Pressan


Pressan - 05.11.1992, Qupperneq 22

Pressan - 05.11.1992, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992 ARÐQNA KYNLÍF HEFUR ALDREIVERIÐ BETRISÖLUVARA EN EINMITT NÚ Við höfum kynlíf fyrir augunum daglega og fátt kemur fólki orðið í opna skjöldu. Bókin „Sex", nýjasta afkvæmi Madonnu, þykir að vísu djörf en hún sýnir ekk- ert það sem ekki hefur sést áður; samkynhneigð, sjálfs- fróun, sadómasókisma og aðrar dásemdir ástalífsins. Bandaríkin hafa hingað til farið fremst í hneykslan sinni og Evrópa legið í hlát- urskasti yfir vandlætingar- stunum þeirra. Eitthvað virðist þó andinn vera að breytast þar vestra og flest má selja þar út á kynlífið. Fólk er með það á heilanum. Kynlíf er að skríða út úr felustöðunum; úr dónablöð- um og klámbúllum. Kynlíf er núna inni á borði hjá al- menningi, ítímaritum, kvik- myndum og auglýsingum, og fæstir kippa sér upp við það, nema ef vera skyldi fá- einar kvenréttindakonur og einstaka hreinlífsspekúlant- ar. „Við viljum velta okkur upp úr órum annarra, viljum sjá brjóst kvenna og sköp, og láta okkur dreyma," hljóðar boðskapur eins helsta talsmanns frjálsra ásta, Madonnu Ciccone, sem hefur gefið sig út fyrir að vera boðberi forboðinna draumóra kynlífsins og er þekkt fyrir að brjóta þagnar- múra umræðunnar. Með ný- útkominni bók sinni „Sex" virðist henni hins vegar mis- takast það ætlunarverk sitt að upplýsa „Jón og Gunnu í stofu", því lýðrium er þegar allt það Ijóst sem hún hefur fram að færa, og engu er við aö bæta. Hún er hins vegar kalt og samviskulaust að selja það sfðasta sem hún á; nekt sína, en veit jafnframt, eins og margir aðrir, að fátt selst betur. Vegna þess hversu vel hefur gengiö að markaös- setja kynlif er þeim er þurfa útrás orðið vært heima fyrir og ekki lengur gert að hysja upp um sig buxurnar í kyn- lífsbúllum stórborganna. Nú má gægjast inn, njósna og uppiifa leyndustu kynóra fólks bara með því jglWv að opna blað eða kveikja á sjónvarpinu. Það má gamna sér yfir auglýsingum og op- inberunum fræga fólksins, sem stöðugt verða meira „kinkí" og jaðrar við óeðli að mati sumra. Madonna lagð- ist, að eigin sögn, í ferðalög með Ijósmyndaranum sín- um, gekk á evuklæðum inn á hina og þessa almennings- staði og sat fyrir. „Fólk var stöðugt að hringja á lög- regluna og við vorum á eilíf- um hlaupum. Það var svo gaman!" sagði söngkonan ( viðtali. Sumir æpa: „Klám, klám!" — aðrir segja þetta einu leiðina til öruggrar full- nægju í eyðnihrjáðum heimi. Glanstímaritin eru Ifka, svo ekki verður um villst, með kynlíf á heilanum, en sagt er að fjölmiðlar endur- spegli hugarfar almennings. Þriðja hver grein fjallar um ástaleiki og önnur hver mynd sýnfr nakiö hold. Play- boy fellur núorðið nánast inn í fjöldann þrátt fyrir að íslenska þjóðin hafi nærri fallið (yfirlíö yfir „listrænu" myndunum af Bertu Maríu Waagfjörð. (endalausri fjöl- miðlaflóru er það talið lífsaf- komunni stöðugt mikilvæg- ara að koma á óvart, hneyksla - vekja fólk úr dái. „Sex" virðist töfraorð fyrir söluaukningu og eng- inn vafi leikur á að víða er ritstjórnarstefna að láta það koma minnst einu sinni fyrir á forsíðu. Engin sala jafn- gildir jú dauða. (haldssamir miðlar hafa jafnvel þurft að brjóta odd af oflæti sínu og slást í hóp „áhugasamra um kynlíf" til að halda sér á floti og vera ferskir. Warner Books, sem gefa út bók Madonnu, eru til að mynda ákaflega virðu- legt fyrirtæki og það vakti geysilega athygli þegar blaðið The New Yorker birti djarfarauglýsingarfrá Kaiv- in Klein þar sem kyntákn af karlkyninu flækir sér saman við berbrjósta unglings- stúlku. Tískuheimurinn fylg- ir nefnilega hvers kyns menningarstraumum fast eftir og allt er gert tii að ganga skrefi lengra en arlegri hvata alls almenn- ings líkt og konustelpur á borð við Vanessu Paradis. Heimsfrægar stjörnur á borð við Geenu Davis láta það ekki þvælast fyrir sér að sitja fyrir í fjaðurham einum klæða. (eina tíð var sakleysi við- haft í máli og myndum en nú þegar sjónvarpið í Bandaríkjunum veigrar sér ekki við að sýna læri, rassa og brjóst virðast flest vígi fallin. Kvikmyndastjörnur höfðu ætíð miklar mætur á ófleklyjðu mannorði sínu og fengu á stundum stað- gengla sér til aðstoðar ef sýnt þótti að gengið yrði of langt í siðspillingunni. Nú víla helstu stórmenni leik- listarinnar það ekki lengur fyrir sér að valsa um kvik- nakin fyrir framan vélarnar og löngu er hætt að klippa út ósæmilegar senur. Það má helst enga mynd fram- leiða lengur án kynlífs. Árið 1946 var í fyrsta sinn sýnt hneykslanlegt athæfi í myndinni „The Postman Al- ways Rings Twice", en þar þóttust menn sjá tungu bregða fyrir í kossi elskenda. „Ein viðbjóðslegasta mynd sem sést hefur á hvita tjald- inu til þessa," sagði gagn- rýnin. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og (endur- gerð myndar- mun hreinna gengiðtil verks. Franska myndin „Betty Blue" varð fræg fyrir upphafs- senuna, þar sem aðalleikar- arnir eru í villt- um ástaleik uppi á eldhús- borði, og þótti jafnvel tíma- mótaverk. Engu var leynt. Kvikmyndirá borð við „9 1/2 Weeks", „Wild Orchid" og „Angel Heart" eru eftirminni- legarfyrir sömu sök, en í þeim fer Mic- key Rourkefull- frjálslega með nekt sína ásamt einstaklega lostafullum kvenpersónum. Siðasta framtak kvikmynda- heimsins, sem einhverja at- hygli vakti og hreyfði við mönnum, er „Basic Instinct". Þar fer gamli töffarinn Mi- chael Douglas um á þjó- hnöppunum einum saman í samfloti við hina stórglæsi- legu Sharon Stone. Skemmst er frá því að segja að þau ganga alla leið. í nánustu framtíð fáum við svo að sjá Madonnu „leika" brjálað kynlífskvendi á móti Willem Dafoe í myndinni „Body of Evidence" þar sem sjálfsagt verður eitt og ann- að gert áhorfendum til skemmtunarog Sharon Stone er líkleg til að vera ( leðurdressinu næst. Á þessu sviði hafa íslensk- ir kvikmyndaframleiðendur ekki svikið bíógesti og óskir neytenda, en benda má á framtak Júlísar Kemp, Vegg- fóður, í því sambandi. Þar er kynlífíð í fyrirrúmi og mynd- in hreinlega seld út á líkama kviknakins aukaleikara. ' mssm !------------ innar árið 1981 keppnmauturmn. Því eru auglýsingar sem sýna fyrir sætur í samfarastellingum úti á víðavangi núorðið taldar það eðlilegasta ( heimi og myndum af ungum konum, nökt- É um í leðurstígvélum | meðbangsaundir hendinni, eref til vill ætlað að höfðatilann- v, Það óttast margír þetta æði sem runnið er á fólk og vita ekki hvar það að lokum endar. Nú þegar allt er gert fyrir opnum tjöldum standa börnin berskjölduð, sem á tímum Playboy og Pent- house var ekki áhyggjuefni. Bók Madonnu á ef til vill að höfða til lægri, eða æðri, hvata fólks en staðreyndin er sú að stærsti aðdáenda- hópur hennar er af yngri kynslóðinni. Sjálfri finnst henni hún vera hugsjóna- manneskja sem berst fyrir bættu mannlífi. En hvernig hugsar hún sér að gera bet- ur? Hvað getur hún gert til að vekja enn meiri eftirtekt? „Það þarf ekki að spyrja mig hvað ég ætli að gera næst þegar ég er nýbúin að standa mig svona vel," segir Madonna. „Með þessum spurningum er verið að gefa í skyn að ég sé að gera þetta til að fullnægja sýniþörfinni. Þvílík móðgun!" Eru menn einhverju nær?

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.