Pressan - 10.06.1993, Side 23

Pressan - 10.06.1993, Side 23
E R U E N T Fimmtudagurinn 10. júní 1993 PRESSAN 23 EVROPA Felipe á spani á Spáni Felipe Gonzalez hefur bjargað krötum í Evrópu með því að vinna kosningarnar á Spáni. Fréttaskýrendur hafa átt náðuga daga við það und- anfarið að lýsa því yfir að evr- ópskir kratar væru búnir að vera. Og óneitanlega voru spilin lögð upp í hendurnar á þeim. Þetta byrjaði allt með því að flestir krataflokkar töpuðu kosningum. Sænsku kratamir töpuðu og sama gerðu þeir bresku. Kohl rúllaði yfir þýsku kratana með því að flytja inn ný atkvæði ffá Aust- ur-Þýskalandi og gera þau gild hjá sér. Fyrir nokkrum mánuðum voru svo ffönsku kratarnir þurrkaðir út og allir spáðu því að Fehpe Gonzalez yrði að fara að finna sér nýja vinnu á Spáni. Það var eigin- lega bara Jón Baldvin sem stóð þetta af sér. Svo vom það skandalarnir. Frönsku kratarnir lentu í skandölum án þess þó að for- ystumennirnir beinlínis þyrftu að taka á sig sökina. Það var öllu verra með þýska flokkinn. Þar þurfti skærasta stjarnan, Engholm, að segja af sér og nú finnst enginn til að fara í framboð gegn Kohl. En langverst var þetta þó með ítalska flokkinn. Hann lenti í fangelsi að því er manni skilst og það gengur enginn laus sem kann stefnuskrána. Og Spánverjarnir fóru ekki var- hluta af þessu vandamáli, því uppljóstranir um spillingu innan flokksins- urðu Felipe Gonzalez mjög þungar í skauti. Það var þó eiginlega ástandið hjá ffönsku krötun- um sem fréttaskýrendumir gerðu sér mestan mat úr á tímabili. Sjálfir ffönsku krata- höfðingjarnir virtust búnir að sætta sig við að tapa löngu fyrir kosningar. Það var eins og vindurinn væri allur úr þeim. Sálin virtist í kröm. Blöðin skrifuðu um endalok kratatímabilsins og uppgjör frönsku þjóðarinnar við stjómartíð þeirra. Og ekki batnaði ástandið þegar forsætisráðherrann þeirra, sem beið ósigur, skaut sig eftir kosningar. Táknrænt sögðu blöðin. Og eftir sat Mitterrand. Eins og gömul ugla í turninum á þorpskirkj- unni, þegar flestir þorpsbúar voru farnir að sækja messu annars staðar. Og eins og til að undirstrika þáð að valda- tími Mitterrands og kratanna væri liðinn notuðu menn tækifærið og hjóluðu í skjól- stæðing hans, Attali, forseta Evrópubankans, sem heldur sig eins og keisara í London. Ef spænsku kratarnir hefðu líka beðið ósigur væri búið að afskrifa allt Alþjóðasamband jafnaðarmanna. Þess vegna líður öllum á þeim bæ miklu betur núna. Fyrir nokkrum árum sá ég Felipe á flokksþingi í Madrid. Hann var að flytja aðalræðu þingsins og mér fannst hann dálítið svifaseinn og þungur. En svo dreif hann sig úr jakk- anum, bretti upp ermarnar, fór að tala af krafti og hann hætti að líta á ræðublöðin nema endmm og eins. Og þá var allt á spani og maður fann hvernig hann hreif mann- skapinn með sér. Það gerðist svipað í kosn- ingabaráttunni núna. Hann var þungur af stað. I sjón- varpsþætti á móti aðaland- stæðingi sínum beið hann kláran ósigur. En þá fór hann úr jakkanum eins og forðum. í næsta sjónvarpsþætti sigraði hann. Svo hélt hann áfram að tala af krafti og vann kosning- arnar. Það er mikil eftirspum nú í Evrópu eftir stjórnmála- mönnum með uppbrettar ermar. Þeir, sem ekki eru búnir að segja af sér og eru utan fangelsismúranna, eru frekar daufir til augnanna. Það má orða það þannig að þeir fengju ekki mikið klapp á ffamboðsfundi vestur á íjörð- um. Þetta verður fjórða kjör- tímabil Felipe. Hann hefur náð miklum árangri og barist fyrir markaðsbúskap og vest- rænni samstöðu í öryggismál- um. Þess vegna hefur hann alla tíð átt í hálfgerðum úti- stöðum við þann hluta flokksins sem kallar sig" vinstrisinnaðan og lítur á Felipe sem vondan hægri kapítalista. Felipe hefur barist af mikilli hörku fyrir Spán á vettvangi Evrópubandalagsins til að ná sem mestu út úr samningum þess og sjóðum. Það verður fylgst vel með Felipe á næstunni. Hann er nú óumdeilanlega með sterk- ari mönnum í Evrópubanda- laginu. Hann er eini kratinn sem ræður ríkisstjórn í EB um þessar mundir og evr- ópskir skoðanabræður hans munu leggja hart að honuin, að sýna árangur í baráttunni við evrópsku veikina, sem lýs- ir sér í vaxandi atvinnuleysi og stöðnun í efnahagslífi. Ennþá einu sinni verður Felipe að bretta upp ermam- ar._________________________ Höfundur starfar á skrifstofu EFTA í Genf. Afkomandi Genghis Khan íbúum smábæjarins Horst í Hollandi brá held- ur en ekki í brún þegar mongólsk höli með öllu tilheyrandi var skyndi- lega risin í bænum þeirra. Eigandinn heitir Ganjuuryn Dschero Khan og segist vera síðasti beini afkomandi Genghis Khan. Genghis Khan gamli, og afkomendur hans, höfðu mikil áhrif á veraldarsöguna og réðu einhverju víðfeðmasta ríki sem sögur fara af. Þeir stjórnuðu þeim land- svæðum þar sem nú er Kína (Kublai Khan, barnabarn Genghis, tók á móti Marco Polo), Persía og rússnesku steppurnar. Enn í dag er litið á Genghis Khan sem þjóðhetju í Mongólíu. Ævisaga Dschero er æv- intýri líkust en ekki er víst að allir trúi sann- leiksgildi hennar. Að eig- in sögn smyglaði Búddamúnkur honum frá Mongólíu þegar konungsættin var hrakin frá völdum upp úr 1930. „Við gengum gegnum Kína og nafni mínu var breytt því ef einhver hefði vitað að ég var af Bordschigin-ættinni hefði ég verið drepinn." En Bordschiginarnir eru af ætt Genghis Khan. Að lokum var litli prinsinn fluttur frá Shanghai til Java þar sem hoilenskur ofursti tók við honum og gaf honum nafnið Gerard Meijers. Dschero Khan valdi sér starfsvettvang í fuilu samræmi við upprunann og gerðist málaliði. Hann var sæmdur heiðurs- merkjum af Bandaríkja- mönnum í Kóreu og Víet- nam og hlaut mikla sæmd af Hollendingum í Indónesíu. Hann efnaðist vel á svipuðum störfum í Suður- Ameríku og Afríku en stundar nú ýmiss kon- ar verslun og viðskipti. Dschero ieggur mikla áherslu á að hann sé í raun og veru hinn mesti friðsemdarmaður. „Ég vil sem minnst tala um of- beldi. Ég hef særst illi- lega en einnig drepið með höndum mínum, fót- um, sverði, byssum og sprengiefnum." Þó svo að margir eigi erfitt meö að trúa sögu þessa manns lætur hann sig það litlu skipta. „Ég veit hver ég er og mongólska þjóðin veit það einnig. Það eitt skiptir máli.“ Það er öruggt að margir fleiri geta rakið ættir sínar til Genghis Khan, því hann var stórtækur til kvenna og átti 500 eiginkonur. Karim Aga Khan í peningabasli Þegar soldán Mahomed Shah Aga Khan, afi Karims, lenti í kröggum lét hann færa sig á vog- arskál og bað þvínæst fylgjendur sína að leggja fram gull og dem- anta sem samsvöruðu þyngd hans. Mahomed gamli vó 110 kíló og var andlegur leiðtogi 15 mifljóna Ismaili-múslima. Sonar- sonur hans, Karim Aga Khan, hefur erft tignina en ekki þykir lengur tilhlýðilegt að nota fyrr- greinda aðferð þegar skórinn kreppir. Hingað til hefur Karim Aga Khan ekki þurft að kvarta yf- ir peningaleysi. Hann er einn rík- asti maður heims og helsta áhugamál hans er að rækta veð- hlaupahesta. Upp á síðkastið hef- ur þó sigið á ógæfuhliðina hjá honum en vandræðin má rekja til of mikilla íjárfestinga í hótel- rekstri á Sardiníu. Kreppan hefur leikið hótelbransann illa og skuldir Aga Khans jukust dag frá degi. Þegar skuldirnar voru orðn- ar rúmar 800 milljónir dollara frystu viðskiptabankarnir eignir hótelkeðjunnar. Það er þó langt í land með að svona smáupphæðir komi karlinum á hausinn. Þessi vandræði hótelkeðjunnar hafa engin áhrif á persónulegan auð Aga Khan, sem er talinn nema tæplega einum og hálfum millj- arði dollara. Ef eitthvað fer að ganga á þær eignir er reynandi að kalla eftir voginni. Breyttu til! Breiðfírskar sumarnætur / x ODYRARI GISTING Gisting og golf Gisting, morgunverður innifalinn, aðgangur að níu holu golfvelli, sauna sem staðsett er í hótelinu og sundlaug staðarins. Gestir geta lagt bílum sínum á bflastæði hótelsins og þurfa ekki að hreyfa hann fyrr en þeir fara. Verð kr. 3.600 á mann í tveggja manna herb. Gisting og eyjaferðir Gisting, morgunverður innifalinn, sigling með Eyjaferðum um Suðureyjar, ca. tvær klst. Verð kr. 5.660 á mann í tveggja manna herb. Gisting og Flateyjarferð Gisting með morgunverði, sigling með ferjunni Baldri til Flateyjar. Verð kr. 5.300 á mann í tveggja manna herb. Flateyjarferð og útsýnisferð um Vestureyjar Gisting, morgunverður innifalinn, sighng með ferjunni Baldri til Flateyjar og útsýnisferð frá Flatey um Vestureyjar. Verð kr. 6.300 á mann í tveggja manna herb. Hádegisverður frá kr. 795. Kvöldverður frá kr. 1.195.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.