Pressan - 10.06.1993, Side 28
S K I L A BOÐ
28
PRBSSAN
Fimmtudagurinn 10. júní 19S
HREINN OG JÓHANN Á
BIENNALINN...
> Næstkomandi sunnudag, 13.
} júní, verður alþjóðlegi tvíær-
ingurinn í Feneyjum á Ítalíu
opnaður. Þetta er áreiðanlega einhver
þekktasta alþjóðlega sýning sem hald-
in er í heiminum, þar sem listamenn
hvaðanæva koma saman á listrænu
^rflsherjarþingi. Áætlaður fjöldi gesta
skiptir hundruðum þúsunda. Fulltrú-
ar Islands að þessu sinni verða tveir;
Hreinn Friðfinnsson og Jóhann Ey-
fells. Báðir hafa sýnt nýlega í Lista-
saíhi íslands, Hreinn íýrr í vor og Jó-
hann síðastliðið haust. Jóhann er
einkum þekktur fyrir mikilúðlega
málmskúlptúra, sem hann hefur þró-
að um langt árabil suður á Flórída-
skaga þar sem hann er búsettur.
Hreinn, sem er einn af hinum upp-
runalegu íslensku konseptlistamönn-
um og býr þar að auki í Hollandi,
þykir fínlegri í efnistökum og henda
menn á lofti lýsingarorð eins og „sin-
fónískur“ og „lýrískur“ þegar verk
hans berast í tal. Hann er líka lausari í
rásinni en Jóhann og bindur sig aldrei
við tiltekin efhi eða aðferðir. Þeir ættu
því að mynda skemmti-
lega ósamstætt par í ís-
lensku pavilljón-
unni í Feneyjum.
S ý n i n g i n
stendur til
10. októ-
ber.
.
'
.
Ra{
/HU-S-IK
MYNDI.R
J'K'O
nst
\ JíiW, ÖRÐUR
f INTERNATIONAL
§ f ARTFESTIVAL
B 1 ICELAKD
V ALÞJOPLEC
, t LISTAHATIf>
I HAFNARFIRÐI
4.-30. JÚNÍ
1993
r Útileiktæki og^
busllaugar
verð kr. 10.500, stgr. kr. 9.975. verð kr. 17.600, stgr. kr. 16.720, fleiri
gerðir eru einnig fáanlegar.
Scndum j piskröfu. Kreditkort og
greiðslusamningar.
Varahlutir og viðgerðir. Verið vandlát
og verslið i Markinu.
. og vi
Stór busllaug, 122x244
cm. Sterkur dúkur með
botnlokum á stálgrind.
Sæti og viðgerðarsett.
Verð kr. 10.900, stqr.
10.355. Minni buslla
122x188 cm. Verð aðe
kr. 4.900.
414R
Ármúla 40 Simar 35320 - 688860
B
Meira melódískt popp:
Pláhnetan sáir og spáir í spilin
Pláhnetan, nýja sveitin hans
Stebba Hilmars, er byrjuð að sá
maísbaununum. Það verður popp-
að í sumar. Gamli hringurinn tek-
inn með trompi og er bandið þegar
að mestu bókað út árið. Sterkur
leikur í stöðunni var að gefa út plöt-
una „Speis“, sem kom út í vikunni.
Platan er þó ekkert speisuð heldur
full af gæðapoppi. En hvernig geng-
ur svo? Hvorki Pláhnetunni né Pel-
ican, sem Guðmundur Jónsson
gekk í, virðist hafa tekist að ná við-
líka hylli og Sálin hans Jóns míns
naut. Var kannski bara algjör vit-
leysa að hætta? Stefán og Sigurður
Gröndal sátu fyrir svörum um mál-
efhi Pláhnetunnar.
„Nei, alls ekki,“ fullyrðir Stefán,
„og Sálin er heldur ekkert hætt, við
höfum aldrei gefið út þá yfirlýsingu.
Hitt er annað mál að það er him-
neskt að vera í Pláhnetunni og að
því leyti sé ég ekki eftir neinu. Það er
að mörgu leyti miklu betri karma í
kringum þetta band en Sálina.“
Maður heyrir að fýrstu böHin hjá
ykkur hafi gengið skrykkjótt, en út-
koma plötunnar hlýtur að treysta
ykkur í sessi.
„Það er rétt, sumir tónleikar hafa
gengið illa en það er ekkert til að
byggja á. Við erum auðvitað ný
hljómsveit þótt við höfum mikla
reynslu sem spilarar. Við komum tfl
með að standa og falla með plöt-
unni okkar. Við reynum að gæta
hógværðar, en við teljum hana
mjög góða.“
„Við vorum ekkert að hanga yfir
þessu,“ segir Sigurður. „Upptakan
gekk ótrúlega smurt fyrir sig. Það
var eins og við værum Rolling
Stones eða eitthvað — mjög gott
rennsli.“
„Það kveður við svolítið annan
tón,“ útskýrir Stefán. „Við höfum
ekki sent mikið efni frá okkur á
plötu, og því var þetta allt mjög nýtt
og spennandi fyrir okkur, bæði
vinnslan og útkoman. Hún kom
okkur sjálfum á óvart.“
Það eru tvœr lagahöfundaklíkur á
plötunni; Stefán og Friðrik bassaleik-
ari setnja níu lög Sigurður og Ingólf-
ur hljómborðsleikari þrjú. Er tnerkj-
anlegur tnunur á klíkunum?
„Eg er svolítill pönkhundur í
mér,“ geltir Sigurður, „kannski þess
vegna sem ég fæ aldrei að koma
mínum lögum á framfæri! Heildin
er samt helvíti góð.“
En það eru engar tónlistarlegar
breytingar frá fyrri verkum?
„Jú, það eru áherslubreytingar.
En auðvitað er þetta bara popp. Það
er oft erfiðara að gera gott popp en
að vera frumlegur. Sérðu mig fyrir
þér sem djassgítarleikara?"
Nei.
„Span er eina lagið sem er í lík-
ingu við það sem Sálin gerði,“ segir
Stefán. „Þeir sem dæmdu Pláhnet-
una út frá því lagi eiga eftir að verða
hissa. Menn hljóta að líkja þessu
efhi við Sálina þar sem ég syng, en
að öðru leyti finnst mér allri viðlík-
ingu sleppa varðandi lagasmíðar og
sánd. Áherslubreytingarnar liggja í
því að nú eru þrír nýir og öðruvísi
spilarar komnir í dæmið. Það eru
samt engar breytingar í músík-
stefnu. Við fórum af stað með það í
huga að gera melódískt popp og það
er mikil samstaða innan bandsins
um að gera það.“
Að lokum: Hvernig líst ykkur á
þróunina í útgáfubransanum?
„Maður er eiginlega ekki búin:
að kveikja á perunni ennþá. Vi
fyrstu sýn virkar það Hla á mann a>
útgáfan sé að mestu leyti komin
eina hendi. Maður vonar bara a>
þetta verði ekki svona tfl ffambúðai
Samt veit ég að þetta kemur ekki t
með að hafa áhrif á það að meni
haldi áfram að gera góða tónlisi
Tónlistin nær út yfir gröf o
dauða.“
„Búúúú,“ segir Sigurður mei
draugalegum tilþrifum.
Gunnar Hjálmarssoi
Fjörug íljóð, gáskafullir gumar
Laugardaginn 12. júní
BOGOMIL FONT & MILLJÓ-
NAMÆRINGARNIR
Leika frá.kl. 23-03
GLANNABAR OPINN
eftir einn ei aki neinn
Aldurstakmark er 20 ár
Snyrtilegur klæðnaður áskilinn
Inngangseyrir 900 kr.
HREÐAVATNSSKÁLI
hjarta Borgarfjarðar
Smaauglysingan
Til sölu Til sölu
BMW 316 ’82 í ágætisstandi. Út-
varp + segulb. Verð 90.000 með
afb. eða 78.000 stgr. Uppl. í síma
12707 og 626775.
Til sölu______________________
gullfalleg þrennra dyra Honda
Accord ’82, innflutt ’89, skoðuð
’94. Góðar Pioneer-græjur fylgja.
Verð 210.000 eða 180.000 stgr.
Uppl. í síma 612949 og 626775.
Til sölu______________________
hvítur og blár Daihatsu Charade
árg. ’87, skoðaður ’94, í mjög góðu
standi. Ekinn 100.000 km. Góðar
græjur fylgja. Verð 340.000 eða
315.000 stgr. Uppl. í síma 612949.
Til sölu______________________
heimasmíðaður tjaldvagn, verð-
tilboð. Murata-faxvél, verð 35.000.
Tveir blautbúningar, stærð XL,
verðtilboð. Gasbyssa og bogi, verð-
tilboð.
eldhúsborð og barnarúm, selst
ódýrt. Óska eftir hjólbörum. Upp-
lýsingar í síma 686101.
Til sölu_____________________
gamall ísskápur (Kelvinator
117cm x 61cm) á gjafverði. Uppl. í
síma 76952. Pétur
Óskast_______________________
Óska eftir fjallahjóli til kaups.
Uppl. í síma 71244 milli 13 og 16.
Þorlákur.
Til leigu____________________
34 ffn einstaklingsíbúð við Lyng-
haga. Verð kr 22.000 á mánuði.
Uppl. í síma 12707 og 626775.
Til sölu_____________________
Dodge Diplomat árg. 79. 2 dyra.
Sjálfskiptur með 318 cyl. vél.
Þarfnast lagfæringar. Verð 65.000
stgr. Uppl. í síma 625607.