Pressan - 05.11.1992, Side 33

Pressan - 05.11.1992, Side 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992 33 Gleðistund snýst upp í andstæðu sína; hræðileg hamingja. Stórar stelpur eru bara svona Fréttaljósmyndir ársins Það gera sér ef til vill ekki allir grein fýrir hversu mikil áhrif fréttaljósmyndir hafa á viðhorf fólks og skoðanir á mönnum og málefnum. Um helgina hefst sýningin World Press Photo, en hún er orðin árlegur viðburður í Lista- safni ASÍ. Þar getur að lita allar helstu fréttaljósmyndir sem teknar hafa verið á árinu. Alls bárust í keppnina 17.887 myndir frá Ijósmyndurum 75 landa og úr þeim var valin fréttaljósmynd ársins auk þess sem verðlaun voru veitt i fjölmörgum flokkum. Fréttaljósmynd ársins er að þessu sinni frá Bandaríkjun- um og sýnir hermann syrgja fallinn vin sinn í Persaflóastríðinu. Aðrar verð- launamyndir sýna einnig afleiðingar pólitískra átaka og er á meðal þeirra að finna myndir frá fyrrum Júgóslavíu, úr flóttamannabúðum ÍTyrklandi, Persa- flóa og Rússlandi. Þarna er einnig að finna fjölmargar myndir úr ýmsum flokkum, s.s. frá íþróttaviðburðum, listrænar myndir, umhverfismyndir o.fl. (jucfmuncCur flrittar tií þijú Þeirhjá Grillhúsi Guðmund- ar hyggjast taka upp þá ný- breytni frá og með næstu helgi aðhafa opið til klukk- an þrjú að nóttu. Aðstand- endur segjast vera að mæta þörfum fólks, en helst vildu þeir hafa opið allan sólar- hringinn. Ekki hefur fengist leyfi fyrir þvi til þessa, en vonir standa til að breyting verði þar á i framtiðinni. Á næturmatseðiinum verða léttir réttir — hamborgarar, samlokur, steikur — svoog smáréttir ýmiss konar. HRYLLILE6A HRÆÐILEC HAMINCJA Það verður „Hræðileg ham- ingja“ í Alþýðuleikhúsinu næstu vikur, og kannski mánuði. Tvö pör — vinir, gestgjafar og matar- gestir — hittast eina kvöldstund til að njóta samverustundar en í stað vellíðunar kemur vanlíðan, gleði breytist í sorg. Á sviðinu er samankomið fólk sem kann ekki að njóta Iífsins og hefur vart kjark, né heldur getu, til að horfast í augu við eigin vangetu. Alveg hryllilega hræðileg hamingja. Sýningin fer fram í Hafnarhús- inu, sem hentar leikverkinu vel, og áhorfendur taka nánast þátt í veisluhaldinu, sér til ánægju og leikurum til ögrunar. Afslappaðra andrúmsloft, minni ýkjur. Dýrin i Hálsaskógi frumsýnd í Þjóðleikhúsinu um helgina. Frjálslega vaxið fólk þarf ekki lengur að skammast sín, eins og það hefur löngum haft tilhneig- ingu til. Þetta opna hugarfar er orðið áberandi erlendis og má í því sambandi nefna Anne Zamb- erlan, sem þrátt fyrir þyngd sína hefur slegið í gegn í franska tísku- heiminum. Hún hefur verið ein helsta drifijöðrin í að efla jákvæð- ari ímynd einstaklinga með auka- kíló og teflir ffarn lífsgleði mót sál- arangist. Hinum megin Atlantsála hefur leikkonan Roseanne Arnold barist fyrir sömu málefnum og orðið verulega ágengt. Hérlendis hefur þessi hugsun einnig náð fótfestu og því til stað- festingar má nefna tískusýningu Stórra stelpna í Reykjavík, sem haldin var í Perlunni fyrir skömmu og vakti óskipta athygli þeirra sem á horfðu. Þar var sýnd- ur tískufatnaður af ýmsu tagi og í annað sinn einnig nærfatnaður í yfirstærð. Þótti mörgum sýning- arstúlkan sérstaklega laus við feimni um vaxtarlag sitt og voru allir á einu máli um góða ffammi- stöðu hennar og annarra sem að sýningunni stóðu. En þrátt fyrir aukna jákvæðni eru enn til konur sem líða fyrir holdafar sitt og loka sig jafnvel inni af þeim sökum. Fyrir þær sem enn hafa ekki unnið bug á feimninni býður verslunin Stórar stelpur upp á einkatíma þar sem konunni er leiðbeint við fataval, en þar er einkum lögð áhersla á fatnað sem fylgir 'helstu tísku- straumum og reynir að fara ótroðnar slóðir í litavali. Börn ekki í leik fína fólksins Frá og með hádegi í dag, fimmtudag, eru nákvæmlega tólfhundruð klukkustundir — nánar tiltekið sjötíu og tvö þúsund mínútur eða fjórar milljónir þrjúhundruð og tutt- ugu þúsund sekúndur — þar þar til kirkjuklukkumar hringja jólin inn. Og um það bil tólfhundruð og þrjár klukkustundir þar til við getum opnað pakkana og enn styttra í að jólamaturinn verði ff am borinn. Hafnarstrætið ber þess orðið glöggt merki að jólin nálg- ast því jólasveinninn er farinn að hreyfast í glugga Rammagerðarinnar. Þessi sveinn — hvað svo sem hann heitir — hefur verið í glugga Rammagerðarinnar fýrir hver jól ffá því elstu menn muna. Hann hlakkar verulega til jólanna, enda orðinn þreyttur á öllu þessu glápi þegar Hða tekur á desember. Um helgina verður frumsýnt á fjölum Þjóðleikhússins eitt vinsæiasta barnaleikrit isögu islenskrar leiklistar, Dýrin i Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egn- er. Frumsýning leikverks telst alltaf mikill viðburður og þvi ætið margt fyrirmenna saman- komið tiiað vera viðstatt. En skyldi barnasýning vera brennd sama marki? Ekki virðist svo vera og rikir allt önnur stemmn- ing á barnafrumsýningu en full- orðinssýningu; krakkarnir eru iangt frá því að vera i leik fina fólksins. Margir álykta einnig sem svoaðá frumsýningu séu einungis boðsgestir, en því fer fjarri; allur aimenningur getur nálgast miða efhonum svo sýn- ist — að minnsta kosti meðan húsrúm leyfir. Þess má geta i lokin að þegar er uppselt á ein- stakar sýningar og á aðrar eru einungis örfá sæti laus. VIB MÆLUM MEf> Að fólk komi á óvart sjálfu sér og öðrum Að fólk hugsi hlýlega til Sal- mans Rushdie það er ekkert grín að láta skíta- pakk bjóða 120 milljónir til höfuðs Að næst verði Lifun flutt af rokkbandi sinfóníupopp er þreytandi til lengdar Haustlaukum það em síðustu forvöð að setja þá niður, en margborgar sig í vor INNI Presley á fimmtán ára aðdá- endur, jafnvel yngri. Eftir fimm- tán ár í gröfinni er rokkkóngurinn sjálfur, Elvis, í uppáhaidi hjá ungu fólki sem gæti sem hægast verið afabörnin hans; fólki sem hefur ekki hugmynd um hvernig heim- urinn leit út um það bil þegar Presley nældi sér í rokkkórónuna. Það er til í að ffla karlinn þótt það flissi svolítið yfir því hversu frá- munalega hallærislegur hann var í hvítu glimmerfötunum þegar hann skemmti svínfeitur og mið- aldra í Las Vegas. UTI Þ U KEMST EKKI í G E G N U M VIKUNA ... án þess að lyfta þér ... án þess aðfá þér Freddy Kruger-hanska. . . . íÍí\ Lcv'íc', cctvcLc\(\ \cý(t\c i cxlícUs c c\ (\c cí Li \' cýLcliix . ... án þess að eiga nóg af Havana-vindlum. efþú nœrðþér ekki upp úr depurðinni. Maðurinn sem keyrir um á stórum amerískum kagga sem hann var ofsalega ánægður með að hafa keypt mátulega notaðan, reykir helst filterslausan kamel, tendrar í sígarettunni með zippó- kveikjara. Hefur lítið álit á fólki sem er svo smátt í sniðum að það sættir sig við að aka um á jap- önskum eða evrópskum smábíl- um. Skrúfar milli rása á útvarpinu von um að heyra í Bruce Springsteen, Rolling Stones eða góðum blús. Finnst hann sjálfur andlega venslaður Clint East- wood, svona að minnsta kosti að vissu leyti, og skilur ekki til- ganginn með því að tengjast Evrópu- bandalaginu þegar miklu stórkostlegri heimsálfa bíð- ur fýrir vestan Atlantshafið. ... nema þú drekkir kampavlnið þittúral- mennilegu glasi. „Afhverju hefur engum dottið íhugað búa tilþjónustuíbúðir fyrir konur eins og mig; snyrtilegar blokkir með krá og áfengis- verslun, gufubaði, snyrti- og hárgreiðslustofu, efnalaugog diskóteki í kjallaranum. Þarþyrfti líka að vera kona sem steypirgervineglur, önnur sem spáir íspil og súþriðja sem ber út nýjustu kjaftasögumar. Efbyggingarmeistararhefðu eitt- hvað á milli eymanna vœm þeir sjálfsagtfyrir löngu búnir að smíða svona huggulega blokk. Hún mœtti vera bleik."

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.