Pressan


Pressan - 03.06.1993, Qupperneq 21

Pressan - 03.06.1993, Qupperneq 21
ERLENT Fimmtudagurinn 3. júní 1993 PRESSAN 21 Viltu vera memm? Þaö uröu kaflaskipti í lífi Önnu Nicole Smith þegar hún sat nakin fyrir Ijósmyndara tíma- ritsins Playboy í maí á síðasta ári. Áður hafði hún unnið á skyndi- bitastað og á „kass- anum“ í stórmarkaði í Mexia, 7.000 manna krummaskuði í Texas. Skömmu eftir mynd- birtinguna skrifaði hún undir samning viö gallabuxnaframleið- andann Guess? og á að taka við af ekki ómerkari fyrirsætu en Claudiu Schiffer sem aðalfyrirsæta fyrirtæk- isins. Ekki alls fyrir löngu var hún valin leikfélagi ársins 1993 í Playboy og Bryan Ferry fékk hana til að leika í myndbandinu við lagið Will you love me tomorrow. Það er ekki nóg með að Anna Nicole Smith hafi útlit hinnar týpísku Ijósku heldur virðist heilastarf- semin vera í fullkomnu samræmi við verstu hleypidóma í garð slíkra kvenna. Þegar blaðamaður spurði hana hvort hún væri femínisti, skildi hún ekki spuminguna. Þegar spumingin var umorðuð sagðist ungfrúin heldur betur vilja lúskra á þeim sem byrjuðu á þeirri vitleysu. „Mér fínnst að konan eigi að vera heima og hugsa um bömin meðan eig- inmaðurinn vinnur fyrir heimilinu." Tilkynning til launagreiðenda og skyldusparenda: Niöurfelling á skylduspamaði . ungmenna 16-26 ára. Lagaákvœði um skyldusparnað ungs fólks á aldrinum 16-26 ára hafa verið felld úr gildi með lögum nr. 61/1993. I samrœmi við það er hlutaðeigandi aðilum hér með skýrtfrá neðangreindum atriðum: Skyldusparendur vinsamlegast athugi: 1. Innstæður á skyldusparnaðarreikningum í innlánsdeild Byggingarsjóðs ríkisins, er nema allt að 30 þúsund krónum, verða greiddar eigendum þeirra með ávísunum, sem verða póstsendar þeim 1. júlí nk., án þess að sækja þurfi sérstaklega um það. Vín, vif og vandræði Það er ekki nýtt að konur kvarti sáran þegar eiginmennirnir cyða matarþeningunum í vín. En konur á Indlandi hafa ekki látið þar við sitja og gripið til aðgerða sem hafa vakið ugg í brjósti eigin- mannanna, bruggara og sumra embættismanna. Hreyfingin átti upptök sín í héraðinu Andra Pradesh, nánar tiltekið í þorpinu Dubagunta. Konurnar fengu einfaldlega nóg af drykkju karlmannanna og efhdu til mótmæla sem enduðu í því að þær réðust á bari og búðir sem selja arrak, vinsælasta vín þeirra Indverja, brutu flöskur og brenndu að lokum verslanirnar til kaldra kola. Á nokkrum mán- uðum neyddust eigendur 240 verslana í 200 þorpum til að loka þeim og á endanum bönnuðu stjórnvöld alla áfengissölu í hér- aðinu. Baráttan gegn brennivin- inu hefur farið sem eldur í sinu um nágrannahéruðin og stjórn- völd hafa lofað að koma á sams konar banni í nálægum byggð- um. I Haryana hafa konur tekið upp nýbreytni í mótmælum sín- um. Hún felst í að hengja upp pils fýrir ofan arrak-búðirnar og hóta því að hver sá maður sem gangi undir pilsið verði neyddur til að ganga í því. Karlmenn í Haryana hafa haídið sig víðs fjarri versluninni. Afstaða Indverja til áfengis er nokkuð mótsagnakennd. Hátt- settir hindúar bragða aldrei áfengi og opinberlega er barist gegn neyslu þess. Sum fýlki hafa gengið svo langt að banna neyslu þess algjörlega. En skattar af áfengi eru einhver mesta tekju- lind yfirvalda á landsbyggðinni og þar sem banni hefur verið komið á spretta upp ólögleg brugghús sem hafa orðið uppvís að því að framleiða stórhættuleg- an spíra. Fjöldi bruggara mútar stjórn- málamönnum til að losna við opinber gjöld af framleiðslunni og hafa af þeim sökum þessa sömu stjónmálamenn í vasanum. Þó svo að konurnar geti stopp- að drykkjuna um tíma er ólíklegt að þær geti knésett iðnaðinn. 2. Sparifjáreigendur, sem eiga hærri fjárhæð en 30 þúsund krónur á skyldusparn- aðarreikningum sínum, eiga kost á útborgun fjárins við neðangreindar aðstæður: a) Við 26 ára aldur sparifjáreigandans. b) Skyldusparandinn hafi fest kaup á eða hafið byggingu á íbúð til eigin nota. c) Sparifjáreigandi hafi barn á framfæri á heimili sínu. d) Eigandi sparifjárins hafi stundað samfellt skólanám í 6 mánuði eða lengur, skv. vott- orði skólastjórnar. Endurgreiðsla skv. þessum lið fellur úr gildi um næstu áramót. e) Öryrkjar, sem búa við 75% örorku skv. mati Tryggingayfirlæknis, eiga rétt á endurgreiðslu skyldusparnaðarfjár. 3. Sparifé, annað en það, sem getið er um í liðum nr. 1 og 2 hér að ofan, verður greitt eigendum þann 1. janúar árið 200Ö. 4. Skyldusparnaðarfé ungmenna, sem launagreiðendur hafa vanrækt að greiða inn á sparifjárreikninga þeirra í innlánsdeild Byggingarsjóðs ríkisins, skv. þeim lögum, er í gildi voru til 28. maí 1993, verður greitt eigendum þess þegar eftir að það hefur borist innlánsdeild sjóðsins, eftir því, sem lög standa til. Rétt er að benda sparendum á, að Húsnæðisstofnunin hefur ekki innheimtu sparnaðar- fjár með höndum og ber ekki ábyrgð á að það berist innlánsdeildinni. Er því spar- endum nauðsynlegt, nú sem fyrr, að fylgjast gaumgæfilega með því að launagreiðendur hafi greitt spariféð inn á innlánsreikningana. Verður það best gert með því að launþegar beri saman launaseðla sína og innstæður á skyldusparnaðarreikningum, skv. yfirlitum, sem sparifjáreigendum eru send frá veðdeild L.í. LemcTann og kremd ann Sega, einn stærsti tölvuleikja- framleiðandi heims, hefur ákveð- ið að merkja leikina með tilliti til hámarksaldurs leikenda, líkt og gert er með kvikmyndir. Þessi ákvörðun fýlgir í kjölfar mikillar umræðu um ofbeldi í kvikmynd- um og sjónvarpi vestra. Oft á tíð- um er mikið um ofbeldi í vinsæl- um tölvuleikjum og það verður sýnilegra með auknum mynd- og hljóðgæðum leikjanna. Ekki eru allir sammála um að ákvörðun Sega hafi verið tekin vegna um- hyggju þeirra fýrir ungum leik- endum, heldur verði „bönnuðu" leikirnir enn eftirsóknarverðari en áður. Þessar grunsemdir eru studdar þeim rökum að það er fyrirtækið sjálft en ekkert opin- bert eftirlit sem ákveður hvaða leikir skuli bannaðir og hverjir ekki. Hvað um það, margir þess- ara leikja ganga þónokkuð langt í óhugnaðinum. Á umbúðum leikjanna sjálfra er væntanlegra kaupenda ffeistað með boðorð- unum: „Lemd’ann, kremd’ann, sparkaðu í’ann. Allt með berum höndum. Frábærlega raunveru- legir götubardagar." Breska kvikmyndaeftirlitið bannaði nú nýverið leik ffá Sega, og miðaði við fimmtán ára ald- urstakmark. Bannið er tilkomið vegna tveggja atriða. I fýrsta lagi er maður hengdur með fæturna upp í loft og blóð lekur úr hálsi hans. I öðru atriði er kona dregin burt með krók um hálsinn. Launagreiðendur vinsamlegast athugi: 1. Launagreiðendur skulu ekki draga 15% skyldusparnað af launum ungmenna á aldrinum 16-26 ára við útborgun launa eftir gildistöku ofangreindra laga hinn 28. maí 1993. 2. Launagreiðendur skulu þegar í stað senda allt það ógreidda skyldusparnaðarfé, er þeir hafa tekið af ungmennum á ofangreindum aldri, skv. þeim lögum, er giltu til 28. maí 1993, til veðdeildar Landsbanka íslands, f.h. Húsnæðisstofnunar ríkisins, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík. cSg húsnæðisstofnun ríkisins SUÐURLANDSBRAUT 24 - 108 REVKJAVÍK - SÍMI69 69 00 (kl. 8 -16) - BRÉFASÍMI68 94 22 HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.