Pressan - 08.07.1993, Síða 19

Pressan - 08.07.1993, Síða 19
HUGSJÓNADJAMM Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 PRESSAN 19 I bi á Jslandi, Jóhannes B. | Skúlason fasteignasali og f framkvæmdastjóri, Róbert Ami ásamt fríðu föruneyti, Við mælum með Hugsiónsstarf Þá er loksins hægt að færa sveitaballafílinginn heim í stofu því nú er komin út AgnarJón Egilsson Er leikari og skemmtanastjóri einkaklúbbsins og segir það fara vel saman. safndiskur með öllum helstu dreifbýlis grúppunum sem þekktar eru í sinni heimabyggð en síður annars staðar. Þetta er einkaframtak ungs Akur- nesings Ríkharðar Harðarsonar, sem leikur með hljómsveitinni Draumalandinu og á eitt laganna á diskinum. „Við í Draumalandinu reyndum að komast með lög á safnplötu hjá stóru útgáfufyrirtækjun- um en það tókst ekki. Við vissum af því að fleiri væru í sömu sporum svo að ég ákvað að gera þetta bara sjálfur. Það er meira af hugsjón sem maður gerir þetta, þvl í dag græðir enginn á útgáfubisness" sagði Ríkharður sem dags daglega starfar á dekkjaverkstæði á Akranesi. Hljómdiskur þessi ætti að höfða til þjóðemisstolts landans því hann er í fánalitunum,og hefur verið gefið nafnið Landvættarokk. Hljómsveitirnar sem eiga lög á safndiskinum eru m.a.: Sniglabandið, Örkin hans Nóa með látúnsbarkann Amar Frey Gunnarsson innanborðs, Gloria frá Húsavík og hljómsveitin Austurland að Glettingi, frá Egilsstöðum. Þarna er líka að finna sveitirnar: Óðfluga, Munkar í meirihluta og Kredit frá Akureyri. Hljómsveitin Pan- demóníum leggur einnig til tímamótaverkið:“Þú ert í skónum mínum". Áhugamenn um íslenska tónlist ættu að grípa þetta tækifæri og verða sér út um þessa viðbót í ís- lenska tónlistarflóru. Svo væri ekki úr vegi að grafa upp gamla fylleriis-mexíkanahattinn og brennivínsflöskuna. Þá geta menn haldið sitt privat sveitaball sjálfir. Djammfíklar sem kunna að lifa „Það er óneitanlega auðveldara að lifa lífinu sértu einkaklúbbsmeðlimur,“ segir hinn leik- listarmenntaði Agnar Jón Egilsson skemmt- anastjóri einkaklúbbsins sem segist hafa óvænt lent í skemmtilegri hringiðu og ákvað því fyrst að snúa sér að markaðsmálum áður en hann færi að markaðssetja sjálfan sig sem leikara. Einkaklúbburinn stendur sem fyrr fyrir ýmsum uppákom- um út um borg og bæ. Má þar nefna dansleik í Casablanca 14. júlí, það ball verður aug- lýst upp sem suðrænt ball, í framhaldi af skemmtiferð klúbbsins til Cancun á dögun- um. Selfoss verður viðkomu- staður klúbbfélaga 24. þessa mánaðar með tilheyrandi hestaferð og dansleik á eftir með Pöpunum á Gjánni. Rús- ínan í pylsuendanum verður svo 30 manna djamm- og menningarferð til Parísar í viku á innan við 30 þúsund krónur, með hóteli! I haust er svo stefnt á einhverskonar góðargerðarstarfsemi klúbbfé- laga, með hátíð annað hvort í Reykjavík eða á Akureyri en það er allt ómótað enn. Hvað er hann þessi einkaklúbbur, er þetta ekki bara bölvað snobb? „Þetta er ekki snobbklúbbur, hann er bara flottur,“ svaraði Agnar um hæl. „Þetta er fé- lagsskapur rúmlega átta þúsund manna sem „Þetta er ekki ganga fyrir inn á næturlífið og fá afslátt af veit- ingastöðum. Þetta er fólk sem er að lifa lífinu.“ Komast allir að sem vilja? „Við ætlum ekki að fjölga meðlimum meir en komið er en það detta alltaf einhveijir út af eðlilegum ástæðum; konur verða barnshafandi og fólk hvílir sig á djamminu. Það sama gildir nánast um þá veitingastaði sem við gerum samning við. Við viljum heldur fáa staði og mikinn afslátt en marga staði og lítinn afslátt.“ snobbklúbbur. hann er bara flottur Skiptið þið þá út veitinga- stöðum? „Sviptingar gerast af sjálfu sér enda miklar hræringar á veitingastöðunum sjálfum. En við fylgjumst vel með gæðum. Að auki gefum við út fréttabréf í A3 og með lit- myndum sem er miklu skemmtilegra að fara með á klósettið en gamla svarthvíta A4 fréttabréfið. Við stefnum að því að gera bréfið smám saman að tímariti og gefa það út mánaðarlega.“ Hvaðafólk geymir einkaklúbburinn? „Mestmegnis fólk á aldrinum 20 til 35 ára, fólk sem vill njóta lífsins. Þetta er hópurinn sem sóar mestu, er ekki að kaupa sér 15 fast- eignir í einu. Þetta eru djammfiklar sem kunna að lifa,“ segir Agnar og hlær. í stórteiti sem mun hafa verið á vegum Sissu ljósmyndara eftir að lokun skemmtistaða átti sér stað á föstudagskvöld voru meðal annarra leikararn- ir Helgi Bjöms og Egill Ólafsson, poppar- inn Geiri Sæm og frú, Styrmlr fyrrum poppari, Eiður fegurðar- drottning og vinkona hans Daði, Amór Bielt- vedt myndlistarmað- ur, Ottó Nashyrningur og Frank Óskar Pitt. Á Sólon ís- landus fýrr )samakvöld r sátu Svava fjohansen jkaupmaður . og systir I hennar í og hjónin Lilja Pálmadóttir og Birgir Bi- eltvedt og bróðir hans Amór Bieldvedt myndlistarmaður. George eigandi Pizza 67 og Glódís eróbikkkennari sáust á Berlín um helgina, þar var einnig Magnús Armann eig- andi heildsölu Ágústar Ár- mann, Gunni Smimoffum- fömneyti, Casablanca-hjónin Ámi og Steinka og stripparamir Paulo og Jón Geir. Á Café París á föstudagskvöld sást til ferða Þórðar Pálssonar heimspekings og kennara við American Business School í Lyon í Frakklandi og við- skiptafræðinema við sama skóla. Bíóbarinn þessa sömu helgi ku hafa sótt Elín Hirst vara- fféttastjóri Stöðvar 2 og Frið- rik Friðriksson ffarn- kvæmdastjóri AB og PRESSUNNAR og Óli Bjöm Kárason fyrrum ffamkvæmdastjóra AB. Mikið fór fýrir Sus- urum í Þórsmörk- inni um helgina. Þar vom menn eflaust að efla með sér sam- kenndina áður en baráttan um formanns- embættið verður að fullu hafin. Mest bar á Jónasi Fr. Jónssyni sem sleppti ekki hálsbindinu þó í Mörkinni væri en hafði nýlega fjárfest í nýjum hvít- um strigaskóm fyrir ferðina. Ekki fór sögum af klæðnaði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar keppinautar hans. Tónleikana með fiðlusnill- ingnum Nigel Kennedy sóttu, aiflc ráðherraliðs og bæjar- stjómarfulltrúa úr Hafnarfirði, Jón Ásgeirsson tón- skáld, Sigurður G. Tómasson dag- skrárstjóri rásar 2 og ffú hans Steinunn Bergsteinsdóttir í Búmannsklukk- unni, Áslaug Snorradóttir út- litshönnuður fór þar um sem og Páll Stef- ánsson eigin- maður hennar og ljósmyndari. Þama voru einnig Kristín Ól- afsdóttir morgunhæna á Rás 2 og Steinunn Harðardóttir líf- ffæðingur, og Amar Hauks- son ásamt börnum. Parið Björn Jörundur Friðbjöms- son og Kolfinna Baldvins- dóttir, Friðrik Weisshappel athafnamaður, Stefán Jón Hafstein atvinnuleysisffétta- maður, Þorleifur Friðriksson sagnffæðingur hjá Dagsbrún, Bylgjuhjónin Eiríkur Jónsson og Katrín Baldursdóttir, Logi Bergmann Eiðsson og ffú, eða Ken og Barbie, og Kjartan Pi- erre kaosffæðingur og Dalla Jóhannsdóttir skipulagt kaos. Um síðustu helgj skrapp ég út úr bænum og fór á fámennt en góðmennt fyllirí. Þegar ástandið er orðið þannig að menn gera ráð ffyrir að hitta mig á ákveðnum bar, á ákveðnum tíma, á ákveðnum stað, verður maður að taka sig saman í and- litinu og fara á fyllirí annars staðar. Nú bíða menn líka spenntir eftir að sjá mig og heyra um afdrifin. Hiksta- laust mæli ég með góðum túr- um í dreifbýlinu. Þeir eru svo endumærandi í alla staði. .. .siglingu um Breiðafjarðar- eyjamar það er gott fyrir kyn- hvötina. Sérstaklega sú athöfn að eta ígulkerjahrogn og dreypa á hvítvíni. ... Efnalaug Reykjavíkur j afh- vel þó hún sé í sumarfríi. .. .kvöldgöngu út í Gróttu til þess að horfa á sólarlagið. En varast ber grimmar kríurnar og aðfallið. .. .karhnönnum sem er ný- hættir í samböndum þeir em svo næmir og opnir. Hvítar skyrtur. Þó ekki venjuleg- ar hvítar skyrtur sem troðið er undir jakkaföt og bindi. Nema þá ef til vill á konum. Nú eru það hvítar skyrtur með útflúri, áprentuðum myndum, samlit- um röndum, mismunandi krög- um, þ.e.a.s. mismunandi stór- um, eða jafnvel án kraga, erma- langar og ermastuttar, missíðar. En hvítar skulu þær vera. Hvítar skyrtur eru notaðar við allt, hvort sem það er við gallabuxur, svartar buxur, víðar eða þröngar, eða pils. Reyndar á hvítur al- klæðnaður við um fleiri en margur heldur því hvítt er ekki lengur bundið saklausu útliti. Hvíti liturinn hefur í raun þver- öfuga merkingu í sumar og er táknrænn fýrir þá sem em heitir og kúl og er því jafnfr amt inni. Gæsa- og steggjapartí. Og reynd- ar einnig brúðkaupin sem haldin em í kjölfar slíkra uppákoma. Hugmyndaffæði athafna sem þessara er ekki einasta flöt og leiðigjöm heldur einnig hræði- lega hallærisleg. Augljóslega am- erisk og ýkt. Gæsa- og steggja- partíin minna orðið um margt á busavígslumar, eins og þær vom orðnar í mennta- og fjölbrauta- skólanum rétt áður en þær liðu undir lok sem skrípaleikur. Allir vom að reyna að vera frumlegri en hinir. Þegar hugmyndirnar þraut kom villimennskueðlið fram, likt og alltaf þegar stríðs- leikar æsast. Að sama skapi hafa brúðkaupin orðið vemmilegri og glysgjarnari með sumri hveiju. Nú ættu íslendingar hins vegar hvað úr hverju að vera búnir að slíta bamsskónum í brúðkaups- leikjum og fara vonandi að fá sínar eigin hugmyndir, ekki þess- ar amerísku og úrkynjuðu, sem em löngu komnar út í kuldann.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.