Pressan - 03.06.1993, Síða 6
PRESSAN
F R E TT I R
Fimmtudagurinn 3. júní 1993
Forstöðumaður Bankaeftirlits Seðlabanka í viðkvæmri stöðu gagnvart
tveimur viðskiptabönkum
BANKINN KRAFDIST UPPBOBS
Á HÚSIFORSTÖDUMANNSINS
Búnaðarbanki Islands
krafðist þess í ársbyrjun að
fram færi nauðungaruppboð
á húseign forstöðumanns
Bankaeftirlits Seðlabankans,
Þórðar Ólafssonar, vegna
láns sem þá var í vanskilum,
en gekk reyndar síðar í gegn-
um skuldbreytingu. Krafan
var upp á rúma milljón króna.
Um svipað leyti var forstöðu-
maðurinn að semja um skuld-
breytingu á alls yfir 5 milljóna
króna lánum hjá Islands-
banka. Jóhannes Nordal, for-
maður bankastjórnar Seðla-
banka, sagði í samtali við
PRESSUNA að stjórnin hefði
fengið upplýsingar um málið
og farið yfir það og komist að
þeirri niðurstöðu að ekki væri
ástæða til aðgerða.
Búnaðarbankinn:
Skuldbreyting á millj-
ón króna láni
Heimildamenn PRESS-
UNNAR innan bankakerfisins
voru einhuga um að slík staða
væri afar viðkvæm fyrir emb-
ættismann sem er yfirmaður
stofhunar sem fylgist með að
bankar og aðrar lánastofnanir
fari að lögum og reglum og
uppfylli ströngustu kröfur. I
samtali við blaðið viður-
kenndi forstöðumaðurinn að
slík staða væri óæskileg og
hættan á hagsmunaárekstrum
kynni að vera fyrir hendi en
þyrfti ekki að vera það.
Það skal undirstrikað, að
enginn viðmælenda blaðsins
taldi að umrædd lánamál
Þórðar hefðu haft áhrif á störf
hans og afgreiðslur sem
forstöðumanns Bankaeftir-
litsins.
Lánið hjá Búnaðarbankan-
um hvílir á 9. veðrétti fast-
eignar Þórðar og er frá því í
árslok 1989, en skilmálum
þess láns var reyndar fyrst
breytt árið 1990. Höfuðstóll
lánsins var í upphafi 685 þús-
und krónur, sem er að núvirði
um 825 þúsund krónur.
Búnaðarbankinn sendi
beiðni um nauðungaruppboð
á fasteign Þórðar við Sævang í
Hafnarfirði til sýslumanns-
embættisins í janúar síðast-
liðnum, undirritaða af Ársæli
Hafsteinssyni lögfræðingi.
Kröfuupphæðin var þá komin
upp í tæplega 1,1 milljón
króna. Þar lá beiðnin um hríð,
en Þórður sarndi við Búnað-
arbankann um skilmálabreyt-
ingar 19. apríl síðastliðinn.
Engu að síður var uppboðs-
beiðnin af einhverjum ástæð-
um ekki afturkölluð þannig
að sýslumaður sendi upp-
boðsauglýsingu til Lögbirt-
ingablaðsins 21. maí.
Gömlu Verslunar-
bankaláni tvisvar
skuldbreytt
Ársæll Hafsteinsson, lög-
fræðingur í Búnaðarbankan-
um, vildi ekki tjá sig um
ástæður þess að beiðnin var
ekki afturkölluð. „Ég get ekki
upplýst ykkur um hvernig
þarna var háttað eða almennt
um viðskipti einstakra við-
skiptamanna. Það geta verið
fjölmargar ástæður fyrir því
að beiðni er afturkölluð eða
ekki afturkölluð,“ sagði Ár-
sæll.
En Búnaðarbankinn er ekki
eini viðskiptabankinn sem
Þórður hefur átt í samninga-
viðræðum við vegna skuld-
breytinga. Þórður var með
gamalt lán í gangi sem hann
tók 1985 hjá þáverandi Versl-
unarbanka. í júlí 1991 var
skilmálum þessa láns breytt,
forstööumadur Bankaeftirlits Seölabankans.
Ég tel að hœtta á hagsmunaárekstrum í slíkum tilvikum
kunni að vera til staðar, en þurfi ekki að vera það, þótt sjálf-
sagt megi um það deila útfrá mismunandi forsendum. “
þannig að nú hvíla tvö lán Is-
landsbanka á fasteign Þórðar,
á 10. og 11. (og síðasta) veð-
rétti, annars vegar 3,2 milljón-
ir og hins vegar tæplega 2
milljónir. Uppreiknaður sam-
svarar höfuðstóU þessara lána
aUs 5,4 miUjónum, en skilmál-
um var enn breytt með samn-
ingum í febrúar síðastliðnum.
Þar fyrir utan hvíla á fast-
eign Þórðar veð vegna Bygg-
ingarsjóðs ríkisins, Eftirlauna-
sjóðs Landsbanka og Seðla-
banka, Samvinnubanka ís-
lands, Landsbanka Islands og
Þórður Ólafsson, forstöðumaður Bankaeftírlitsins
Slík staða er óæsklleg
- Einn viðskiptabankanna
sá ástæðu til að senda beiðni
um uppboð á fasteign for-
stöðumanns Bankaeftirlitsins.
Getur slík staða þess embætt-
ismanns ekki sett honum ein-
hverjar skorður í starfi —
veikist ekki eftirlitsstaða hans?
„Slík staða er auðvitað
óæskileg. I mínum huga er
aðalatriðið að blanda ekki
saman persónulegum hags-
munum og embættislegum.
Sjálfsagt er einstaklingsbundið
hvort slíkt á sér stað.“
- Ertu ekki á pví að í slikutn
tilfellum sé hcetta á hagsmuna-
árekstrum?
„Ég tel að hætta á hags-
munaárekstrum í slíkum til-
vikum kunni að vera til stað-
ar, en þurfi ekki að vera það,
þótt sjálfsagt megi um það
deila út ffá mismunandi for-
sendum.“
- Nú þarf forstöðumaður
Bankaeftirlitsins að vera í
bankaviðskiptum, eins og ann-
aðfólk. En setja núgildandi lög
og reglur — eða óskráðar hefðir
— slíkum viðskiptum ekki ein-
hverjar skorður?
„Á þessu sviði gilda engar
skráðar reglur enn sem komið
er. Hins vegar er gert ráð fyrir
setningu slíkra almennra
reglna á grundvelli væntan-
legra laga um Seðlabanka Is-
lands, ef frumvarp það sem
lagt var fyrir Alþingi á vordög-
um verður að lögum. Slíkar
almennar reglur munu þá
einnig, væntanlega, taka til
viðskipta með verðbréf í eigin
þágu, meðferðar trúnaðar-
upplýsinga og svo framvegis.“
Lífeyrissjóðs starfsmanna rík-
isins. Þórður hefur því fengið
lánafyrirgreiðslu hjá öllum
viðskiptabönkunum. Upp-
reiknaður er höfuðstóll allra
lánanna 16,7 milljónir að nú-
virði, en brunabótamat eign-
arinnar er 23,8 milljónir.
Jóhannes: Höfum
fengið upplýsingar um
málið
Jóhannes Nordal, formaður
bankastjórnar Seðlabankans,
sagði í samtali við PRESSUNA
að hann teldi hættuna á hags-
munaárekstum ekki fyrir
hendi.
- En ef um er að rceða skuld-
breytingar vegna vanskila? Á
ekki embœttismaður sem stýrir
eftirliti með lánastofnunum að
eiga shurðulaus viðskipti við
þessarsömu stofnanir?
„Við höfum fengið upplýs-
ingar um fjármál hans og höf-
um komist að þeirri niður-
stöðu að það sé ekki um að
ræða þá stöðu að það skaði
hann í starfi.“
- Nú var uppboðskrafa Bún-
aðarbanka setid út í janúar til
sýslumanns í Hafnarfirði og
sýslumaður bað um auglýsingu
í maílok, þótt í millitíðinni hafi
verið gerð skuldbreyting. Er
þetta ekki nokkuð alvarleg
staða?
„Ég held að fjármál hans
séu þannig, að okkar mati, að
þau hafi ekki skaðað hann í
JÓHANNES NORDAL
formaöur bankastjórnar Seðla-
bankans. „Ég get ekki sagt
annaö en þaö, aö okkur er
kunnugt um þetta. Viö höfum
fariö yfir máiiö og höfum met-
iö þaö svo, aö þaö sé ekkert í
því sem aö okkar dóml rýrir
traust hans í því starfi. Þaö er
okkar niöurstaöa
þessu. Hins vegar er það rétt
að hann hefur, eins og fleiri
ungir menn, haft dálitla
skuldabyrði vegna húss sem
hann á og byggði og ég held
að það sé ekkert annað en
það. Ég held að það séu ekki
annars konar erfiðleikar en
eru mjög algengir í þjóðfélagi
okkar. Við höfum fylgst með
því.“
- En þetta snýst ekkert um
persónu hans, heldur erutn við
að velta fyrir okkur hvort hann
sem embœttismaður eigi ekki á
Geir Gunnarsson
bankaráösmaöur í Seöla-
banka. „Hann hefur í þessu til-
tekna embætti meö alla
banka og lánastofnanir aö
gera og því auövitaö erfitt fyrir
hann aö finna einhvern aöila
til aö eiga viöskipti viö, sem
hann hefur ekki meö aö gera. “
hættu að hagsmunaárekstra...
„Ég get ekki sagt annað en
það, að okkur er kunnugt um
þetta. Við höfum farið yfir
málið og höfum metið það
svo, að það sé ekkert í því sem
að okkar dómi rýrir traust
hans í því starfi. Það er okkar
niðurstaða.“
Formaður bankaráðs-
ins vill ekkert segja
um málið
Geir Gunnarsson banka-
ráðsmaður kvaðst ekkert
þekkja til málsins, en tók ffam
að hann hefði ekki verið á síð-
asta bankaráðsfundi. „Auðvit-
að hljóta þessir menn að hafa
einhver bankaviðskipti eins og
aðrir. Hann hefur í þessu til-
tekna embætti með alla banka
og lánastofnanir að gera og
því auðvitað erfitt fyrir hann
að finna einhvern aðila til að
eiga viðskipti við, sem hann
hefur ekki með að gera. Og
því erfitt um vik að vera yfir-
maður bankaeftirlitsins. Ef
farið er að gæta einhverra
vanskila og vandamála er allt-
af miklu erfiðara að eiga við
hlutina,“ sagði Geir.
Ágúst Einarsson, formaður
bankaráðs Seðlabankans, vildi
ekkert segja um málið.
Afar fáar skrifaðar reglur
eru til um hvaða tengsl eftir-
litsmenn banka mega hafa við
þá. Samkvæmt bankalögum
mega endurskoðendur banka
þó ekki eiga í neinum við-
skiptum við þá. Ljóst er að
forstöðumaður bankaeftirlits
verður einhvers staðar að eiga
bankaviðskipti, en spurning-
armerki hefur verið sett við að
hann virðist hafa notið fyrir-
greiðslu í öllum bönkum
landsins, hugsanlega umfram
það sem eðlilegt getur talist.
Friörik Þór Guömundsson og
Gunnar Haraldsson