Pressan - 05.11.1992, Síða 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 19Í
35
Skolakrakka- ’
skemmtun
fyrirpról
Tveir ungir athafhamenn,
þeir Þröstur Karelsson
pizzubakari og Haraldur
Arnórsson, starfsmaður í
prentsmiðju, hafa fengið
fjórar hljómsveitir til hðs
i við sig til að halda tónleika á ■
Hótel íslandi 30. nóvember.
Það eru hljómsveitirnar Sál-
in hans Jóns míns, Ný-
dönsk, Pís of Keik og Plast.
„Við ætlum að hafa átján
ára aldurstakmark og stefn-
um að því að fá skólakrakk-
! ana alla til að skemmta sér í 1
síðasta sinn áður en prófin
skella á, en fyrsti desember
er daginn efdr og því ffí í
öllum skólum,“ segir Þröst-
ur.
Bæði Nýdönsk og Sálin eru
að gefa út nýja plötu. Plata
nýdanskra ber nafhið
Himnasending en plata Sál-
arinnar heitir Þessi þungu
högg. Pís of Keik hefur
einnig nýverið sent frá sér
nokkur lög sem er að flnna á
plötunni Rave í fótinn, en
Plast kemur í fýrsta sinn
ffam á Hótel íslandi. Tólf-
hundruðkall mun kosta inn
og vín verður selt á börun-
um — þeim sem hafa aldur
til.
Tvennir tónleikar
Ama Egils
„Þetta er svakalega fínt
verk, klassískt nútíma-
verk. Ég samdi það árið
1988 en það verður ffum-
flutt fýrst nú með Sinfón-
íuhljómsveit íslands,“
sagði Ámi Egilsson, hinn
heimskunni íslenski
bassaleikari, sem nú er
staddur á Islandi í tilefhi
frumflutningsins. Vegna
hingaðkomu Áma verður
einnig efnt til djasstón-
leika á ömmu Lú, svona
smáútgáfu af Rúrek-há-
tíð, með fimm djasssveit-
um.
Árni strýkur bassann,
en með honum leikur
kvartett víbrafónleikar-
arns Árna Sceving sem í
em, auk hans og Árna Eg-
ils, Þórarinn Ólafsson pí-
anóleikari, Þórður
Högnason bassaleikari og
Pétur Grétarsson
trommuleikari.
Hinar djasssveitirnar
sem koma fram eru
Gammarnir, Kuran
Swing, hljómsveit Guð- Árni Egilsson hefur mikið að gera og
mundar Stemgrimssonarásamt Lindu Walkerog Jazz- flý utan á sunnudag ti, að sinna
kvartett Reykiavíkur. . .
Það er mikið að gera hja Arna Egilssym um þessar
mundir og því stoppar hann aðeins fram á sunnudag á
fslandi. „Það er kvikmyndatónlist sem tekur allan
minn tíma nú.“
Verkstjóri Landslagsins
Þorvaldur B. Þorvaidsson, ef til vill betur þekktur sem Þoddi í Todmo-
bile, hefur heildarumsjón með útsetningum á lögunum tíu sem keppa í
Landslagskeppninni í ár. Að hans sögn eru hér á ferð ffumlegri lög en off
áður, flytjendurnir nýtt hæfileikafólk, bæði ungt og gamalt. Fæst laganna
eru því á hefðbundnu róli og er um að ræða dúndrandi rokk og ról svo og
djass, þótt inn á milli leynist eitt og eitt týpískt söngvakeppnilag.
Útsetningarstjórinn og samstarfslið hans eru búin að liggja yfir verkefn-
inu í þrjár vikur og hefur törnin verið stíf. En verður „Þorvaldskeimurinn"
áberandi? „Sum munu bera minn persónulega stíl en ég hef reynt að vinna
sem mest með höfundunum þannig að sumir eiga nánast alla útsetninguna
sjálfir. Ég hef fengið hljómsveit til liðs við mig og hver og einn meðlimanna
hefur komið með sínar útfærslur. í raun hef ég bara verið verkstjórinn."
Þorvaldur taldi þrjú laganna líklegust til sigurs en vildi ekki nefna þau á
nafn af augljósum ástæðum. „Það eru hins vegar önnur lög betri fyrir minn
smekk,“ sagði hann að endingu.
Skúli Gautason
leikari
„Góðan daginn, góðan daginn,]
góðan daginn. Þetta er sím-
svarinn hans Skúla. Skúli brá
sér ffá en hefur það í hyggju að
hringja í þig ef þú skilur eftir
símanúmer og segir hvað þú
heitir."
mðnmnum
Regnboginn hefur tekið tilsýning-
ar Leikmanninn eða The Player
eftir leikstjórann Robert Altman
sem allir héldu reyndar að væri út-
brunninn fyrir löngu. En lengi er
von á einum. Myndin þykir frábær-
lega skemmtileg satíra og fékkAlt-
man fyrir vikið leikstjóraverðlaun á
kvikmyndahátíðinni í Cannes i vor.
Það er mikil íþrótt að koma auga á
allar stjörnurnar sem birtast í smá-
hlutverkum í Leikmanninum.
Væntanlegum bíógestum til
hægðarauka birtum við listann yf-
ir leikarana sem sjást, sumir reynd-
ar i mýflugumynd.
SteveAllen
Richard Anderson
René Auberjonois
Harry Belafonte
Karen Black
Gary Busey
Robert Carradine
Charles Champlin
Cher
James Coburn
Cathy Lee Crosby
John Cusack
Brad Davis
PeterFalk
Louise Fletcher
Dennis Franz
Peter Gallagher
Teri Garr
Scott Glenn
Whoopi Goldberg
JeffGoldblum
Elliot Gould
Anjelica Huston
Kathy Ireland
Sally Kellerman
Sally Kirkland
Jack Lemmon
Andie MacDowell
Malcolm MacDowell
Nick Nolte
Burt Reynolds
Tim Robbins
Julia Roberts
Mimi Rogers
Alan Rudolph
JillSt.John
Susan Sarandon
Greta Scacchi
Rod Steiger
Lily Tomlin
Robert Wagner
Fred Ward
Bruce Willis
Þorvaldur B. Þorvaldsson, Þoddi
ITodmobile, hefur haft heildar-
umsjón með útsetningum lag-
anna fyrir keppnina um Lands-
lagið. Lögin tíu verða gefin út á
plötu.
Ný í bransanum
og gengur vel
Hlín Mogen-
sen er tvítug-
urnýgræðing- I
ur í fyrirsætu-
bransanum.
Þrátt fyrir
skamman
starfsaldur hjá
lcelandic
Models hefur
henni gengið
vel og hún er
þegar á leið til
Ítalíu, sem þykir góður staður til að
byrja á. Hlín er mjög spennt fyrir
að fara og hlakkar verulega tii að
spreyta sig. Einnig hefur hún
óstaðfestan grun um að hún endi I
London einhvern tímann á næst-
unni, en það mun skýrast síðar.
Þótt Hlfn sé ung að árum á hún
þriggja ára telpu og hefur búið í
Danmörku í þrettán ár. Aðspurð
sagðist hún heldur vilja vera þar
ytra en á íslandi, fólkið væri öðru-
vísi og menningin einnig. Því er ef
til vill ekki langt í að hún flytji af
landi brott.
List
ofan
íslensk menning í London
Menningarfulltrúi íslendinga í
London, Jakob Frímann Magnús-
son, hefur náð töluverðum ár-
angri í að koma list landa sinna á
framfæri, en frá tíunda þessa
mánaðar stendur yfir í London
sýning á öllu því helsta sem ís-
lenskir listamenn hafa fram að
færa. Jakob hefur lagt mikla vinnu
í verkefnið og afraksturinn er sá
að íslensk menning verður í
brennidepli á alls tíu stöðum í
borginni; leikhúsum, kvikmynda-
húsum og listasöfnum.
Meðal tónlistarviðburða má
nefna beina útsendingu á söng
Bamakórs Kársness, orgeltónleika
Marteins H. Friðrikssonar, fiðlu-
tónleika Sigrúnar Eðvaldsdóttur,
rokktónleika Síðan skein sól og
Sigrún Eðvaldsdóttir er einn
yngsti og glæsilegasti fulitrúi ís-
lenskrar menningar. Hún heldur
tvenna tónleika á menningar-
hátíð fslendinga í London.
Inferno 5, auk söngtónleika,
djasstónleika og flaututónleika
Áshildar Haraldsdóttur ásamt
ýmsum öðrum uppákomum.
Töluvert fer fýrir kvikmyndum og
er Friörik Þór Friðriksson þar at-
kvæðamestur með þrjár myndir.
Einnig eru á efnisskránni myndir
annarra helstu kvikmyndaleik-
stjóra. Auk þessa eru leiksýningar
á dagskrá, rithöfundar kynna verk
sín, þekktustu myndlistarmenn
þjóðarinnar sýna, ljósmyndasýn-
ing verður opnuð þann tíunda,
atflc þess sem Thor Vilhjálmsson
verður viðstaddur sérstaka íslend-
ingahátíð.
HOCCMYNDIRUM
ANDANN OC
SALARLÍFIÐ
Thor Barðdal sýnir um þessar mundir höggmyndir á Kjarvals-
stöðum, en hann hefur á þessu ári unnið að listsköpun sinni suður í
Portúgal. Þar hefur hann kosið að eyða tíma sínum vegna þess
hversu auðvelt hefur reynst að nálgast það úrval steinteg-
unda sem hann þarf að nota; marmara, granít og
fleiri efni.
Thor er þekktur listamaður hérlendis
og í tíu ár hefur hann höggvið verk sín í
stein. Það sem færri vita er að þegar
sumar gengur í garð snýr hann sér að
öðrum viðfangsefhum ásamt konu
sinni, Sigrúnu Olsen myndlistarmanni
(sem nú sýnir á Á næstu grösum). Hafa
þau hjónin staðið fýrir mannstyrkjandi
heilsubótardögum í Reykholti, og
þangað kemur fólk til að hvú-
ast og endurnýja orkuna.
„Þetta tvennt fer mjög vel
saman, en verkin sem ég
vinn eru miög huglæg,1
segir Thor. „I þeim nota ég
mikið tákn til að túlka
þessi huglægu viðfangs-
efhi og sýningin nú §allar
einmitt mikið um andann
og sálarh'fið."
Thor Barðdal með högg-
myndir á Kjarvalsstöð-
um. Táknræn verk —
huglæg túlkun.
Systragervi Sister Act ★★ Það er
visst áfall þegar kemur í Ijós að
syngjandi nunnurnar eru fyndnari
en Whoopi Goldberg.
Hinir vægðarlausu Unforgiven
★★★★ Clint Eastwood er vernd-
ari hins vestræna heims — að
minnsta kosti þess villta. Þegar
engum dettur lengur í hug að
bjóða upp á vestra kemur hann
með þetta meistarastykki.
Veggfóður ★★★ Fjörug og
skemmtileg þrátt fyrir augljósa
hnökra.
Systragervi Sister Act ★★ Myndin
sannar hversu slæm blanda gam
ansemi og tilfinningasemi getur
orðið í amerískum bíómyndum.
Kaliforníumaðurinn Califorma
Man ★ Mynd sem hefði ekki átt að
fara út fyrir fylkismörk Kaliforníu.
Alien 3 ★★★★ Meistaralegur
lokaþáttur þessarar trílógíu, gerir
Batman-veröldina að hálfgerðu
Lególandi.
Seinheppni kylfingurinn ★★
Golfarar ættu að geta öskrað úr
hlátri, en varla aðrir.
Hvítir geta ekki troðið White
Men Can’t Jump ★★★ Allir gera
vel, en Rosie Perez stelur senunni.
Tveir á toppnum 3 Lethal Wea-
pon 3 ★★ Minni hasar og minna
grín en í fyrri myndum en meira af
tilraunum til dramatíkur.
Mjallhvít og dvergarnir sjö ★★★
Yfirleitt hugfjúf, en nornin er býsna
hræðileg og hefur valdið mörgum
börnum andvökunóttum.
HASKOLABIO
Frambjóðandinn Bob Roberts
★★ Tim Robbins í hlutverki lýð-
skrumara, þjóðlagasöngvara og
frambjóðanda sem er eins konar
sambland af Ross Perot og Jósef
Göbbels. Myndinni er ætlað að
vera háðsádeila og kannski er hún
tímabær þegar eru forsetakosning-
ar í Bandaríkjunum; gallinn er sá að
satíran er einhæf og einföld og
myndin ekki nógu fyndin.
Tvídrangar Twin Peaks, Fire Walk
With Me ★★ David Lynch hefur
verið að missa flugið og er hættur
að koma á óvart. Ljóðræni fjar-
stæðustíllinn hanserorðinn klisja.
Háskaleikir Patriot Games ★★
Stundum æsileg, en oftar stirð-
busaleg. Fátt kemur á óvart; smá-
smugulegheit eru helsti kostur
reyfara eftir Tom Clancy, þegar þau
vantar verður söguþráðurinn helsti
fátæklegur.
Sódóma Reykjavík ★★★ ímynd-
aðir undirheimar Reykjavíkur eru
uppfullir af skemmtilegum kjánum
og aulahúmor.
Svo á jörðu sem á himni ★★★ í
heildina séð glæsileg kvikmynd og
átakanleg. Varla hefur sést betri
leikur í íslenskri bíómynd en hjá
Álfrúnu litlu Örnólfsdóttur.
Steiktir grænir tómatar Fried
green tomatoes ★★★ Konumynd;
um konur og fyrir konur. Góðir eig-
inmenn láta undan og fara með.
LAUGARASBIO
Eitraða Ivy Poison Ivy ★ Drew
Barrymore vinnur sín staerstu afrek
í slúðurdálkum tlmaritanna. f bíó
þarf hún að leika, en það ferst
henni ekki eins vel. Mynd sem
byggð er í kringum Drew hlýtur
því að mistakast.
Lygakvendið Housesitter ★ ★ Góð
hugmynd, en Goldie Hawn og Ste-
ve Martin eru eins og grínsjálfsalar.
Ferðin til Vesturheims Far and
Away ★★★ Rómantísk stórmynd,
full af fjölskyldugildum, ákaflega
gamaldags en oft stórskemmtileg.
■iiimmaaEMa
Leikmaðurinn The Player
★★★★ í senn þriller, gamanmynd
og eitruð háðsádeila. Furðulega
vel heppnuð mynd og ber fagurt
vitni léttu og öruggu handbragði
meistara Altmans. Algjört möst,
líka til að sjá 65 stórar og litlar
stjörnur leika sjálfar sig.
Sódóma Reykjavík ★★★ Álappa-
legir og hlægilegir smákrimmar í
höfuðborginni.
Prinsessan og durtarnir ★★★
Myndin er tal- og hljóðsett af mik-
illi kostgæfni og ekkert til sparað.
ógnareðli Basic Instinct ★★
Markaðsfræðingarnir fá báðar
stjörnurnar. Annað við myndina er
ómerkilegt.
Lostæti Delicatessen ★★★★
Hugguleg mynd um mannát.
Henry, nærmynd af Qöldamorð-
ingja ★★ Að ýmsu leyti ókræsi-
legri morðingi en Hannibal Lecter.
STJORNUBIO
Bitur máni Bitter Moon ★★★
Meinlega erótísk og oft kvikindis-
lega fyndin sápuópera. Samt er
spurning hversu alvarlega maður á
að taka þessa mynd. Það þregöur
fyrir meistaratöktum en kannski er
Polanski löngu hættur að búast við
að fólk taki hann hátíðlega.
Ofursveitin Universal Soldier ★★
Mynd um karlmenni, fyrir stráka
sem kannski pína kærusturnar
með.
Börn náttúrunnar ★★★ Rómað-
asta íslenska bíómyndin.
S O G U B I O
Blóðsugubaninn Buffy Buffy the
Vampire Slayer ★ Mynd sem er
byggð upp á einum brandara og
sá er fljótur að ganga sér til húðar.
Ekki fyrir aðra en hörðustu aðdá-
endur Lukes Perry að þola þetta.
Lygakvendið Housesitter ★ ★
Myndin er spunnin út frá bráð-
snjallri hugmynd, en það er li'ka allt
og sumt.