Pressan - 10.06.1993, Page 12
SKOÐANIR
12 PRESSAN
Rmmtudagurinn 10. júní 1993
PRESSAN
STJÓRNMÁL
Utgefandi Blað hf.
Ritstjóri Karl Th. Birgisson
Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson
Flokkur í pólitískri pólitík
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Nýbýlavegi 14 -16. sími 64 30 80
Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 3190,
auglýsingar 64 30 76
Eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn 64 30 85,
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO
en 750 kr. á mánuöi annars.
PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu
Stj órnmálaflokk-
ur laxerar
Undanfarna daga hafa kjósendur í landinu fylgst
álengdar með einhverri stórkostlegustu hrókeringu í
pólitík á „ffiðartímum“ hér á íslandi. Nær væri að líkja
ráðherraútskiptingu alþýðuflokksmanna við þjóðflutn-
inga en stjórnmálavafstur; svo augljósir og mikilfeng-
legir eru þeir eftirmálar sem verða vegna þess að tveir
menn kjósa að flytja sig úr ráðherrastólum í hæginda-
stóla. í senn er sjónarspilið mikilfenglegt og hlægilegt.
— Og í hverra þágu er þetta allt saman? Jú, yngri
menn taka við af eldri mönnum, vinstrimenn af hægri-
mönnum. Breytir það einhverju fyrir kjósendur? Auð-
vitað er það kraftmikil staðfesting á mætti formannsins
að geta knúið þetta allt saman í gegn undir krefjandi
tímapressu nú þegar ríkisstjórnin þarf augljóslega á
andlitslyftingu að halda.
Kratar eru hins vegar varkárir þegar kemur að því að
útskýra stefnubreytingar í kjölfarið; svo virðist sem eng-
inn hafi almennilega leitt hugann að því í kjötkatlabar-
áttu undanfarinna daga. f fljótu bragði virðist þetta
fyrst og fremst vera vísbending um endurnýjunarmátt
Alþýðuflokksins og dirfsku formannsins. Kjósendur sjá
að Jón Baldvin hefur enn gaman af refskákinni í pólitík
þótt honum sé fyrirmunað að gera sig trúverðugan í
málefhum og stefnumótun. Hann sýnir að enn er hann
góður á sprettinum þótt úthaldið vanti.
En um leið er þetta áskorun til hins ríkisstjórnar-
flokksins. Ætla sjálfstæðismenn að sitja með hendur í
skauti á meðan kratar stela senunni? Fæst enn ein
sönnunin fyrir því að flokkurinn hangi saman á óttan-
um við hið óþekkta? Hin ósýnilega barátta Davíðs og
Þorsteins er hin dauða hönd sem lamar stærsta flokk
þjóðarinnar og gerir hann ófæran um að sinna sjálfum
sér og kjósendum. Auðvitað er það óviðunandi staða
að sá flokkur, sem eðli málsins samkvæmt ætti að gegna
forystuhlutverki í landsmálum, skuli ekki einu sinni
vera fær um að stjórna sjálfum sér skikkanlega. Það var
jú hugmyndin að það yrðu ekki bara kratar sem skiptu
út á miðju kjörtímabili.
Það væri barnaskapur að gera of mikið úr þessum
breytingum á ríkisstjórninni enda augljóst að margt
annað en landshagir knýja á um þær. En hvað um það;
þetta sýnir að enn býr líf í skepnunni, þótt enginn átti
sig almennilega á því í þágu hverra það líf er.
BLAÐAMENN Bergljót Friöriksdóttir, Friörik Þór Guðmundsson,
Guðrún Kristjánsdóttir, Gunnar Haraldsson, Jón Óskar
Hafsteinsson útlitshönnuöur, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijós-
myndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Pálmi
Jónasson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari,Snorri Ægisson
útlitshönnuöur, Telma L. Tómasson.
PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson,
Guömundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
Hrafn Jökulsson, Hreinn Loftsson, Mörður Árnason,
Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir,
Össur Skarphéöinsson.
Listir: Guömundur Ólafsson, kvikmyndir, Gunnar Árnason, mynd-
list, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bók-
menntir, Martin Regal Ieiklist.
Telkningar: Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján ÞórÁrnason.
Setning og umbrot: PRESSAN
Filmuvinnsla, plötugerö og prentun: 0DDI
Frakkar hafa einsog allir
viia verið feikilega uppteknir
af pólitík síðan þeir muna
íýrst eftir sér, og hefur grönn-
um þeirra raunar þótt nóg um
fyrr og síðar. Einusinni átti
yðar einlægur þess kost að
fylgjast með ffönskum stjóm-
málum og stjómmálaumræðu
í návígi, það er að segja í dag-
blöðunum ffönsku yfir einum
dumí á næsta kaffihúsi. Þetta
kom eiginlega í staðinn fyrir
fótboltann á þessum tíma í
lífshlaupinu, enda svipar á
ýmsan hátt saman franskri
pólitík og átökum bestu liða í
spennandi deildakeppni.
íslenskur áhorfandi var
nokkra stund að átta sig á
ýmsum leikreglum og form-
deildum í þessari veröld, og
eitt af því sem augun rákust
fijótt í var fjöldi hugtaka sem
ekki átti almennilega sam-
svörun í hinum ffónska bak-
grunni. Þarna voru til dæmis
til margar gerðir af pólitík, og
þeirra einkennilegust sú sem
gekk undir nafninu politique
politiáenne, sem orðrétt verð-
ur að þýða sem pólitíska pólit-
ík. Þetta mætti líka umorða úr
öðrum heimi sem Pólitíkin
fyrir pólitíkusana, eða Pólitík-
in Pólitíkurinnar Vegna. En
effir talsverða umhugsun var
niðurstaðan samt sú að hin
raunverulega íslenska þýðing
á franska hugtakinu la po-
litique politiáenne sé einfald-
lega pólitík. Að íslensk pólitík
sé sumsé fyrst og fremst po-
litique politicienne, pólitísk
pólitík, og undantekning að
hún hafi sér eitthvert annað
hlutverk en frama hinna ein-
stöku stjórnmálamanna og
gæslu hinna þröngu hags-
muna. Á okkar tungu er orðið
pólitík nefhilega andheiti \úð
hugtök á borð við stefhufestu,
trúnað, heiðarleika, svo mað-
ur sé ekki með dónaskap og
nefni prinsipp eða hugsjónir.
Þetta er bara pólitík, segjum
við oftast, yppum öxlum og
höldum áffam hver við sitt.
Af öllum hinum pólitísku
flokkum á Islandi er Alþýðu-
flokkurinn örugglega pólitísk-
astur. Hann fór ffammúr öll-
um hinum í kalda stríðinu og
á viðreisnarárunum og er enn
langfremstur hvernig sem
einkavinimir láta.
Þetta sést til dæmis ef mað-
ur lítur snöggt yfir glæsilega
ffammistöðu flokksins í pólit-
ískri pólitík síðustu misseri.
Nýr formaður setti í kosning-
unum 1987 kúrsinn á sam-
starf til hægri, við Sjáffstæðis-
flokkinn — og verður ekki
sérstaklega láð miðað við
kringumstæður á þeim tíma.
Alþýðuflokkurinn fékk
þokkalegt umboð til þess
arna, — en rúmu ári síðar
hafði leiðarhnoða hinnar pól-
itísku pólitíkur borið flokkinn
í aðra stjórn með fyrrverandi
yfirlýstum höfuðandstæðing-
um sínum.
Næst ákvað Alþýðuflokkur-
inn að bjóða ekki fram í
Reykjavík heldur leggja lið
breiðu sjálfsprottnu ffamboði
sem keyrði beinustu leið gegn
þáverandi borgarstjóra, Davíð
„Nú er ekki að efa að Össurgetur orðið
einhver besti umhverfisráðherra sem völ
er á, og kominn tími til að Guðmundur
Árni prófi sig í landsmálum. En erindi
þeirrafélaga í ríkisstjórnina erfullkom-
lega óljóst. Enda erþetta „barapólitík“ “
Oddssyni. Sumir sögðu
rmmflor Koaor orS VvAt- xroot-i ó
ILíllUtU LdCl ÞL&UI UV UVl VlVll V*
ferðinni pólitísk pólitík af
hálfu Alþýðuflokksins, vegna
þess einkum að fylgi hans væri
á hraðri leið út og suður. En
kosningabandalag Alþýðu-
flokksins, nývinstrimanna og
uppreisnarmanna frá miðju
hélt því fram vorið 1990 að
hinn hrokafulli yfirstéttar-
flokkur undir forystu Davíðs
Oddssonar væri andskoti
reykvískra hagsmuna, hyglaði
sínum mönnum á annarra
kostnað og eyddi fjármunum
almennings í vitleysu. Og
tókst betur upp en gömlu
flokkunum.
í næstu þingkosningar lagði
Alþýðuflokkurinn svo með
þau stefnumið og liðskipan að
væntanlegum kjósendum gæti
skilist að nú ætlaði flokkurinn
að halda áfram að treysta
tengslin „til vinstri við miðju“.
En þá kom í ljós hin stöðuga
tryggð Alþýðuflokksmanna
við pólitíkina fyrir pólitíkus-
ana, og að lokum nýtti flokk-
urinn umboð sitt úr kjörköss-
unum til að lúta einmitt þeim
sem barist var harkalegast
gegn í kosningabandalaginu
árið áður. Og jafnvel lífs-
reyndustu franskir stjórn-
málaskýrendur hefðu klappað
fyrir þessu meistarabragði á la
politique politiáenne.
Síðustu afrek eru líka til
vitnis um hið algera frum-
kvæði Alþýðuflokksins á ís-
landi í pólitískri pólitík. Þegar
ríkisstjórnin á við slíka innri
og ytri erfiðleika að etja að til-
boð úr stjórnarandstöðunni
um þjóðstjórn hljómar trú-
verðuglega í eyrum þjóðar-
innar — þá er enn á ný komið
að því sem flokkurinn kann
best. Tveir helstu tortryggj-
endur stjórnarsamstarfsins
innan flokksins eru hífðir inní
sjálfa ríkisstjórnina með fjöl-
miðladramatík og innan-
flokksgríni. Nú er ekki að efa
að Össur Skarphéðinsson get-
ur orðið einhver besti um-
hverfisráðherra sem völ er á,
og kannski kominn tími til að
Guðmundur Árni prófi sig í
landsmálum. En erindi þeirra
félaga í ríkisstjórnina er full-
komlega óljóst og stefnulegur
tilgangur Alþýðuflokksins
með mannaskiptunum sömu-
leiðis alveg óskýrður. Enda er
þetta „bara pólitík“.
Einsog á leikunum fyrir
fólkið í Róm er auðvitað
skemmtilegast fyrir okkur á
pöllunum að sjá látbragð þess
sem tapar. Þessvegna hefur
þjóðin varla heyrt betur sam-
inn brandara en þegar Lér
konungur á Suðurnesjum
heldur því fram að hann hafi
ítrekað óskað eftir því að fá að
glata ríki sínu. Og enn er allt
hulið þoku.
Það er hinsvegar mjög heið-
skírt yfir forsendum manna-
skiptanna, og mjög í samræmi
við íslenska afbrigðið af pólit-
ískri pólitík. Úr ráðuneytum
sínum — landvinningunum
frá 1991 — ræður Alþýðu-
flokkurinn þremur mikilvæg-
um póstum, sem nú er út-
hlutað einsog herfangi til að
stilla til friðar í liðinu: sendi-
herrastarfið fyrir Eið, Trygg-
ingastofnunin fýrir Karl Stein-
ar og Seðlabankastjórinn fýrir
Jón Sigurðsson. (Að því til-
skildu náttúrlega að ekki sæki
um aðrir hæfari. Mundi hinn
faglegi formaður bankaráðs-
ins bæta við.) Þessar ráðstaf-
anir koma ekki við fagfólki
eða fjölmiðlum eða kjósend-
um. Við ráðum.
Og allt er við það sama í
hinum besta mögulega heimi
allra heima. Nema hvað
stendur ekki í nýútkominni
átta alda gamalli hómilíubók
að meðal höfúðlasta sé matvísi
að fylli kviðarins, og torveldi
hugar, og ágirni, og hégómleg
dýrð. Sem allt saman eru
hættulegir fýlgikvillar hinnar
pólitísku pólitíkur.
En dramblœti er þó allra
verstur höfuðlöstur. „Sú er
drottning allra illra hluta. Fyr
hennar sakar féll af himni dá-
samlegskepna englanna.“
Amen._______________________
Höfundur er íslenskufræðingur.
ÁLIT
EGGERT
HAUKDAL
BJARNI
GUDNASON
OGMUNDUR
JÓNASSON
STEFAN
VALGEIRSSON
PALL
PÉTURSSON
Á að setja áfótþjóðstjórn?
Bjami Guðnason prófessor:
„Eg held að það þjóni nú
litlu. Þetta er leikaraskapur
sem kominn er upp. Ólafur
Ragnar Grímsson er að venju
að reyna að ná frumkvæði í
pólitískum leik og mér sýnist
engar forsendur vera fýrir
þjóðstjórn. Það vita allir
menn, þótt verið sé að tala
um það. Ég held að þetta sé
tómt hjal.“
Ögmundur Jónasson, for-
maður BSRB: „Almennt
finnst mér það vera ákveðin
tilhneiging í seinni tíð að
reyna að afnema pólitík.
Þjóðstjórnarhugmyndin
finnst mér bera keim af slíkri
hugsun. Að leysa vandann
með því að fulltrúar allra
flokka komi saman og leggi
ágreiningsmál sín til hliðar og
sitji sáttir við eina ríkisstjórn.
Mín skoðun er sú að það sé
allt annað sem við þurfum á
að halda, en það er einmitt
skýrari línur í stjórnmálum
varðandi alla grundvallar-
stefnumótun og þá kosti sem
boðið er upp á. Stjórnmála-
flokkar eiga að bjóða upp á
skýra pólitíska valkosti. Eftir
kosningar þarf síðan að
mynda ríkisstjóm samkvæmt
slíkum línum. Fólk á að geta
gengið að því vísu um hvers
konar ríkisstjóm er kosið. Ég
held að kjósendur séu orðnir
hundleiðir á að láta ráðskast
með sig eftir kosningar hvort
sem það er í þjóðstjórnum
eða öðrum stjórnum. Al-
mennt er ég hlynntur því að
menn reyni að ná sátt um
flesta hluti og að sjálfsögðu
um stjóm landsins og auðvit-
að á að sitja við stjórn ríkis-
stjórn sem hefur þjóðina að
baki sér. Ef hún hefur það
ekki, og er ekki fær um að
sætta ólík sjónarmið þannig
að um stefnuna skapist breið
samstaða, þá á hún einfald-
lega að fara ffá og gefa þjóð-
inni kost á kosningum.“
Stefán Valgeirsson, fyrrver-
andi alþingismaður: „Ég
held að það sé enginn gmnd-
völlur fýrir því að setja á
þjóðstjóm. Hins vegar skil ég
nú ekki hvernig þeir ætla að
halda áfram þessu stjórnar-
samstarfi, Alþýðuflokkur og
Sjálfstæðisflokkur. Þeir virð-
ast báðir vera að tvístra liði
sínu og verð ég mjög var við
það. Það er náttúrulega mjög
slæmur kostur að fara út í
kosningar þegar svona er, en
það væri best fýrir þjóðina.“
Páll Pétursson alþingismað-
ur: „Nei, það tel ég að eigi
ekki að gera. Okkur í stjórn-
arandstöðunni er mjög ljós sá
mikli vandi sem við er að
glíma í þjóðfélaginu. Við er-
um tilbúnir að eiga samstarf
við ríkisstjórnina. Við tókum
vel tilboði forsætisráðherra
um að ganga til þeirrar vinnu
en vildum láta vinna þetta á
plani forystumanna flokk-
anna, ekki vera að þvæla mál-
ið áffam í einhverjum emb-
ættismannahópum. Embætt-
ismennirnir eiga að vera
stjórnmálamönnunum til að-
stoðar en ekki marka stefn-
una. Það vantar pólitíska
stefhumörkun. Við vildum
koma að því. Ég held hins
vegar, og við framsóknar-
menn, að hugmyndin um
þjóðstjórn sé ákaflega fjarlæg.
Þjóðstjórn mundi verða mjög
veik stjórn. Hún yrði sundur-
þykk og ég hef ekki trú á þvi
að hún mundi leysa neinn
vanda. Ég held að reynslan sé
sú að þjóðstjórnir geri ekki
kraftaverk. Það sem við þurf-
um er ný stjórn sem getur
tekið á vandanum. Þessi
stjórn hefúr sannað að hún er
ekki vandanum vaxin. Hún
hefúr dæmt sig sjálf óhæfa til
að stjórna landinu. Þessi
stjórn á að fara ffá og við eig-
Ólafur Ragnar Gríms-
son hefur varpaö fram
þeirri hugmynd að
mynduö veröi form-
lega þjóöstjórn allra
flokka tll aö eiga viö
þann vanda sem nú
steöjar aö þjóöinni í
kjölfar aflasamdráttar.
um að efúa til nýrra kosninga
og fá ríkisstjórn sem ræður
við vandamálin.“
Eggert Haukdal alþingis-
maður: „Ég veit það ekki.
Hitt er það að þessi stjórn
hefði mátt standa sig betur.
Það eru hreinar línur. Það
hefur svo sjaldan verið þjóð-
stjórn hér á íslandi. Núver-
andi ríkisstjórn mætti taka sig
betur á. Að vísu eru náttúru-
öflin henni óhagstæð og hún
tók ekki við góðu búi. Hitt er
svo annað mál að bæði í tíð
þessarar stjórnar og annarra
stjórna hefur verið meira
samráð í þinginu. En það er
ekkert að koma til í dag að
menn deili skarpt milli
stjómar og stjórnarandstöðu.
Það er gamall og gróinn siður
á íslandi.“