Pressan - 03.06.1993, Side 10

Pressan - 03.06.1993, Side 10
S K I L A BOÐ Fimmtudagurinn 3. júní 1993 10 PRESSAN LÖGREGLUFELAGIÐ VILL LOSNA VK) HVAMMSVIKINA... iAf einhverjum ástæð- | um hefur Lögreglufélag Reykjavíkur viljað selja Hvamm og Hvammsvík í Hval- firði, þar sem mikil uppbygging hefur farið fram. Félagið keypti jörðina og eignirnar fyrir um þremur árum á 40 milljónir króna og hefur varið 20 millj- ónum til viðbótar í boranir eftir heitu vatni. Það gekk ekki eftir að selja Reykjavíkurborg allan pakkann svo nú býður félagið borginni upp á að kaupa heita- vatnsréttindin. Um leið hefur félagið samið við þá Gunnar Bender, laxveiðifrömuð í Sportveiðiblaðinu, og Arnór Benónýsson leikara um fimm ára leigu á allri aðstöðunni, en þarna er að finna íbúðarhús og fleiri fasteignir og svo auðvitað veiðihlunnindi. SIGGISVEINS FÆR'ANN MEÐ EIN- ARIÞORVARÐAR... . í splunkunýju hefti I Sportveiðiblaðsins er spjallað við Sigurð Sveinsson handboltakappa með meiru og að vanda er Sig- urður með kjaftinn opinn. Þar segir hann meðal annars af fluguhnýtingum Guðmundar Guðmundssonar hornamanns. „Guðmundur er mikill flugu- hnýtingamaður og hefúr hnýtt fallega flugu sem hann nefnir Einar Þorvarðarson. Hún er eðli málsins samkvæmt frekar stór um sig og bústin. Ætlunin er að fá hann til að taka Einar Þorvarðarson í sumar. Við tök- um svo Einar Þorvarðarson sjálfan eflaust með okkur, enda verður að hafa einhvern til að grilla.“ SELDU ANDLEGA FÖTLIJÐUM HELLING AFBOKUM... kNú virðist komin lausn innheimtumál sem var rekið gagnvart and- lega fötluðum manni á Norður- landi vegna bókakaupa hans. Tildrög málsins voru þau að maðurinn keypti bækur fýrir u.þ.b. 20. þúsund krónur af sölumanni bókaforlags. Maður- inn, sem er fjárráða þrátt fyrir fötlun sína, sinnti því ekki að greiða fyrir bækurnar og því neyddist bókaforlagið til að höfða innheimtumál. Að lokum urðu félagsmálayfirvöld að hafa afskipti af málinu, þegar kröfu- upphæðin var orðin allverulega miklu hærri. Þá var upphæðin greidd. Að tilhlutan Neytenda- félags Akureyrar var farið í að semja við aðila um niðurfell- ingu skuldar og hafa allir aðilar tekið jákvætt í það, þ.e.a.s. sölu- maðurinn, bókaforlagið og lög- mannsstofan. Það veltur hins vegar á Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra hvort fúllkom- in lausn finnst í málinu með endurgreiðslu söluskattsins. Stefán ekki um- boosmaður Ranghermt var í grein um laxveiðar í síðustu viku að Stef- án Magnússon væri umboðs- maður Ballantine’s á íslandi. Rétt er að Stefán starfaði hjá umboðsfyrirtæki Ballantine’s, G. Helgason & Melsteð, en er nú markaðsstjóri Perlunnar. ■ .. ■ . ■. PRESSAN Flottust á fimmtudögum - án þess að legup og slitfletir hefðu skaða af „Við vorum meira gapandi eftir því sem sunnar dró,“ sagði Guðmundur Þór Björnsson bifvélavirki er hann var að lýsa fyrir okkur reynslu sinni af því að aka Volvo bíl sínum 280 kílómetra leið með ónýta olíudælu um síðustu helgi DV6.MARS1993 • Myndar efnafræðilegan skilvegg milli málmflata. • Heldur málmfletinum smurðum þótt olíu þrjóti. • Gerir óvirkar sýrur sem myndast við bruna. • Veitir vörn á víðu hitasviði. • Minnkar eldsneytisnotkun. • Breytir ekki seigju smurningar. • Dregur úr þurrstarti. • Minnkar slit og er ryðverjandi. • Þarf ekki að bæta á við hver olíuskipti. • Nauðsynlegt á nýjar vélar. • Þarf ekki að skipta um olíu og síu við áfyllingu. • Militec-1 virkar strax. Engin aukaefni Militec-1 innheldur engin föst efni eins og PTFE (teflon) né aukaefni á borð við klóraða parafínolíu eða klóruð kolvatns- efnissambönd eins og önnur bætiefni. Klóruð parafínolía getur gengið í samband við smurolíu og myndað saltsýru sem tærir málma. Myndar geysisterka húð Þar sem Militec-1 myndar örþunna, hála slitfilmu á málmfleti hentar það vel til notkunar í sjálfskiptingum og gírkössum ásamt öllum drifbúnaði. Nota má efnið á alla málmfleti þar sem leitast er eftir minna viðnámi tveggja flata. Militec-1 dregur úr viðnámi og sliti í bensín -og dísilvélum, gírkössum, drifum, millikössum, kælikerfum, færiböndum, sjálfskiptingum, aflstýrum, loftpressum, dælum, vökvakerfum, byssum og yfirleitt alls staðar þar sem málmur mætir málmi. Militec-1 hentar einnig vel á kúlulegur og til notkunar í rennismíði. Það er í senn hitaþolið og kuldaþolið og um leið ryðverjandi. Militec-1 er eina smurbætiefnið sem bandaríski herinn viðurkennir. Militec-1 er fjölhæfasta smur- bætiefnið á markaðinum og má nota jafnt í jarðolíur, gerviolíur, feiti, sjálfskiptivökva, flest smurefni eðaeittsér. Efnið hentar einnig vel til heimilisnota, á reiðhjólið, sláttuvélina eða veiðihjólið. Fjölbreytt not S k e i f u n n i 1 1

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.