Pressan - 05.11.1992, Page 12
12
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992
Stuðningurinn við landbúnaðinn á f slandi:
Neytendur og skattgreið-
endur styrktu bændur og
landbúnaðarkerfið með
14,5 milljarða framlögum
1989, alls 84 milljörðum
1984 til 1989. Það
samsvarar því að hver fjöl-
skylda hafi gefið bónda
góða bifreið á tímabilinu.
MILLJONIR A
HVERJA FJÖL8KYLDU
Á SEX ÁRUM
Hver landsmaður, sem neyt-
andi og skattgreiðandi, styrkti
landbúnaðarkerfið um tæpar 57
þúsund krónur að núvirði árið
1989. Um leið hljóðaði styrkurinn
miðað við fjögurra manna fjöl-
skyldu upp á rúmlega 223 þúsund
krónur það árið. Þá námu fjár-
magnstilflutningar frá neytendum
og skattgreiðendum til bænda og
landbúnaðarkerfis alls 14,5 millj-
örðum króna að núvirði. Hefði
stuðningurinn við landbúnaðar-
kerfið hér verið hlutfallslega eins
og í EB-ríkjunum hefði styrkurinn
verið 7,7 milljörðum króna lægri
eða sem nemur nær 30 þúsund-
um á mann eða um 120 þúsund-
um króna á fjölskylduna.
f grein Vigdísar Jónsdóttur í
tímaritinu Fjármálatíðindum,
sem byggist á lokaritgerð hennar,
kemur fram að markaðsstuðning-
ur stjómvalda og neytenda vegna
mjólkur, kinda-, nauta-, svína- og
alifuglakjöts, eggja og kartaflna
hafi verið 10,6 milljarðar að nú-
virði. Þá telur Vigdís upp ýmsar
aðrar greiðslur vegna landbúnað-
arkerfisins, þar sem stærstu lið-
irnir eru 625 milljónir að núvirði
til Framleiðnisjóðs landbúnaðar-
ins, 580 milljónir í vaxta- og
geymslugjöld, 560 milljónir í sér-
stakar greiðslur samkvæmt jarð-
ræktarlögum, 535 milljónir vegna
sauðfjárveikivarna, 445 milljónir
vegna jöfriunargjalds og 430 millj-
ónir til lífeyrissjóðs bænda. Ýmsir
aðrir liðir hljóða upp á samtals
um 740 milljónir.
Á sex ára tímabili, 1984 til 1989,
hljóðaði markaðsstuðningur og
annar stuðningur við bændur og
landbúnað upp á samtals 84 millj-
arða króna að núvirði. Það þýðir
að hver landsmaður hafi styrkt
landbúnaðarkerfið um alls 320
þúsund á tímabilinu og þá hver
fjögurra manna fjölskylda um nær
1,3 milljónir króna. Það
samsvarar árslaunum manns með
110 þúsund krónur á mánuði, eða
kaupverði á góðri bifreið.
Er þó ekki öll sagan sögð, því
ekki hafa allar afurðir verið teknar
inn í útreikninginn á markaðs-
stuðningnum, svo sem hrossaaf-
urðir, garð- og gróðurhúsaafúrðir
og ýmsar afurðir af sauðfé og
nautgripum aðrar en kjötið. Því
má reikna með að markaðsstuðn-
ingurinn sé í raun meiri en ofan-
greindar tölur gefa til kynna. Á
hinn bóginn vantar inn í útreikn-
ingana flutningskostnað frá meg-
inlandi Evrópu til íslands, sem
kæmi þá til lækkunar.
Vigdís umreiknar stuðninginn
við landbúnaðinn í svokallað PSE-
hlutfall, þ.e. fjármagnsflutningur
frá neytendum og skattgreiðend-
um til bænda/landbúnaðar sem
hlutfall af heildarverðmæti land-
búnaðarafurða. Árið 1989 var
stuðningurinn hér 14,5 milljarðar
af rúmlega 17,8 milljarða heildar-
verðmæti og hlutfallið því 81,3
prósent (var „aðeins" 70,4 prósent
1987). Þetta er langhæsta hlutfall-
ið í samanburði Vigdísar við önn-
ur lönd. Hefði stuðningurinn ver-
ið ámóta og í EB-ríkjunum að
meðaltali hefði hann verið um 6,8
milljarðar og munar þar um nær
120 þúsund krónur á hverja fjög-
urra manna fjölskyldu það árið.
Nefna má að Nýja-Sjáland lækk-
aði stuðninginn við landbúnaðinn
hjá sér úr 33 prósentum niður í 5
prósent á aðeins þremur árum.
Miðað við slíkt hlutfall hefði
Kanada
Bandarikin
Nýja Sjáland
Aö ofan sést hvað hver
fjögurra manna fjölskylda
græddi á ári ef stuðningur viö
landbúnaðinn væri eins og í
öðrum löndum.
Tölur fyrir 1989 er færöar til núviröis og sýnir
kvatfeinn þúsundir króna.________
stuðningurinn við landbúnaðinn
aðeins verið tæplega 900 milljónir
hér á landi í stað 14.500 milljóna.
Friðrik Þór Guömundsson
Kæra Félags fast-
eignasala vegna
Eignahallarinnar:
Dómsmála-
ráðuneytið
svarar ekki
þrátt fyrir
ítrekanir
Kæru Félags fasteignasala
um meinta ólöglega starfsemi
fasteignasölunnar Eignahallar-
innar við Hverfisgötu virðist í
engu hafa verið sinnt í dóms-
málaráðuneytinu, þrátt fyrir
ítrekaðar fyrirspumir félagsins
til ráðuneytisins og ráðherra
sjálfs. Félagið taldi í kærunni
að fasteignasala þessi væri rek-
in án tilskilinna leyfa og einnig
var bent á hagsmunaárekstur
vegna tengsla Eignahallarinnar
við byggingarfélagið Sólvelli.
PRESSAN greindi frá kæru
þessari sl. vor. Þar kom fram
að Eignahöilin seldi íbúðir sem
Sólvellir hafa byggt, en að-
standendur þessara fýrirtækja
eru sagðir að hluta til þeir
sömu, en einkum er bent á að
Hiltnar Viktorsson, fram-
kvæmdastjóri og stjórnarfor-
maður Sólvalla, sé um leið
starfsmaður og viðskiptafræð-
ingur Eignahallarinnar. Kaup-
endum var ekki gerð grein fýrir
þessum hagsmunatengslum.
Félag fasteignasala skrifaði
dómsmálaráðuneytinu bréf
um þetta efhi í janúar sl., ítrek-
aði erindi sitt í apríl og í júlí
síðastliðnum var mál þetta tek-
ið upp á fundi með Þorsteini
Pálssyni dómsmálaráðherra.
Ekkert hefúr gerst í málinu
þótt dómsmálaráðuneytið hafi
staðfest í vor að eigendur fast-
eignasölúnnar hefðu ekki til-
skilin leyfi og hefðu þar af leið-
andi ekki lagt fram tilskildar
tryggingar. Þeir eru ekki í Fé-
lagi fasteignasala og Hilmar er
samkvæmt firmaskrá borgar-
fógeta ekki skráður sem sam-
lagsmaður Eignahallarinnar.
Hilmar mun hafa haft fast-
eignasöluleyfi fýrr á árum, en
ekki hlotið leyfi eftir að ný lög
tóku gildi 1987, sem kveða
meðal annars á um að leggja
beri fram tryggingar. Hann
sótti um inngöngu í Félag fast-
eignasala, en þar var honum
hafnað á þeirri forsendu að
hann hefði ekki leyfí, hefði
stundað viðskipti sín með
ólögmætum hætti og svo yrði
félagið að taka hann inn í
ábyrgðarsjóð félagsins, en til
þess treystu menn sér ekki.
UPPLEIÐ
Morthens. Viðtökur
nýju plötunnar sanna að
ennþá kóngurinn.
Loðnan. Næststærsti árgangur síðan
mælingar hófust.
Loksins tók eitthvað
almennilegan
kipp uppávið.
Eftir helgiathafnir
og blómum virðist
tefnan tekin í átt til himna.
Thorsteinsson.
Sem fer ekkert í
launkofa með að
hann vill risastóra
gengisfellingu.
Þorsteinn Pálsson. Sem segist
ætla að verja 37 sjávarpláss
— jafnvel þótt hann viti
þau eru
Albert Guðmundsson. Sem
útilokar ekki þátttöku í ís-
lenskum stjórnmálum —
strax á næsta ári.
Þingmenn. Sem kvarta
sáran og segjast ekki
geta lifað af mánaðar-
launum sem eru á bil-
inu 190 til 300 þúsund
krónur á mánuði.
Á NIÐURLEIÐ..
Landbúnaðurinn. Heims-
metið í stuðningi, 80 pró-
sent af tekjum bænda frá
skattgreiðendum og
neytendum, gæti verið í
hættu.
Júlíus Hafstein. Sem ákvað að binda trúss sitt við Davíð og berjast fyr-
ir því að aðstöðugjald yrði feilt niður. Er það líklegt til vinsælda?
Björn Hall-
dórsson.
Hverju lofaði
hann tálbeit-
unni?
Þorbjörn
Jensson.
Það er
óþarfi að
leggja
hendurá
dómara
þótt þeir
séu lélegir.
Sambandið. |p
Sem gufaði
upp, rétt eins
og Sovétrík-
in.