Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 30

Pressan - 08.07.1993, Blaðsíða 30
O M I S S A N D 30 PRESSAN Fimmtudagurinn 8. júlí 1993 Myndlist • Alvar Aalto. Afmælis- sýning Norræna hússins á verkum Alvars Aalto opnuð á laugardag. • Elín Jakobsdóttir, skosk-íslensk listakona, sýnir málverk og teikningar i húsakynnum Menningar- stofnunar Bandaríkjanna. Opið alla virka daga kl. 8.30-17.45. • Bragi Ásgeirsson sýnir ný málverk á efri hæð Hulduhóla, Mosfellsbæ. Opið daglega kl. 14-19. • Sigríður Ásgeirsdóttir sýnir steint gler á efri hæð Hulduhóla, Mosfellsbæ. Opið daglega kl. 14-19. • Katrín Sigurðardóttir sýnir rýmisverk, samansett úrteikningum og þrykki, í Galleríi Sævars Karls. Tryggvi Ólafsson, list- málari í Kaupmannahöfn, sýnir nýjar og gamlar myndir á Mokka. • Myndlistarhátíð, video- og gerningahátíð, á sumar- sýningu Nýlistasafnsins sem ber heitið 16 dagar. • Markús ívarsson. Sýn- ing á verkum ýmissa ís- lenskra listamanna, úr safni Markúsar ívarssonar, í Listasafni íslands. Opið alla daga nema mánudaga KOMD ÚR ANDUTSUÍFIINGU Kaffihúsið Café au lait í Hafnarstrætinu hef- ur nú fengið andlitslyftingu eftir að hafa verið heldur dapurlegt um nokkurt skeið, þökk sé nýjum eigendum þeim Mariu Bjömsdóttur og Ástu Kristínu Bárðardóttur. Stelpurnar hafa hresst upp á útlit staðarins og matseðil með hjálp Óla kærasta Ástu. „Okkar hafði báðar dreymt um að fara út í einhvern svona rekstur, þegar við sáum staöinn auglýstan og ákváðum að slá til,“ sagði María við PRESSUNA. Þær þekktust aðeins Ittillega áður í gegnum Óla, sem var að vinna með Mariu á Veitingastaðn- um Písa. Öll þrjú eru þau þjónar. Reksturinn hefur gengið vel þennan mánuð frá því Maria og Ásta tóku við honum og Maria segir aö það sé alltaf fullt hjá þeim á kvöldin. „Okkur hefur tekist að veiða aftur hingað gesti sem sóttu staðinn áður og vonandi einnig einhver ný and- lit.“ Café au lait er opið frá því klukkan tíu á morgnana og fram til klukkan eitt eftir mið- nætti og til þrjú um helgar, en þá er hægt að sitja þar yfir spjalli í „kósí umhverfi með þæg'i- legri tónlist.“ Þá eru þær María og Ásta að leggja drögin að nýjum matseðli, sem þær settu saman meö hjálp kokksins á Lækjar- brekku og Óla, sem sér um matreiða lysti- semdirnar. „Bestu lauksúpu í bænum", horn og langlokur, aö ógleymdu heimabökuðu epla- kökunni og rjómatertunni um helgar. Nýju eigendurnir að Café au lait, María Bjömsdóttir og Ásta Kristin Bárðardóttir. og alveg hreint óskiljanlegt, hvernig þeir á Ríkissjónvarpinu eru búnir að klúðra veðurfréttun- um. Mér er að minnsta kosti gjörsamlega fyrirmunað að skilja veðrið í seinni tíð, eftir að þeir tóku upp á því að spá út í loftið. Hvernig er annars hægt að botna eitthvað í kortunum, þegar veðurfræðingurinn lýsir yfir úrkomu við suðvesturströnd landsins en er með fingurinn á Grænlandi? Eða þá þegar útlit er fyrir þtjáfjórðu sól fyrir norðan og bent er á Síberíu? Þá er nú meira gagn í gömlu loftvoginni. MYNDLIST Af Ólympíuleikum myndlistarinnar kl. 12-18. • Sindri Freysson sýnir Ijóð að Kjarvalsstöðum. _ /S • Carlo Scarpa, listamað- urinn og arkitektinn, er höf- undur verkanna sem nú eru til sýnis í Ásmundarsal. • Bragi Ólafsson heldur sýningu á Ijóðum sínum að Kjarvalsstöðum. Opið dag- lega kl. 10-18. • Tarnús sýnir málverk og skúlptúr í Portinu. Sýningin er opin frá 14-18 alla daga. • Róska sýnir málverk sín í Sólon íslandus. 5ýningar • Nútíð við fortíð nefnist viðamikil sýning í Þjóð- minjasafninu í tilefni 130 ára afmælis safnsins. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. • Myndir í fjalli í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar. Tildrög að gerð listaverks Sigurjóns við Búrfellsvirkj- un; sýndar Ijósmyndir, myndband, verkfæri og frumdrög að listaverkinu. Opið mánudaga til fimmtu- -*daga frá 20-22, laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Tónleikar á þriðjudags- kvöldum kl. 20.30. • Höndlað í höfuðstað er sýning í Borgarhúsi um sögu verslunar í Reykjavík. HREINN OG JÓHANN I FENEYJUM Stórum alþjóðlegum sýn- ingum eins og Feneyjarbíen- alnum virðast fá takmörk sett, þær blása út og vaxa stjórn- laust. Fertugasti og fimmti tvíæringurinn er ekki ein stór sýning heldur samsafn af mörgum gríðarstórum. Hér eru á ferðinni nokkurs konar Olympíuleikar myndlistar- innar þar sem allra þjóða kvikindi vilja taka þátt, en stóru þjóðirnar sópa til sín verðlaununum. Til rharks um umfangið þá er sýningarskrá- in upp á eflefu hundruð blað- síður í tveimur bindum og vegur fimm kíló og eru þá ekki meðtaldar þær skrár sem fylgja einstökum sýningum. Kjarnasýningin er á stóru sýningarsvæði þar sem sýn- ingarskálar þjóðanna standa. íslendingar eru svo heppnir að hafa til ráðstöfunar eigin skála sem stendur milli þess ítalska og ameríska, sem tryggir nokkuð stöðugt flæði gesta. Skálabyggingin sjálf er nokkuð merkileg því hún var hönnuð af finnska arkitektin- um Alvar Alto þegar hann var á hátindi frægðar sinnar 1956, en nú er nýbúið að gera hana upp. Sýningin er kostuð af menntamálaráðuneytinu sem SU/H 671515 GUNNAR J. ÁRNASON skipaði þriggja manna sýn- ingarnefnd, „Nefnd um kynningu á íslenskri list er- lendis“, til að velja fulltrúa okkar og sjá um sýninguna. í nefndinni eru þau Bera Nor- dal, forstöðumaður L. I., Þor- geir Ólafsson, listfræðingur hjá menntamálaráðuneytinu, og Hannes Lárusson, mynd- listarmaður og gallerírekandi. Þau völdu Jóhann Eyfells, sem er búsettur á Florida og Hrein Friðfinnson, sem er búsettur í Amsterdam, en báðir hafa verið með einka- sýningar í L. 1. nýlega, Hreinn nú síðast í vor þegargefin var út bók um list hans. Eg spurði Hannes Lárusson, eftir hann sneri heim frá Adríahafs- strönd, hvers vegna þeir voru valdir. „Jóhann og Hreinn eru tveir frambærilegustu lista- menn íslendinga, sem hafa ekki áður sýnt á bíenalnum, hafa náð fullum þroska sem listamenn og eiga erindi á sýningu sem þessa. Aðrir komu ekki til greina að mínu mati og það varð ofan á að þeir færu báðir. Ég held það hafi komið ágætlega út að hafa báða saman, því þeir eru af sitt hvorri kynslóðinni og ólíkir sem listamenn þannig að þeir trufla ekki hvorn ann- an.“ Skálinn stendur í rjóðri umkringdur trjám og utan dyra hefur Jóhann komið fyr- ir þremur stórum skúlptúr- um, málmbræðingum í frumformunum. Hreinn hef- ur hreiðrað um sig innan dyra með fjögur verk, tvö þeirra voru á sýningu hans í L. í., „Söngur“, 12 ljósmyndir af rafeindasjá þar sem rödd Hreins er umbreytt í ljósrákir, og „Fyrsti glugginn“, Ijós- mynd tileinkuð Marcel Du- champ sem tekin er út um glugga á æskuheimili hans. Þar að auki eru tvær þríhyrn- ingslaga veggmyndir, „Höll“ sem er raðað saman af stærð- fræðilegri reglu úr bútum af hænsnaneti, og „Fjall“ sem er raðað saman úr þríhyrnings- laga glitperlum. Þar sem undirritaður hafði ekki tök á því að sjá sýning- una sjálfur lék honum for- vitni á að vita hvernig íslend- ingunum farnaðist í sam- keppni við stórþjóðirnar? „Frá listrænu sjónarmiði standa íslendingarnir sig vel“, sagði Hannes. „Jóhann og Hreinn eru öruggir listamenn með persónulegan karakter. Hins vegar er sýningin þess eðlis að það eru hverfandi lík- ur á því að Islendingar geti komist inn í hinar stóru sveiflur í listaheiminum, eða að þeir brjóti ísinn og slái í gegn. Það er búið að móta farveginn fyrir sýninguna áð- ur en hún opnar og menn komast ekki inn í þann farveg bara með því að sýna góð verk. Islendingar eru ekkert inni í umræðubákninu sem ræður því hvað hlýtur athygli og viðurkenningu. En ef lista- verkin eru tekin út þá stand- ast þeir fyllilega samanburð við listamenn af sömu kyn- slóð.“ Germania Þýski skálinn með verki Hans Haacke. slenski skálinn í Feneyjarbíenalnum og fyrir framan hann standa tvö verk eftir Jóhann Eyfells. Listamenn að /ánr „Það er á margan hátt nauðsynlegt að taka þátt í bí- enalnum“, svarar Hannes þegar ég spyr hann að því hvort það sé eftirsóknarvert fyrir Islendinga að vera með. „Sýningin er viss viðmiðun og umræðuvettvangur og nauð- synlegt að vera á blaði. Þetta er ekki vettvangur til að sýna róttæk og stefnumótandi verk og sumir listamenn taka bíen- alinn kannski ekki ýkja alvar- lega, auk þess eru margir skál- arnir ekki vel til þess fallnir að sýna myndlist. En flestum listamönnum finnst nauðsyn- legt að fara þarna ef þeir eiga þess kost, menn neita því ekki.“ Það fer ekki á milli mála hveijir stela athyglinni á bíen- alnum. Stóru þjóðirnar, Italir, Ameríkanar, Þjóðverjar, Frakkar og Bretar, nota sýn- inguna til að sannfæra alheim um menningarlega yfirburða- stöðu. Fulltrúi Breta, poppar- inn gamli Richard Hamilton, og Spánverjinn Antonio Tapies skiptu milli sín Gullna Ljóninu, aðalverðlaunum bí- enalsins (sem er alltaf búið að ákveða löngu fýrirfram). Inn- byrðis keppa herraþjóðirnar síðan um að stela senunni með einföldum og grípandi uppsetningum. Þjóðverjar hrepptu verðlaun fyrir besta skálann, en svo undarlega vildi til að þeir fengu lánaða tvo ameríska listamenn, þá Hans Haacke og vídeó- guð- föðurinn Naim June Paik (sem er reyndar Kóreumaður að uppruna). Haacke þakkar gestrisnina með því að veita Þjóðverjum symbólíska ádrepu. Fyrir ofan inngang- inn að þýska skálanum hefúr Haacke komið fýrir stórri eft- irmynd af einu þýsku marki. I gegnum dyrnar sést Ijósmynd hanga á rauðmáluðum vegg, sem var tekin af þeim atburði þegar Adolf Hitler heimsótti Feneyjarbíenalinn 1934. Þeg- ar gengið er inn og í kringum veginn sést hvernig búið er að brjóta allt gólfið upp og á vegg á móti stendur stórum stöfum GERMANLA. Venice, California Fyrir utan þjóðarbásana kennir ýmissa grasa, m. a. tónlistarhátíð í minningu John Cage og sýning á verk- um Francis Bacon. Ein sýn- ing hlýtur jafnan nokkra at- hygli og gengur undir nafn- inu „Aperto“, þar sem tekinn er púlsinn á ungu kynslóð- inni. Yfirskriftin að þessu sinni er „Emergenza11, neyð- arástand — mjög viðeigandi yfirskrift ef sýningin endur- speglar það sem framundan er í listaheiminum. Menning- arleg einokun herraþjóðanna er einnig áberandi hér. Af 96 listamönnum er nákvæmlega þriðjungur búsettur í New York (einn i Feneyjum í Kali- forníuríki). Restinni skipta stórborgirnar í Evrópu milli sín, auk þess sem nokkrir Jap- anir og Slavar fá að fljóta með fyrir kurteisissakir. Bigert & Bergström, sænskt tvíeyki, eru einu listamennirnir frá Norðurlöndunum. Sýningin er ósamstæð grautargerð þar sem verkum virðist stillt saman af handa- hófi undir slagorðum eins og „Getur listin ennþá breytt heiminum?“. Það er áberandi á Aperto og raunar öllum bí- enalnum að það sem kalla mætti hefðbundið málverk og skúlptúr er varla með. Líkam- inn er lykilorðið í umræðunni í dag, eða það sem kaninn kallar „body politics", sem ristir yfirleitt ekki dýpra en að veita getnaðarfærum og líf- rænu affalli mannslíkamans sérstaka athygli. Magnið er svo yfirþyrm- andi að margir listamenn hafa brugðið fyrir sig nokkurs konar æsilistastíl tfl að hverfa ekki inn í kraðakið. Bretinn Damien Hirst hefur klofið hræ af kú og kálfi eftir endi- löngu og stillt þeim upp í sitt hvorum sýningarkassanum þar sem þau standa steypt í glært plast. Verkið kallar hann „Móðir og barn aðskil- in.“ „Aperto sýningin virðist vera að senda út þau skila- boð,“ segir Hannes, „að eng- inn einn listamaður skiptir máli, enginn er ómissandi.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.