Pressan


Pressan - 10.06.1993, Qupperneq 2

Pressan - 10.06.1993, Qupperneq 2
FYRST & FREMST 2 PRESSAN Fimmtudagurinn 10. júní 1993 HRAFN GUNNLAUGSSON Hefur ákveöið aö láta gera þátt um „bréfa- vin“ sinn Knút Hallsson. SVAVAR EGILSSON Atti ekkert en skuldaöi 140 milljónir þegar gjaldþrot hans var gert upp. Hrofn gerir við- lolsþált við Knút { ágústmánuði verður mjög svo forvitnilegur viðtalsþáttur á dagskrá ríkissjónvarpsins í þáttaröðinni „Fólkið í land- itiu“. Þá verður viðfangsefni þáttarins Knútur Hallsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, sá hinn sami og skrifaði frægt áskorunarbréf til norræna kvikmyndasjóðsins vegna myndar Hrafns Gunnlaugs- sonar, núverandi fram- kvæmdastjóra sjónvarpsins, Himta helgu véa. Það var Hrafn sjálfúr sem tók ákvörð- un um gerð þessa þáttar. Sá sem gerir síðan þáttinn er heldur ekki alveg óþekktur úr þessari frægustu sjónvarps- deilu allra tíma, nefnilega Ragnar Halldórsson, sem gerði þáttinn fræga um Há- skólabíó sem aldrei var sýndur. Fyrir áhugamenn um ætt- fræði- og vináttutengsl má nefna að áðurnefhdur Ragnar er ágætur vinur Kristjáns Hrafnssonar Gunnlaugsson- ar. Svavor Eglls átti ekkerl en skuld- aði 140 milljónir Þá er búið að gera upp þrota- bú Svavars Egilssonar, fyrr- um veitingamanns, hótelrek- anda og ferðamálaffömuðar. Svavar var tekinn til skipta í lok októbers síðastliðins og komu engar eignir í ljós upp í 140 milljóna króna kröfur. Svavar hefur á undanförnum árum margoft orðið frétta- matur. I byrjun síðasta árs var ferðaskrifstofan Veröld í hans eigu tekin til skipta, en fólk hafði verið hvatt til að greiða inn á ferðir fram til síðasta dags. Það þrotabú fékk á sig 250 milljóna króna kröfur. Skýrsla Brynjólfs Kjartans- sonar bústjóra sýndi að eignir höfðu verið oftaldar með talnaleik og reksturinn ein- kennst af skipulagsleysi og bókhaldsóreiðu. Um svipað leyti var Hótel Höfði selt á nauðungaruppboði, en áður hafði Svavar gert leigusamn- ing til aldamóta við bróður sinn, Egil Egilsson. Ión Sig á Saga 'lass en Frikki með almúganum í síðustu viku voru á meðal farþega Flugleiða ffá París Jón Sigurðsson viðskipta- og iðn- aðarráðherra, væntanlegur seðlabankastjóri, og svo skötuhjúin Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra og Sig- ríður Dúna Kristmundsdótt- ir. Það sem vakti athygli og umtal á meðal annarra far- þega var að Jón sat í góðu yfir- læti í Saga Class- hlutanum á meðan Friðrik og Dúna létu gott heita að vera í almenn- ingnum. Af þessu drógu menn eðlilega þá ályktun að Friðrik fjármála og frú væru að spara ríkinu krónur á með- an Jón væri eyðsluldó. Hitt er annað mál að það kunna að vera skýringar á þessu sem okkur tókst ekki að finna. Kannski var Jón í embættiser- indum, en Friðrik og Dúna í fríi á eigin vegum og á eigin kostnað. Síðan gæti verið að Jón hafi verið í „styttri“ ferð -en þau hin í „lengri“ ferð, sem þýðir að Jón hefði þurft að hafa góð tök á því að breyta áætlun og það er ekki hægt með góðu móti og án auka- greiðslna nema vera á Saga Class. Sem breytir þó ekki þeim ályktunum sem hinir farþegamir drógu. Lengi lifir í göml- um glæðum___________ Kremlólógarnir virðast hafa nóg að gera þótt Sovétríkin séu liðin undir lok. Eldd þarf að leita langt yfir skammt og glöggir menn segja átökin um formannsslaginn í SUS eiga rætur að rekja langt aftur í forneskju. Upphafið megi rekja allt aftur til ársins 1987 þegar Sigurbjöm Magnússon og Árni Sigfússon börðust um formannssætið. Þar hafði Ámi betur. Davíð Stefánsson, sem studdi Árna, varð sjálf- kjörinn formaður sambands- ins ’89 og ’91, en í SUS er kos- ið til tveggja ára í senn. Þó svo að Davíð væri sjálfkjörinn ’91 fylgdu miklar deilur og eftir- mál á því þingi og kosið var milli manna í stjórn þótt ekld væri hnikað við formannin- urn. Þessar væringar í SUS I kjölfar reglugerðarbreytingar um rýmri afgreiðslutíma veitingahúsa að degi til þrýsta veitingahúsaeigendur nú á um að fá að teygja úr afgreiðslutíma verts- húsa á nóttunni. Mál þetta er statt í höndum Þorsteins Pálssonar dómsmála- ráðherra, sem þyrfti að breyta reglugerð svo hin nýja og aldna ósk SVG, Sam- bands veitinga- og gistihúsaeigenda, næði fram að ganga. Beiðni um lengri af- greiðslutíma hefúr oft verið borin upp áður, en lúngað til verið hafnað af for- verum núverandi dómsmálaráðherra. Binda menn nú vonir við Þorstein. „Ég hygg að Þorsteinn Pálsson vilji skoða þetta mál vandlega áður en hann tekur ákvörðun,“ segir Ari Edwald, aðstoðarmaður ráðherrans. „Við í dómsmála- ráðuneytinu finnum fyrir auknum þrýstingi, bæði meðal veitingahúsaeigenda og ekld síst ungs fólks. Égbendi þó á að enda þótt nýjasta reglugerðarbreyting- in hafi mælst vel fyrir hjá mörgum, þá átti það alls eJdd við um alla. Reyndar finnist mér sumar gagnrýnisraddimar á breytingamar hafa verið ósanngjamar, en þess ber að geta að ákvörðunina verður að taka í samráði við lögreglustjór- ana um land allt.“ Aðspurð um hvort mörg veitingahús hefðu áhuga á lengri afgreiðslutíma svaraði Ema Hauksdóttir, ffamkvæmdastjóri SVG, því til að hún gerði ráð fyrir að svo væri um flesta skemmtistaðina og líklega helstu barina. Valur Magnússon, ffamkvæmdastjóri Café Romance, hefur löngum vonast til að stjórnvöld bættu ráð sitt í þessum efhum. „Lengri afgreiðslutími á nótt- unni er bara næsta skref. Ég á von á að breytingar á reglum þar um náist fljótlega í gegn. Okkur finnst leiðinlegt að þurfa sífellt að vera að loka á huggulegt fólk sem situr í makindum sínum. Fyrst allt er orðið svona opið og fólk kann að fara með vín er fáránlegt að fá ekki að hafa opið lengur. Þótt menn hafi tekið því fyrir nokkrum árum að hætta að skemmta sér á tilsettum tíma er það orðið dónaskapur við fólk í dag,“ segir Valur Magnússon. Gestir og starfsfólk Café Romance Á þeim barnum finnst mönnum það jaöra viö dónaskap að þurfa að skipa huggulegu fólki, sem situr í makindum sínum, út klukkan þrjú. teygðu anga sína inn í starf Heimdallar í Reykjavík, en 1988 tapaði Gunnar Jóhann Birgisson, einn besti vinur Sigurbjörns, fyrir Ólafi Steph- ensen í formannskjöri félags- ins. Sigurbjörns-armurinn náði sér þó á strik þegar Birgir Ármannsson varð formaður Heimdallar eftir harðvítuga baráttu við Svein Andra Sveinsson árið ’89. Sigur- björns-armurinn hefur síðan „ráðið“ félaginu og Kjartan Magnússon var sjálfkjörinn formaður ’91 og ’92. Það er talið vega þungt í komandi formannskosningum í SUS, því sá armur styður Jónas Fr. Jónsson gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni, sitjandi for- manni. Á þessum fimm árum sem liðin em ffá formannsslag Sigurbjöms og Áma hafa ein- staka menn fært sig milli ar- manna, en talið er að stuðn- ingsmenn Sigurbjörns hafi frekar haldið vöku sinni og náð að styrkja stöðu sína all- nokkuð á síðustu missemm. Jólabókaverlíöin igang_________________ Nú fer smám saman að skýr- ast hverjir æda að taka þátt í jólabókaflóðinu fyrir komandi vertíð. Meðal þeirra sem æda að gefa út skáldsögur eru Guðbergur Bergsson, Einar Már Guðmundsson, Illugi Jökulsson og Pétur Gunnars- son. Útvarpsstjarnan Stefán Jón Hafstein gefur út bók um lífsreyndan Islending, Hjörtur Gíslason skrifar um Zoffanías Cecilsson, útgerðarkonung í Grundarftrði, og Þór White- head lýkur nú loks við þriðja bindið um styrjöldina. Þá vinna Arnar Guðmundsson bókmenntafræðingur og Unnar Ingvarsson sagnfræð- ingur að ritun bókar um bannárin. Hrafn Jökulsson mun vera með tvær bækur í smíðum, Kristín Ómarsdótt- ir gefúr út ljóðabók og Gyrðir Elíasson smásagnasafn. SlGFÚSSON Deilurnar innan SUS má rekja allt aftur til kosningabráttu hans viö Sigurbjörn Magnússon. SVEINN flNDRI SVEINSSON Barátta hans viö Birgi Ármannsson var einn kafíinn í átakasögu SUS. FRIÐRIK SOPHUSSON Flaug á almenna farrýminu meö Sigríði Dúnu á meöan seðlabankastjórinn tilvonandi fíaug á Saga-Class. STEFAN JÓN HAFSTEIN Einn þeirra sem ætla aö taka þátt í jólabókaflóöinu meö sögu af lífsbaráttu íslendings erlendis. GUÐBERGUR BERGSSON og ILLUGIJÖKULSSON Gefa báöir út skáldsögu fyrirjólin auk fjölda annarra. UMMÆLI VIKUNNAR „Það getur enginn beðist afsökunar á ummcelum mínum annar en égsjálfur“ Þorsteinn Pólsson Skyldi hann vilja skipta? „Hænunum líður mjög vel hjá okkur. Þetta er eins og fimm eða sex stjörnu hótel fyrir þær. Hvert bú er ætíað sex hænum en við erum með þrjár í hveiju.“ Sigurður Sigurðsson, eggjabóndi og hótelhaldari. Hvernig gat það orðið annað? „Það er hræðilegt hvernig Everest-fjallið er orðið að hæsta ruslahaugi heims.“Sir Edmund Hillary fjall- göngugarpur. Ekki miðað við hvemig hann fór með bank Líka að drukkna „Sundið hjá okkur íslendingum er Pað þarf kvÓta Ó slyS gömul alþýðumennt.“ „Maður þarf að vera hálfdauður til að Þorsteinn Einarsson hinn fomi. verða fluttur í land.“ Eiríkur Ragnarsson stýrimaður. rSemsaxfá m/ö<} /ontmy/exjif/' „Þetta var innilegur alvörukoss, ástúðlegur en þó ekki lostafúllur.“ Ónefndur breskur hirðljósmyndari um koss Söru og Andrésar. ameiin síns tíina! „ Var JeSUS „fínn pappír „? Jónas Gíslason víxlubiskup. I

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.