Pressan - 05.11.1992, Síða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992
7
Björn Halldórsson,
yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar
Óvinsœll óvinur
aðalóvina þjóðarinnar
Það er ekki einleikið með hann
Björn Halldórsson hjá fíkniefna-
lögreglunni. Undir venjulegum
kringumstæðum ætti hann að
vera þjóðhetja. Hann er aðalóvin-
ur vinsælustu óvina þjóðarinnar
og ætti þar af leiðandi að vera vin-
sælasti vinur þjóðarinnar. Hver
fslendingur hefur séð um tólf
hundruð amerískar bíómyndir
þar sem kollegar hans vestra eru
hetjumar. Eftir sem áður er hann
ekki neinn sérstakur vinur þjóðar-
innar né heíur honum tekist að ná
hluta af þeim hetjuljóma sem
þjóðin hefur verið alin upp við að
sjá utan um þá sem berjast gegn
fíkniefnasölum.
Það er ekki nóg með að Birni
hafi ekki tekist að gera þjóðina að
vini heldur virðist hann hafa gert
kollegana í fíkniefnadeildinni að
óvinum sínum. Að minnsta kosti
hafa níu fyrrverandi starfsmenn
deildarinnar krafist opinberrar
rannsóknar á lausmælginni í
Bimi. Og hann virðist heldur ekki
eiga upp á pallborðið hjá yfir-
mönnum sínum því þeir hafa tek-
ið undir þessa kröfu.
Það má því velta því fyrir sér
hvar baklandið hans Björns sé.
Einhver kynni að halda að hann
væri í svo góðu sambandi við
uppljóstrara í undirheimum
Reykjavíkur að hann svínaði dálít-
ið á kollegunum og yfirmönnum
sínum til að halda þessum lekum
opnum. En svo er ekki. Jói beita,
tálbeitan í kókaínmálinu, notaði
tækifærið við yfirheyrslur í hér-
aðsdómi Reykjavíkur til að kvarta
undan Birni. Jói sagði að Björn
hefði gefið sér símanúmer sem
hann gæti hringt í dag og nótt því
það getur verið hættulegt að villa á
sér heimildir niðri í undirheimun-
um. Jói reyndi tvisvar að hringja í
þetta númer en það var alltaf á
tali. Birni virðist því heldur ekki
hafa tekist að gera tálbeitur sínar
og heimildamenn að vinum.
Af öllu þessu má sjá að Bjöm er
í vondum málum. Svo vondum að
hann lagðist veikur þegar hann
átti að mæta í yfirheyrslur hjá hér-
Kannski verður Birni hugsað til þess í
hremmingum sínum að síðastþegar lögg-
an reyndi að nota tálbeitu til að koma
lögumyfir meintan sakamann þá slapp
glœponinn en löggan missti vinnuna.
aðsdómi í gær.
Kannski verður Bimi hugsað til
þess í hremmingum sínum að síð-
ast þegar löggan reyndi að nota
tálbeitu til að koma lögum yfir
meintan sakamann þá slapp
glæponinn en löggan missti vinn-
una. Það var þegar Haukur Gunn-
arsson lagði gildru fyrir Batta
rauða og ætlaði að sanna upp á
hann sprúttsölu. Batti slapp þá
eins og alltaf en Haukur missti
vmnuna.
Miðað við hvernig hver hring-
urinn á fætur öðrum þrengist um
Björn er ekki óeðlilegt að velta því
fyrir sér hvort eins sé komið fyrir
honum. Kannski bjargar það hon-
um að Steinn Ármann er sjálfsagt
með minni sambönd en Batti
rauði.
ÁS
Verð á áfengi hefur sveiflast til
og frá í gegnum árin, að sjálfsögðu
upp á við í krónum talið. Þó er
það ekki einhlítt, því þegar tekið
er tillit til gengis- og verðlagsþró-
unar kemur í ijós að á föstu verð-
lagi frá 1971 hefur okkur verið
boðið áfengið á mjög mismun-
andi verði. Til að mynda var
áfengisverð í lágmarki í árslok
1983, þegar Albert Guðmundsson
var fjármálaráðherra, en í há-
marki 1972 í tíð vinstristjórnar.
Skoðum þetta aðeins nánar og
búum til innkaupakörfu. f henni
er ein flaska af hverri eftirtalinna
tegunda: Anháuser Liebfraum-
ilch-hvítvín, St. Émilion-rauðvín,
Dry Sack-sérrí, íslenskt brennivín,
Stolichnaja-vodka, White Horse-
viskí og Haig’s Dimple-viskí.
Þokkalegur skammtur fyrir ótil-
tekin hátíðahöld.
Miðað við verðlag um síðustu
áramót kostaði slíkur skammtur
15.844 krónur í árslok 1972 þegar
Halldór E. Sigurðsson var fjár-
málaráðherra. Hann sá enga
ástæðu til að hafa búsið ódýrt og
það vantaði fullt af krónum í kass-
ann. Árið 1977, þegai Matthías Á.
Mathiesen var fjármálaráðherra,
var skammturinn litlu ódýrari eða
15.407 krónur. Þá tók við vinstri-
stjórn, minnihlutastjóm krata og
ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen
heitins. Á þessu tímbili kostaði
pakkinn 12 til 13 þúsund krónur.
En þá tók Albert við.
Álbert lækkaði verðið á
skammtinum okkar á einu ári úr
12.404 í 10.186 krónur eða um 18
prósent að raungildi. Allt lækkaði,
brennivínið einna mest Mutfalls-
lega eða um fjórðung. White
Horse-viskí, sem heildverslun Al-
OG TÓ(MSKV| H/lliS
wrAF~})lu
/V, /, ;/>
iwroxjrt
Albert Guðmundsson, fyrrver-
andi fjármálaráðherra og um-
boðsmaður fyrir White Horse-
viskí. Innkaupakarfa PRESS-
UNNAR kostaði að núvirði 10
þúsund-kall hjá honum 1983.
Halldór E. Sigurðsson, fyrrver-
andi bindindissinnaður fjár-
málaráðherra. Hjá honum kost-
aði innkaupakarfa PRESSUNN-
AR nær 16 þúsund-kall að nú-
virðiárið 1972.
berts hafði og hefur umboð fyrir,
lækkaði um u.þ.b. 15 prósent;
400-kall.
Tveimur árum síðar var
skammturinn okkar kominn í
11.975 krónur, en þá var búið að
bola Alberti úr ráðuneytinu og
Þorsteinn Pálsson sestur í stólinn
hans.
Um síðustu áramót kostaði síð-
an skammturinn okkar 12.690
krónur. Það er 25 prósentum og
2.500 krónum meira en Albert
bauð okkur upp á. Það er á hinn
bóginn 20 prósentum lægra en
Halldór E. bauð upp á.
En áður en vínhneigðir lesend-
ur fyllast saknaðar og óska sér
þess að fá Albert aftur í fjármála-
ráðuneytið verður að geta þess að
hann lækkaði fleira en áfengið.
Hann og samráðherrar hans
lækkuðu líka með ýmsum aðgerð-
um kaupmátt launafólks verulega.
Um leið og hann lækkaði raun-
verðið á skammtinum okkar um
18 prósent lækkaði kaupmáttur
heildarlauna ASf-fólks um 17,5
prósent. Það var því í raun ekki
um mikinn gróða fyrir viðskipta-
vini ÁTVR að ræða.
Úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum
Björn Bjarna-
son alþingis-
maður
.Urslit kosninganna koma mér
ekki á óvart. George Bush tókst
aldrei að ná sér verulega á strik í
kosningabaráttunni. Það sem
höfðaði mest til mín hjá Bill Clin-
ton var sífelld skírskotun hans til
nauðsynjar breytinga, breyting-
anna vegna. Þetta var rauður
þráður í málflutningi hans og átti
vel við, þar sem Bush hefur verið
tólf ár við stjómvölinn í Washing-
ton, fyrst sem varaforseti og síðan
sem forseti. Það verður spenn-
andi að fylgjast með því hvernig
Clinton tekst að koma fótunum
undir nýja stjórn sína. Stefna
hans í utanríkismálum mun til
dæmis ráðast mjög af því, hverja
hann velur sér þar til samstarfs.“
Karl Steinar
Guðnason al-
þingismaður
Ég lýsi ánægju minni með
kjör Bills Clinton. Ég tel að þær
hugsjónir sem hann stendur fyrir
muni koma bandarísku þjóðinni
mjög til góða. Clinton er hinsveg-
ar lítt reyrídur í utanríkismálum
og ekki vitað hvaða stefnu hann
tekur hvað varðar samvinnu við
Evrópumenn og öryggismál. En
ég vona að sú stefna sem fram-
fylgt hefur verið á undanförnum
árum í þeim efnum verði að
mestu óbreytt, því mikil nauðsyn
er á að Bandaríkjamenn og Evr-
ópumenn starfi saman.“
Anna Ólafs-
dóttir Björns-
son þingkona
„Ég er mjög ánægð með þessi
úrslit og mér sýnist að þama hafi
besti kosturinn verið valinn. Ég er
ánægð með val Clintons á vara-
forseta. Ég vona að það sé rétt
sem komið hefur ffarn hjá ffétta-
skýrendum að Clinton æth sér að
innleiða ný vinnubrögð og dreifa
valdi; hafa fleiri með í ráðum.
Hann er áreiðanlega með margt
af ágætu fólki í kringum sig, og í
þeim hópi eru bæði konur og
karlar, sem hafa að mörgu leytri
betri sýn á samfélagið en manni
hefur sýnst ríkja undanfarið. Svo
virðist sem efnahagsmálin hafi
ráðið úrslitum og væntanlega
þýðir þetta aðrar áherslur í þeim
og þar með aukna áherslu á sam-
hjálp. Ég vona að það verði um-
talsverð breyting á afstöðu
Bandaríkjamanna í umhverfis-
málum og ef Al Gore fær ein-
hveiju ráðið er slíkra breytinga að
vænta.“
Ólafur Ragnar
Grímsson,
formaður Al-
þýðubanda-
lags
Finnur Ing-
ólfsson alþing-
ismaður
„Úrslitin eru mjög ánægjuleg.
Það er gleðilegt að bandaríska
þjóðin skuli hafna hinni hörðu
frjálshyggju sem Reagan og Bush
hafa fylgt og það er vonandi að ís-
lendingar fari ekki að fylgja stefnu
sem Bandaríkjamenn hafa hent
út úr Hvíta húsinu.“
„Ég fagna úrslitunum. Clinton
boðaði breytingar fyrir kosningar
og ég hef þá trú að hann muni
fylgja þeim eftir. Þær byggjast á
því að gera bandarískt samfélag
manneskjulegra en það hefur ver-
ið. Bandaríska þjóðin hafnar
stefnu Reagans, Thatchers og
Bush — sem náð hefur tökum á
bæði bresku og bandarísku þjóð-
félagi — og varpað henni fyrir
borð, en stefha þeirra er því mið-
ur sú sem verið er að innleiða
hér.“
Áfengispólitík er vissulega pólitík