Pressan - 03.06.1993, Page 25

Pressan - 03.06.1993, Page 25
ENN EINN VINURINN Fimmtudagurínn 3. júní 1993 PRESSAN 25 Milan Kundera Af hverj u Island? Tékkneski rithöf- undurinn Milan Kundera dvelst reglulega á Islandi, en Letur aldrei neitt á sér bera. Hann skrifaði þó stœrstan hluta Ódauðleikans hérlendis og hefur kynnst mörgum í menningarlifi landsins. I byrjun þessarar viku héldu Milan Kundera og eiginkona hans, Vera, af landi brott eítir tíu daga dvöl í Reykjavík. Kundera var hér einnig á síð- asta ári í stuttri heimsókn. Fyrir utan þessar tvær opin- beru heimsóknir mun Kund- era hafa komið hér þrisvar á síðustu árum til að njóta næð- is og vinna við ritstörf. Örugg- ar heimildir eru fyrir því að Kundera hafi skrifað stærstan hluta skáldsögunnar Ódauð- leikans hér á landi. Sú bók kom út í Frakklandi og á Is- landi 1990. Kona Kundera mun hafa fylgt honum í flest- um þessara ferða og í einni þeirra uppgötvaði hún lækn- ingamátt Bláa lónsins. Þeir ís- lendingar sem kunnugir eru hjónunum segja þau hafa tek- ið miklu ástfóstri við land og þjóð. En hvers vegna þessi ís- landsáhugi? Hann er ekki ný- tilkominn. Vinátta Kundera og Friðriks Raffissonar, hins íslenska þýðanda hans, hefúr vitanlega eflt áhuga Kundera en áhuginn virðist þó hafa verið fyrir hendi löngu fýrir kynni þeirra. Kundera nefnir Island í skáldsögu sinni Kveðjuvalsinum frá árinu 1973 og einnig í Bók hláturs og óminnis sem kom út í Frakk- landi árið 1979 og kemur út hjá Máli og menningu í haust í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Friðrik Rafnsson hefur skýringu á íslandsáhuga Kundera og segir: „Það er ein grundvallarhugmynd sem hefur einkennt verk Kundera ffá upphafi. Það er spumingin um einstaklinginn gagnvart andlitslausu valdi; og þar skiptir ekki máli hvort valdið er alræði kommúnismans eða neysluþjóðfélagið. Hvernig getur maðurinn verið einstak- lingur og haldið sérkennum sínum í þjóðfélagi sem leitast við að steypa alla í sama mót? íslandsáhuginn og smáþjóða- áhuginn er í beinu framhaldi af þessum vangaveltum um stöðu einstaklingsins. Á sama hátt og Kundera spyr: „Hvað er einstaklingur, hvemig getur hann varðveitt sérkenni sín?“ spyr hann: „Hvað er smáþjóð? Hvernig geta smáþjóðir hald- ið áffam að varðveita sérkenni sín nú þegar allur þessi sam- runi á sér stað? Bregðast þær við með því að loka sig af, fara í stríð eða kjósa þær einfald- lega samruna?" Þetta er spurning um sjálfsvitund þjóða og sjálfsvitund byggist vitaskuld á menningu. Kund- KOLBRÚN era er að velta því fyrir sér hvernig íslenskri menningu reiðir af í þeim sviptivindum sem skekja heiminn.“ Rithöfundurínn Það er ekki ofsagt að Milan Kundera sé einn af þekktustu og virtustu núlifandi rithöf- undum heims. Hann þykir af mörgum líklegur Nóbelsverð- launahafi (við bókmennta- spekúlantar PRESSUNNAR spáum honum verðlaunun- um innan fimm ára). Kund- era er hálfsjötugur, fæddur í Prag. Hann kenndi í nokkur ár kvikmyndahandritagerð við listaháskólann í Prag. Eftir innrás Rússa í Tékkóslóvakíu 1968 vom bækur hans bann- aðar þar í landi. Kundera hrökklaðist úr landi 1975 og hefur síðan verið búsettur í París. Eftir útkomu Óbœrilegs létt- leika tilverunnar árið 1984 varð ágangur og athygli frétta- manna slíkur að skáldinu þótti nóg um, dró sig nær full- komlega í hlé og hefur ein- ungis veitt örfá viðtöl síðan. Friðrik Rafnsson hefur tekið tvö. Annað birtist í Tímariti Máls og menningar 1985 og hitt í Mantilífi 1986. Ólíklegt er að nokkrum öðrum manni hafi tekist að taka tvö löng viðtöl við Kundera. Mikil og góð vinátta er milli Kundera og Friðriks. Friðrik segir samskipti þeirra hafa hafist á námsárum sínum með formlegri kurteisisheim- sókn þýðanda til höfundar ár- ið 1984 þegar hann þýddi leikrit Kundera, Jakob og meistarinn. Samskiptin hafi síðan þróast í kynni og vin- áttu. Þegar Friðrik var spurð- ur hvort þeir skiptust á jóla- kortum hló hann og sagði að vissulega færu á milli þeirra kort og skilaboð á flestum tímum árs en jólakortamenn væm þeir ekki. Maöurínn bak viö verkin „Kundera er maður sem vill fá að vera í friði og kýs að hverfa á bak við verk sín, hann hefur þá skoðun að verk listamanna eigi að vera í for- grunni, ekki persónan sjálf,“ segir Friðrik. En hvernig er maðurinn bak við verkin? PÉTUR GUNNARSSON Hjónin eru greiniiega ekkert „jet set“. Kundera er hávaxinn mað- ur, sterklega byggður en örlít- ið lotinn. Andlitið er greind- arlegt, augun haukfrán. Hann gæti seint dulist í margmenni, hefur svipmikið yfirbragð og virðist búa yfir sterku einstak- lingseðli. Hann sýnist hinn þekkilegasti maður, tilgerðar- laus og rólegur. Ungur íslenskur myndlist- armaður sem fylgdist af at- hygli með skáldinu á Kjarvals- stöðum lýsti honum sem greindarlegum og rembings- lausum og bætti við: „Hann hefur vökul augu og ekkert virðist fara ffamhjá honum.“ Sigurður Pálsson skáld seg- ir: „Hann virðist líkur hug- myndum manns um hann; bráðskarpur með kímnigáf- una í lagi.“ Pétur Gunnarsson segir: „Maður er vitanlega fúllur að- dáunar á því sem maður les eftir hann. Kundera virðist vera látlaus maður, alúðlegur og áhugasamur. Hjónin eru greinilega ekkert „jet set“.“ 1 heimsóknum sínum hing- að til lands hafa Kundera og kona hans heimsótt Guðrúnu Kristjánsdóttur myndlistar- konu og Ævar Kjartansson, eiginmann hennar. Að sögn SlGURÐUR PÁLSSON Bráðskarpur með kímnigáfuna í lagi. kunnugra hreifst Kundera mjög af myndum Guðrúnar; stórum stílfærðum landslags- myndum, sem unnar eru af nostri og yfirlegu. Hvernig kom Kundera Guðrúnu fýrir sjónir? „Manni líður vel í návist hans og það er gaman að ræða við hann. Hann er forvitinn, spurull á skemmtilegan hátt,“ segir hún. „Það er ekki alltaf sem maður fær á vinnustofu sína fólk sem vill skoða allt og sjá allt. En þannig er hann. Hann hefúr greinilega áhuga og vit á myndlist, eins og reyndar tónlist og öðrum list- greinum. Hann er algjörlega laus við tilgerð, kom sér ætíð beint að efninu. Hann er maður sem er ólátur við að hugsa og spyrja grundvallar- spurninga eins og: „Hvað meinarðu með þessu?“ Hann talar ekki ensku og franskan mín er ekki sérlega góð, en þrátt fyrir þann annmarka var þetta með uppbyggilegri sam- ræðum sem ég hef átt um myndlist. Konan hans sagði mér að hann teiknaði sjálfur, en hann vildi ekkert úr því gera. Ég held að hann sé feim- inn, það kæmi mér ekki á óvart.“ Guðrún Kristjánsdóttir Hann er forvitinn, spurull á skemmtilegan hátt. Friðrik Rafnsson lýsir vini sínum svo: „Kundera er fyrst og ffernst mjög mikill húmoristi, skemmtilegur og hlýr maður. Hann er afar elskulegur og tekur sjálfan sig ekki of hátíð- lega. Óg eins og ráða má af verkum hans er hann skarp- skyggn og athugull. Þegar hann er innan um ókunnuga er hann mjög hlédrægur, þá er eins og hann dragi sig inn í skel.“ íslandsdvölin Kundera-hjónin dvöldu hér í tíu dága, „í hvíld og náms- ferð,“ eins og Friðrik Rafnsson orðaði það. Hann sagði að þeim hjónum liði mjög vel hér á landi og spyrðu margs. „Þau hafa einlægan áhuga á landi, þjóð og menningu,“ sagði Friðrik. Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menn- ingar, er einnig vel kunnugur þeim hjónum. Hann segir Kundera hafa mikinn áhuga á listum á jaðarsvæðum Evrópu og leggja sig fram við að kynna sér þær. Fyrstu kynni Kundera af íslenskri myndlist segir hann hafa verið á sýn- ingu í París fyrir nokkrum ár- um þar sem sýnd voru nor- ræn aldamótaverk. Kundera hreifst þá mjög af Þingvalla- mynd effir Þórarin B. Þorláks- son. Kundera-hjónin skoðuðu nokkur listasöfn hér á landi og fóru héðan hlaðin listaverka- bókum. Þau hjón brugðu sér á ljóðasýningu Sindra Freys- sonar á Kjarvalsstöðum ásamt Friðriki Rafnssyni og eigin- konu hans. Koma Kundera þangað vakti óskipta athygli þeirra sem töldu sig þekkja skáldjöfurinn. Einhverjir áttu þó erfitt með að trúa því að þarna væri skáldið á ferð og einn sýningargesta vék sér að Friðriki Rafnssyni og spurði: „Hver er þessi hávaxni maður sem minnir mig svo á Milan Kundera?“ Kundera skiptist á nokkrum orðum við ung- skáldið, gekk síðan um sýn- ingarsvæðið og lét eins lítið fyrir sér fara og unnt var. Kundera mun lítt gefinn fýrir veisluglaum. Honum var þó haldið hóf í veislusal Bláa lónsins og er ekki vitað annað en hann hafi skemmt sér hið besta. Þar voru um tuttugu manns, meðal þeirra voru vitaskuld Friðrik Rafnsson og Halldór Guðmundsson. Einn- ig Ámi Einarsson, fjármála- stjóri Máls og menningar, örnólfur Thorsson, Pétur Gunnarsson, Sigurður Páls- son, Steinunn Sigurðardóttir og Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarkona. Nokkrum dögum síðar sást til Kundera þar sem hann spásseraði um Austurvöll ásamt Halldóri Guðmunds- syni. Eiginkona Kundera, Vera, var með í för, en þau hjón eru sérlega samrýnd. Hún er umboðsmaður eigin- manns síns, nokkru yngri en hann, lagleg og vingjarnleg kona. Hjónin létu mjög vel af dvöl sinni hér. Eins og áður kom fram höfðu þau með sér fjölda listaverkabóka en einnig ís- lensk skáldverk í franskri þýð- ingu. Kundera hefur lesið nokkrar íslendingasögur og verk Laxness. Næsta verkefni skáldsins er að lesa Svartfugl Gunnars Gunnarssonar. Áhugi Kundera er þó ekki einungis bundinn við eldri höfunda. Halldór Guð- mundsson segir Kundera hafa mikinn áhuga á að vinna að því að efla samband milli ffanskra og íslenskra nútíma- höfúnda. íslensk menning virðist því eiga hauk í horni þar sem Kundera er. Myndlist • Mary Ellen Mark, einn þekktasti fréttaljósmyndari heims, sýnir Ijósmyndir S Kjarvalsstööum. Opiö 10-18 daglega. Sýningunni lýkur 11. júlí. • Ásmundur Sveinsson. Yfir- litssýning í tilefni aldarminn- ingu hans. Verkin spanna all- an feril hans, þau elstu fréyJ. 1913 og þaö yngsta frá 1975. Opiö alla daga frá 10-16. • Ragna Ingimundardóttir sýnir keramíkverk í miörými Kjarvalsstaöa. Sýningunni lýkur 13. júní. •Tarnús sýnir málverk og skúlptúr í Portinu. Sýningin er opin frá 14-18 alla daga. • Inga Elín, Óli Már og Þóra Sigþórsdóttir sýna verk unn- in meö mismunandi tækni í Listhúsinu í Laugardal. Sýn- ingin er opin alla daga frá 10-18 nema sunnudaga 14-18. Henni lýkur 6. júnt. • Sally Mann, einn þekkt- asti og umdeildasti Ijós- myndari Bandaríkjanna í dag, sýnir myndir S Mokka. Sýn- ingunni lýkur 20. júní. • Hjördís Frímann sýnir mál- verk t Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9. Opiö virka daga kl. 10-18 og laugar- daga 10-14. Sýningunni lýk- ur9. júní. • Sýningin „Arktika“, sam- sýning tveggja kvenna, Kjuregej og Katrtnar Þor- valdsdóttur, stendur yfir í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10. Opið til 6. júnt, á virkum dög- um 17-18:30, um helgar 14-18. • Arnold Postl sýnir málverk í Geröubergi. L- - • Leikskólabörn, ásamt starfsfólki sex leikskóla í Reykjavík, eiga heiöurinn af myndum sem hengdar hafa veriö upp í Geysishúsinu, 2. hæö. Opiö virka daga kl. 10- 17 og um helgar kl. 11- 16. • Róska sýnir málverk sín í Sólon islandus. • Hannes Lárusson sýnir ný verkí Gallerí Gangi. • Ásgrímur Jónsson. Skóla- sýning stendur yfir t Ásgríms- safni þar sem sýndar eru myndir eftir Ásgrím Jónsson úr tslenskum þjóösögum. Opið um helgar kl. 13.30-16. • Orka & víddir — Borealis 6. Samsýning íslenskra og erlendra listamanna í Lista- safni íslands. Sýningunni lýkur 20. júnt. • Myndir í Ijalli í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Tildrög aö gerö listaverks Sigurjóns viö Búrfellsvirkjun; sýndar Ijósmyndir, myndband, verk- færi og frumdrög aö lista- verkinu. Opiö mánudaga til fimmtudaga frá 20-22, laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-18. Tónleikar á þriöju- dagskvöldum kl. 20.30. • Manuel Mendlve, Alberto Gutierrez, Mario Reis og Ragna Róbertsdóttlr sýna verk sín t Hafnarborg á Lista- hátíö Hafnarfjaröar. Kúbu- maöurinn Mendive er af mörgum talinn einn athyglis- veröasti myndlistarmaöur Suður-Ameríku og Mextkó- maöurinn Gutierrez er einn af þekktari listamönnum þjóöar sinnar. M. Reis er meðal þekktustu framúr- stefnulistamanna Þjóðverja og Ragna hefur unniö verk sérstaklega fyrir þaö rými sem hún fær til umráöa í safninu. Opiö kl. 12-18, lok- aö á þriöjudögum. Sýningu lýkur 30. júní. • Mariana Yampolsky og Jorge Huft sýna verk stn t listamiöstöðinni Straumi á Listahátíð Hafnarfjaröar. M. Yampolsky er af mextkósk- um ættum og sýnir Ijósmynd- ir af byggingarlist t Mextkó og heldur ennfremur fyrirlestra um listræna Ijósmyndun. Arkitektinn J. Huft sýnir bygg- ingarlistfrá Suöur-Ameríku. Sýningu lýkur 30. júnt.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.