf maður að segja vertinum hvað maður vill. Karl Th. Birgisson Kaffi og rist. Birgir og bræöurnir Árni og Hilmar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.