Pressan - 22.12.1992, Page 16

Pressan - 22.12.1992, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR PRESSAN 22. DESEMBER 1992 E R L E N T Hvað er satl um jólin? í hugum kristinna manna um heim allan lýsir jólaguðspjallið á kynngimagnaðan hátt fæð- ingu frelsarans, sem fyrir hartnær 2.000 árum var í jötu lagður lágt í þorpinu Betlehem. Reyndar er það svo að frásögnin af dauða og upprisu Jesú Krists skiptir sanntrúaða meiru en sagan af fæðingu hans, en samt er jólaguðspjallið ótvírætt þekktara og á jólunum halda milljarðar manna um allan heim — kristnir jafnt sem heiðingjar — þeim jólasið vitring- Heilagur sannleikur eða auglýsingalygi? Mudur vikunnar Hillary Clinton Bill Clinton, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að eiginkona hans, Hiliary, muni sitja ríkisstjórnarfundi eftir að hann tekur við embætti á nýju ári. Ákvörðunin kom ekki á óvart, enda er hann þeirrar skoðunar að hún viti meira um marga þætti banda- rfskra stjórnmála en ílestir ráð- herranna. Bill Clinton hefur tröllatrú á konu sinni, ekki að- eins í einkalífinu heldur einnig í stjórnmálum, og það er hans vilji að hún sitji fundi ríkis- stjórnarinnar og leggi sitt af mörkum við stjómun landsins. Fæstir draga í efa að hún sé vandanum vaxin. Hún þykir hörkutól; ákaflega virt sem lög- fræðingur, mjög vel að sér og talin boðberi nýrra tíma í Bandaríkjunum. Engum blandast hugur um að saman muni forsetahjónin ungu hleypa nýju blóði í bandarísk stjórnmál. Litið er á það sem jafn mikil umskipti að fá Hill- ary inn í Hvíta húsið og Jacqueline Kennedy á sfnum tíma. Hillary Clinton stóð við hlið eiginmanns síns í langri og strangri kosningabaráttu og var þýðingarmikill ráðgjafi í öllum hans málum. Hún hefur haft töluverð áhrif á útnefning- ar hans á ráðherrum og má vænta þess að hún liggi ekki á liði sínu þegar Clinton tekur við völdum. Einn af ráðunaut- um hennar hefúr sagt að Bill Clinton hafi tilhneigingu til að hlýða á viðmælendur sína út í hið óendanlega og láta umræð- ur þannig dragast á langinn. Oft á tíðum sé það þá hin stað- fasta eiginkona hans sem taki af skarið og segi: „Nú er nóg komið af umræðum, reynum nú að finna lausn á málinu.“ Hillary Clinton fékk næg tæki- færi til að hafa hemil á mönn- um í endalausum umræðum í kringum kosningabaráttuna. Ef að líkum lætur munu tæki- færin þó verða enn fleiri eftir að eiginmaður hennar hefur tekið við völdum sem forseti Bandaríkjanna. anna að gefa gjafir. Þrátt fyrir að jólaguðspjallið sé sannarlega hrífandi saga hafa menn hin síðari ár fyllst vantrú á áreiðanleik hennar rétt eins og menn hafa efast um margar aðrar frásagnir Biblíunnar. Deilt er um hvort skilja beri jólaguðspjallið sem sagnfræði, trúarlega þjóð- sögu, dæmisögu eða blöndu alls þessa. Fornleifafundir hafa hvað eftir annað rennt styrkari stoðum und- ir fjöldann allan af frásögnum Biblíunnar. Hins vegar eru guð- spjöllin nær einu heimildirnar um fæðingu Krists og af guðspjalla- mönnunum fjórum sjá aðeins tveir þeirra tilefni til þess að geta hennar, þeir Mattheus og Lúkas. Þeim ber heldur ekkert sérstak- lega vel saman, en Mattheusar- guðspjall er talið ritað um 90 e.Kr. og Lúkasarguðspjall nokkrum ár- um fyrr. Margir fræðimenn telja að frá- sögnin um yfirnáttúrulega fæð- ingu Krists hafi ekki verið hluti ffumkristninnar. Fyrstu heimildir um kristnina leggja ofuráherslu á upprisuna sem sönnun þess að Jesús hafi verið Frelsarinn, en geta í engu boðunar Maríu, fæðingar Jesú með tilheyrandi englasöng og vitringaheimsóknar, sem ætla má að hefði þótt í frásögur færandi ef einhverjar sagnir væru af slíku. TRAUSTAR HEIMILDIR? En hvaðan koma þá allar þessar sögur? Flestir fræðimenn telja að þær hafi orðið til þegar kristnin fór að eflast og kristnir menn (sem töldu Jesúm Krist vera í senn mann og Guð) fylltust forvitni um uppruna Frelsara síns. Guðspjöll- unum fylgja því miður ekki heim- ildaskrár, en sumir telja að í Lúk- asi sé byggt á minningum Maríu, en Mattheus hafi frekar byggt á ffásögn Jósefs. Menn sjá enga ástæðu til þess að höfundur Lúkasarguðspjalls hafi ekki getað talað sjálfur við Maríu eða að minnsta kosti getað fengið ffásögnina frá hennar nán- ustu. Aðrir benda á að sumt í guð- spjöllunum sé svo einkennilegt að það geti tæpast verið komið frá skyldmennum Jesú. Mattheus get- ur til dæmis um flótta fjölskyld- unnar til Egyptalands þegar eftir fæðinguna þar sem Heródes hafi viljað drepa Jesúm. f Lúkasarguð- spjalli segir hins vegar að þau hafi tekið að minnsta kosti mánaðar fæðingarorlof í Bedehem og Jerú- salem og síðan snúið heim til Naz- aret. Flestir skýra þetta ósamræmi með því að höfundamir tveir hafi fært í stílinn til þess að koma guð- fræðilegum skýringum á eðli Frelsarans á framfæri við lesend- ur. Sögulegur áreiðanleiki geti þess vegna verið vafasamur án þess að efast skuli um guðlegan sannleika textans. Hvað sem þessu líður ber guð- spjöllunum saman um að Jesús hafi fæðst í Betlehem undir lok valdatíma Heródesar mikla — sennilegast milli 4 f.Kr. og 6 e.Kr. — að móðir hans hafi verið mær- in María og að Jósep eiginmaður hennar hafi verið afkomandi Dav- íðs konungs. Allt þetta var í sam- ræmi við spádóma Gamla testa- mentisins um að mær myndi verða þunguð og fæða son, sem nefndur yrði Immanúel, og að hann færi frá Betlehem til þess að verða konungur ísraels. Hins syndlausa getnaðar Jesú er aðeins getið í fyrrnefndu guð- spjöllunum tveimur, en fræði- menn telja að sagnimar séu eldri en svo og eigi að minnsta kosti einhverja stoð í frumkristni. Enn er hins vegar deilt um hvort þarna sé á ferðinni guðffæðilegur upp- spuni eða sagnfræðilegur sann- leikur. Snemma hafa menn þó fengið efasemdir um eingetnað- inn, því þegar árið 178 skrifar heiðinginn Celsus galsafengna stælingu á Mattheusarguðspjalli þar sem Jesús er sagður óskil- getinn sonur rómversks her- manns. Bandaríski biskupinn John Spong hefur sett fram þá kenningu að Maríu kunni að hafa verið nauðgað og að þess vegna sé orðum eytt á gæði Jóseps, sem þrátt fýrir þungunina hafi kvænst Maríu og þannig varið heiður hennar. BETLEHEM HVAÐ? í guðspjöllunum tveimur er sérstaklega undirstrikað að Jesús hafi fæðst í Betlehem og það kost- ar höfundana töluverðar útskýr- ingar og flækjur. Seinna varð Jesús þekktur sem Jesús ffá Nazaret, svo að vera kann að höfúndarnir hafi einfaldlega viljað skýra til fulln- ustu hvernig Jesús gæti mögulega verið sá Messías, sem spáð var í Gamla testamentinu og varð að tengjast Betlehem með óvefengj- anlegum hætti. Þess er getið í Lúkasarguð- spjalli að hjónakornin hafi farið frá heitnili,sínu í Nazaret til þess að taka þátt í manntali Ágústusar (Oktavíanusar) keisara. Um þetta leyfa menn sér mjög að efast. í fyrsta lagi hefði María ekki þurft að gefa sig ffam til slíks manntals, því bóndi hennar gat auðveldlega rekið það erindi einn, ekki síst þar sem hún var kasólétt og um langa leið að fara. Hins vegar eru engar heimildir aðrar um það að Ágúst- us hafi boðið að skrásetja skyldi heimsbyggðina alla. Vitað er af þremur slíkum skráningum á valdadögum hans, en allar tóku þær einungis til rómverskra borg- ara. Að auki telja menn ffáleitt að menn hafi verið skikkaðir til að fara til átthaga sinna til þess að láta skrá sig, því tilgangur mann- tals var þá fyrst og fremst í þágu skattheimtu. Aftur á móti er getið um manntal á vegum landstjórans á Sýrlandi, en það fór ffam heilum áratug eftir að Heródes mikli gaf upp öndina. Meira að segja ffásögnin af því að Jesús hafi fæðst í gripahúsi er dregin í efa og misskilningi í þýð- ingu kennt um. Á þessum tímum voru flest hús í Betlehem á tveim- ur hæðum, en á neðri hæðinni var búfénaður gjaman hafður á nótt- unni. Jósef og María voru því sennilegast ekki hrakin út í fjárhús af harðbrjósta gistihúseiganda heldur nutu þau ffemur gestrisni venjulegs bónda í Betlehem, eins konar bændagisting þeirra daga. Jatan var einfaldlega það sem hentugast var að leggja korna- barnið í. VITRINGARNIR OG HERÓDES Raunar er afar litlu púðri eytt í vitringana þtjá og í ffásögn Matt- heusar eru þeir algerir statistar. Tilgangur þeirra virðist fyrst og fremst sá að láta Heródes fá of- sóknarbrjálæðiskast. Löngu seinna kemst sú hefð á að þeir hafi verið þrír og á sjöttu öld var meira að segja búið að gefa þeim nöfn: Kaspar, Melkíor og Baltasar og aldur og hörundslit að auki. Sennilegast hafa menn ályktað að þeir væm þrír, þar sem þeir komu með þrjár gjafir: gull, reykelsi og myrru. Mattheus segir þá hafa elt Jóla- stjömuna, sem þó var ekki greini- legri en svo að Heródes og félagar höfðu bara alls ekki tekið eftir henni. Stjarnfræðingar segja ekk- ert benda til þess að um eiginlega „Jólastjörnu“ hafi verið að ræða en á hinn bóginn sé ekki ótrúlegt að stjörnufræðingar í Persíu (ír- an) eða Mesópótamíu (írak) hafi komið til ísraels um 6 f.Kr., því þá hafi Satúm, Júpíter og Mars kom- ið saman í Fiskamerkinu, eins og gerist á 805 ára fresti. f stjörnu- speki fornaldar var Júpíter „stjarna konunga“, Satúrnus „skjöldur Gyðingalands" og Fiskamerkið ávallt tengt vatna- skilum í heimssögunni. Mattheus segir að Heródes konungur hafi bmgðist við fregn- um vitringanna af nýjum konungi heimsins með því að láta drepa öll sveinbörn í Betlehem undir tveggja ára aidri. Hingað til hafa menn efast um þetta þar sem eng- ar heimildir aðrar eru um voða- verkið. Hins vegar hafa sumir minnt á að í Betlehem hafi líkleg- ast aðeins búið um 1.000 manns á þessum tíma og sveinbörnin hafi því auðveldlega getað verið innan við tuttugu. Miðað við þær heim- ildir sem til em um Heródes kon- ung var verknaður sem þessi varla þess virði að minnast á, því Her- ódes var óvenju blóðþyrst skepna, sem engu eirði. Hann vílaði til dæmis ekki fyrir sér að drepa eig- inkonu sína og nokkra syni einn góðan veðurdag og brenndi alla helstu fræðimenn gyðinga inni þegar þeir íjarlægðu hinn keisara- lega öm af musterishliðinu. Hon- um hefði því vel verið trúandi til þess að láta drepa nokkra tugi kornabarna í litlu sveitaþorpi án þess að til þess væri sérstaklega tekið. Eins og ljóst má vera af ofan- greindu er margt enn óljóst um fæðingu Jesú Krists, en fræði- menn em þó enn vongóðir um að innan seilingar séu frekari vís- bendingar. Þannig hafa arabískar heimildir um Jesúm ekki verið fullkannaðar, en þar má finna margar munnmælasögur um eyð- ur í ævi Krists. Það stöðvar menn þó ekki í að eiga gleðileg jól. Sltuc 3útcl)cr Bcítung Styðjum Jeltsín Eftir alla ringulreiðina sem ríkt hefúr um rússnesk stjórnmál er þeirri stóru spurningu, sem beint hefúr verið til Vesturveidanna, um það að hvaða marki beri að styðja við Borís Jeltsín og stjórnmálastefnu hans, enn ósvarað. f því sambandi hefur gjarnan verið litið til síðustu áranna af vaidatímabili Mikhaíls Gorbatsjovs og þeirra vangaveltna sem uppi voru um það með hvaða hætti væri unnt að halda lífi í umbótastefnu hans, perestrojku. Á þessu tvennu er þó þýðingarmikill munur: Umbótastefiia Mikhaíls Gorbatsjov laut alltaf að herkænsku sem byggðist á bráðabirgðalausn á vandamálum líðandi stundar stjórnarstefna arftaka hans, Borísar Jelt- sín, byggist á víðtækri, þaulskipulagðri heildarhugmynd um kerfis- bundnar umbætur, þótt honum hafi enn ekki tekist að koma þeim í ffamkvæmd. Þessu til viðbótar nýtur Jeltsín, öfugt við forvera sinn, þess réttmætis að hafa verið lýðræðislega kjörinn í embætti.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.