Pressan - 08.07.1993, Page 4

Pressan - 08.07.1993, Page 4
FRETTI R 4 PRESSAN Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 íþróttaaf- rek karl- anna „Meðan vaðandi karl- remba flœðir yfir síður dag- blaðanna (sumra) og sjálft ríkisútvarpið með sína annars ágœtu íþróttafréttamenn lœt- ur eins og íslenskar konur í Evrópukeppni séu eitthvert óþekkt þjóðarbrot óskylt Is- lendingum, er ekki á góðu von...Samkvsemt fréttum sem birtust dag eftir dag var ísland (les: karlalandsliðið) að keppa í brids og svo var þarna einhver kvennasveit. „ísland féll í 5. sætið á brids- mótinu11 sagði í fyrirsögn á Morgunblaðinu 17. júní og var þá auðvitað átt við karla- sveitina. Undirfyrirsögn: „Kvennaliðið vann fyrsta sig- ur sinn gegn ólympíumeist- urum Austurríkis". Það þótti meiri frétt að mati blaðsins að karlarnir rúlluðu niður en að konurnar ynnu stórsigur á sjálfum ólympíumeistur- unum.“ Kristín Ástgeirsdóttir í Morgunblaðinu. Skapti HaUgrímsson, yfir- maður íþróttadeildar Morg- unblaðsins: „Ég get fullvisað bréfritara um að kvenfyrirlitning er ekki til staðar á íþróttadeild Morgunblaðsins og því fer fjarri að þar séu menn settir í kyngreiningu. Það sést best með því að fletta íþróttakálf- inum frá síðasta þriðjudegi, þar sem mikið er fjallað um konur í tengslum við meist- aramótið í frjálsum íþrótt- um. Eflaust eru karlar meira í sviðsljósinu í fjölmiðlum, en þá aðeins sökum þess að þeir eru meira áberandi á íþrótta- sviðinu. Konum var þó gert hærra undir höfði í umfjöll- un Morgunblaðsins um Wimbledon mótið í tennis og af þeirri einföldu ástæðu, að úrslitaleikur kvennanna var miklu dramatískari og skemmtilegri og mun meira spennandi." Fftlldíir á söguprófi „Grtpum „af handahófi“ niður í sögusafni Baldurs [Hermannssonarj. Eins og þegar hefur kotnið fram er hann oft á tíðum seinheppinn í vali þeirra, virðist ekki nenna að rannsaka mála- vöxtu eða hann lokar augun- um fyrir staðreyndum...Ég hlýt að spyrja Menningar- sjóðs-stjórnina, og Gísla Gunnarsson, hreint út: Eru þœttir Baldurs fullboðleg ís- landssaga að ykkar áliti? Og þar sem mér er sagt að Guðni Guðmutidsson, rektor MR, hafi verið einn þremenning- anna er veittu Baldrí milljón- irtiar vil ég beina þeirri spurn- ingu til hatis hvort sá sögu- kennari fyrirfmnist í MR er hefði geftð Baldri annað en falleinkunn fyrir þáttaröðina um þjóð í hlekkjutn?“ Jón Hjaltason í Lesbók Morgunblaðsins. Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavílc „Stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva er ekki rit- skoðari. Hún veitir styrki út á áhugaverðar hugmyndir en skiptir sér ekki af úrvinnslu þeirra hugmynda sem hlýtur að vera á ábyrgð framleið- anda. Ég tek ekki að mér að gerast böðull þeirra sem segja váleg tíðindi og vil ekkert segja um rökfærslu og/eða hysteríu gagnrýnenda Bald- urs Hermannssonar. Um smekkvísi þess að blanda skóla mínum í þetta mál læt ég aðra dæma.“ Hörmung- arunga fólksins „Ein þeirra sagðist hafa séð tnikið af slagsmálum á laug- ardagskvöldið og utn nóttina. „Það var líka eitthvað utn nauðganir," sagði hún. Stelp- urnar sögðust hafa orðið var- ar við sölu á bruggi á svœðinu og einnig á fíkniefnum...Þá voru þœr afar óhressar með salernisaðstöðuna sem þœr sögðu að hefði verið hörmu- leg. „Það yfirfylltist allt og var hrœðilega ógeðslegt strax á föstudeginum. Fólkið þurfti að gera þarfir sínar á víða- vangi“. Margrét Björnsdóttir, Atina Aðalsteinsdóttir og íris Krist- bergsdóttir 16 ára í DV. Sveinn Kjartansson, annar framkvæmdastjóri útihátíð- arinnar í Þjórsárdal: „Þetta er nú orðum aukið hjá þeim stúlkunum. Salern- ismálum var kippt í lag eins fljótt og hægt var. Vín var ...fyrirad koma út úr skápnum sem sídasti yfirlýsti kommúnistinn á íslandi. vissulega haft um hönd en án teljanlegra vandræða og slagsmál voru mjög lítil. Um fíkniefnaneyslu veit ég ekkert og við höfum ekki fengið neitt staðfest frá lögreglu um að nauðganir hafi átt sér stað. Útihátíðin í Þjórsárdal hefði að mati okkar sem að henni stóðum ekki getað farið bet- ur ffam.“ Ranghugmyndir Á dögunum leit dagsins Ijós nýtt tímarit, Níu næt- ur, sem er ársrit Ásatrúarfélags- ins og fjallar um heiðinn sið, bæði frá fræðilegum og trúarlegum sjónarhóli. Ása- trúarmaðurinn Þorri Jóhannsson er annar ritstjóra Níu nótta. Var þörfin á slíku riti orðin brýn? „Það hefur staðið til í ein 20 ár að gefa út ársrit þar sem sjónarmið ásatrúarmanna og heiðinna manna koma ffam, en góðir hlutir gerast hægt. Eins og allir vita er umfjöllun fjölmiðla um heiðna trú mjög yfirborðsleg, eðlilega. Fyrstu árin eftir að félagið hóf starf- semi var það mikið notað sem skrípaleikur í fjölmiðlum og þótti sniðugt. Við vorum því teknir mátulega alvarlega. Þótt birst hafi nokkur við- töl við ásatrúarmenn í fjöl- miðlum hefur aldrei komið nægilega skýrt ffam hvað við erum í raun að fara. Það var því kannski fyrst og fremst yfirborðsleg umfjöllun fjöl- miðla sem réð því að ráðist var í útgáfu Níu nótta, en tímaritið er vettvangur dýpri umfjöllunar og er fyrir fólk sem enn nennir að lesa. Auk þessa á heiðin trú greinilega vaxandi fylgi að fagna, bæði hér og erlendis.“ Eru metttt í stórum stílfarn- ir að snúast til heiðitmar trú- ar? „Áhugi íslendinga á heiðni hefur aukist mjög síðustu ár, félagið telur nú um 150 manns og er í vexti. Ásatrúar- félagið er vel þekkt víða er- lendis svo sem á Norðurlönd- unum, Englandi, Þýskalandi og í Bandaríkjunum þar sem litið er á okkur ásatrúarmenn á Islandi sem einhvers konar fyrirmynd. Það voru ekki síst trúbræður okkar í öðrum löndum sem sýndu áhuga á að við létum ffá okkur heyra á prenti. Því er meiningin að þýða úrdrætti úr Níu nóttum yfir á önnur tungumál og selja erlendis, svo menn geti fylgst með því sem við erum að gera hér uppi á íslandi.“ Kanntu skýringu á auknutn áhuga meðalfólks? „Síðastliðinn áratug hefur ýmislegt vaðið uppi í trúmál- um og víða hafa heiðnir hlut- ir verið teknir upp að nýju. Nýaldarhreyfingin hefur til dæmis fært ýmsar gamlar guðspekikenningar og heiðna forneskju í markaðs- og fjöl- miðlaumbúðir og greinilegt er að menn eru farnir að snobba fyrir ýmsu úr heiðinni trú. Kirkjan hefur engin sér- stök svör við þeirri efnis- hyggju- og tæknitrú sem ógn- ar náttúrunni, hún er aðeins opinber stofnun sem heldur utan um samfélagið með hefðbundum athöfnum. Því leitar fólk annað. Það er tómarúm í efnis- hyggjunni og maður verður að hafa trú til að fylla upp í þetta tómarúm. Umffam allt eru þó tengsl við það gamla og söguna nauðsynleg. Sá sem þekkir ekki söguna lifir í lausu lofti. Áhugi á dulspeki, austrænni speki og ýmsum trúarbrögðum hefur verið mikill síðastliðna áratugi og margir eru mjög leitandi. Hér heima eru sumir farnir að átta sig á því að við höfum þetta beint fýrir ffaman okk- ur, í íslenskri trú. Það þarf þvi ekki að leita langt.“ Reka ásatrúarmenn öflugt trúboð? „Nei því fer víðs fjarri, enda er það ekki talið æskilegt. Það eru miklu fleiri heiðnir sem menn standa utan félagsins en innan þess. Trúmál eru viðkvæmt mál hér enda þótt íslendingar tali mikið um þau. Allir sem aðhyllast heiðna trú geta að sjálfsögðu gengið í félagið og ættu auð- vitað helst að gera það, en það er enginn sem hvetur þá. Ef maður uppgötvar að hann er heiðinn getum við ásatrúar- menn skorað á hann að ganga í félagið. En það er eng- inn sem reynir að „frelsa“ fólk. Þess þurfum við ekki.“ Verðið þið enn mjög varir viðfordóma meðalfólks? „Það eru auðvitað margir sem botna ekkert í því sem debet Birgir Hermannsson kredit við erum að gera og líta því á okkur sem tímaskekkju. Ýmsir hafa staðið í þeirri meiningu að heiðin trú sé einhver baðstofumenning, þar sem við sitjum saman í ullarpeysum og kveðum rím- ur. Þegar fólk hins vegar hef- ur kynnt sér málið og gluggað í gömlu fræðin, sér það að heiðni á við enn þann dag í dag.“ Nœsta verkefni félagsins? „Okkur Ásatrúarmenn bráðvantar húsnæði undir trúarlega miðstöð og mark- miðið er því að byggja hof. Hingað til höfum við ekki haft fjármagn til þess en að því kemur þó vonandi fýrr en síðar. Auk þess sem við hefð- um fullt not fyrir slíkt hof, myndi það vafalaust vera mikið aðdráttarafl fýrir er- lenda ferðamenn.“ „Birgir er náttúrugreindur maður með einstaka hæfileika til að greina okkar pólitíska umhverfi á óhlut- rænan hátt. Hann hefur alltaf fýlgst vel með þjóðmála- umræðu og var byrjaður á leiðurum blaðanna áður en hann kláraði Litlu gulu hænuna og kunni skil á ótrú- legustu hugtakaskrímslum félagsvísindanna löngu fýrir fermingu. Hann er laus við hleypidóma, óflebbinn, heiðarlegur og hógvær og menn ættu ekki að láta blekkjast af viðmótsþýðu og prúðu fasi, því Birgir er harður í hom að taka“ segir Adolf Friðriksson fom- leifafræðingur og æskuvinur Birgis ffá Akranesi. „Birgir Hermannsson hefur unnið hjá mér í rannsókn- arvinnu í Háskólanum. Hann er góður starfskraftur, vel gefinn og sjálfstæður og einkar ljúfur í öllu við- móti“ segir Stefán Ólafsson prófessor í félagsvísinda- deild,en þar hafa þeir kennt báðir, Birgir reyndar til skemmri tímaABirgir var góður nemandi og honum hefur gengið vel í framhaldsnámi“ segir Mikael Karls- son dósent í heimspekideild Háskóla íslands.“Birgir er skemmtilegur og duglegur og líklega besti náms- maður sem ég hef kynnst“ segir Sólveig Hrafnsdóttir líffræðingur sem var samtíða Birgi í Háskóla íslands. „Birgir virðist stundum dvelja í annarri tímatalsffæðilegri vídd en aðrir menn og tek- ur sér of langan tíma í viðfangsefnin. Hann hefur ekki látið mannkyninu eftir að njóta fræðilegra affeka sinna, vegna einhvers blend- ings af fágunarsýki og hógværð sem er afleið- ing af eðlislægri sérhlífni hans. Þetta ber hann utan á sér á sýnilegan hátt að ffamanverðu í formi bumbu sem stækkar ört. Ég hef áhyggj- ur af þessari bumbu hans og hann veit það“ segir Adolf Friðriksson fomvinur Birgis, skóla- bróðir, og drykkjufélagi. „Helsti galli Bhgis er sá að hann skuli hætta að vinna hér og fara að vinna fýrir stjómmálamenn“ segir Stefán Ól- afsson forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Islands. „Þetta er góður strákur og ég get ekkert sagt um hann nema gott“ segir Mikael Karlsson lærifaðir Birgis úr heimspeki. „Ef ég ætti að finna á Bhgi einhvem galla þá gæti ég helst ímyndað mér að hógværðin yrði honum fjötur um fót“ segir Sólveig Hrafns- dóttir nýbökuð móðh og gömul vinkona Birgis. Bírgir Hermannsson stjórnmálafræðingur hef- ur verið vallnn aðstoðarmaður Össurar Skarp- héðinssonar umhverflsráðherra. Hleypidómalaus og heið- arlegur— eða fágunar- sjúkur og allt ofhógvœr.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.