Pressan


Pressan - 05.11.1992, Qupperneq 25

Pressan - 05.11.1992, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992 25 STJÓRNMÁL Bush brást kjósendum sínum HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Úrslitin í bandarísku forseta- kosningunum koma engum á óvart. Samkvæmt skoðanakönn- unum hafði Clinton ríkisstjóri ör- uggt forskot á Bush forseta. En hvernig stendur á því, að Bush tapaði kosningunum, þótt hann hafi alls ekki gert neitt sérstakt af sér og raunar verið forystumaður Bandaríkjanna við lok Kalda stríðsins og fall heimskommún- ismans? Margar ástæður hafa ver- ið nefndar. Ein ástæðan er auðvitað auðsæ. Bush er svo óheppinn að vera for- seti í miðju samdráttarskeiði, þótt nú sé hagvöxtur raunar að aukast í Bandaríkjunum. Svíar hinir fomu blótuðu konungum í illu ár- ferði, og Bandaríkjamenn fella þá. Önnur ástæða blasir líka við. Lýðveldissinnar eða repúblikanar hafa verið í Hvíta húsinu í tólf ár samfleytt Rosknir karlar í góðum efnum, klæddir jakkafötum og með bindi, sem leika golf eða veiða lax í tómstundum sínum, hafa haldið um stjórnartaumana allan þann tíma. Mörgum hefur bersýnilega fundist kominn tími til einhverra breytinga. Þessar skýringar eru þó ekki fullnægjandi að mínum dómi. Eymdarvísitalan svonefnda, mis- ery index, sem er summa atvinnu- leysis og verðbólgu, er nú tiltölu- lega lág í Bandaríkjunum, miklu lægri en hún var fyrir tólf árum. Verðbólga er hverfandi og at- vinnuleysi um 7%, sem er minna er í flestum öðrum iðnríkjum. Hér ætla ég að nefha aðra skýr- ingu. Hún er, að Bush brást eigin kjósendum. Hann var ekki sjálf- um sér samkvæmur. Hann hækk- aði skatta (eða samdi við þingið um skattahækkanir) þrátt fyrir ítrekuð loforð um, að hann mundi ekki hækka skatta, hvað sem það kostaði. Jafnframt ónýtti hann eigin sigur í Persaflóastríðinu með því að stöðva hernaðaraðgerðir áður en Saddam Hussein var kominn ffá völdum. Vonsviknir fyrrverandi kjós- endur Bush sneru sér því annað, annaðhvort til Ross Perots eða til Clintons ríkisstjóra. Það er athygl- isvert, að saman fengu þeir Bush og Perot meirihluta atkvæða, svo að ekki er unnt að skýra úrslitin svo, að bandarískir kjósendur hafi verið að velja einhvers konar jafn- aðarstefnu. Um leið og Bush brást kjósend- um sínum buðu lýðræðissinnar, demókratar, fram mann, sem virtist miklu hófsamari, raunsærri og nær miðju bandarískra stjóm- mála en þeir Dukakis og Mondale, síðustu forsetaefni lýðræðissinna, að ógleymdum George McGo- vem. Talsvert það fylgi, sem Bush fékk fyrir fjómm árum og Reagan í tvennum kosningum, var óánægjufylgi ffá lýðræðissinnum, sem gátu ekki hugsað sér að kjósa frambjóðendur eigin flokks, því að þeir voru langt til vinstri við miðjuna, ef svo má segja. „Bush brást eigin kjósendum. Hann var ekki sjálfum sér samkvcemur. Hann hœkkaði skatta... “ Hvaða ályktun geta íslenskir stjórnmálamenn dregið af úrslit- unum? Aðallega þá, að þeir verða að sinna eigin kjósendahópi, eigi þeir að gera sér vonir um endur- kjör. Hótel Holt missir viðskipta- vini ef það fer að bjóða upp á sams konar rétti og skyndibitastaðir borgarinnar. Sjálfstæðisflokkur- inn missir kjósendur ef hann fer að bjóða upp á sams konar of- sköttun og vinstri flokkarnir. Hötundur er dósent viö H.l. STJÓRNMÁL Líkið sem reis uppfrá dauðum ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON „Repúblikanar gerðu hins vegar afdrifarík mis- tök þegar hœgri vængur- inn bókstaflega „rœndi“ flokknum og helgaði flokksþingið svokölluð- um „hefðbundnumfjöl- skyldugildum“. Afþing- inu bárustþjóðinni þau boð, að það vœri rangt að vera fráskilinn, ein- stœttforeldri, hvað þá kynhverfur. “ Þegar George Bush vaknaði á miðvikudagsmorguninn hlýtur hann að hafa hrist hausinn og spurt sjálfan sig, hvemig í ósköp- unum lítt þekktur ríkisstjóri demókrata frá einu minnsta og fá- tækasta ríki Bandaríkjanna fór að því að ná undir sig forsetastólnum næstum einsog að drekka vatn. En vafalaust er gremjan ekki bundin eingöngu við forystu repúblikana. Ýmsir þeirra, sem ffam á þennan dag hafa af sjálfum sér og öðrum verið taldir fremstir meðal hinna demókratísku jafn- ingja, hljóta nú að naga sig líka í handarbökin yfir að hafa ekki far- ið í slaginn gegn Bush. Staðreyndin er nefnilega sú, að fyrir ári óraði ekki nokkum mann fyrir því að endurkjör Bush yrði í hættu. Það er reyndar afar sjald- gæft að sitjandi forseti tapi fyrir áskoranda, og hefur ekki gerst nema níu sinnum að Bush með- töldum. En menn gengu að sigur Bush vfsum af allt öðrum ástæð- um. Bandaríkjamenn voru afar stoltir af sjálfum sér í lok Flóabar- daga, og Bush naut þess svo sann- arlega. Hann uppskar þjóðarhylli fyrir að hafa tekið af skarið gegn fantinum Saddam Hússein, og í lok frelsunar Kúvæt sýndu skoð- anakannanir að yfir 80 prósent Bandaríkjamanna höfðu jákvæða afstöðu til Bush. Enginn forseti hafði nokkru sinni mælst með viðlíka hátt hlutfall. í viðbót við þetta töldu hag- fræðingar jafnt sem stjórnmála- menn, að bati væri á næsta leiti í efnahagslífinu, og gert var ráð fyr- ir að hann birtist með afgerandi hætti þegar liði fram á árið. Það hefði gert Bush enn sigurstrang- legri en ella. Þessar aðstæður leiddu til þess, að þungavigtarmennirnir í forystu demókrata gáfu sér það fyrirffam, að George Bush mundi ná endur- kjöri. Fyrir bragðið töldu þeir, sem ella voru vænlegir til að velgja repúblikönum undir uggum, rétt að bíða með að leita útnefhingar sem forsetaefni demókrata til þar- næstu kosninga. En þá hefði Bush hvort eð er þurft að hætta, og þeir því ekki þurft að keppa við vin- sælan sitjandi forseta. í þessum hópi voru kanónur á borð við Mario Cuomo, ríkisstjóra í New York, Dick Gephardt, foringja demókrata í fulltrúadeildinni, og Lloyd Bentsen, varaforsetaefni Dukakis á sínum tíma og öld- ungadeildarþingmann frá Texas. Þessir menn og raunar flestir aðrir töldu engan úr sínum hópi geta unnið George Bush. Á meðan Bill Clinton var tiltölulega óþekkt- ur ríkisstjóri fyrir rösku ári hefði hann aldrei unnið þessa menn í keppni um útnefningu sem for- setaefni demókrata. En þeir ákváðu semsagt að bíða, og leyfa manni einsog Clinton að verða fallbyssufóður í vonlausri viður- eign við George Bush. Afstöðunni til framboðs Clintons er líklega best lýst með orðum Lloyds Bent- sen, sem sagði eftir útnefningu Clintons á þingi demókrata, að framboð hans væri svo vonlaust að hann væri nanast „gangandi lík“. Möguleikar Clintons jukust svo snarlega, þegar efhahagsbatinn lét á sér standa og atvinnuleysið óx. En í júh' var hann enn með minna fylgi en Bush. Repúblikanar gerðu hins vegar afdrifarík mistök þegar hægri vængurinn bókstaflega „rændi" flokknum og helgaði flokksþingið svokölluðum „hefð- bundnum fjölskyldugildum". Af þinginu bárust þjóðinni þau boð, að það væri rangt að vera fráskil- inn, einstætt foreldri, hvað þá kynhverfur. Ekkert af þessu féll undir það að vera eðlilegt sam- kvæmt fjölskyldumynd repúblik- ana. Þessi skilaboð leiddu til þess að flokkurinn varð viðskila við stóra hópa, og forskot Clintons óx mjög. Clinton tókst að koma böndum á Jesse Jackson, en repúblikanar hafa notað róttækar skoðanir hans sem demókratíska grýlu á kjósendur. Hann sýndi honum í tvo heimana með því að koma í veg fyrir að Jackson fengi að tala á flokksþingi demókrata. Fyrr en varði hafði Clinton eigi að síður náð sáttum við Jackson, sem varð einn af helstu atkvæðasmölum hans á meðal blakkra kjósenda. Þannig náði Clinton í senn að sýna hvítu millistéttinni ffarn á, að hann hefði í fullu tré við róttæku öflin í flokknum, en um leið að sanna það fyrir blökkumönnum, að átrúnarðargoð þeirra, Jackson, væri fyllilega sáttur við stefnu sína. Þetta leiddi til þess meðal annars, að fleiri blökkumenn létu skrá sig til kosninga en nokkru sinni fyrr, og þær milljónir at- kvæða sem þar féllu í hlut Clin- tons skiptu miklu í Suðurríkjun- um. Undir lokin urðu svo neikvæð- ar árásir repúblikana á Clinton sjálfan og konu hans Hillary til að staðfesta enn ffekar muninn milli frambjóðendanna. Bandarískur almenningur skammast sín nefhi- lega fyrir síðustu forsetakosning- ar, þar sem neikvæð auglýsinga- drífa skaut Dukakis í kaf. Þetta kom ekki síst fram í fjölmiðlun- um, sem eyddu nú mildu rými til að brjóta neikvæðar auglýsingar til mergjar og kynna fyrir kjósend- um. Kannanir sýndu, að eftir því sem leið á baráttuna féllu meðul af þessu tagi æ verr í kramið hjá þeim, og því er líklegt að þetta hafi dregið úr líkum Bush til að vinna upp forskot Clintons síðustu daga. Bill Clinton sýndi ótrúlegt út- hald í kosningabaráttunni. Hann hefur verið á fullri ferð í röskt ár, staðið af sér ásakanir um ffamhjá- hald, hrint af sér getgátum um tengsl við Moskvu og brotist gegnum drífu ásakana um að hann hafi skotið sér undan her- þjónustu. Næstu fjögur árin verða hins vegar enn meiri þolraun, því það veður giska erfitt fyrir hann að standa við öll þau loforð sem hann gaf f kosningabaráttunni. Hötundur ertormabur þingtlokks Alþýöuflokks. U N D I R Ö X I N N I Stendur ekkl tll að skoða fjárreiður og skattamál stjórnmála- flokkanna, Guðmundur? „Ég get ekki greint frá því hvað við erum að gera eða hvað við munum gera. Hver sem greiðir laun getur lent í skattrannsókn ef svo ber undír." Hafið þið fengið ábendingar um að skoða fjármál flokk- anna, að þar kynnu að leynast maðkar í mysunni? „Viðfáum stundum ábending- ar, misjafnlega vel ígrundaðar. Stundum er þetta bara hald manna, stundum eitthvað til að byggja á.“ Hafa flokkarnir einhverja sér- stöðu sem forðar þeim frá rannsókn? „Þeir eru eins og önnurfélög, stofnanir eða sjóðir, tekju- og eignaskattsfrjálsiren bókhalds- skyldir. Þeir verða að gera grein fyrir Ijárreiðum sínum. Ýmsar tekjur eru skattfrjálsar, svo sem hagnaðurafhappdrættissölu. En ef greidd eru laun bera þeir sömu skyldur og aðrir atvinnurekendur." Hafa einhverjir stjórnmála- flokkar lent í rannsókn eða eft- irliti hjáykkur? „Ég greini ekki frá sllku, hvað hafi verið gert eða hvað verður gert.“ Árið 1984 kom út mikil skýrsla um skattsvik. Hafa rannsóknir og eftirlit tekið breytingum síðan þá? „Með ýmsum breytingum á skattkerfinu hefur að mörgu leyti verið komið til móts við það sem fram kom í skýrslunni. Starfsfólki hefur fjölgað hjá skattstofum einstakra um- dæma. Hérá rannsóknardeild rikisskattstjóra er hins vegar óbreyttur fjöldi starfs- manna, 24." Er hægt að tala um aukinn árangur á undanförnum árum? „Það var ákveðið átak í gangi á síðasta ári, eftirlitsátak um allt land. Það hefur orðið teljandi árangur af því starfi og því verður fylgt eftir í framtíðinni." Sérðu fyrir þér tilkomu eins konar stormsveita á vegum skattyfirvalda? „Ég vil ekki fá (hendurnar lög- regluvald, tel það ekki eiga við. Réttara er að hafa víðtækar heimildir til rannsóknar og eft- irlits, en að mál fari að öðru leyti eins og nú lögreglu- og dómstólaleiðina þegar því er að skipta." Guðmundur Guðbjarnarson skattrannsóknarstjóri skoðar nú skattamál íþróttahreyfingarinnar og má búast við að þar komi fram umdeilanleg ráðstöfun fjár- magns. Mörgum finnst einnig kominn tími til að skoða fjárreið- ur stjórnmálaflokkanna.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.