Pressan - 05.11.1992, Page 2
2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992
ÞETTA
BLAÐER
GRÓFT
... þóekkieinsgróftog
meðferð bændanna á
þjóðinni. Eins og lesa
má á blaðsiðu 12 gætu
allir Islendingar haldið
hátíð efþeirkæmust
upp með að styrkja
landbúnaðinn álíka og
aðrar þjóðir. Semþó
barma sér undan sin-
um bændum.
... eins og allt virðist
eigaaðveraidag.
Heimurinn erkominn
með kynlifá heilann.
Það vellur útúr auglýs-
ingum, erstungið milli
morðanna í bíómynd-
unum og gerir popp-
lagatextana óhæfa fyr-
ir börnin. Sjá blað-
síðu 22.
... eins og leikurinn
sem braskararnir léku
við grey Landsbank-
ann (sem lesa má um á
blaðsiðu 13) og höfðu
með þvi afhonum ein-
ar20milljónir.
...einsog myndirnar
hans Jeffs Koons þar
sem hann og eiginkona
hansgerahittiýmsum
efnum;gleri, olíulitum
og guð má vita hverju.
Þeirsem hafa áhuga á
dónaskapnum geta
lesið um hann á blað-
síðu 20.
... einsogbrotÞor-
bjarnar Jenssonar á
grey dómaranum um
daginn. Dómarinn
barmar sér enn, eins og
lesa má um á blað-
síðu30.
Er ekki eina ráðið að
beija á aganefnd HSÍ,
Þorbjörn?
„Ef það væri lausnin væru margir
búnir að gera það á undan mér."
Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, er afar
ósáttur við þann úrskurð aganefndar
Handknattleikssambandsins að setja
hann I tlmabundið leikbann vegna
framkomu við dómara eftir leikinn gegn
FH um slðustu helgi. Dómarinn, Jón
Hermannsson, heldur þvl fram að Þor-
björn hafi beitt sig ofbeldi.
F Y R S T
F R E M S T
EFRAIM ZUROFF. Farinn með mál Miksons í heimspressuna.
MAGDALENA SCHRAM. Tekur afstöðu meö EES og Sólrúnu.
ZUROFF SKRIFAR BRÉF
f síðustu viku sögðum við frá
grein tímaritsins Newsweek um
Island sem reyndar birtist á end-
anum í styttri útgáfu en við
greindum frá þá. En hún vakti at-
hygli margra og meðal þeirra for-
stjóra Wiesenthal-stofhunarinnar
í Jerúsalem, Efraims Zuroff.
Hann mun hafa veitt sérstaka at-
hygli frásögn af nýyrðasmíð fs-
lendinga, enda eiga fsraelsmenn
við svipað vandamál að etja varð-
andi hebresku og við vegna móð-
urmálsins. í kjölfar greinarinnar
sendi Zuroff Newsweek bréf þar
sem hann gerir að umtalsefni við-
brögð íslenskra stjómvalda í máli
Evalds Mikson. f bréfinu lýsir
hann afgreiðslu málsins hér stutt-
lega og vonast til að íslenskum
málfræðingum takist betur að
þýða ýmis hugtök tengd stríðs-
glæpum en ríkisstjóminni tókst til
með mál Miksons. Og klykkir út í
lokin: „How do you say cover-up
in Icelandic?"
UNGAR MENNTAKONUR
MEÐ EES
Þeir sem hafa rýnt í málefni
Kvennalistans undanfamar vikur
hafa þóst greina ákveðnar línur í
því hvemig konumar greinast í af-
stöðu sinni til evrópska efnahags-
svæðisins. Meginkenningin er sú
að á móti séu einkum konur af
landsbyggðinni og konur f eldri
kantinum
Þær sem fylgi Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur að málum séu
hins vegar einkum tiltölulega ung-
ar menntakonur af höfuðborgar-
svæðinu, sem margar hafa stund-
að nám í útlöndum. Þar má til
dæmis nefna Magdalenu
Schram, mágkonu Jóns Bald-
vins Hannibalssonar utanríkis-
ráðherra, og Guðrúnu ög-
mundsdóttur borgarfulltrúa.
Þess má líka geta í þessu sam-
bandi að Guðný Guðbjörns-
dóttir, háskólakennari og vara-
þingmaður Kvennalista, sagði
beinum orðum úr ræðustóli á AI-
þingi nýskeð að hún ætti f mestu
brösum með að gera upp hug sinn
gagnvart EES.
ÓLÍNA FÆR HÆSTARÉTT í
LIÐ MEÐSÉR
Ólína Þorvarðardóttir er full
af heilagri reiði og svo sármóðguð
að annað eins hefur varla þekkst í
íslenskri pólitík á síðari tímum.
Þetta byrjaði á því að hún bar upp
tillögu um að áfengi og tóbak yrði
ekki veitt í veislum hjá borginni.
Markúsi Emi Antonssyni borg-
arstjóra fannst þetta ekki sniðugt
og sagði að „skinhelgi" væri „rík-
ur þáttur í fari fyrirspyrjanda“,
semsé Ólínu. Ólína rauk af fundi
þegar Magnús L. Sveinsson, for-
seti borgarstjómar, fékkst ekki til
að átelja Markús.
Nú hefur Ólína komist að því
að í Hæstarétti hefur þetta sama
orð, „skinhelgi", verið talið sak-
næmt. Það notaði nefnilega Hall-
ur Magnússon blaðamaður um
séra Þóri Stephensen, staðar-
haldara í Viðey, og var dæmdur til
að greiða 750 þúsund króna
miskabætur fýrir vikið.
f framhaldi af þessari uppgötv-
un hafa borgarfulltrúar Nýs vett-
vangs, Ólína og Kristín Ólafs-
dóttir, lagt fram fyrirspum þar
sem athygli er vakin á þessum
dómi Hæstaréttar og forseti borg-
arstjórnar spurður hvort ekki sé
rétt að hafa til hliðsjónar fordæmi
Hæstaréttar og löggjöf um æru-
vemd opinberra starísmanna þeg-
ar tekin er ákvörðun um hvort
víta eigi borgarfulltrúa.
MISJAFNT GENGI í LEIK-
HÚSUNUM
Gengi stóru leikhúsanna f
Reykjavík er óneitanlega nokkuð
misjafht þessa dagana. Þjóðleik-
húsinu, undir stjórn Stefáns
Baldurssonar, virðist ganga allt í
haginn. Þar kemur á fjalimar hver
sýningin á fætur annarri sem nær
óvenjumikilli aðsókn. Þannig hef-
ur sleitulaust verið uppselt á Haf-
ið, Kæm Jelenu, Stræti og Ríta
engur menntaveginn. Varla þarf
tefán heldur að hafa miklar
áhyggjur af því að Dýrin í Hálsa-
skógi spjari sig ekki, hvað þá My
Fair Lady, sem er jólaleikritið.
Annað er upp á teningnum í
ríki Sigurðar Hróarssonar í
Borgarleikhúsinu. Dunganon hef-
ur gengið illa og eru aðeins tvær
Kjólarnir hennar Báru
koma út úr skápnum
Hátt í þrjúhundruð manna
einkasamkvæmi verður haldið á
Ömmu Lú í kvöld í tilefrii útkomu
bókarinnar „Hjá Báru“, sem fjall-
ar um h'f hinnar einu sönnu kaup-
konu Báru Sigurjónsdóttur í
tískuversluninni Hjá Bám. Marg-
ar eftirtektarverðar uppákomur
verða í tilefni dagins en hápunkt-
urinn verður sjálfsagt opnunarat-
riðið þegar gamla tískusýningar-
landsliðið, samansett af Brynju
Nordquist, Svövu Johansen,
Helgu Möller og Matthildi Guð-
mundsdóttur, stormar inn á svið-
ið í kjólum í einkaeign Báru.
Kjólaeign Bám er fáheyrð og hún
á engan venjulegan fataskáp undir
kjólana sína heldur rúmgott fata-
herbergi.
Heiðar snyrtir verður kynnir og
segir frá því hvenær og við hvaða
tækifæri Bára bar kjólana sína. Ef
að líkum lætur verður sú kynning
skemmtiatriði út af fyrir sig, því
margt mjög persónulegt mun
koma ffam.
Konur af yngri tískusýningar-
kynslóðinni sýna einnig kjóla úr
einkaeign Báru en að auki verða
sýnd föt úr verslun hennar. Þá
verður sýning á búningum sem
Pétur, eiginmaður Bám, safnaði
að sér á ferðalögum sínum og
slidesmyndasýning verður allt kvöldið þar sem sýndar
verða myndir úr lífi Bám. Og margt fleira verður öllum
þessum fjölda gesta til skemmtunar.
Bókin, sem kemur út í dag, berst í verslanir á morgun.
Þau Bára og Ingólfúr Margeirsson, sem skráði söguna,
árita hins vegar eintök af bókinni í veislunni fyrir þá sem
vilja eignast hana þá þegar.
Bára Sigurjónsdóttir heldur stórveislu í til-
efni útkomu bókarinnar „Hjá Báru". I veisl-
unni verður haldin sýning á kjólum úr
einkaeign Báru og mun gamla tiskusýning-
arlandsliðið meðal annars bregða sér f
kjólana, þar á meðal Brynja Nordquist, sem
hérsitur við hlið Báru.
sýningar eftir. Aðsókn er líka
dræm á Heima hjá ömmu og ekki
virðast Platanov og Vanja frændi
hafa náð að kveikja í leikhúsgest-
um, þrátt fyrir ágæta dóma gagn-
rýnenda.
PLANT SPURÐI HVORT ÍS-
LAND VÆRI KOMMÚN-
ISTARÍKJ?
Ólafur Ormsson rithöfundur
skrifar grein í nýjasta hefti Mann-
lífs og rifjar upp hraklega útreið
framboðs Sósíalistafélags Reykja-
víkur í borgarstjómarkosningun-
um 1970.
Þetta var sama sumar og hér
var haldin Listahátíð í fýrsta sinn,
en meðal frægra skemmtikrafta
þar var hljómsveitin stórfræga Led
Zeppelin.
Ólafur segist ekki hafa farið á
tónleikana, en þó komst hann nær
poppgoðunum en flestir aðrir, því
hann átti af tilviljun spjall við Ro-
bert Plant söngvara og Jimmy
Page gítarleikara í miðbænum.
Segir Olafur að Plant hafi spurt sig
hvort fsland væri kommúnista-
ríki.
Það mun söngvarinn hafa talið
liggja í augum uppi, enda væri hér
enginn bjór, engir næturklúbbar,
engin hóruhús og alls staðar höft.
ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR. Ætlar ekki að láta Markús komast upp með að vaena sig um „skinhelgi".
STEFÁN BALDURSSON. Alltaf uppselt í Þjóðleikhúsinu eða svona hérumbil. SIGURÐUR HRÓARSSON.
Daufari aðsókn í Borgarleikhúsið. ROBERT PLANT. Sá að vantaði bjór, næturklúbba og mellur.
UMMÆLI VIKUNNAR
„Ég er vanurþví að hver einasti hópur,
sem á að borga eitthvað, segi ekki ég, ekki
ég, ekki ég. Það er hagfrœði Litlu gulu
hænunnar og ég er vanur henni, ég er
vanur aðfást við svoleiðis fólk. “
mmmmmmtmm^^^ jón baldvin hannibalsson utanrikisraðherra
„Maður fær skamm-
ir ófan frá, neðan frá,
utan úr bæ og loks
heima fyrir vegna
þess að maður er
aldrei heima.“
Björn Halldórsson
vinnuflkill
A3 gleðjast yfir iitlu
„Oft, þegar ég sit í þinginu og heitt er inni, horfi
ég glaður í bragði í kringum mig og veit að eng-
inn er í eins þægilegum nærbuxum og ég.“
ÖssurSkarphéðinsson
þungaviktarmaður
Marxfek túlkun?
„Útgáfufélag Þjóðviljans fór á hausinn og það er í
raun túlkunaratriði hvað verður um þessar 100
milljónir.“
Einar Karl Haraldsson
framkvæmdastjóri Alþýðubandalags
vjeA*.
Launakjör alþingismanna eru
með þeim hætti að hæfasta fólkið
mun ekki gefa kost á sér til þeirra
starfa í framtíðinni. Ef svo heldur
fram sem horfir í þessum efnum
verða það eingöngu ríkar milli-
stéttarkonur og meðaljónar sem
sitja á þingi í framtíðinni.“
Guörún Helgadóttir
skáldsagnapersóna
— Og buxumar voru ekki
einu sinni grænar!
„Það er auðvitað mikill misskilningur að Hag-
kaup sé einhver H rói höttur í þessu máli og berj-
ist í þágu neytenda."
Carsten Besse
svæðisstjóri Levi's
Éq sá það í einhverju blaði í vikunni að Erró hefði
gefið Reykjavíkurborg tíu málverk tíl viðbótar við ölli
hin málverkin, skiesumar, tækin og tólin sem hanrv
qafáður. Eeqar borgin fékk fyrri qjöfina reiknuðu
menn út að ekki dygði minna en endurgerða Korp-
úifsetaði til að koma henni fyrir. Það á að kosta 1,5
milljarða eða um 15 þúsund krónurá hvert borgar-
barn. Það eru 60 þúsund á hverja fjögurra manna
ijölskyldu í borginni. Dálítið dýrar umbúðir — sér-
staklega í Ijósi jyess að það er þiggjandinn sem
þarfað borga þær.