Pressan


Pressan - 10.06.1993, Qupperneq 8

Pressan - 10.06.1993, Qupperneq 8
NÆRMYND 8 PRESSAN Fimmtudagurinn 10. júní 1993 Fasteign Sólar við Þverholt Brunabótamatið er liðlega milljarður, en uppreiknaður höfuð- stóll veðsetninga 740 milljónir. Hið opinbera er með nýleg fjárnám þarna og á einbýlishúsi Davíðs. Veðsetningar ó fasteign Sólar við Þverholt 620 milljónir vegna banka og sjóða Sól (Smjörlíki) og íslenskt bergvatn hafa verksmiöjur sínar í Þver- holti 17 til 21. Veðbækur sýna veðsetningar á 25 veöréttum, þar sem uppreiknaður höfuðstóll veöa hljóöar í dag upp á rúmar 740 m.kr. Brunabótamat fasteignanna er hins vegar liölega 1 milljarður og því nokkurt pláss eftir. Annað mál er hvert markaðsviröi fasteign- anna gæti talist í dag. Af þessum 740 m.kr. má rekja 218 m.kr. til lönlánasjóðs, 194 m.kr. til lönaöarbankans, þ.e. íslandsbanka, 147 m.kr. til lönþróun- arsjóös, 108 m.kr. til Davíðs persónulega, Sólar og Ásgarös, 50 m.kr. til Verslunarlánasjóös, 13 m.kr. til SPRON og loks er á 25. og síöasta veörétti 12,3 m.kr. fjámám Gjaldheimtunnar í Reykjavík. Verulega stóran hluta veösetninganna má rekja til 365 m.kr. fyrir- greiöslu lönlána- og lönþróunarsjóöa í mars á síöasta ári. Þá hefur stór hluti vélasamstæöanna verið settur upp meö eignarleigusamn- ingi viö Glitni, dótturfélag íslandsbanka. Á einbýlishúsi Davíðs á Arnarnesi hvílir á sjötta og síöasta veö- rétti prnám Garöabæjarkaupstaöar frá því í febrúar sl., vegna tæp- lega 5 m.kr. skuldar. Á fimmta veörétti er fimm ára gamalt lán, þar sem Smjörlíki hf. (Sól) er kröfuhafi; höfuöstóll lánsins er 17,6 m.kr. aö núviröi. Aö ööru leyti má nefna þinglýstar yfirlýsingar íslands- banka — væntanlega baktryggingar vegna fyrirtækjanna — vegna lána, þar sem eftirstöðvar voru fyrir rúmu ári 26,2 m.kr. smiðjustjóri hjá Smára/- Ljóma/Ásgarði, síðan fram- kvæmdastjóri til 1964. Þá voru fyrirtækin sameinuð í Smjörlíki. Sól var stofnað 1972, en nú hafa þessi félög verið sameinuð. IBV var stofnað 1989. Við það tæki- færi gerðist það meðal annars að Sól seldi ÍBV eignir fyrir 600 milljónir króna að nú- virði. Sama ár varð um 200 milljóna króna tap á reglulegri starfsemi fyrirtækjanna. I dag á Davíð persónulega 10 pró- sent í Sól, en stærsti einstaki eigandinn er Björg Ellingsen og fjölskylda, en hún er ekkja Ragnars Jónssonar f Smára. fupphafi snerist framleiðsl- an fyrst og ffemst um smjör- líki, sem nú hverfur í skugga allra hinna vörutegundanna; þær eru um 400 talsins. List- inn inniheldur til dæmis Jurtasmjörlíki, Sólblóma, Bláa borðann, Aldingrauta, Soda Stream, Sólargrænmeti, Grape, Súkkó, Svala, Trópí, „ Við Davíð höfum þekkst sæmilega í ein tíu eða tólf ár. Samskiptin hafa þó aðeins verið í gegnum viðskiptin, ég þekki hann ekk- ert úr einkaiífínu. Davíð er að mínu mati mjög iðinn og ákaflega duglegur, — hefur verið mjög afkastamikill í við- skiptum. En það má líka segja að hver veðji á sinn hest og kannski hefur Davíð ekki alltaf veðj- að á réttan hest. “ Lýður Friðjónsson, (ramkvæmdastjóri Coca Cob i Noregi. „Davíð hef ég þekkt frá því hann var um tvítugt og á milli okkar hefur mynd- ast góður kunnings- skapur. Davíð er ákaflega hress og at- | hafnasamur maður og býr yfir miklum krafti. Hann er skemmtilegur seiskapsmaður og ævinlega hrókur alls fagnaðar. Fyrir utan að hafa starf- að saman um árabil höfum viö átt töluverð samskipti í einkaiífi. Við höfum oft farið í veiði saman í gegnum árin, en Davíð er góð- ur veiðimaður. Þá vorum við hjónin saman í danstímum hér fyrr á árum, en Davíð er býsna góður dansari. í vinnu er hann óhemju- afkastamikill og hlífir sér hvergi. Það sem einkennir starfsferil Davíðs hvað mest er hve hann hefur lagt sig mikið eftir nýjungum.“ GunnarJ. Friðríksson, í stjórn Smjörlíkis/Sóbr. „Eghef þekkt Davíð í tæpa tvo áratugi og við höfum átt II mikil sam- / skipti, bæði í A viðskiptum og einkalífi. Davíð er afar kröft- ugur og hug- myndaríkur einstaklingur, eins og hann hefur sýnt í gegnum langa starfsævi. Hann er mikill baráttumaður og hefur haft mikinn metnað fyrir íslenskan iðn- að, aimennt'og fyrir fyrirtæki sitt. Davíð hef- ur náð góðum árangri þegar horft er yfir langa starfsævi, þótt hann hafi nú lent í vandræðum með útflutning á vatni, sem vald- ið hefur honum miklum erfíðleikum og von- brigðum. Davíð er ákaflega skemmtilegur maður sem gaman er að umgangast og mjög þægilegt að eiga að vini.“ Víglundur Þorsteinsson, forstjóri BM Vollór. Ís-Cola, Sól-Cola, Seltzer og Nektar. Sumt hefur gengið vel, annað hefur „floppað". Frægasta „floppið“ er Sól- Cola. 600 þúsund dósir fóru á markað, sem aftur fúlsaði við vörunni. Hún var einfaldlega vond á bragðið. 80 þúsund dósum til viðbótar var hent. Davíð kann skýringarnar; annars vegar keypti hann gall- aða kolsýru ffá Sjóefhavinnsl- unni. Hins vegar lét hann að- eins eigið starfsfólk bragða á vörunni og það beint af krana. En smekkur fólks utan vinnu- staðarains var annar, að ekki sé talað um hvernig varan varð eftir nokkra veru í dós- unum. „Þetta voru einhver mestu markaðs- og hönnun- armistök íslandssögunnar," segir Davíð og klúðrið reið fyrirtækinu nær að fullu. Annað hefur gengið betur. Soda Stream fór inn á nánast hvert einasta heimili landsins undir slagorðinu „Glasaburð- ur er gamaldags", en er nú að mestu horfið af markaði, eftir dósa- og plastflöskubylting- una. Og Is-Cola hefúr að und- anförnu selst vel, tölur sýna tvöföldun á sölu á við sömu mánuði í fyrra; nú er salan um einn lítri á hvern Islending á mánuði. Þá má nefna að Nektar hefúr hlotið góðar við- tökur. Plastdósirnar hans Davíðs eru reyndar sérstakur kapítuli. Hann réðst á glerflöskurnar með offorsi, íyrst með Soda Stream. „Áróðurinn í kring- um þetta ýtti við samkeppnis- aðilunum. Kók brást hart við þessu og sagði Lýður Frið- jónsson á góðri stund við mig að hann hefði aldrei grætt eins mikið á nokkrum manni og mér.“ I dag er spurningin hvort útflutningur á bergvatni með ávaxtabragði, Seltzer, Svala og Náttúru, verði stórt klúður og banabiti fýrirtækja Davíðs, eða hvort peningar náist inn og lánardrottnar sitji á honum stóra sínum nægilega lengi. Eftir mikið stapp fóru fyrstu tveir 40 feta gámarnir með Seltzer til Bretlands í maí 1989.1 fyrra fóru 70 gámar og Davíð gerir ráð fyrir yfir 100 gámum á þessu ári. Hins vegar hefur markaðs- setningin og salan í Bandaríkj- unum brugðist algjörlega, eins og fram kemur í viðtali við Davíð hér í opnunni. Kann ekki skýringu á vinsældum fyrirtækis- ins Útflutningurinn til Banda- ríkjanna hófst í samvinnu við Great Icelandic Water Cor- poration, sem var þá alfarið í eigu þeirra Gúnnars J. Helga- sonar V-Islendings og Maur- ice Rollins, en þeir eru Kan- adamenn. Gunnar og Maur- ice seldu í fyrra 36 prósenta hlut í Great Icelandic á al- mennum markaði og fór hlut- urinn á 6 milljónir dollara eða á um 380 milljónir króna^ Sem þýðir að á þeim tíma- punkti hafi verðmæti fýrir- tækisins alls yérið liðíega milljarður króna. Þetta fýrir- tæki á helmingshlut í ÍBV og 75 prósent í Icelandic Water Corporation á móti 25 pró- senta hlut Sólar. Allt kann þetta hins vegar að breytast með dramatískum hætti á næstunni. Davíð er án efa með vinsæl- ustu persónum þjóðarinnar og Sól hefur fengið sama stimpil á sig; I könnunum Frjálsrar verslunar á vinsæld- um fýrirtækja 1989 til 1993 hefur Sól tvisvar af fimm skiptum lent í efsta sæti, 1989 og 1993, og tvisvar í brons- sæti. Kann Davíð skýringu á þessu? „Ég hef aldrei fengið eða fundið hana. Ég tel mig persónulega ekld vera sérstak- lega vinsælan. Fyrirtækið aug- lýsir nánast ekki neitt, að minnsta kosti elckert á við samkeppnisaðilana. Hins veg- ar liggur fyrir að við erum með gæðavörur á góðu verði og afskaplega gott starfsfólk. Það skilar sér.“ Einbýlishús á Arnar- nesi — sumarhús við Þingvallavatn En hver er Davíð og livað á hann? „Ég hef búið á Arnar- nesinu í 25 ár, og það sem ger- ir mig að afskaplega ríkum manni er kona mín og sex mannvænleg börn. þar af á ég sjö ára.dóttur, þótfég sé orð- inn þetta gamall. Ég hef búið við góða heilsu (Davíð bankar þrisvar í skrifborðið). Við eig- um eldgamalt sumarhús við Þingvallavatn, sem við keypt- um fýrir átta árum, en Jón Loftsson byggði á stríðsárun- um. Við förum ekld mikið á veitingahús, skíðaferðalög eða þannig háttar. Ég hef hins veg- ar ferðast mjög mikið vegna fyrirtækjanna, en það er erfitt og veldur fjölskyldunni nokkxu álagi. Minn munaður er eiginlega að kaupa plötur, frekar en t.d. að kaupa brennivín. Og fýrst minnst var á bjórinn rná ég til með að geta þess að ffá hinurn frægu bjórkaupum um áramótin 1979/1980 hef ég aðeins tvisv- ar keypt bjór, sitt hvort glasið á þrettán til fjórtán árum. Ekki það að ég sé bindindis- maður, mér finnst gott að fá mér maltvisld, koníak stund- um og verulega gott rauðvin." Friðrik Þór Guðmundsson ásamt Bergljótu Friðriksdóttur „ Við kynntumst fyr- ir rúmum tuttugu árum þegar við átt- um báðir sæti í framkvæmdastjórn VSÍ. Þótt við hefð- um ólíkra hags- muna að gæta myndaðist mikið traust á milli okk- ar, sem hefur haid- ist æ síðan. Við er- um góðir kunningj- ar og höfum átt mikil oggóð samskipti í gegnum árin. Davíð hefur ákaflega skemmtilega og elsku- lega framkomu og er þeim eiginleika gæddur að eiga auðvelt með að ná til fólks. í atvinnurekstri er Davíð óljúft aö sitja í sama farinu og því réðst hann af miklu hugarflugi og bjartsýni í útflutning á vatni. Væntingar hans virðast þó hafa verið of miklar og hugurinn bar hann því miður of langt. “ Kristjón Ragnarsson, framkvæmdastjóri LIU. „Davíö er einn al- skemmtiiegasti maður sem ég hef kynnst, síkátur og mikill húmoristi. En hann getur líka verið mjög harð- snúinn samninga- maöur og skemmtilegheitin breyta aidrei neinu I um meiningar I hans. Davíð nýtur mikils trausts í viðskiptum og er almennt ákaf- lega vel liðinn. Hann hefur mjög mikið hugmynda- flug og er mikill frumkvöðull í viðskiptum. Ég veit þó aö það hefur hallað mjög undan fæti hjá honum og harma það mjög að hann skuli nú eiga í erfíö- leikum. “ Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar. Davíð Scheving „Lánardrottnar eru að byrsta sig“ DAVfÐ „Við erum með þetta lík í lestinni.' - Það ganga sögur um að vatnsútflutningurinn ogflár- festingin að baki sé að ríðafyr- irtœkjunum aðfullu. Að lánar- drottnarœtli aðgrípa til að- gerða? „Þeir hafa ekki gripið til neinna aðgerða. En þeir byrsta sig. Það þarf þolinmæði til að byggja upp útflutning. Allir sem eru að gera eitthvað eru í vandræðum. Hér gengur sal- an á Ís-Cola mjög vel, hefur aukist um 100% sl. 6 mánuði og útflutningurinn til Bret- lands jókst um 40% á sl. ári og við reiknum með að auka söl- una þar aftur um sama hlut- fall. Én markaðssetningin í Bandaríkjunum hefur brugð- ist algjörlega. Sannasf sagna gengur okkur afskaplega illa þar.“ - Hvers vegna mjög vel á Bretlandi en afskaplega illa í Bandaríkjunum? „Það eru mjög hæfir aðilar að selja í Bretlandi, Seltzer Drinks Company. Þeir taka einn markað í einu og einbeita sér að honum. Við eigum markaðinn á Bretlandi hvað varðar vatn með ávaxtabragði í dósum. En ég get ekki al- mennilega svarað til um hvers vegna Bandaríkin hafa brugð- ist. Great Icelandic Water Corporation, sem á íslenskt bergvatn til helminga á móti okkur, hefúr einkasöluleyfi í Bandaríkjunum og átti að sjá um markaðssetninguna, en sala þeirra hefur eldd gengið sem skyldi.“ - Hverjir eru þetta og hvers vegna klúðruðu þeirþessu? „Þeir Gunnar J. Helgason og Maurice Rollins í Great Icelandic Water höfðu enga reynslu í sölu á hágæða- merkjavöru og reyndu að gera allt í einu. Vegna þessa er Is- lenskt bergvatn í afskaplega miklum erfiðleikum. Vissu- lega hefur verið og er enn ver- ið að selja mikið. En kanad- ísku eigendurnir píndu okkur í miklar fjárfestingar í sam- ræmi við söluáætlanir sínar. Svo seldu þeir aðeins 2% af þvi sem þeir ætluðu að selja í fýrra! Sem vitaskuld er óra- langt frá því sem lá til grund- vallar fjárfestingunni. Og við erum því með ónýtta afkasta- getu í plastflösku- og dósavél- um.“ -Áttu þá ekki einhverja kröfu á þá og möguleika áaðfá aðra aðila til samstarfs? „Þeir skulda okkur afar mikla peninga. Sem stendur eru ekki málaferli í gangi, en ef Gunnar ekki borgar þá end- ar með því að sú leið verður farin. Hann er núna að ham- ast í því að útvega peninga til að laga þessa hluti. Hann er enn með einkasöluleyfið, en það er svo sem hægt að segja því upp vegna árangursleysis. Það er hlutur sem ræðst á næstu dögum. Suðan er að koma upp allra næstu daga.“ - Við heyrum ítrekað að lán- ardrottnarþínir séu að grípa til aðgerða. Hvemigstanda þau mál í raun ogsann? „Hér hjá Islensku bergvatni er allt í fullum gangi og salan er mikO hérlendis og á Bret- landi, en eins og nafni minn Stefánsson sagði: „Það njóta fáir eldanna sem kveikja þá“. Ég held að aðalatriðið fýrir Is- land sé að þessi verksmiðja sé staðsett hér á íslandi, hver svo sem eignaraðildin verður.“ - Erþá breyting á eignarað- ilditini að íslensku bergvatni framundan? „Ég er að segja það berum orðum. Ég get ekki sagt hvernig eignaraðildinni verð- ur háttað, en það er áreiðan- legt að það verður einhver breyting þar á.“ - Hver er staðan gagnvart helstu lánardrottnum? „Ég get nefnt að Sól er lang- stærsti lánardrottinn Islensks bergvatns. Sól hefúr fjármagn- að Islenskt bergvatn og það getur ekki haldið áfram, alveg útilokað. Svo koma íslenskir bankar og sjóðir langt á eftir. Málin eru í skoðun, auk þess sem margir erlendir aðilar hafa komið hingað vegna þessa máls.“ - Við höfum rœtt utn alvar- lega stöðu íslensks bergvatns. En hver erþá staða Sólar; hvað segir bókhaldið? „Þetta er einkafýrirtæki og því má ég ekki nefna tölur. Árið í fyrra var erfitt, einkum vegna íslensks bergvatns og gengisfellingarinnar. En tölur það sem af er þessa árs eru mjög hagstæðar og reyndar er þetta besta ár fýrirtækisins frá 1985; gróðinn ekki jafnmikill frá þeim tíma. En — við erum með þetta lík í lestinni, sem er íslenskt bergvatn, eða öllu heldur Great Icelandic Water Corporation.“

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.