Pressan - 21.05.1992, Page 42

Pressan - 21.05.1992, Page 42
Bæöi 01ís og Esso taka við svoleiðis tékkum eftir helgi Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, sagöi aö margir viö- skiptavinir heföu haft á oröi aö þægilegt væri aö losna viö gúmmítékkana á bensínstöövum. Enn bæta bensínstöövarnar þjónustuna SKELJUNGUR TEKUR VIÐ GÚMMÍ- TÉKKUM Efnahagsaðgeröir rikisstjórnarinnar FRAMLÖG TIL RÍK- ISSPÍTALANNA EFTIRÁGREIDD Forsvarsmenn spítalanna verða bara að framfieyta sérá iánum ' úr bankakerfinu, - segir Sighvatyr Björgvigsson Þetta er fín hugmynd og engu verri þó þaö sé.þúiö aö nota hana á Lánasjóö íslenskra némsmanna, - segir Sighvatur. Stórfellt svikamál í Landeyjum Bóndinn hafði áður fengið verðlaun fyrir frjósemi, en hver kind var að meðaltali fimmlembd. Gísli Erlingsson bóndi svindlaði og fékk verðlaun. HAFA SKAL ÞAÐ ER BETUR HLJÓMAR fimmtudagurinn^i.maí fjlíittúruverndarráð OSSUR FRIÐAÐUR Kemur til vegna prentvillu en verður ekki hægt að leiðrétta nema að undangeng- innirannsókn. Reykjavík, 26. maí. „Þetta voru mistök. Kitarinn virðist hafa verið annars hugar og skrifað „Skarphéð- insson“ á eftir össur þegar hún var að telja upp heiti á friðuðum fuglum,“ sagði tals- maður Nátt- úruvcrndar- ráðs þegar GULA PRESSAN ræddi við hann um Össur óvænta frið- Skarphéö- un Össurar insson er Skarphéð- nú friöaður. inssonar. Samkvæmt lögum er óheimilt að taka tegundir af skrá yfir friðuð dýr nema að undangenginni rannsókn á því hvort þau séu enn í útrým- ingarhættu. „Þeir höfðu samband við mig hjá Náttúruvemdarráði og vilja fylgjast með mér í nokkra daga,“ sagði Össur Skarphéðinsson í samtali við GULU PRESSUNA. „Þeir lögðu líka til að ég hætti að nota bflinn og færi að borða heilsusamlegra fæði.“ Samkvæmt heimildum GULU PRESSUNNAR hafa verið lítið viðbrögð við þess- ari friðun Össurar. Þó munu Náttúruvemdarráði hafa bor- ist mótmæli ftá Stúdentaráði Háskólans. Strætisvagnabílstjóri KÆRIR FARÞEGA FYRIR EINELTI Reykjavík, 26. maí. „Þetta er ekki einleikið. Á hverjum morgni undanfarin sjö ár hefur þessi kona komið í vagninn á slaginu hálfátta. Þegar ég óskaði síðan eftir flutningi og fór að aka leið 12 þá var hún það fyrsta sem ég sá,“ segir Jónas Davíðsson strætisvagnabílstjóri, en hann hefur kært einn farþega sinna, Mörtu Kristinsdóttur, fyrir að leggja sig í einelti. ,Jú, ég kannast við manninn. Hann keyrir strætó," svaraði Marta jtegar GULA PRESSAN spurði hana um Jónas. Marta segist hafa búið á Mel- unum í mörg ár og því alltaf tek- ið leið 4. Síðan hafi hún flutt upp í Breiðholt og notist nú við leið i2. , „Ég veit ekki hvað maðurinn meinar," sagði Marta. „Eg hef tekið eftir því að hann er alltaf með ólundarsvip þegar ég kem í vagninn, en ég hélt bara að hann væri magaveikur eða eitthvað." „Jú jú, konan má halda því fram að hún sé bara venjulegur farþegi. En venjulegir farþegar em stundum veikir eða fara ein- hvem tímann í sumarfrí. En ekki hún. Hún kemur alltaf í vagninn á hárréttum tíma,“ sagði Jónas. Jonas Davíösson segist vera oröinn þreyttur á Mörtu. Gunnar Helgi Kristinsson SÆKIR UM INNGÖNGU IEB Brussel, 26. mat. „Eg ræddi þetta við Þórarin V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóra vinnuveitenda, og Birgi Árnason, hagfræðing hjá EFTA, og við ákváðum að bíða ekki iengur, heldur sækja sjálfir um aðild. Miðað við stemmninguna heima er ekki að búast við að Island sæki um fyrr en einhvern tímann og einhvern tímann,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur, sem hefur sótt um aðild að EB. Gunnar sagði að þcir Þórarinn og Birgir hefðu ákveðið að bíða og sjá til hverskonar samningum hann næði áður en þeir sæktu um sjálfir. „Ef ég næ samningum get ég flutt kenningar mínar út til allra aðildamkjanna án nokkurra tolla. Eg mun því standa mun betur að vígi en þeir Þorbjöm Gunnar Helgi Kristinsson getur flutt kenningar sínar út til allra aöildarríkja EB. Broddason og Svanur Kristjáns- son, sem sitja eftir. Nýr sjúkdómur grasserar meðal félaga í Sálarrannsóknarfélaginu HEYRA í ÚTVARPS- TÆKJUM ÞÓTT SLÖKKTSÉÁ ÞEIM OG SJÁ STRÆTIS- VAGNA GANGA EFTIR MIÐNÆTTI Sjúkdómurinn kallaður bráða-ofur-miðilshæfileiki Reykjavík, 26. maí. „Ef ég vissi ekki betur mundi ég halda að ég væri vitlaus,“ segir Ragnar Páls- son, 35 ára gamall Reykvík- ingur, en hann er einn þeirra félaga í Sálarrannsóknarfé- laginu sem hefur hlotnast svokallaður bráða-ofur-mið- ilshæfileiki á undanförnum vikum. „Þetta er óhugnanlegt. Ég heyri í útvarpstækjum þótt það sé slökkt á þeim og jafitvel í öll- um rasunum í einu. Ég sé lfka fyrir hvemig strætó gengur og hef séð strætisvagna á fullri ferð um götumar eftir miðnætti. Ég sé Iflca fyrir ferðir flugvéla Flugleiða. Ég sé þær yfirleitt um það leyti sem þær eiga að lenda og mundi sjálfsagt halda að allt væri með felldu ef ég vissi ekki að þær væm alltaf á Ragnar Pálsson sér flug- vélar Flugleiða lenda sam- kvaemt áætlun þrátt fyrir seinkun. eftir áætlun," segir Ragnar. „Við vitum ekki hvað þetta er,“ sagði Halldór Finnsson, einn eldri félaganna í Sálarrann- sóknarfélaginu. „Það er eins og við höfum hitt á einhveija gátt yfir í annan heim. Ég veit meira að segja um fólk sem getur séð fyrir íréttir Rfldssjónvarpsins." Halldór sagði að auðvitað væri skemmtilegra ef þetta fólk gæti séð inn í heim framliðinna. „En það er ekki fyrir okkur að skilja hvers vegna fólkinu er auðið að sjá tyrir sér leiðarkerfi SVR. I því gætu verið skilaboð sem okkur hefúr ekki tekist að ráða í ennþá,“ sagði Halldór. SÉRSTAKLEGA VÖNDUÐ OG VERKFÆRl FRÁ spear & jacksoKi RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT • • / VERSLUN SOLUFELAGS GARÐYRKJUMANNA GRÓÐURVÖRUR SF. SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 43211

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.