Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 4
F R ÉTT I R 4 PRESSAN Fimmtudagurinn 15. júlí 1993 m • • Bílelskir lögreglu- þjónar „Þakka ber lögreglustjóranum í Reykjavíkfyrir viðleitni hans til að bceta samskipti sinna manna og borgarbúa með því að láta lögreglumenn fara á hjóli um íbúðarhverfi. Það mun vera að erlendri fyrir- mynd sem vel hefirgefist. Fremur daufar voru þó undir- tektir lögreglumanna efmarka má viðtöl viðþá. Þeim lcetur vel að aka um i bílaflota emb- cettisins ogjylgjast grannt með ferðum mannfólksins. Það er sjálfsagt nauðsynlegt hér hjá okkur í fásinninu." Lúðvíg Eggertsson í DV. Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn í Reykja- vík: „Ég kannast ekki við daufar undirtektir lögregluþjóna varðandi mál þetta. Þvert á móti hafa lögregluþjónar tekið framtakinu mjög vel og það var fyrst og fremst vegna áhuga þeirra sjálfra sem ákveðið var að gera tilraun með löggæslu á reiðhjólum í borginni. Hjólin þykja mjög góð viðbót við önnur úrræði í eftirliti og eru notuð þegar það á við. Þau voru fengin til reynslu í sumar en að þeim tíma loknum verður tekin ákvörðun um framhaldið.“ Grætt á gæludýr- unum „Það hlaut að koma að því, að einhver lýsti áhuga á að koma upp grafreit fyrir gceludýr, eins ogskýrt varfrá hér i blaðinu sl laugardag. Slíkir grafreitir eru þekktir í Bandaríkjunum og eftir öðru, að sá ameríski siður verði tekinn upp hér. Þetta verður áreiðanlega fínn bísness fyrir þá, sem við sögu koma. Sala legsteina á eftir að stóraukast og alls konar tildur í kringum þetta. Það er um að gera að taka upp siði Banda- ríkjamanna íþessu sem öðru. Við megum alls ekki láta okk- ar hlut eftir liggja!“ Víkverji Morgunblaðsins. Tómas Sigurðsson sjómað- ur, höfimdur hugmyndar um stofnun gæludýragraf- reits í Reykjavík: „Hugmyndin er að slíkur grafreitur yrði mjög aðgengi- legur almenningi. Fólk gæti grafið gæludýr sín eins og það kysi helst og því yrði enginn sem neyddi menn til að kaupa punt á grafirnar, hvorki legsteina né „alls kon- ar tildur“. Vissulega er mér kunnugt um að gæludýra- fær Björh Gufl- uiunflsflófFir sönghonu fyrir að. takast ad klífa upp i 3. sœti breska breiðskífulistans, þrátt fyrir œði misjafna dóma í fjölmiðlutn erlendis. garðar fyrirfinnist erlendis en ég hef ekki kynnt mér hvern- ig slíkum rekstri er háttað þar. Og ég er enginn áhuga- maður um ameríska siði nema síður sé. Eina sem vak- ir fyrir mér að koma hér upp aðstöðu svo fólk geti grafið gæludýr sín á sómasamlegan hátt.“ Sundafrek- in hundsuð „Helgina 2. til 4.iúlí var hald- ið svokallað AMI sundmót í Mosfellsbœ. Þetta stórmót krakka yngri en 17 ára sóttu um 250 keppendur ogjjöldi áhorfenda en því miður að- eins tveir fréttamenn svo ég viti. Ríkisútvarpið hvorki sendi fréttamann né hafðifyr- ir því að geta þess í íþrótta- fréttum helgarinnar í öllum sínum miðlum að þetta mót fœriyjh leittfram. Þetta er mjög lélegt svo ekki sé meira sagt.“ Áhugasamt foreldri úr for- eldrafélagi sunddeildar Ár- manns, í DV. Ingólfur Hannesson, yfir- maður íþróttadeildar Ríkis- útvarpsins: „Það hefur reyndar verið venja hjá okkur í Útvarpinu að fjalla stuttlega um stærstu barna- og unglingamótin í íþróttum. Þá er einatt stutt- lega íjallað um umfang mótsins og helstu afrek, til dæmis met í einstökum flokkum eða einstaklinga sem skara ffarnúr. Slíkt hefði átt að gera í þessu tilfelli en misfórst að þessu sinni, því miður. Það væri hins vegar að æra óstöðugan að ætla að lesa tugi nafha í stuttum fréttatíma, eins og foreldrar, aðstandendur og fleiri vilja. Slíkt á ekki erindi til þjóðar- innar allrar og er hvorki gott sjónvarps- né útvarpsefni." Kirkjugarðar Reykjavíkur Skattfé enn notað til niðurgreiðslna þrátt fyrir lagafyrirmæli og úrskurð Samkeppnisstofnunar. RlTTH'iiMWiri ni DflVÍÐ ÓSVALDSSON Gagnrýnir kirkjuna harðlega fyrir að nota skattfé til að hafa sig undir í samkeppni. Hr. ÓLAFUR SKÚLASON Viðurkennir að lagaheimildir vanti til að veita fé kirkju garðanna til kirkjubygginga en bregður fyrir sig venjum og hefðum Kirkjugarðar Reykjavíkur- prófastsdæmis, sjálfseignar- stofnun Þjóðkirkjunnar, heldur áfram að nýta sér ffamlag skattborgara og skatt- fríðindi til að niðurgreiða út- fararþjónustu í samkeppni við einkafyrirtæki þrátt fyrir ný kirkjugarðslög og sam- keppnislög, sem sett voru til að koma í veg fyrir þessa við- skiptahætti. Lögin voru sett í kjölfar kæru einkarekinna út- farafyrirtækja til Samkeppnis- stofnunar og þau kveða á um algeran aðskilnað lögbund- innar starfsemi frá starfsemi sem stunduð er á frjálsum samkeppnismarkaði. Útfararþjónustan er enn rekin sem deild innan Kirkju- garða Reykjavíkurprófasts- dæmis (KRP) þrátt fyrir að bókhald hafi verið aðskilið á pappímum. Sagt aö breyta rekstrinum Kirkjugarðarnir hafa haft stigvaxandi tekjur af kirkju- garðsgjöldum og í skjóli þess hefur fyrirtækið getað niður- greitt útfararþjónustu sína sem þó hefur engin heimild verið fyrir í lögum. KRP fengu árið 1990 alls 163 millj- ónir króna til ráðstöfunar í formi kirkjugarðsgjalda og hefur þessi tala farið hækk- andi tvö síðastliðin ár. I krafti þessa hefur KRP getað rekið útfararþjónustu með nokkr- um halla og boðið upp á kist- ur sem eru 25 til 30% ódýrari en hjá einkafyrirtækjum. Ennfremur þarf sjálfseignar- stofnunin ekki að greiða tekju- eða eignarskatt af starf- semi sinni eins og einkafyrir- tækin. Davíð Ósvaldsson útfarar- stjóri kærði kirkjunnar menn til Verðlagsstofhunar á síðasta ári og byggði mál sitt á því að ekki væri heimild í lögum til að nota kirkjugarðsgjöld (- gjöld innheimt með sóknar- gjöldum, sem eru nefskattur og renna beint til kirkjunnar) til annars en að mæta kostn- aði við rekstur og uppbygg- ingu kirkjugarða. Ennfremur taldi Davíð að þessi starfsemi sé ekki einvörðungu brot á kirkjugarðslögum heldur einnig á lögum um sam- keppnishömlur og ólögmæta viðskiptahætti. Samkeppnisstofnun (áður Verðlagsstofnun) var honum sammála og í samþykkt stofnunarinnar kemur orð- rétt fram að „það er mat Verðlagsráðs að ráðstöfun Kirkjugarða Reykjavíkurpró- fastsdæma á kirkjugarðs- gjöldum, til niðurgreiðslna á starfsemi sem er í beinni sam- keppni við starfsemi aðila sem ekki njóta neinna opin- berra styrkja séu skaðlegar samkeppnishömlur sem binda verði endi á.“ Bent er á að KRP njóti skattfríðinda sem keppinautar þeirra í út- fararþjónustu njóta ekki og skerði slíkt samkeppnisað- stöðu. KRP voru ítrekað hvattir til að koma lagi á þessi mál en sinntu því ekki. Því sá Sam- keppnisstofnun ástæðu til að vekja athygli Kirkjumálaráðu- neytisins á málinu og einnig hafði Davíð samband við Verslunarráð sem studdi mál hans. Niðurstaðan varð sú að bæði samkeppnislögum og kirkjugarðslögum var breytt á þessu ári. Þeim fyrrnefndu á þann hátt að heimilt er nú að krefjast þess að einokunarað- ili eða aðili sem nýtur opin- berra styrkja geti ekki nýtt að- stöðu sína til að niðurgreiða samkeppnisrekstur. Sam- kvæmt þeim síðamefndu skal allur lögbundinn rekstur kirkjugarðanna vera aðskilinn frá annarri starfsemi sem rek- in er á almennum markaði eins og útfararþjónusta. Því skal hún rekin í sjálfstæðu formi, þ.e. félagi eða fyrirtæki. Áður hafði kirkjan varið starfsemi sína á grundvelli hefða og venju en nú er ótví- rætt samkvæmt lögum að lögbundin starfsemi kirkj- unnar skal vera aðskilin frá samkeppnis starfsemi. Einnig skulu Kirkjugarðsstjórnir senda Ríkisendurskoðun reikningshald kirkjugarða fyrir næstliðið ár fyrir l.júní ár hvert. Niðurgreiðslur og skattfríðindi Kirkjugarðar Reykjavíkur reka ennþá útfararþjónustu og þótt bókhaldi hennar sé haldið aðskildu frá rekstri kirkjugarða er annað í starf- seminni óbreytt. Ásbjörn Bjömsson, forstjóri KRP, seg- ir að fyrirtækið njóti þeirra friðinda að borga engan skatt, hvorki tekju-né eignaskatt. Sama gildi fyrir útfaraþjón- ustuna sem er ein þriggja deilda innan KRP. Ásbjörn heldur því fram að Kirkju- garðarnir hafi fullnægt lögum um aðskilnað þar sem útfar- arþjónustan hafi nú sérstakt bókhald. Einn starfsmaður útfararþjónustu KRP telur skýringuna á gagnrýni Davíðs Ósvaldssonar þá að hann hafi fjárfest of mikið í líkbrennslu- stöð við Fossvogskirkju og geti þess vegna ekki boðið lægra verð á sinni þjónustu en raun beri vitni. Varðandi skattamálið segir Ásbjörn að beðið sé eftir reglugerð í tengslum við nýju lögin og að þá muni KRP bregðast við á viðeigandi hátt. Háttsettur viðmælandi PRESSUNNAR hjá Verslunarráði fullyrðir hins vegar að KRP geti bmgð- ist við strax og gert útfarar- þjónustuna að sjálfstæðum lögaðila eins og til dæmis að stofna hlutafélag utanum rekstur útfaraþjónustunnar. Ekki sé þörf á að bíða eftir reglugerð frá Dómsmála- ráðuneytinu til þess. Kirkjan brýtur lög Yfirmenn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis hafa einnig, að því er virðist upp á sitt einsdæmi, veitt fé í svokallaðan kirkjubygginga- sjóð, en honum er ætlað að styðja við bakið á kirkjubygg- ingum sókna innan Þjóð- kirkjunnar. Þessir styrkir eru teknir af almannafé og í lög- um um kirkjugarða era engar heimildir fyrir þeim. Síðustu tvö árin hefur framlag Kirkju- garðanna í þennan sjóð verið 10 milljónir króna. Forráðamenn Kirkjugarð- anna viðurkenna í bréfi til umboðsmanns Alþingis í des- ember síðastliðnum að ekki sé um beinar afdráttarlausar lagaheimildir að ræða til að verja fjármunum kirkjugarð- anna til kirkjubygginga. Aftur á móti segjast þeir styðjast við venju og undir það tekur herra Ólafur Skúlason bisk- up. Þetta segja sumir einnig stangast á við 64. grein stjóm- arskrárinnar þar sem segir að enginn sé skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til neinnar annarrar guðsdýrk- unar en þeirrar er hann sjálf- ur aðhyllist. Samkeppnisaðilar benda á að þessi úthlutun styrkja til einstakra kirkna hafi af aug- ljósum ástæðum getað haft áhrif á það að starfsmenn kirkjanna mæli með útfarar- þjónustu KRP ef aðstandend- ur óska eftir leiðsögn. Þjöökirkjan ræður stjóm Kirkjugarðanna 1 3. grein reglugerðar um stjórn og rekstur Kirkjugarða Reykjavíkur er fjallað um hvernig skipa skuli í kirkju- garðsstjórn. Hver safnaðar- nefnd í Reykjavíkurprófasts- dæmi á einn fulltrúa. Þeir utanþjóðkirkjusöfhuðir, sem telja 2000 gjaldskylda safnað- armenn, eiga einn fulltrúa og Bálfararfélag fslands á rétt til að kjósa einn fulltrúa. Þjóð- kirkjan er því ráðandi aðili í stjórn stofnunarinnar og því er haldið fram að hún vinni skipulega að því að útrýma samkeppni frá einkafyrirtækj- um. f febrúar kvartaði Rúnar Geirmundsson, sem rekur Útfararþjónustuna hf., til Þorsteins Pálssonar kirkju- málaráðherra og taldi sig hafa verið órétti beittan. Tildrög málsins vora þau að leitað var til hans til að sjá um útför. Þegar viðkomaijdi prestur leitaði til Kirkjugarða Reykja- víkur til að panta tíma fyrir útförina var það auðsótt mál. Aftur á móti kom annað hljóð í strokkinn þegar fféttist að Rúnar ætti að sjá um út- förina en ekki Kirkjugarðar Reykjavíkur. f bréfi sem Einar Jónsson, útfararstjóri hjá Kirkjugörð- unum, skrifaði forstjóra og framkvæmdastjóra Kirkju- garðanna þann 17. febrúar 1992 til að útskýra málavöxtu segir orðrétt: „Ég set Kirkju- garða Rvk. að sjálfsögðu í fyrsta sæti um nýtingu okkar eigin húsa, en aðrir aðilar eiga þar greiðan aðgang, þegar hægt er að koma því við og neita ég alfarið að fótur hafi verið settur fyrir einn eða neinn með óeðlilegum hætti." Af svari Einars má ráða að forsvarsmenn KRP líti á að- stöðuna í Fossvogi sem eign samkeppnisaðila á markaðn- um þótt hún hafi verið byggð fyrir almannafé. Þetta segja keppinautar kristalla aðstöð- una sem þeir eru í á meðan Þjóðkirkjan rekur fyrirtæki í samkeppni við aðra og niður- greiðir þjónustu þess með al- mannafé._________________ Gunnar Haraldsson og Glúmur Baldvinsson. d e b e t jón h. karlsson kre d i t Skemmtilegur og traustur vinur — eða kœrulaus, fljótfær og efnilegur bumbuslagari? Þetta er óvenju hress og skemmtilegur náungi og hrókur alls fagnaður hvort heldur hefur verið í mulningsklíku Vals, karlakórum eða á golfvöllum. Það er sérstakt við Jón að hann hefur með sér munnhörpu hvert sem hann fer og beitir henni óspart fyrir sig í afmælisveislum og syngur með. Hann er léttur í lundu og tryggur félögum sínum og var það helsta ástæðan fyrir því að hann var fyrirliði landsliðsins í handbolta“ segir Hermann Gimnars- son sjónvarpsmaður og félagi Jóns úr Val. Jón er ákaflega viðmótsþýður náungi og góður félagi. Hann á óvenju auðvelt með að koma sjálfum sér á ffamfæri og einnig með að sanka fólki að sér og ná upp stemmningu“ segir Baldvin Jónsson á Aðal- stöðinni. Jón má eiga það að ekki finnst sá maður í tryggingarbransanum sem veit og getur meira en hann enda er hann vel upplýstur, skipulagður og nákvæmur. Maðurinn er hugmyndaríkur og sam- kvæmur sjálfum sér og treysta má því sem hann segir“ er haft eftir Pétri Guðmundssyni í Litaver sem var á tíma liðstjóri í mulningsliði Vals sem Jón lék með. Hann er mjög stríðinn og mér finnst það kostur þótt öðram finnist það stundum ekki. Hann hlýtur að vera góður félagi á vinnustað því hann á mjög auðvelt með að umgangast fólk og er mjög duglegur“ segjr bróðir Jóns sjónvarpsmað- urinn og knattspymumaðurinn Heimir Karlsson. Jón H. Karlsson fyrrum handknattlelksmaöur meö Val og fyrirllöi íslenska landsllösins hefur verlö ráö- inn aöstoöarmaöur Guömundar Áma Stefánssonar heilbrigðisráöherra. Mittismálið er stærsti vandi Jóns. Það er ákaf- lega óstabílt Kannsld má lika telja mikið sjálfs- öryggi til ókosta hans ef þannig er litið á málið“ segir Baldvin Jónsson. Það kom einna helst í ljós í boltanum að hann getur verið dáhtið kæralaus, skaut stundum úr fáránlegum færum. Þessa æv- intýramennsku má einnig telja til kosta hans. Helstur ókostur Jóns er þó golfáráttan“ fullyrti Pétur Guðmundsson gamli liðstjórinn hans. Hann var fyrirliði íslenska handboltalandsliðs- ins fyrst og fremst af því hann var gúdí gæji ekki vegna hæfileika. Það sem fyrst og ffemst hefiir háð Jóni er að hann hefur verið að vasast í of mörgu, dreift kröftum sínum of víða og þar af leiðandi hefur hann ekki beitt sér af fullum þunga að einhverju einu ákveðnu. Svo er hann líka nett pólitískur en hefur náttúrulega ekki tapað á því. Að endingu má segja að honum hættir stundum til að segja vitlausa hluti á vit- lausum tíma, svona eins og mér“ segir Hemmi Gunn fyrram leikfélagi Jóns hjá Val. I sumum til- fellum er Jón of stríðinn að minnsta kosti að sumra mati og stundum er hann of fljótfær. Fyr- ir hönd eiginkonu hans og fjölskyldu langar mig að segja að hann er lítið heima hjá sér. Ég tel það til ókosts“segir litli bróðir hans Heimir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.