Pressan - 03.06.1993, Síða 2

Pressan - 03.06.1993, Síða 2
FY RST & FREM ST 2 PRBSSAN Fimmtudagurinn 3. júní 1993 Karl SteinarGuðnason . Alls óvíst aö hann veröi ráöherra. Guðmundur Arni Stefánsson. Jón Baldvin vill helst fá hann í ráö- herrastól. Ión Sig. hættir í lessum mánuði Það er nú frágengið að Jón Sigurðsson bankamálaráð- herra lætur af störfum í þess- um mánuði og býr sig undir að taka við starfi Seðlabanka- stjóra, sem fastlega er reiknað með að hann fái. Þetta er eina tilfærslan á ráðherrum sem hægt er að slá fastri, en innan Alþýðuflokksins er nú tölu- verðúr titringur vegna þeirra leikja sem í kjölfarið fylgja. Enn er allt á floti um fram- haldið, en samkvæmt heim- ildum PRESSUNNAR er stað- an nokkurn veginn svona: Það er allsendis óvíst að Karl Steinar Guðnason verði ráðherra og er stærsti ásteyt- ingarsteinninn Jón Baldvin Hannibalsson, sem mun eiga fyrsta og síðasta orðið um mannabreytingar. Honum mun þykja að ríkisstjórnin þurfi síst á að halda að bæta inn manni sem sé eins konar holdgervingur hennar, mið- aldra og „þreyttur“. Jóni mun lítast betur á að þeir össur Skarphéðinsson og Guð- mundur Ámi Stefánsson taki ráðherrasæti, en til þess þarf annar ráðherra til viðbótar að víkja. Það yrði þá Eiður Guðnason, sem fengi eitthvað af þeim sendiherrastöðum sem Jón Baldvin hefur verið að fresta að skipa í. Þegar Guðmundur Árni sest á þing riðlast töluvert valdahlutföllin í þingflokkn- um, þar sem hann myndi skipa sér vinstra megin í sal með þeim Jóhönnu Sigurðar- dóttur, össuri Skarphéðins- syni, Rannveigu Guðmunds- dóttur, Gunnlaugi Stefáns- syni og Sigbirni Gunnars- syni, sem stundum hefur ver- ið fimmta hjólið undir þeim vagni. Auk andlitslyftingar- innar sem í því fælist er Jóni Baldvini því nokkuð í mun að annar, og helst báðir, þeirra Össurar og Guðmundar verði ráðherrar, þar sem þeim veitt- ist erfiðara að halda uppi óformlegri stjórnarandstöðu. Lítil ást á milli ráðherra Þreytan í ríkisstjórninni er farin að segja til sín á ýmsan máta. Þannig hefur nokkuð stirðnað sambandið á milli þeirra Jóns Baldvins Hanni- balssonar og Jóns Sigurðs- sonar síðustu vikurnar og má vart á milli sjá hvor talar óvar- legar um hinn við gesti og gangandi. Nokkurs annars eðlis er pirringurinn sem Jón Baldvin elur með sér í garð Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra. Jóni mun þykja sem Davíð farist ekki ýkja vel úr hendi forystulilutverldð í rík- isstjórninni og er stundum jafnað til þess hvernig talað var um Þorstein Pálsson í skammlífri ríJdsstjórn hans ár- in 1987-1988. Þetta vekur at- hygli ekki síður fyrir það að samband Jóns við báða ráð- herrana var talið með besta móti fyrir ekld ýkja löngu. Þarf aö endur- skoða allar toll- skoðanir sýslu- mannsins________________ Hið ótrúlega mál sem nú er til rannsóknar vegna meintra tollsvika Erlings Óskarsson- ar, sýslumanns í Siglufirði, og yfirlögregluþjónsins á staðn- um hefur leitt til þess að margir telja að nauðsynlegt verði að fara yfir allar toli- skoðanir þeirra langt aftur í tímann. I Siglufirði er það mál manna að ekld sé sfður ástæða til að athuga tollskoðanir í skipum sem komið hafa til Siglufjarðar á undanförnum árum og fengið þar skoðun. Björn var neyddur til að segja gf sér____________ Ekld alls fýrir löngu var sagt frá því að Björn Önundars- son tryggingayfirlæknir hefði sagt af sér sem formaður Siða- málanefndar læknaráðs vegna skattsvikamála sem komu upp honum tengd. Eins og málið var sett upp leit út fyrir að hann hefði sagt af sér, en hið rétta er að hann var neyddur til að segja af sér vegna gífur- legs þrýstings ffá læknum sem ekki vildu una því að hafa Björn sem æðstaprest þegar siðamál voru annars vegar. Otto Sander í Bíódagq?________________ Fjármögnun á mynd Frið- rilcs Þórs Friðrikssonar, Bíó- dögum, er nú lokið, en teldst hefur að fá 100 milljónir lcróna til verkefnisins. Undir- búningur er í fúllum gangi og verið að semja við leikara þessa dagana. Er líldegt að Rú- Nú fer að draga til tíðinda í ráðningarmálum Þjóðleikhússins. Margir leikarar eru um hituna og mun slagurinn harðari en nokkru sinni fyrr. Um 60% leikara í landinu eru atvinnulaus og það kom því fáum á óvart að yfir sextíu manns skyldu senda inn umsókn um fastráðningu í ár. Þegar mun vera gengið ffá því að fjórir leikar- ar verði fastráðnir. Þau sem hreppa hnossið að þessu sinni eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem var lausráðin síðasta vetur en fór með hlutverk Elísu í My Fair Lady, Edda Arnljótsdóttir, sem lék meðal annars fröken Júlíu hjá Alþýðuleikhúsinu síðasdiðinn vetur; Hilmar Jónsson, einn fimmmenninganna úr Kæru Jelenu; og Hjalti Rögnvaldsson, sem lék meðal annars í Dunganon og Húsverðinum á síðasta leikári. Hann hefur greinilega sæst við íslenskt þjóðfélag. Stefán Baldursson þjóðleilchússtjóri hefur fengið rúm til að ráða tvo leikara til viðbótar, sem hann mun þó ekki ætla að gera nema í samvinnu við fastráðna leikstjóra Þjóðleikhússins. Ekki hefur endanlega verið gengið ffá því hverjir það verða. Heyrst hefur hins vegar að Stefán hafi áhuga á að fá Magn- ús Ragnarsson ffá New York beint í Þjóðleikhúsið. Magnús þessi hefur búið í rúman áratug í Bandaríkjunum, þar sem hann lærði leiklist. Að námi loknu þreifaði hann fyrir sér við leik í sápuóperum, en hefur síðustu árin unnið baksviðs í New York. Magnús hefur ekki áður leikið á sviði á fslandi en fór með hlutverk í mynd Hrafns Gunnlaugs- sonar, Okkar á milli. Um sjötta leikarann er ekkert vitað og ekki heldur hverjir verða ráðnir í örfáar leik- stjórastöður, en um þær sóttu alls átján manns. Hjalti Rögnvaldsson. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Hilmar Jónsson. Edda Arnuótsdóttir. Þessi fjögur veröa fastráöin viö Þjóöleikhúsiö og tveir aörir leikarar aö auki. Alls sóttu ríflega sextíu manns um fastráön- ingu. ■ 1 « A rik Haraldsson, Jón Sigur- bjömsson og Sigurður Sigur- jónsson fari með burðarhlut- verk í myndinni, en auk þess standa yfir samningaviðræður við einn þekktasta leikara í Evrópu, Otto Sander. Fer hann með aðaMutverk í nýj- ustu mynd Wims Wenders en einnig lék hann í Himmel iiber Berlin og Das Boot. Frið- rik Þór mun vera vongóður um að ná samkomulagi við hann. Kvenhlutverk eru ekki mörg, en leitað hefur verið eftir kröftum söngkonunnar Diddúar í hlutverk móður- innar. Kvilcmyndatöku stjórn- ar Ari Kristinsson en um framleiðsluþáttinn sér Katrín Ingvarsdóttir, útsendingar- stjóri á Stöð 2 og aðstoðarleik- stjóri kvikmyndarinnar Stutts Frakka. Að Bíódögum lokn- um fer Friðrik Þór beint í vinnslu á myndinni Cold Fe- ver, en fjármögnun hennar er nánast lokið. Jim Stark er ffamleiðandi. Íón Ólafsson og ‘riörik Þór í hár saman Ekld fór allt fram með friði og spekt á kvikmyndahátíð- inni í Cannes, en komið mun hafa til handalögmála milli þeirra Jóns Ólafssonar í Sldf- unni og Friðriks Þórs Frið- rikssonar kvilcmyndagerðar- manns. Eldd mun viðstödd- um hafa staðið á sama, en ástæða slagsmálanna er óljós. Heyrinkunnugt er einnig orð- ið að myndbandsréttur að kvikmyndinni Sódómu hafi verið seldur til dreifingar á heimsmarkaði og bæjarslúðr- ið segir að slíkur samningur hljóði upp á minnst 200 þús- und dollara, eða 12 milljónir íslenslcra lcróna. En þrátt fyrir góðan samning og fínan kynningarstyrk frá ríkisstjórn- inni lenti leikstjóri myndar- innar, Óskar Jónasson, á hrakhólum í Cannes. Hann var þó ekld alveg á flæðiskeri staddur því hátíðarnefndin tryggði honum þrjár gistinæt- ur í borginni. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON. Þ; ið hefur stirönaö töluvert samband hans viö Jón Sigurösson og Davíö Oddsson. Erlingur Óskarsson. Þarfaö skoða.embættisverk hans langt aftur í tímann. BJÖRN ÖNUNDARSON. Fór ekki sjálfviljugur úr formannssætinu hjá Siöamálanefnd læknaráös. FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Og JÓN ÓLAFSSON. Þeir bókstaf- lega slógust á hátíðinni í Cannes. ÓSKAR JÓNASSON. Húsnæðislaus í Cannes þrátt fyrir styrkinn frá ríkisstjórninni. UMMÆLI VIKUNNAR „Ég man að ég var alltafað bíða eftirþví að sumarið kœmi þegar ég var ennþá í skólanum. Svo gerist þetta ogsumarið erfarið. “ Sævar Þór Hallgrímsson, tólf ára eggjatökumaður. ’Hvaö var þá svona óvenjulegt vió þau? „Sykurmolarnirvoruvenjulegtrokkband." Björk Guðmundsdóttir mælskusnillingur. IKM Nl íllli f imutt ttM „Það er mín heilaga skylda, eins og annarra þjóðfélagsþegna, að verja eig- ur mínar.“ Krístján Gunnarsson gjaldeyrísvéfrétt. Traustvekjandi auglýsing fyrir . kjötkaupmanninn ' ■ „Ef ég fengi hrefnukjöt myndi ég selja það eins og skot, eða þar tíl ég yrði stöðvaður. Menn myndu renna á lyktina, ég þyrfti ekki að auglýsa neitt.“TV,.; Þorvaldur Baldvinsson kjötkaupmaður. ÞAÐ VAR HVORT EÐ ER EKKI MIKIÐ VIT ÞAR FYRIR! „Velgengnin steig mér til höfúðs og ég var gjörsamlega óþolandi.“ Sylvester Stallone kvikmyndarumur. Svo var líka dánar- vottorðið nokkuð sannfærandi „Ég hef enga trú á þvi að Elvis sé lifandi, hann gæti ekld leynst í Bandaríkjunum þó þau séu stór.“ Sigurður Leósson pílagrímur.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.