Pressan - 03.06.1993, Síða 9

Pressan - 03.06.1993, Síða 9
F R ETT I R Fimmtudagurinn 3. júní 1993 PRESSAN 9 Brotajarnshaugarnír og nauðungarsala á þeim kaliaöi á hörö viöbrögö hollenska bankans. má geta að á þessum tíma voru Svíarnir komnir með 97% hlutafjár. Stálfélagið var síðan látið kaupa vélina og greiða að fullu. Hún hefur hins vegar aldrei komið til Is- lands en að sögn skiptastjór- ans, Helga Jóhannessonar hdl., fannst hún í eigu þrota- bús í Svíþjóð. Það þrotabú mun hafa verið dótturfyrir- tæki Ipasco, Lesjoförs Industri AB. Geoff Crowley rekstrar- stjóri hefur skoðað vélina fyrir þrotabúið og ekki var talið svara kostnaði að flytja hana hingað til lands. Samkvæmt símbréfi ffá 16. júlí árið 1991, sem sent var af Peter Tallon sem rak skrif- stofu fyrir Ipasco í Mónakó, var greiðsla fyrir vélina tekin út af reikningi Stálfélagsins hjá Bank Mees & Hope og lögð inn á reikning Ipasco Ltd. í Höganes. Greiðsludagur var 17. júlí 1991. Stálfélagiö látiö greiöa niöur fram- leiöslu Ipasco í Sví- þjóö En fleiri dæmi eru um hvernig Stálfélagið var mjólk- að. Á þeim stutta tíma sem verksmiðjan starfaði fékk hún nokkuð af pöntunum, enda verðið lágt. Á meðan fékk verksmiðja Ipasco í Lesjoförs fáar pantanir, enda fram- leiðslukostnaður hærri þar. Þess vegna voru nokkrar pantanir sem bárust Stálfélag- inu sendar til Svíþjóðar. Sví- arnir brugðu hins vegar á það ráð að láta Stálfélagið borga mismuninn á framleiðslu- kostnaði í Svíþjóð og því verði sem gefið hafði verið upp hér. Stálfélagið niðurgreiddi þann- ig verðið fyrir sænsku verk- smiðjuna. Þannig má sjá í færslu frá 1. júní árið 1991 að Stálfélagið greiddi niður hvert tonn hjá Lesjoförs um 50 pund eða um tæplega 5.000 krónur. Vegna þessarar einu sendingar voru skuldfærð inn á reikning Stál- félagsins 8.000 pund eða um 800.000 krónur. PRESSAN hefur heimildir fyrir því að fleiri slíkar sendingar hafi átt sér stað. Hver Svíi tók 52 þús- und á dag í sérfræöi- kostnaö Þá vekja athygli óheyrilega háir reikningar frá Svíunum fyrir sérfræðikostnað. Á tíma- bili var skilað inn ósundurlið- uðum reikningum, en eftir að endurskoðandi Stálfélagsins gerði athugasemdir við það var hið sérstæða minnisblað frá Peter Tallon sent út, eins og kemur ffam annars staðar á síðunni. Þar kemur fram að mönn- um (úr innsta hring Ipasco) var uppálagt að skila inn reikningum fyrir sérfræðiað- stoð upp á 2,6 milljónir króna á mánuði. Þeir gáfu sér kvóta upp á 40.000 dollara og til að geta réttlætt slíka reikninga voru sumir stjórnarmenn með 52.000 krónur (800 doll- ara) á dag fyrir veitta sérfræði- aðstoð. Þeir ódýrstu fengu 500 dollara á dag. PRESSAN hefur heimildir fyrir því að íslenskir hluthafar hafi hreyft andmæl- um við þessu. Mun sumu af sérfræðiaðstoðinni hafa verið breytt í hlutafé, sem var meðal annars ástæða fyrir því að Sví- arnir áttu 97% í lokin. Einnig er ljóst að Svíarnir höfðu mjög há laun, eins og kemur ffam í tilkynningu sem Lars Gunnar Norberg, sem var ffamkvæmdastjóri síðustu mánuðina, sendi fjármála- stjóra fyrirtækisins 10. októ- ber 1991 eða rétt fyrir gjald- þrotið. Þar uppáleggur Nor- berg fjármálastjóranum að senda inn á reikning sinn í Landsbankanum 50.000 sænskar krónur sem laun fyrir septembermánuð eða um 440.000 krónur. Jafnframt skipar hann fjármálastjóran- um að draga ekki skatta eða félagsgjöld af greiðslunni — hann muni ganga sjálfur frá því síðar. Á þessum tíma var hann á veiðum í Svíþjóð, þar sem hann reyndar var þegar gjaldþrotið reið yfir. Fleiri reikningsfærslur vekja grunsemdir um að Stálfélagið hafi verið blóðmjólkað, eða hvernig er hægt að útskýra að það skyldi þurfa að borga háar upphæðir fyrir geymslu og eftirlit með tækjum í eigu Ip- asco á Spáni? Ekki liggur fyrir hvaða starfsemi er í höndum þeirra Ipasco-manna í dag. Aðal- sprautan í fyrirtækinu, Björn Hallenius, átti um skeið heima á Englandi, en þar bjó hann í húsi sem einu sinni var í eigu Johns Lennon í Surrey. Síðast spurðist til hans í Món- akó. Þá hefur verið á kreiki orðrómur um kærur vegna meints fjármálamisferlis þess- ara manna í Noregi, en ekki fengust þær sögur staðfestar. Siguröur Már Jónsson Frans Kosfer, eigandi stólvinnslufyrirtcek- isins Koster Metalen í Hollandi Tilgangurinn lyrst og fremst að selja vélarnar „Mér virðist sem tilgangur Ipasco-manna hafi fyrst og ffemst verið sá að selja vélar sem þeir höfðu keypt ódýrt í Evrópu. Þeir keyptu þær ódýrt og seldu dýrt,“ sagði Frans Koster sem rekur stál- vinnslufyrirtæki í Hollandi, en hann hefur skoðað tækja- kost Stálfélagsins og metur hann ekki hátt. Koster sagð- ist telja að verðmæti tækja- búnaðarins í dag væri ná- kvæmlega það sama og það var fyrir þremur árum, þegar Ipasco keypti hann. Mis- muninn borguðu lánveit- endur Stálfélagsins. „Auðvitað græddu þeir vel á að selja þessar vélar og ég held að það hafi verið það sem vakti fyrir þeim. Sjálf verksmiðjustarfsemin virðist ekki hafa verið studd mikilli skynsemi,“ sagði Koster, sem Frans Koster Ipasco-menn keyptu ódýrt og seldu dýrt. fer ekki leynt með það álit sitt að starfsemi verksmiðj- unnar hafi verið vonlaus frá upphafi. HELSTU stað- REYNDIR UM STÁLVERK- SMIÐJUNA íslenska stáffélagid hf. var stofnað árið 1988. Verk- sniiðjan var sett í gang í október 1990. Framleiðsla hófst um mánaðamótin janúar/febrúar árið 1991. Útflutningur hófst í apríl og verksmiðjunni var síðan lokað í október árið 1991. Úrskurðuð daldbrota 12. nóvember 1991. Lok kröfulvsingafrests 29. janúar 1992. Veðkröfúr samtals: 1.023,5 milljónir. Forgangskröfur 85 milljónir. Almennar kröfur 697,5 milljónir. Heildarkröfur. 1.806 miljjónir. Allar tölur eru miðaðar við ianúar 1992. Ipasco-fyrirræhi Þau sem vitað er um: Inasco AB í Höeanás í Svíþjóð loasco Engineering á Englandi Brokk Matt Intemational á Englandi Lesioförs Steel AB í Svíþjóð Lesioförs Industrie AB íSvíþjóð Inasco Sted & Holding Ltd. á Englandi The loasco Trust á Englandi

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.