Pressan - 22.12.1992, Page 9

Pressan - 22.12.1992, Page 9
ÞRIÐJUUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 9 \ Flugmálastjórn NIBURGREIDIR FLUGTÍMA FLUGMÁLA- STJURNARVÉLARINNAR Hver flugtími flugmálastjórnarþotunnar sem leigð er út er niðurgreiddur um 20 þúsund krónur. Á síðustu árum hefur flugvélin verið notuð utan starfssviðs flugmálastjórnar í um 150 til 200 flugtíma á ári hverju. Þessir tímar hafa því verið verulega niður- greiddir, en þeir hafa meðal annars verið notaðir til að flytja ráðherra og embættismenn milli staða. Auk þess hafa vaknað grun- semdir um að fjármunir flugmálastjórnar séu notaðir öðruvísi en fjárveitingavaldið segir til um. Flugráð kemur saman í dag og þar er meðal annars ætlunin að ræða rekstur flugmálastjórnar. Það er ekki síst vegna ummæia sem höfð voru eftir Karli Steinari Guðnasyni, formanni fjárlaga- nefndar Alþingis, eftir umíjöilun PRESSUNNAR í síðustu viku. í raun liggur fyrir að starfsemi stofnunarinnar á fjölmörgum sviðum krefst nákvæmrar rann- sóknar, en eins og Karl Steinar lét hafa eftir sér er ákaflega margt þar sem vekur grunsemdir. EYRNAMERKTIR PENING- AR SKILA SÉR EKKI Eitt af því er hvemig fjármunir til ffamkvæmda samkvæmt flug- málaáætlun, sem samþykkt er semlög frá Alþingi, skila sér. Hafa víða heyrst gagnrýnisraddir um að framkvæmdum sé hliðrað til þvert á samþykkta áætlun. Vestfirðingar hafa verið ákaf- lega óánægðir með slíkt og er tii dæmis rætt um að fjárhæðir sem verja átti til Patreksfjarðarflugvall- ar hafi ekki skilað sér þar. Er þar um að ræða milijónir króna. Auk þess hefur verið gagnrýnt hve lítið er farið aftir þeim þáttum sem lúta að öryggi í flugi og sagði Kristján Egilsson hjá Félagi ís- lenskra atvinnuflugmanna, en hann er varamaður í flugráði, að menn hefðu oft verið óánægðir með forgangsröð verkefna og oft hefði þeim verið hnikað til. Þá er ffæg bygging flugstöðvar við Stykkishólm sem menn ai- mennt hafa ekki fengið botn í, en sú stöð stendur nánast ónotuð. Mun húsnæðið meðal annars hafa verið leigt út undir spilakvöld um skeið! BORGA HVERJA FLUG- STUND FLUGMÁLA- STJÓRNARVÉLARINNAR NIÐUR UM RÍFLEGA 20 ÞÚSUND Eins og áður hefur verið greint ffá er rekstur þotu flugmálastjóm- ar ákaflega umdeildur. Nú munu vera uppi hugmyndir um að end- urnýja þotu flugmálastjómar sem mundi án efa kosta verulegar Pétur Einarsson Hann og varaflug- málastjóri voru 155 daga erlendis ífyrra eða samtals ríflega fimm mánuði. wsmamam upphæðir. Hugmyndir um þetta hafa verið viðraðar inni í flugráði en ekki verið tekin nein afstaða til þeirra. Nú er flugvélin leigð út til ým- issa verkefna, meðal annars að flytja ráðherra og aðra embættis- menn á milli staða. Mun flug- málastjórn hafa nokkum kostnað af þessu því eftir því sem komist verður næst er hver flugtími greiddur niður um 20 þúsund krónur af flugmálastjórn. Flug- tíminn kostar um 70 þúsund krónur en ekki eru innheimtar nema 49 þúsund krónur. Mörg þessara ferðalaga hafa verið umdeild en ekki hefur tekist að fá framlagða nákvæma leiða- bók vélarinnar. Þrátt fyrir niður- greiðsluna er þessi ferðamáti mun dýrari en venjulegt áætlunarflug. FLUGMÁLASTJÓRIOG VARAFLUGMÁLASTJÓRI ÚTISAMTALS 155 DAGA Eins og áður hefur verið rakið hefur ferðagleði starfsmanna flug- málastjórnar orðið tilefni fýrir- spurna fjárlaganefndar. f síðustu viku kom fram hér í blaðinu að Pétur Einarsson, fyrr- verandi flugmálastjóri, var sam- tals 76 daga erlendis í fyrra og kostnaður vegna þess var 1,6 milljónir króna vegna farseðla og dagpeninga. Þessu til viðbótar má geta þess að varaflugmálastjóri, Haukur Hauksson, var samtals 79 daga erlendis sem kostaði 1,9 milljónir króna. Þá var yfirmaður flugvalla hér á landi, Jóhann H. Jónsson, 55 daga erlendis sem kostaði 1,2 milljónir króna. Hallgrítnur N. Sigurðsson hjá flugumferðarþjónustunni var 59 daga erlendis sem kostaði 1,6 milljónir króna. Þórður örn Sig- urðsson var 62 daga erlendis sem kostaði 1,5 milljónir króna. Grét- ar H. Óskarsson hjá loftferðaeftir- litinu var 41 dag erlendis sem kostaði 900 þúsund krónur. Sá starfsmaður sem dvaldi lengst erlendis var Guðmundur Matthíasson, sem sér meðal ann- ars um alþjóðatengsl stofnunar- innar. Hann var 108 daga erlendis í fyrra, sem kostaði 2.149.179 krónur. SVÖRUÐU ALDREIFYRIR- SPURN UM FARGJALDA- MÁL Þá hefur því verið haldið fram að flugráð fái oft engin svör við fyrirspurnum sínum. Má í því sambandi nefna fyrirspurn sem lögð var fram á fundi flugráðs á fundi 19. mars 1991. Þar var undir umræðuliðnum „Fargjaldamál Flugmálastjórnar“ rætt um stefnumörkun hvað þessi mál varðar. Fundargerð um fundinn er þannig: „Birgir [Þorgilsson] lýsti viðhorfi sínu til málsins, að hon- um fyndist óeðlilegt að vissir starfsmenn FMS nytu ódýrra far- gjalda, aðrir en flugumferðarstjór- ar í kynnisferðum. Guðmundur Matthíasson gerði grein fyrir kynnisferðum flugumferðarstjóra og samkomulagi sínu við rekstr- ardeild Flugleiða, einnig bréfa- skiptum um málið. Einnig var samið um vissar ferðir á samráðs- fundi um flugumferð og flugmál. Haukur [Hauksson] gerði grein fýrir svipuðu fyrirkomulagi í Nor- egi og Finnlandi. Óskað var effir yfirliti unt um hve margar ferðir annarra en flugumferðarstjóra í kynnisferðunt væri að ræða, með afslætti, t.d. síðustu tvö ár og hver afslátturinn væri... Fundarstjóri tók undir það álit Birgis Þorgils- sonar að óeðlilegt væri að aðrir starfsmenn FMS en flugumferðar- stjórar í kynnisferðum fengju af- sláttarfargjöld." Eftir því sem komist verður næst hefur aldrei borist svar við þessari fyrirspurn og munu vera fleiri dæmi um að fyrirspurnum hafi ekki verið svarað. Þá má vekja athygli á því að í starfsreglum flugráðs er tekið sérstaklega fram að fyrir ráðið og samgönguráðu- neytið eigi að leggja skýrslur um ferðirnar. Eftir því sem komist verður næst er ákaflega mikill misbrestur á að slíkar skýrslur séu lagðar ffam þannig að erfitt getur verið fýrir ráðið að meta nytsemi ferðanna. RÍKISENDURSKOÐUN GAGNRÝNDIMJÖG HÁAN RISNUKOSTNAÐ ÁRIÐ 1990 Árið 1990 var sérstaklega gerð athugasemd við risnukostnað flugmálastjómar, en hann var upp á 2,9 milljónir króna þetta ár. Þessi upphæð var það há hjá stofnuninni að Ríkisendurskoðun sá ástæðu til að vekja sérstaklega athygliáþví. Þessi liður er gjaldfærður undir „námskeið, fundir og risna“ sem lækkaði um þrjár milljónir á milli áranna 1990 og 1991. Úr tíu millj- ónum í tæpar sjö. Sigurður Már Jómson Páll Pétursson Óánægður með hve illa gekh að halda fjár- lagarammann „Ég tel að það sé best að láta ríkisendurskoðun um þetta mál,“ sagði Páll Pétursson, þing- flokksformaður Framsóknar- flokksins og fyrrverandi flug- ráðsmaður, þegar leitað var álits hjá honum á starfsemi flugmála- stjórnar. Páll sagðist hafa gagn- rýnt ákveðna þætti í starfsemi hennar á sínum tíma. „Ég var mjög óánægður með hve stofnuninni gekk illa að halda fjárlagarammann. Hún hefur alltaf farið verulega fram úr fjárheimildum enda Ijóst að það hefur verið slöpp stjórn á þessu.“ Páll sagðist líka hafa gagnrýnt mjög launahækkanir til flugum- ferðarstjóra eftir samninga Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi fjármálaráðherra, við þá árið 1990. „Það var ljóst að þessir menn fengu mun meiri launa- hækkun en aðrir þá. Þrátt fyrir að fjármálaráðherra segði að þeir hefðu aðeins fengið einfald- ar launaflokkahækkanir kom í ljós að tekjur þeirra stórhækk- uðu. Einhvern veginn fengu þeir mun meira út úr þessu en okkur var sagt,“ sagði Páll. Þess má geta að samkvæmt ársskýrslu flugmálastjórnar fjölgaði yfirvinnueiningum um 10 prósent á milli ára og var það sérstaklega vegna aukningar á vinnu flugumferðarstjóra. Páll Pétursson Hefur verið slöpp stjórn hjáflugmála- stjórn.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.