Pressan - 03.06.1993, Page 4

Pressan - 03.06.1993, Page 4
4 PRBSSAN F R E TT I R Flmmtudagur 3. júní 1993 I ■ '■ fyrir að luihla á inál- þingi fyrirlestur sem lieitir „Hvernig valda dótnstólar lilutverki „Ég er ósátt við niðurstöðu dómsins og vissulega hafði ég vonað að hann færi á annan veg. Vitanlega var ekki ljóst fyrirfram við hverju var að búast en segja má að grátbros- legt hafi verið að vera sýknuð aðra vikuna en sek hina. Dómari hunsar orð landlækn- is í dómsniðurstöðu og hefur ekki sérfræðiálit heilbrigðis- ráðuneytis til hliðsjónar. Nú lít ég svo á að kominn sé hálf- leikur en dómnum verður áffýjað,11 segir Bryndís Krist- insdóttir tannsmíðameistari, sem staðið hefur í áralangri baráttu við tannlækna um að fá að stunda tannsmíði án milligöngu þeirra, en á þriðju- dag féll dómur í máli Tann- læknafélagsins gegn henni. Dómsorð var henni í óhag en sérstaða málsins felst í því að dómarinn, Valtýr Sigurðs- son, sagði í dómsal, og lagði fram skrifleg gögn þess efnis, að vjku áður hefði hann kom- ist áð gagnstæðri niðurstöðu. „Upphaflega fór ég út í þessa baráttu nauðbeygð því tannlæknar hættu skyndilega að skipta við mig allir sem einn, en áður annaði ég ekki eftirspurn. 1 stöðunni var að- eins tvennt til ráða; að leggja niður rófuna eða berjast, en í mínum huga kom aðeins það síðara til greina. Hér er þó ekki um persónulegt stríð að ræða; ég er einungis að beijast fyrir mínum málstað.“ Þrátt fyrir andstöðu hefur Bryndís stundað vinnu sína á eigin spýtur þó svo að við- skiptavinir hennar hafi ekki notið fyrirgreiðslu Trygginga- stofnunar til jafns við þá sem notið hafa milligöngu tann- lækna. Á síðasta ári varð þó bragarbót þar á þegar hún gerði eigin samning við Tryggingastofnun. Meðlimir Tannlæknafélags Islands fóru fram á lögbann á beitingu samningsins og síðar var höfðað mál á hendur Bryndísi og Tryggingastofnun á þeim forsendum að tannlæknar einir hefðu rétt til að taka mót af gómum fólks. Áður höfðu þeir kært starfsemi hennar til Rannsóknarlögrfeglu og heil- brigðisráðuneytis, síðast árið 1990. Landlæknir fékk málið til umsagnar þá en sá ekki ástæðu til að amast við starf- seminni. „Þá fyrst gátu tannlæknar lögsótt mig með því að fara fram á lögbann á samninginn við Tryggingastofhun, en þrí- vegis höfðu tilraunir þeirra til að fara með málið sem saka- mál ekki borið árangur. Af hálfu tannlækna snýst málið eingöngu um peninga og þeir sjá fram á að missa verulegan spón úr aski sínum ef núver- andi fyrirkomulag breytist. Síst af öllu eru þeir að hugsa um fólkið sem þarfnast þjón- ustubeirra." Hvaö rekur þig áfr am? „Bjartsýnin og það láta ekki stíga ofan á sig. Það eru engin leiðindi í mér gagnvart tann- læknum, en atvinna mín er í húfi. Ég held einfaldlega áffarn að berjast og ætla mér að vinna málið. Sé til lengri tíma litið hef ég trú á að það falii mér í hag.“ Eins og fyrr segir féll upp- kveðinn dómur Bryndísi í óhag. Afstaða dómarans var hins vegar önnur aðeins viku fyrir endanlega dómsupp-. kvaðningu. Segir þar í upp- kasti af dómsniðurstöðu sem horfið var frá: „...Samningur sá sem um er deilt leggur ekki neinar hömlur á það að lands- menn leiti til tannlæknis til að máta, smíða og gera við gervi- góma og gervitennur. Fram hefur komið að landlæknir hefur kynnt sér starfsemi stefndu, Bryndísar Kristins- dóttur, og telur ekki ástæðu til að amast við starfsemi henn- ar. Það er því mat dómsins að stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á að svo rík heil- brigðissjónarmið búi að baki dómkröfu hans að taka eigi kröfu hans til greina af þeim sökum. Samkvæmt því sem rakið hefur verið hér að fram- an ber að sýkna stefndu af öll- um kröfum stefnanda í mál- inu. Þá ber að fella úr gildi lögbann frá 20. október 1992.“ Endanlegt dómsorð segir hins vegar: „Staðfest er lög- bann sem sýslumaðurinn í Reykjavík lagði hinn 20. októ- ber 1992 við beitingu samn- ings milli stefndu, Bryndísar Kristinsdóttur, og Trygginga- stofnunar ríkisins, þann 17. ágúst s.l., að því er tekur til tannsmíðavinnu stefndu, Bryndísar Kristinsdóttur, í munnholi sjúklinga. Stefndu... eru sýkn af þeirri kröfu stefnanda að samningur aðila... sé ógiltur með dómi.“ Samningur hennar við Tryggingastofhun um endur- greiðslur er því enn í fullu gildi og engar skýringar liggja fýrir um hvers vegna dómar- anum snerist hugur á einni viku. (BcBtifCáfíar Þvætting- ur í út- varpinu „Heldur jmnast Víkverja svo- kallaðir greinapistlar í morg- unútvarpi Rásar 2 hvimleiðir. Þama koma blaðamenti, sem jafnvel eru búnir að missa „tnálgagn “ sitt, og ryðja úr sér pólitískum þvættingi um menn og málefni, rétt eins og þeir vœru að skrifa leiðara í „málgagnið“, semfórá haus- inn afþví að það varsvo leið- inlegt og enginn keypti það. Þetta ersama leiðindaþvœlan sem seldist ekki og er nú borin á borð í sjálfu ríkisútvarpinu. Spumitigitt er, hvort vœnlegt séfyrir ríkisútvarpið, að taka upp að birta þessa leiðara, þegar nauðsynlegt er að halda áhuga hlustendantia í harðri samkeppni við aðrar Ijósvaka- stöðvar." Vikverji Morgunblaðsins. Kristján Þorvaldsson, rit- stjóri dægurmálaútvarpsins á Rás 2: „Því miður skil ég Gatnamál í ólestri „Sjaldan efnokkurti tímann hafa götur höfuðborgarsvœð- isins komiðjafn lélegar undan vetri og nú. Erþar efalaust um að kenna hörðu árferði og nagladekkjum sem nauðsyn- leg eru ökumönnum í slœmri fcerð. En það dugir ekki að láta götumar vera svona áfram fram eftir sumri. Mér finnst afskaplega lítið hafa verið gert hingað til íþví að leggja nýtt lag af malbiki á götumar. Erfjárhagur sveitar- félaganna eitthvað slœmur eða em vinnuflokkamir ein- faldlega ekkifarnirafstað enn?“ Þorsteinn í DV. Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri í Reykjavík „Götur borgarinnar komu ekki verr undan vetri nú en ekki Víkverja. Það er enginn nafhgreindur í þessari klausu hans og þrátt fyrir góðan vilja er ég ekki nógu vel að mér í Moggalógíu til að lesa á milli línanna. Hins vegar er ljóst, að Víkverji er dyggur hlustandi morgunútvarps Rásar 2 og er það vel.“ P** fýrri ár og því er fullyrðing bréfritara hæpin. Maímán- uður reyndist vera óvenju kaldur og erfiður til gatna- gerðar og því fóru viðgerðir hægar af stað en eðlilegt get- ur talist. Endurbætur á mal- biki eru nú hafnar af fullum krafti í Reykjavík og hefur fjöldinn allur af skólafólki af því atvinnu eins og endra- nær. Er ætlunin er að verja álíka miklum fjármunum til viðhalds á malbiki í sumar og undanfarin ár.“ BryndIs Kristinsoóttir tannsmíöameistari hefur staöiö l baráttu Wö tanniækna í hartnær tvo áratugi um rétt sinn tll aö vlnna sjálfstætt. Mál sem Tann- læknafélag íslands höfdaöi á hendur hennl féll Bryndísl I óhag, en dömari lét þau orö falla I dómsal aö hann heföl komist aö gagnstæöri níöurstööu aöeins vlku áöur. Lögmaöur hennar, Hró- bjartur Jónatansson, mun áfrýja dómnum tll Hæstaréttar. Dómsorð snerist á viku Með boltann á heilanum „Hvemig stendur á því að íþróttafréttamenn komast upp með það átölulaust að breyta nöfnum íþróttagreina? Þar á ég við að nú tala íþróttafréttamenn útvarps ogsjónvarps sífellt um enska boltann, ítalska boltann, NBA-boltann, Evrópuboltann o.s.frv. 1 sumum tilfellum er átt við knattspymu, stundum er verið að tala um körfuknattleik og stundum um handknattleik... Áhrifjjöl- miðla em tnikil... Egskoraáfréttamenn ogaðraþá ermálið varðar að láta afþessum ósið ogfara núað nefna þessar íþrótta- greinar sínum réttu nöfnum... Egergamall knattspyrnumaður og kann því vel, en mér litist ekki á að menn segðu: Hann er gamall boltamaður.“ Helgi Daníelsson I Morgunblaðinu. Bjami Felixson íþróttafréttamaður: „Hvað sjálfan mig varð- ar nota ég aldrei orðið „bolti“ eins og nú tíðkast og get því ekki tekið gagnrýnina tilmín. Ég er þö hjartánlega sammála bréfr itara og það er að mínu mati afleitt, að „boltinn“ skuli vera búinn að ryðja sér til rúms í útvarpi og sjónvarpi. Satt að segja hef ég barist gegn þessari orðnotkun ís- lenskra íþróttafréttamanna fr á því hún var fýrst tekin upp fýrir um það bil tveimur árum og nýverið skaut ég mál- inu til málfarsráðunautar Ríkisútvarps- ins. Hann álítur alrangt að nota orðið „bolti“ og telur þörf á að taka málið til al- varlegrar athugunar.“ debet Björk Guðmundsdóttir kredit „Björk er einstaklega hugrökk mann- eskja og er alltaf að leita að nýjum mögu- leikum á lífinu. Hún er mjög heilsteypt og trú skoðunum sínum og mikill vinur vina sinna. Björk er toppmanneskja,“ segir Ey- þór Amalds, hljómlistarmaður og fyrr- um liðsmaður hljómsveitarinnar Tappa tíkarrass. „Björk er skapandi, skýr og skemmtileg. Hún er mjög samkvæm sjálfri sér og með ótrúlega skarpa sýn á hvað hún vill og hvað ekki. Björk er fædd súper- stjarna," segir Hilmar örn Hilmarsson, hljómlistarmaður, samstarfsfélagi og góður vinur.“ „Björk er besta kona í heimi. Hún er skemmtileg, klár og dugleg og ég er viss um að hún á eftir að sigra heiminn einn góðan veðurdag,1' segir Andrea Helgadóttir, servetrísa og besta vinkona söngkonunnar. „Björk er ein- stök, bæði sem tónlistarmaður og sem manneskja. Hún er ákveðin og hefur mjög aðlaðandi persónuleika," segir Ásmundur Jónsson verslunarmaður, sem hefur átt gott samstarf við Björk um árabil. Einstrengingsleg ogfljótfœr — eða einstök ogfcedd súperstjarna? „Það versta við Björk er að hún er alltaf í útlöndum og maður sér allt of lítið af henni,“ segir hljómlistarmaðurinn og fýrrum tíkarrassinn Eyþór Amalds. „Björk getur verið hrikalega ósveigjanleg. Ef hún er búin að taka einhverja ákvörðun er ekki nokkur lifandi leið að fá hana til að skipta um skoðun. Það er sama hvað maður reynir; hún hvikar ekki frá sínu, sem gettu- oft verið óþægilegt fýrir aðra“ segir Hilmar Örn Hilmarsson, hljómlistar- maður og góður vinur Bjarkar, sem hefur unnið með henni í gegnum árin. „Björk getur stundum verið fljótfær og svolítill njóli. Svo er hún svefnpurka," segir Ándrea Helgadóttir, besta vinkona. „Björk er mjög föst á sinni skoðun en ég sé samt enga ástæðu til að gagnrýna það. Ég held að ég geti ekki fundið neitt neikvætt í fari Bjarkar,“ segir Ásmundur Jónsson, versl- unannaður og samstarfsfélagi. BJörk Guömundsdóttir söngkona hefur hlotiö mjög góöa dóma erlendis fyrir sólóplötu sína Debut, sem hún var búin að ganga meö í maganum I fjölda ára.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.