Pressan - 03.06.1993, Side 27

Pressan - 03.06.1993, Side 27
SOL & SUMAR Fimmtudagurinn 3. júní 1993 PRESSAN 27 Akkúrat engin ástæda fyrir klippingunni Kvikmyndagerðarmaðurinn Júlíus Kemp var kominn með all- myndarlegt fax þar til nú á dögunum að það fékk að fjúka í einu vetfangi. Hann tók þá róttæku ákvörðun að raka það nánast allt af, en verkfæri hárgreiðslumeistarans skiiuðu honum eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. „Það var akkúrat engin ástæða fynr þessari ákvörðun, “ segir Július, sem saknar hársins ekki neitt og fínnst klippingin þægfleg. „Sjampókostnaðurinn kemur til með að minnka eitthváö en mun þó ekki breytast verulega frá þvísem hann varáður.“ Heiðurinn af klippingunni á Bára Kemp. Við mczíum með Kaffivagninum. Fátt er notalegra en að setjastþar niður í rólegheitum og horfa á trillukarlana gera aðfiskinum á tnilli þess sem maður kíkir í dagblöðin. Kajfið er eftil vill ekki jafnexótískt og á Caféunum í miðbœnum, en á Kaffi- vagninum fœst hins vegar gatnli góði sopittn sem maður lœrði að drekka í sveitinni... og ábót að auki. Viðskipta- vitiirnir kotna úr öllutn áttum ogþar ríkir sjaldan sú til- gerðarstemmning sem á stundum vill loða við kaffihús miðbœjarins. Síðast en ekki síst má geta þess að alltaf er opið á helgidögum. POPP Sssólin sssannar sssig „Góðu fréttirnar eru að sumt afþvísem hér ergert erþað besta sem Sólin hefurgert og reyndar með því allra besta sem íslensk popphljómsveit hefur dottið niður á síðustu árin. “ SSSÓL SÍÐAN SKEIN SÓL SKÍFAN ★★★ ••••••••••••••••••••••••••• Helgi Björnsson og hinir Sólardrengirnir hugsa vel um aðdáendur sína á íslandi þótt hugur þeirra leiti út fyrir landsteinana. Plata fyrir ensk- an markað er í bígerð en í dag gefa þeir út alíslenska sumar- og stuðplötu sem ábyggilega á eftir að peppa vel upp sveita- böllin hjá þeim í sumar. Plat- an er 14-laga og þar af eru 5 áður útkomin lög. Fyrir bragðið finnst manni stund- um hálfgerður safnplötuþef- ur af henni. Plötunni má annars skipta í tvo flokka: annars vegar höfúm við það grípandi Stóns/la-la-la-létt- rokk sem Sólin er þekktust fyrir, hins vegar „þroskaðra“ popp svipað því sem hljóm- sveitin ætlar með á ensk markaðssvæði. Metnaður Sólarinnar liggur greinilega í þyngra poppinu. Þar grillir í tilraunir og ferska vinda og er ekkert nema gott um það að segja að jafn langreyndir sveitaballahundar skuli taka sig til og reyna að gera eitt- hvað nýtt. I beinu framhaldi verða nýju Sólarsumarlögin líka ögn frískari þegar nýj- ungagirni „ensku“ straum- anna tekur að vætla inn í þau. „Háspenna/Lífshætta“, fyrsta lag plötunnar, er ágætt dæmi um léttrokk smitað af rokktilraunum Sólarpilta. Ósköp einfaldur rokkari inn við beinið en útfærslan aðeins brengluð til og því geispar maður ekki og segir „þetta hef ég heyrt áður“. Geisp- taugarnar fara þó óneitanlega í gang síðar; „Vertu þú sjálf- ur“ er þunnt og klæðskera- saumað fyrir vankaða útihá- tíðaræskuna og ekki bætir úr skák að fá lagið líka í kassaút- gáfu. „Mér finnst það fallegt“ er einfaldlega drepleiðinlegt, „Toppurinn" hefði aldrei átt að fara út fýrir Sólarrútuna og Helgi og Ingibjörg Stefáns reyna svo rosalega að vera í góðu stuði í „Nostalgía“ að það slær mann út af laginu. En þetta voru vondu frétt- irnar, þær góðu eru að sumt af því sem hér er gert er það besta sem Sólin hefúr gert og reyndar með því allra besta sem íslensk popphljómsveit hefur dottið niður á síðustu árin. „Frelsi" og „Vítamín“ eru t.d. löðrandi fin popplög, tilgerðarlaus og fantavel út- sett — maður fær næstum vatn I munninn. „Blómin þau sofa“ er líka dúndur, kraftmikið og voldugt gítar- rokk. Síðri en þó yfir meðal- lagi eru lög eins og „Sykur“, „Eg sé epli“ og „Þú kysstir mína hönd“ sem reyndar svipar mikið til „Aminu“ með Silfurtónum. Ljóðið „Þú kysstir mína hönd“ er eftir Laxness og skýtur nokkuð skökku við. Maður setur sig alltaf í ákveðnar stellingar þegar Helgi opnar munninn, textagerðin er nefúilega oftast svo kyrfilega staðsett í gelgjufrösum nútímans, og því er gullaldarmálið hjá Lax- nesi úti á þekju hér. Þótt oft örli á bjánaskap í textum Helga er hann þó alltaf með skemmtilegan bjánaskap í farteskinu — öfúgt við leiðin- legan bjánaskap hjá mörgum öðrum poppurum. Oft gerir Helgi líka mjög góða texta, sbr. lýsingar á útihátíðaróver- dósi unglings í „Ég sé epli“ og „Blómin þau sofa“, sem er notaleg hamingjustemmning með tregablöndnum undir- tóni. Öll vinnsla og spila- mennska er hér í háklassa. Bandið þétt og Eyjólfur á oft glæsilega takta á gítarnum. Jón Ólafsson nýdanski hamr- ar á Hammondinn og gerir það svo skemmtilega að Sólin hefúr ráðið Atla Örvarsson í skarðið. Júróvisjónbak- raddaelítan Eva, Erna og Guðrún kemur meira að segja á óvart og fyllir vel í lög- in þótt reyndar séu þær stundum of ffamarlega í mix- inu. Sólin virðist enn hafa gaman af þessu og það er fýrir mestu. Þrátt fyrir leiðindi endalausra sveitaballarúnta hefúr sveitin ekki látið bugast og það besta á þessari plötu gefur ekki annað í skyn en að SSSól sé að nálgast sínar sum- arsólstöður. Umhverfis- vœntrokkfrá Ástralíu MIDNIGHT OIL EARTH AND SUN AND MOON ★★ Midnight oil er eitt vinsæl- asta bandið í Ástralíu. íslend- ingar ættu að kannast við þá fýrir lagið „Beds are buming“ sem varð nokkuð vinsælt árið 1987. Það lag var tekið af langbestu plötu sveitarinnar, Diesel and dust, sem var þeirra fimmta breiðskífa. Síð- an þá hafa þeir sent frá sér Blue sky mining, ágæta plötu sem sigldi á rólegum popp- hafifleti, og fína tónleikaplötu. Earth and sun and moon er nokkurs konar upprifjun á því metnaðarfulla gáfu- mannarokki sem grasseraði á Diesel and dust nema hvað hljómsveitinni tekst ekki eins vel upp og bætir litlu sem engu við sig. Sveitinni er oft líkt við U2, bæði vegna pól- ítísku textanna og tónlistar- innar sem er svipuð; há- tæknilegt rokk sem smjör góðrar spilamennsku og tæknikunnáttu drýpur af. En þótt yfirborðið sé þykkt bjargar það þó aldrei lögun- um séu þau rýr og efnislaus, og því miður er sú oft raunin hér. Tónlistin er ekki slæm, hún er bara ákefðarlaus, mið- læg og án allrar áreynslu. Lögin er næstum öll í sama tempóinu, hvorki hröð né hæg og söngvarinn Peter Garrett syngur með sama af- slappaða ástralíusólbökunar- sönglinu plötuna í gegn, þannig að þegar upp er staðið finnst manni maður hafa ver- ið að hlusta á sama lagið ell- efu sinnum. Þeir sem biðja ekki um mikla ævintýra- mennsku í því sem þeir hlusta á fá því mikið fyrir sinn miðaldra poppsnúð hér. Þetta er plata fyrir A1 og Tipper Gore og Magnús Skarphéðinsson yrði ánægð- ur með textana. Þeir eru heldur betur umhverfisvænir enda bauð Peter söngvari sig fram til ástralska þingsins á sínum tíma fyrir græningja- flokkinn. Þótt hann sé sköll- óttur veit hann upp á hár um hvað hann er að tala — grimmilega meðferð á frum- byggjum Ástralíu, spillingu stjórnmálamanna, kjarn- orkuvána — og að vanda er hann mælskur og málstaður- inn rökstuddur án predikana. En þótt sæluland Midnight Oil sé girnilegt vildi ég per- sónulega hlusta á einhverja aðra tónlist en Earth and sun and moon yrði því komið á fót. „Plata Midnight Oil erfyrirAl og Tipper Gore og Magnús Skarp- héðinsson yrði ánœgður með textana. “ POPP • Stjórnin í sumarskapi flytur glæný lög af nýju plötunni sem kemur út eftir helgi, á Barrokk. • Skriöjöklarnir halda útgáfu- tónleika sína á Ömmu Lú. Platan sem margir hafa beðið eftir er komin út. • Borgardætur, þær Ellen Kristjánsdóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Andrea Gylfa- dóttir, ásamt hljómsveit, nú á Tveimur vinum. Þeim borgar- börnunum snerist hugur og eru hætt við að troða upp á Hótel Borg. Allt er enn á huldu um það hvar þau ætla aö halda til í sumar. • Hinir skuldbundnu, „The Commitments", gamna sér og öðrum á eöalkránni Gauk á Stöng. FÖSTUDAGURINN~| 4. JÚNÍ • Bogomil Font syngur sig inn í hug og hjörtu þeirra sem leggja leið sína á Ömmu Lú. • Todmobile er komin í bæ- inn og ætlar að troða upp í Tunglinu f kvöld. • Nýdönsk hristir af mönnum sleniö í Tunglinu, ásamt þeim félögum í Todmobile. Ekki veitir af aö hita vel upp fyrir stórtónleika sveitanna beggia í Tívolí í Hverageröi á morgun, laugardag. • Richard Scobie þenur raddböndin á Barrokk. • Jet Black Joe lofa stór- rokktónleikum á Hressó. Þaö verða jafnframt næstsíöustu tónleikar þeirra félaganna hér á skerinu, áöur en þeir halda á vit ævintýranna í útlöndum. • Blúsbrot meö Vigni Daða- son fremstan í flokki á Blús- barnum. Konur hemjiö ykkur. • Hinir skuldbundnu, „The Commitments", aftur og ný- búnir á Gauki á Stöng. • Sýn ræður ríkjum á Rauöa Ijóninu. • Bara tveir innan um alla hina á Fógetanum. • Richard Scobie rífur upp stemmninguna á Barrokk. • Blúsbrot viö sama hey- garöshorniö á Blúsbarnum. • Skriöjöklarnir æra gesti Gauks á Stöng. • Sýnar-strákarnir sestir aö á Rauöa Ijóninu. • Bara tveir á einkaflippi á Fógetanum. SUNNUDAGURINN 6. JÚNÍ • Skriðjöklarnir slá ekkert af á Gauknum. • Guðmundur Rúnar trúba- dor á Ijúfu nótunum á Fóget- anum. Mánudagur framund- an. SVEITABÖLL FIMMTU DAG U R I N N 3. JÚNÍ • Sjallinn, ísafirði: Snigla- bandið mætt vestur, væntan- lega í rosastuöi. FOSTU DAGUR I N N 4. JÚNÍ • Sjallinn, ísafirði: Snigla- bandiö heldur kyrru fyrir í Sjallanum. • Sjallinn, Akureyri: Pelican meö Pétur Kristjáns fremstan í flokki. Man ég þá gömlu góöu daga. • Við félagarnir, Vestmanna- eyjum: Þeir GCD-félagar; Morthens-bræöur, Rúnar Júl og Gulli Briem, hrista upp í Eyjamönnum. • Tívolí, Hveragerði: Liös- menn gleöisveitanna Todmo- bile og Nýdanskrar halda stórtónleika f Tívolí. Auk -■ þeirra koma fram hljómsveit- irnar Pirana, Poppins flýgur, Yukatan, Lipstick Lovers og Silfurtónar. • Þotan, Keflavík: Piltarnir í Nýdánskri ekki aldeilis dauöir úr öllum æöum. Þeir ætla að brenna suöur meö sjó og skemmta Keflvíkingum eftir stórtónleikana f Hverageröi fýrr um kvöldiö. • Hótel Selfoss: Leikur aö vonum, stórsýning Ólafs Þór- arinssonar fyrrum Mána, fýrir austan fjall. • Sjailinn, Akureyri: Pelican og Pétur Kristjáns eins og honum er einum lagið. • Sjallinn, ísafirði: Snigla- bandiö setur punktinn yfir i-iö. • Krúsin, ísa- firði: André Bachmann og Gleöigjafarnir, Ellý Vilhjálms, Raggi Bjarna og Bjarni Ara ásamt hljómsveit rífa upp fjör- iö.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.