Pressan - 10.06.1993, Blaðsíða 27

Pressan - 10.06.1993, Blaðsíða 27
HAFNFIRSKUR HAMAGANGUR Fimmtudagurinn 10. júní 1993 PRESSAN 27 MYNDLIST Hitabylgja frá Karíbahafi USTAHÁTÍÐ I HAFNARRRÐI Hafnarfjarðarbær hefur einsett sér að verða ekki ein- ber menningarleg afæta á stóru systur, henni Reykjavík. Hafnarborg er orðin fastur liður í myndlistarlífmu, nýlega var opnaður sýningarstaður- inn Portið og nú sýna Hafh- firðingar að það þarf ekki að reiða sig á Reykjavík til að efna til Listahátíðar með al- þjóðlegri blöndu listamanna úr ýmsum greinum. Skilaboð- in sem Listahátíðin sendir er að Hafnarfjörður geti boðið upp á allt sem Reykjavík býð- ur upp á og þurfi ekki að treysta á Reykjavík vegna eins né neins. Hafnarfjarðarbær hefur reiknað dæmið rétt, sú áhersla sem hefur verið lögð á menn- ingarlífið kemur ekki aðeins listamönnum og áhugafólki vel, heldur mun hún vafalaust leiða til jákvæðari áhrifa á efnahag og vöxt bæjarfélags- ins, þótt erfitt sé að reikna slíkt dæmi til hlítar. Bæjarfé- lag sem skapar sér þá ímynd að það búi yfir öllum lífsgæð- um borgarlífs er líklegt til að laða til sín fólk og það er fólk sem skapar verðmæti og auð- vitað aura í bæjarkassann. Það sem hefur sérkennt myndlistina á listahátíðunum tveimur eru tengslin við róm- önsku Ameríku og er það vafalaust að þakka þeim sam- böndum sem Sverrir Ólafsson myndlistarmaður hefur rækt- að í Mexíkó, þar sem hann sjálfur hefur töluvert sýnt. í GUNNAR J. ÁRNASON Hafnarborg eru sýningar með Kúbverjanum Manuel Mendive og Mexíkómannin- um Alberto Gutierrez. Þarna eru tveir gjörólíkir listamenn á ferð. List Mendives er mótuð af ríkri algyðistrú, þar sem öll tilveran býr yfir andlegu lífs- afli og ókennilegar verur og verubútar spretta fram og renna saman við laufþykknið. I aðra röndina minnir Mendi- ve á gamla og góða súrrealista eins og Kúbverjann Wilffedo Lam og jafnvel Chilebúann Matta, sérstaklega í málverk- unum, en þrívíðu verkin draga dám af alþýðulist og affískum uppruna Mendives. Guiterrez er mun nútímalegri í hugsunarhætti og vinnuað- ferðum. I Sverrissal gefur að líta líkön af torkennilegum byggingum eða skúlptúrum, sem virðast einhvers konar sambland af nútímaarkitektúr og fomum helgistöðum, enda segist Guiterrez leita fyrir- mynda í byggingarlist frum- byggja í Mið-Ameríku. Það er þó erfitt að gera sér grein fyrir stærðarhlutföllum eða hvern- ig líkönin koma út í raun. Fyr- ir utan Hafnarborg er skúlp- túr eftir Guiterrez sem hann hefur gefið í skúlptúrgarð Hafnfirðinga, sem stofnaður var í tilefhi af síðustu listahá- tíð. í Portinu sýna tveir lista- menn. Ragna Róbertsdóttir er með verk sem svipar til þeirra sem hún hafði á sýningu í Ný- listasafninu í fyrra. Hún raðar saman rétthyrndum steinum úr söguðu hraungrýti í reglu- leg form. Verkið í stóra saln- um í Portinu, nokkurs konar geómetrískt módel af fjalli, nýtur sín vel þar. f bakgmnni er veggteikning gerð úr reglu- bundnu snigilmunstri, sem gæti skírskotað til bylgjuhreyf- ingar hafsins. í innri salnum í Portinu sýnir þýski listamað- urinn Mario Reis. Þar er m.a. verk sem vakti sérstaka athygli mína, sem mætti kannski kalla „Sýnishorn úr íslenskum ám“. Það er samsett úr all- mörgum ferhyrndum striga- bútum sem er raðað saman á vegginn. Reis ferðaðist um landið og heimsótti ár. Þar strengdi hann strigabút á ramma og setti út í á og not- aði sem nokkurs konar net eða síu. Afrakstur sýnatök- unnar er svo niðurstaða verksins. Allar staðsetningar og tímasemingar eru vandlega skráðar af þýskri nákvæmni. Ef hann hefði aðeins gert þetta í einni eða fáeinum ám hefði verkið verið ósköp klént. Hin fagurfræðilega uppiifun bygg- ist fýrst og ffemst á þeim sam- anburði sem skapast miili reit- anna, því litbrigði og þéttleiki efnanna sem settust í strigann er mismunandi. Maður fær á tilfinninguna að áin hafi gefið eitthvað af sjálfri sér og sýnt sitt hulda innræti; að hún sjálf hafi talað. Þetta eru ekki myndir af ám, þær sýna okkur „Þótt Reis gangi til verks nánast eins og náttúrufrœðingur úti- lokarþað ekki listrcen efnistök, því honum tekst að koma til skila tengslum við náttúruna sem höfða til ímyndunarafls og tilfinninga. “ ekki neitt, heldur eru þetta ummerki ánna; sýni ffekar en eftirlíking. Þótt Reis gangi til verks nánast eins og náttúru- fræðingur útilokar það ekki listræn efnistök, því honum tekst að koma til skila tengsl- um við náttúruna sem höfða til ímyndunarafls og tilfinn- inga. Svo er í lokin rétt að benda á að í Straumi gefur að líta ljósmyndir Mariönu Yampol- sky og sýningu Jorge Huft á arkitektúr, gömlum og nýj- um, frá rómönsku Ameríku, en þau eru bæði ffá Mexíkó. Svo gat ég ekki betur séð en að mitt í miklum gatnafram- kvæmdum bæjarins væri búið að koma fyrir reisulegu hásæti Sverris Ólafssonar á miðju hringtorgi. Eitt er víst að landsmenn hafa góða ástæðu til að leggja leið sína til Hafh- arfjarðar þessa dagana. vellinum. Það er erfitt að út- skýra rokkið sem þeir leggja fyrir sig — „poppað þunga- rokk“ segir ekki neitt. Þeir eru ekki Seattle-grunge- effir- hermur, ekki dauðarokkarar, ekki „goth“-þunglyndissinn- ar, og ekki Sálin hans Jóns míns. Þeir eru kannski allt þetta í einum ómætstæðileg- um hrærigraut sem á engan sinn líka í rokkheiminum. Sigurjón er orðinn að allra POPP Leiðin á toppinn hausinn og ekkert varð af út- gáfunni. Hér eru fimm lög af Pimpmobile, sterk rokklög sem gáfu sterklega til kynna hvert stefhdi. Þegar þriðji trommari HAM, Arnar, gekk í bandið fyrir um tveimur árum má segja að sveitin hafi komist á toppinn. Nú hafa drengirnir skapað sér tilþrifamikla sér- stöðu og eru algjörlega óvald- aðir fremst á íslenska rokk- bestu lagahöfundum samtíð- arinnar og í heimskulegum stuðtextum slær Óttarr öll met; það góða er að hann þvælir meðvitað í ætt við það bjánalegasta sem frá íslensk- um textahöfundum hefur komið; Óttarr er Þorsteinn Eggertsson núkynslóðarinn- ar! „Musculus“ og „Sanity“ eru skínandi dæmi um rokk- snilli HAM og það nýjasta á plötunni. Með slíkan farang- ur ætti leið HAM að vera greið. Ef það er eitthvert rétt- læti í rokkheiminum næla HAM í samning úti í New York, þar sem þeir dvelja núna og gefa út sína fyrstu „alvöru“ plötu á árinu, eða sem fyrst. Þangað til verður „Sagan“ að duga. HAM SAGA ROKKSINS 1988-1993 NMD / JAPIS ★★★ ••••••••••••••••••••••••••• Eins og áður hefur komið fram á síðum PRESSUNNAR er þessi nýútkomna geisla- plata HAM safnplata. Hún rekur leið sveitarinnar á toppinn, en hvort við fáurn einhvern tímann toppinn eins og hann leggur sig er undir HAM komið. Þ.e.a.s. þetta er ekki það snilldar- rokkstykki sem hillti undir á ófáum ffábærum tónleikum sveitarinnar síðustu tvö árin. I gegnum sameiginlegan stuttmyndaáhuga kynntust þeir Óttarr Proppé og Sigur- jón Kjartansson árið 1988. Sigurjón hafði verið að dútla í bílskúrnum nokkuð lengi og átti lög á lager, þunglamalega samsuðu í beinum karllegg frá Swans og svipuðum þunglyndum New York- böndum. HAM varð til um vorið 1988 og Smekkleysa, sem þá var í uppsveiflu, gaf út plötuna „Hold“ um haustið. Strax þótti sveitin merkileg fyrir sérstakt útlit forystu- sauðanna; Sigurjón, þessi langi bólugrafni stráklingur sem söng eins og hann væri nýkominn af kóræfingu hjá Kaþólsku kirkjunni, og Ótt- arr, þetta skeggjaða skrípi sem rumdi sitt skemmtilega þvæluhnoð. Svipmeira tvíeyki hafði ekki skreytt íslenska GUNNAR HJÁLMARSSON hljómsveit síðan Helga og Jó- hann sungu diskóið hans Gunna Þórðar í Þú og ég. „Hold“ hefur lengi verið uppseld en er öll á safnplöt- unni. Þau fimm lög sem voru á henni eru vissulega börn síns tíma; spilamennskan og upptakan einföld en þó ljóst að HAM-stíllinn er orðinn nokkuð mótaður, grunnþátt- urinn kominn. Ævar Isberg, fyrsti trommari HAM, hélt sveitinni nokkuð niðri í fýrstu með of værukærum og ein- földum trommuleik. Sveitin þéttist til muna þegar næsti trommari, Hallur Ingólfsson, gekk í hana. Hann trommaði helminginn á „Buffalo Virg- in“-breiðskífunni á móti Ævari. Buffalo Virgin, sem kom út 1989, var þó ekki góð plata, hljómurinn ónýtur og of mörg lög ómarkviss og leiðinleg. Það er því ekki eftir- sjá í því að af henni skuli ekk- ert vera hér. Næst tók sveitin upp plötuna „Pimpmobile“, sem Smekkleysa ætlaði að gefa út í Bandaríkjunum 1991. Þar voru endurunnin lög af Hold og Bufifalo Virgin og nokkur ný. Hið ameríska útibú Smekkleysu fór þó á HAM Merkið tryggir gæðin! Sýningar • Björg Atla opnar mál- verkasýningu í dag, fimmtu- dag, 1 Gallerí Úmbru. Opiö þriöjudaga til laugardaga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14-18. • Elísabet Haraldsdóttir hefur opnaö sýningu á verk- um sínum í Geysishúsinu^.. Opið virka daga kl. 9-17 og um helgar kl. 11-18. • Ragnhildur Ragnarsdóttir sýnir grafíkverk í Stöðlakoti. Opiö daglega kl. 14-18. • Eggert E. Laxdal hefur opnaö málverkasýningu í Galleríi 11. • Mary Ellen Mark, einn þekktasti fréttaljósmyndari heims, sýnir Ijósmyndir á Kjarvalsstööum. Opið 10- 18 daglega. • Grímur Marínó Steinþórs- son, Helgi Gíslason og Sverrir Ólafsson sýna högg- myndir sínar I Ráöhúsinu f Reykjavík. '*■*“ • Ásmundur Sveinsson. Yfirlitssýning í tilefni aldar- minningar hans. Verkin spanna allan feril hans, þau elstu frá 1913 og þaö yngsta frá 1975. Opiö alla daga frá 10-16. • Jóhannes Kjarvai. Sumar- sýning á verkum Jóhannes- ar Kjarvals á Kjarvalsstöö- um. • Sindri Freysson sýnir Ijóð á Kjarvalsstöðum. • Ragna Ingimundardóttir sýnir keramíkverk í miörými Kjarvalsstaöa. Sýningunni lýkur 13. júní. • Tarnús sýnir málverk og11*1 skúlptúrí Portinu. Sýningin er opin frá 14-18 alla daga. • Inga Elín, Óli Már og Þóra Sigþórsdóttir sýna verk unnin meö mismunandi tækni í Listhúsinu í Laugar- dal. Sýningin er opin alla daga frá 10-18 nema sunnudaga 14-18. • Sally Mann, einn þekkt- asti og umdeildasti Ijós- myndari Bandaríkjanna, sýn- ir myndir á Mokka. Lýkur 20. júní. • Artika, samsýning Kjur- egej Alexöndru og Katrínar Þorvaldsdóttur f MlR-saln- um. Lýkur á sunnudag. Opiö virka daga kl. 10-17 og um helgar kl. 11-16. • Róska sýnir málverk sín í Sólon íslandus. • Ásgrímur Jónsson. Skóla- sýning stendur yfir í Ás- grfmssafni. Opiö um helgar kl. 13.30-16. • Orka & víddir — Borealis 6. Samsýning íslenskra og erlendra listamanna í Lista- safni íslands. Sýningunni lýkur 20. júní. • Manuel Mendive, Albertg,, Gutierrez, Mario Reis og Ragna Róbertsdóttir sýna verk sín í Hafnarborg á Listahátfö f Hafnarfiröi. Kúbumaöurinn. Opiö kl. 12-18, lokaö á þriöjudög- um. Stendurtil 30. júní. • Mariana Yampolsky og Jorge Huft sýna verk sín í listamiðstöðinni Straumi á Listahátíö Hafnarfjaröar. Sýningu lýkur 30. júní. • Nútíö viö fortíö nefnist viöamikil sýning í Þjóðminja- safninu í tilefni 130 ára af- mælis safnsins. Opiö alla daga nema mánudaga kl. 11- 17. Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar. Tildrög aö gerö lista- verks Sigurjóns við Búrfells- virkjun; sýndar Ijósmyndir, myndband, verkfæri og frumdrög aö listaverkinu. Opiö mánudaga til fimmtu- daga frá 20-22, laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Tónleikar á þriöjudagskvöld- um kl. 20.30. • Höndlaö í höfuöstaö er sýning í Borgarhúsi um sögu verslunar í Reykjavík.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.