Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 14
S KOÐA N I R
14 PRESSAN
Fimmtudagurinn 8. júlí 1993
PRESSAN
Útgefandi Blað hf.
Ritstjóri Karl Th. Birgisson
Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson
Markaðsstjóri Siguröur I. Ómarsson
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Nýbýlavegi 14 - 16, sími 64 30 80
Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 3190,
auglýsingar 64 30 76
Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85,
dreiflng 64 30 86. tæknideild 64 30 87
Áskriftargjald 798 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO
en 855 kr. á mánuöi annars.
PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu
Húsnæðismiðlun
Markúsar Arnar
1 Reykjavík sofa atvinnuleysingjar vikum saman í bílunum sínum
af því að þeir eiga ekki þak yfir höfuðið. Hið félagslega aðstoðar-
kerfi, sem komið hefur verið upp, hefur líklega aldrei ráðið við að
sinna þörfinni fyrir ódýrt húsnæði, en í kreppu og atvinnuleysi
verður vandinn slíkur að neyðarástand myndast; fólk, foreldrar og
böm, bíður mánuðum og ámm saman eftir húsnæði. Býr á meðan
inni á ættingjum. Eða í skúmm. Eða í bílunum sínum.
I kerfi fátæka fólksins er beðið í biðröð; þar eiga að gilda sann-
gjamar, almennar reglur um hver fær úthlutað. Á sama tíma hefúr
hins vegar einn embættismaður borgarinnar, borgarstjórinn, í
hendi sér að ráðstafa um það bil sex íbúðum til leigu. Engar reglur
eru um á hvaða forsendum hann úthlutar þessum íbúðum; þar
gætu gengið fyrir ættingjar, vinir og kunningjar eða pólitískir skoð-
anabræður. Við vitum ekki til þess að svo hafi verið gert, en stjóm-
málamenn em þekktari að öðm en að standast freistingar sem fýrir
þá em lagðar.
Eitt er þó víst: dæmi af slíkri úthlutun, sem rakið er í PRESS-
iJNNI í dag, sýnir að það em ekki þeir mest þurfandi sem borgar-
stjóri veitir húsaskjól. Þar er um að ræða konu sem vinnur mikið og
hefúr þess vegna of miklar tekjur til að hún eigi rétt á aðstoð félags-
lega kerfisins. Hún var í húsnæðisvandræðum, eins og fjölmargir
aðrir þótt tekjuháir séu, og leitaði til borgarstjóra. Hjá Markúsi Emi
Antonssyni var hægt að fá 140 fermetra, fjögurra herbergja íbúð fyr-
ir 25 þúsund króna leigu á mánuði. Það er minna en almennt er
greitt fyrir tveggja herbergja íbúðir á ffjálsum markaði.
I sjálfú sér er ekki við konuna að sakast; það myndu eflaust marg-
ir flokka undir sjálfsagða sjálfsbjargarviðleitni að leita allra ráða í
húsnæðisvandræðum. Og taka kostaboði þegar það gefst.
Þessi húsnæðismiðlun borgarstjórans brýtur hins vegar hrotta-
lega á almennum siðareglum og jafnræði borgaranna gagnvart op-
inberum aðilum. Það gengur einfaldlega ekki að geðþóttaákvarðan-
ir stjómmálamanna ráði því að fáir útvaldir fá hræódýrt húsnæði
ffá borginni á meðan fátæklingar bíða tugum saman í röðum eftir
þaki yfir höfúðið. Það tíðkaðist í Sovétríkjunum, en á ekki að gerast
hér.
Rétt er að hafa í huga, að ekkert hefúr komið ffam sem bendir til
„spillingar" í hinum venjulega skilningi þess orðs, þ.e. að pólitískum
jábræðmm, ættingjum eða öðmm slíkum hafi verið hyglað. Fyrir-
komulagið eitt býður hins vegar upp á spillingu og í það minnsta ýt-
ir undir rótgróna vantrú á stjórnmálamönnum og aðstöðunni sem
þeir hafa. Þeir, sem búa til slíkt kerfi og viðhalda því, geta ekki búizt
við öðm en vantrúarhnussi næst þegar þeir halda ræðuna sína um
sanngimi og almennar leikreglur.
BLAÐAMENN Bergljót Friöriksdóttir, Friörik Þór Guömundsson,
Guörún Kristjánsdóttir, Gunnar Flaraldsson, Jim Smart
Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Margrét
Elísabet Ólafsdóttir, Pálmi Jónasson,
Sigríöur H. Gunnarsdóttir prófarkalesari,
Snorri Ægisson útlitshönnuöur, Steinunn Halldórsdóttir,
Telma L. Tómasson.
PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason.Einar Karl Haraldsson,
Guömundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
Hrafn Jökulsson, Hreinn Loftsson, Möröur Árnason,
Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjamardóttir,
Össur Skarphéöinsson.
Llstlr: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guömundur Ólafsson,
kvikmyrdir, Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson
popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal \eiklist.
Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Kristján ÞórÁrnason,
Snorrí Ægisson, Einar Ben.
AUGLÝSINGAR: Ásdís Petra Kristjánsdóttir, Pétur Ormslev.
Setning og umbrot: PRESSAN
Filmuvinnsla, plötugerö og prentun: 0DDI
STJÓRNMÁL
Var hvítabjörninn hassisti?
Það var eitthvað svo íslenskt
við þetta...
Um daginn var drepinn
hvítabjöm sem er alffiðaður í
heimkynnum sínum sam-
kvæmt alþjóðasamningi. Við-
töl Fréttastofu Útvarps við þá
sem hengdu hvítabjörninn
báru svip af karlmannlegum
stórafrekum og þeir nefndu
það sérstaklega dáð sinni til
aukins hetjuljóma að sjálfsagt
mundu „einhver samtök“ rífa
kjaft. Það sýndi ekki annað en
það að hér færum við íslands-
menn ffam í okkar náttúrlega
rétti á norðurslóðum.
Ekki löngu síðar bárust
fféttir af því að bítillinn Paul
McCartney væri á tónleika-
ferð með myndir gegn hval-
veiðum þar sem meðal annars
sæist í íslenska hvalbáta. Stöð
tvö bar þessi tíðindi af einum
kunnasta tónlistarmanni 20.
aldar undir fulltrúa hvalveiði-
hagsmuna á landinu, og þeir
glottu báðir við tönn og
spurðu hvor á fætur öðrum
hvað Páll þessi vildi uppá
dekk: hann væri ffægur hass-
isti og örugglega orðinn kol-
ruglaður af dópneyslu og öðr-
um ólifnaði. Svo fór
Nammkó- ráðstefnan öll í
lokasjúss útá hvalbátum.
Hvítabjörninn er ekki það
sama og hvalveiðarnar. Og
það datt engum í hug að
hvítabjöminn væri réttdræpur
vegna hassreykinga. Þessi mál
eiga það þó sameiginlegt að
við, sem málstaður okkar er
réttlátur af sjálfúm sér, við lát-
um okkur í léttu rúmi liggja
hvað einhver samtök og út-
lenskir kújónar eru að blaðra.
Hér ríkjum við og gerum það
sem okkur sýnist þegar okkur
sýnist. Kóngar allir hreint.
Fjölmiðlar og stjórnmála-
menn vilja fæstir spilla þessu
hugarástandi. Um hvalamálið
er fjallað einsog landsleik í fót-
bolta, og pólitíkusarnir reyna
MÖRÐUR
ÁRNASON
að sýnast sem glaðbeittastir.
Bakvið tjöldin eru svo smíð-
aðar skýrslur einsog sú'sém
Morgunblaðið leyfði sér að
birta um helgina úr utanríkis-
ráðuneytinu. Þar voru sett
ýmis spurningarmerki við
stefnuna í hvalamálum, enda
var skýrslan ekki ætluð al-
menningi.
Kóngar allir hreint. Þetta
getur verið þægileg tilfinning.
Svona líður mönnum einmitt
off effir tvo eða þrjá tvöfalda -
en einsog slíkar veigar geta
verið upprífandi þá duga þær
ekki alminlega til annars en að
láta sér h'ða vel nokkur andar-
tök.
Hér eru nokkur ráð til að
verða edrú aftur í hvalamál-
unum:
Hvalastofnamir em alþjóð-
legir. Við eigum ekki hvalina
einsog fiskinn í landhelginni
okkar. Samkvæmt hafféttar-
sáttmálanum fræga verða
þjóðir heims að koma sér
saman um nýtingu hvalanna
eða friðun. Þeir eru sumsé
hluti af sameiginlegri arfleifð
mannkyns, og þessvegna hafa
Paul McCartney, Birgitta
Bardot og annað béans pakk í
útlöndum einfaldlega jafn-
mikinn rétt um ráðstöfun
þessara stofna og Jón og
Gunna.
Gild rök mæla með ffam-
haldsbanni á allar hvalveiðar.
Algert og nær undantekning-
arlaust bann við hvalveiðum
gengur gegn þeim hagsmun-
um íslendinga að geta nýtt
auðlindir hafsins á skynsam-
legan hátt. Þarfyrir er óþarfi
að gera lítið úr ýmsum rökum
fyrir framhaldsbanni. Það
gekk mjög erfiðlega að ná eft-
irliti með hvalveiðum og
stjórn á þeim, og gerðist raun-
ar ekki fyrr en margir stofn-
arnir voru uppveiddir. Ýmsir
náttúruverndarmenn segja nú
að þótt einstakir stofnar séu
úr slíkri hættu verði heildar-
hagsmunir að ganga fyrir, -
hvalveiðiríkjunum sé einfald-
lega ekki treystandi til að hefja
veiðar á ný á þessu stigi.
Hvítabjarnardráp af ýmsum
toga er auðvitað besti rök-
stuðningurinn sem þeir geta
fengið fyrir slíkri afstöðu.
Þegar við hneykslumst sem
mest hérlendis á friðunar-
sinnum er okkur hollt að
minnast þess að sömu sjónar-
mið liggja að baki ýmsum
hefðum okkar og venjum,
lögbundnum eða ekki, til
dærnis hinni íslensku alfriðun
á álff, Ióu eða æðarfugli.
Hrefnur og stórhvalir eru
sitt hvað. Það er sérkennilegt
að sjá þá saman á hvalaráð-
stefnum Hrefftu-Konráð ann-
arsvegar og Kristján Loftsson
forstjóra Hvals hf. hinsvegar.
Margt bendir til að hinn
hressilegi og vígreifi hrefnu-
maður að norðan gegni inn-
anlands og alþjóðlega einkum
því hlutverki að draga áróð-
ursvagninn fyrir Kristján og
félaga. Þegar bannið skall á
lögðu íslensk stjórnvöld enga
áherslu á að verja rétt okkar til
staðbundinna hrefnuveiða.
Þeim byggðum var fórnað í
heilu lagi fýrir ffægar vísinda-
veiðar Hvals hf., sem enduðu
einsog menn muna með al-
gjörri en dulbúinni uppgjöf af
lslendinga hálfu. Ekki er ólík-
legt að á sínum tíma hefði get-
að fengist undanþága á hrefn-
una ef eftir hefði verið leitað -
vegna þess að hrefhuveiðamar
hér eiga ýmislegt sameiginlegt
með ffumbyggjaveiðum en
ekki mjög margt með iðn-
væddri hvalaslátrun á úthöf-
„Málstaður okkar
er ekki sameigin-
legurþeim ríkjum
öðrum sem hafa
streist á móti í
hvalveiðideilunni.
Samstarfið við
þessi ríki gerir ís-
lendinga þeim
samseka og sam-
dauna að rökum.
Við eigum að slíta
samstarfinu innan Nammkó, ganga aftur
í Hvalveiðiráðið og halda þar uppi okkar
eigin málflutningi. “
unum.
Samstarf við „hvalveiði-
þjóðir“ spillir íslenskum mál-
stað. Hinn raunverulegi ís-
lenski málstaður er ennþá sá
sami og í landhelgisdeilunum:
Við lifum á sjávarafurðum og
engu öðru, þessvegna verðum
við að nýta okkar auðlindir
þannig að þær eyðist ekki, og
þessvegna verðum við að fá að
nýta allar þær endurnýjanlegu
auðlindir sem við höfum að
aðgang. Þessi málstaður er
ekki sameiginlegur þeim ríkj-
um öðrum sem hafa streist á
móti í hvalveiðideilunni, til
dæmis Japan sem stundar
verulegan hluta sinna veiða
órafjarri heimaslóð og hefur
hingaðtil gefið skít í verndar-
rök í þessum efnum. Sam-
starfið við þessi ríki gerir ís-
lendinga þeim samseka og
samdauna að rökum. Við eig-
um að slíta samstarfinu innan
Nammkó, ganga á ný í Hval-
veiðiráðið og halda þar uppi
okkar eigin málflutningi.
Hvalamálið er tapað í
nokkra áratugi. Ekkert bendir
til að hvalabanninu verði af-
létt og skipulögð skynsamleg
nýting hvalastofha næsta ára-
tug eða tvo. Skærur kunna að
vísu að halda áffam í norsk-
um stíl eða japönskum, þar
sem hvalveiðiríki tekur al-
þjóðlega áhættu í krafti valds,
auðs eða álits, og er reiðubúið
að leggja undir verulegt fé úr
öðrum tekjulindum sínum.
Slíkur skæruhernaður gæti
raunar tafið hvalveiðar ffekar
en að flýta þeim. Ætli Islend-
ingar í slík ævintýri er mikil-
vægt að skilja fyrst að fé til
þess yrði ekki tekið annarstað-
ar en útúr sjávarútvegnum.
Fjórir milljarðar til að byrja
með, segir skýrsla utanríkis-
ráðuneytisins.
Það getur vel verið að Paul
McCartney reyki hass. Það
kemur bara ekki málinu við.
Höfundur er íslenskufræöingur.
Hildarleikur Steingríms J.
Það er ekki alltaf tekið út
með sældinni að vera þing-
vörður. Þegar ég byrjaði að
skrifa í þetta virta vikublað
kallaði Friðrik Ólafsson mig
inn á teppið til sín. Hann
spurði hvort ekki væri orðið
tímabært að ég færi á eftir-
laun, takk fyrir. Hann var eitt-
hvað úfinn í skapinu enda ný-
kominn úr skákkeppni þar
sem kínverskar smámeyjar
rúlluðu honum upp. (Með
þessu áffamhaldi fer Frikki að
tapa fyrir flóðhestum eins og
Dóra Blöndal, og þá er nú
vandséð hvað hann hefúr að
gera hér í þinginu, blessaður
anginn.)
En það er ekki auðhlaupið
að því að hrófla við mér. Ég
byrjaði sem þingvörður í tíð
fjórða ráðuneytis Ólafs Thors.
Árið 1955.
Þetta var árið sem elsti nú-
lifandi íslendingurinn fæddist:
Steingrímur J. Sigfússon.
Gamlir kunningjar mínir úr
Þingeyjarsýslu segja að Stein-
grímur hafi orðið sköllóttur
snemma í bamaskóla, og ver-
ið kallaður afi af jafnöldrum
sínum í tíu ára bekk.
Ég hef kunnað vel við Stein-
grím síðan hann varð þing-
maður fyrir réttum tíu árum,
28 ára gamall öldungur. 111-
gjarnar tungur héldu því að
vísu ffam að þegar Steingrím-
ur kom til starfa hafi meðal-
greind þingflokks Alþýðu-
bandalagsins lækkað til muna.
Sömu slefberar segja hins veg-
ar að það sé til marks um
ástandið á þeim bæ núna, að
ef Steingrímur gerðist aftur
íþróttafréttaritari myndi með-
algreindin lækka enn meira.
En Steingrímur er drengur
góður og gersneyddur þeim
hvimleiða hroka sem þjakar
svo marga þingmenn. Hann
beinlínis gerir sér far um að
spjalla við mig og ef ég vissi
ekki betur þá héldi ég að eng-
inn annar nennti að tala við
hann. Steingrímur hefur ein-
att boðið mér að súpa á gö-
róttum þingeyskum landa
uppi í Hlaðbúð (þingflokks-
herbergi AJþýðubandalagsins,
innskot PRESSUNNAR) þeg-
ar þreytandi umræður um
fjárlög eða álíka leiðindi
standa í þingsölum. í Hlað-
búð hefur Steingrímur líka
ýmsa hildi háð sem ég tel ekki
rétt að gera að umtalsefhi í
fjölskyldublaði.
Ég átti einmitt leið framhjá
Hlaðbúð eftir að Frikki gerði
hina ótímabæru og algerlega
misheppnuðu tilraun til að
senda yðar einlægan á eftir-
laun.
Hurðin var í hálfa gátt og
þeir voru að rífast, Óli grís og
Steingrímur. Það er svo sem
ekkert nýtt. Steingrím langar
að verða formaður og per-
sónulega finnst mér að Ólafúr
eigi að leyfa honum það. En
röddin sem barst úr Hlaðbúð
var ísköld:
„...það er auðvitað alveg
ljóst að þegar þú varst ráð-
herra keyptirðu fasteignir á
ríkisjörðinni Kirkjuferju á 50
milljónir. Það er auðvitað al-
veg ljóst að það var um það bil
50 milljónum of mikið fyrir
húskofa utan um gjaldþrota
loðdýrabú. Það er auðvitað al-
veg ljóst að lögum samkvæmt
bar þér auk þess að fá leyfi hjá
ríkisstjórninni. Það er auðvit-
að alveg ljóst að það gerðir þú
ekki og það er auðvitað alveg
ljóst að fyrir það hefði átt að
draga þig fyrir landsdóm. Þú
verður aldrei formaður, gamli
minn. Það er auðvitað alveg
ljÓst“
Grafarþögnin sem barst úr
þingflokksherbergi Alþýðu-
bandalagsins var næstum
áþreifanleg, og einungis rofin
af lágu og sjálfsánægju-
þrungnu snörli Ólafs.
Ég ætlaði að læðast framhjá
dyrunum þegar undrið skeði
allt í einu.
Ég lýg ekki, lesendur góðir,
nú ffernur en endranær, þegar
ég segi að ægiskær ljóskeila
hafi skyndilega brotið sér leið
út um dyrnar:
Steingrími J. Sigfússyni
hafði beinlínis dottið eitthvað
íhug.
„Ulla la,“ hrópaði hann
sigri hrósandi. „Þú snýrð ekki
svona á mig! Það varst þú sem
lést mig kaupa þessa helvítis
húskofa til að bjarga einhverj-
um frænda þínum. Eða var
það frændi smokkasalans í
Birtingi, formanns minnsta
aðdáendaklúbbs í heimin-
um?“
Minn maður bókstaflega
jarmaði af ánægju.
Frá Óla barst hins vegar
torkennilegt hljóð: „Fnhj.“
Svo heyrðist hvernig nef-
kirtlarnir flöttust út á veggn-
um. Splass.
Ja, hann afi. Hann er rétt að
byrja í pólitík.
Oddur þingvörður er hugarfóstur
dálkhöfunda, en efnisatríði og
aðrar persónur byggjast á raun-
veruleikanum.
„Grafarþögnin sem
barst úr þing-
flokksherbergi Al-
þýðubandalagsins
var nœstum áþreif-
anleg, og einungis
rofin aflágu og
sjálfsánægju-
þrungnu snörli
Ólafs Ragnars. “