Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 22

Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 22
MUSLIMAR MYRÐA 22 PRSSSAN Fimmtudagurinn 15. júlí 1993 MAÐUR VIKUNNAR Carlo Maria Martini Líklegastur í páfastól Miklar vangaveltur hafa verið uppi um það meðal kaþólskra hver næstur muni setjast í páfastól, enda ljóst að þess verður ekki mjög langt að bíða að Jóhannes Páll 2 láti af embætti. Síð- ustu mánuði hafa ýmsir háttsettir menn innan kaþ- ólsku kirkjunnar verið nefndir sem hugsanlegir arf- takar páfa, en nú eru æ fleiri sem telja einn mann líkleg- astan - kardinálann Carlo Maria Martini, erkibiskup i Mílanó. Jesúítinn Martini á að baki óvenju glæstan starfsferil innan kaþólsku kirkjunnar og það er ekki að ástæðu- lausu sem augu manna hafa beinst að honum. Martini þykir mikill gáfumaður og er altalandi á ellefu tungumál- um. Auk þess að stýra fjöl- mennu biskupsdæmi sínu af dæmalausri atorku er hann afkastamikill rithöfundur. Til viðbótar við ofgnótt embættisbréfa skrifar Mart- ini þrjár til fjórar bækur á ári, hvort heldur er um fé- lagsleg, viðskiptaleg eða kirkjuleg málefni. Auk alls þessa þykir Martini mjög glæsilegur á velli; hávaxinn miðað við ítalska karlmenn og hefur á sér yfirbragð drottnunargjarns aristókrata af norðlægum slóðum. Það er ekki aðeins heilsu- brestur Jóhannesar Páls 2 páfa sem neyðir hann til að draga sig í hlé fýrr en upp- haflega var ætlað. Margir eru þeirrar skoðunar að tími sé til kominn að nýir og ferskir straumar fái að leika um páfagarð. Víst er að páfa verður seint minnst fyrir nú- tímalegar skoðanir. Hann hefur oft verið harðlega gagnrýndur fyrir íhaldssemi og mörgum þykir hann gjör- samlega úr tengslum við raunveruleikann varðandi ýmis mál, einkum þó fóstur- eyðingar, hjónaskilnaði og konur í embætti presta. Margir kaþólskir og þó einkum yngri kynslóðin eru þeirrar skoðunar að lífsvið- horf páfa séu eins og aftur úr grárri fomeskju og því sé það honum gjörsamlega um megn að taka á nútíma- vandamálum. Þeir hinir sömu eru á einu máli um að nausynlegt sé að færa páfa- stól til nútímans og margir em sannfærðir um, að Mart- ini erkibiskup í Mílanó sé einmitt maðurinn til að koma því í framkvæmd. Martini hefúr víða látið að sér kveða í málum er varða ítalskt samfélag og hefur margoft sýnt það í verki að hann situr ekki við orðin tóm. Frá því að hann tók við biskupsdæminu í Mílanó hefúr töluvert áunnist við að bæta hag útigangsfólks, at- vinnulausra og innflytjenda í borginni. Eins og tíðkast með Jesúíta leggur Martini milda áherslu á uppfræðslu og hefúr hann meðal annars skipulagt ýmsa fyrirlestra í grunnskólum Mílanó, þar sem fjallað er um stjórn- málaleg og félagsleg málefni svo og hlutverk kirkjunnar. En það er ekki aðeins í innanlandsmálum sem Martini lætur til sín taka. Hann hefúr lagt á sig mikið erfiði til að reyna að finna lausn á þráteflinu í fyrrum Júgóslavíu, milli múslíma, kaþólskra og meðlima rét- trúnaðarkirkjunnar. Sömu- leiðis hefur Martini beint sjónum sínum að kynþátta- fordómum í Þýskalandi og orðið mjög ágengt við að draga úr spennunni á milli kaþólskra og gyðinga. 5lje 'JícJu 3)orft Siiiictf Clinton á réttri leið Það er umtalsvert afrek að takast skyldi að fá herinn á Haítí til að samþykkja tímaáætlun um að koma Jean Bertrand Aristide for- _ seta aftur til valda. Málamiðlari Sameinuðu þjóðanna, Dante Caputo, og ríldsstjórn Clintons Bandaríkjaforseta eiga hrós eitt skilið. Draga má þýðingarmildnn lærdóm af því útsjónarsama lokaspili sem kom hinu mikilvægu samkomulagi til leiðar. í rúmlega 20 mánuði, á meðan skilaboðin frá Washington voru ekki alltaf diplómatísk, neitaði herinn í Haítí staðfastlega allri málamiðlun. Tæplega tveimur vikum eftir að ríldsstjóm Clintons lagði til og fékk ffamgengt stífúm efnahagsþvingunum Sameinuðu þjóð- anna, voru hershöfðingjarnir hins vegar tilbúnir að setjast að samningaborði. Leyndarmálið á bak við árangursríksar málamiðlanir er að blanda saman ógnun, þolinmæði og gagnlcvæmum tilslökunum í réttum Mutföllum. Samkomulagið á Haítí er ánægjulegt merki um að eftir vandræðaleg glappaskot á öðmm vettvangi sé ríkis- stjóm Clintons ef til vill loks á réttri leið. Tyrkland, Alsír og Egyptaland: Menntamenn fórnar- lömb íslamskra ofsatrúarmanna Menntafólk býr viö stöðugan ótta við hryðjuverk bókstafstrúarmanna, sem reyna að grafa und- an lýðræðisöflum í íslömskum ríkjum. íslamskir ofsatrúarmenn í Alsír hafa nú tekið upp nýjar aðferðir við að vekja athygli á málstað sínum: að myrða þar- lenda menntamenn. Frá því í mars hafa sex þeirra fallið fýrir morðingjum íslamskra öfga- manna í Alsírborg. Alsírskir ofsatrúarmenn eru ekld einir um að velja sem skotmark lýðræðissinnaða háskólaborg- ara, því á síðasta ári féll eg- ypskur rithöfundur fyrir morðingjahendi og ekki eru liðnar tvær vikur frá því 36 manns létu lífið í bruna í borginni Sivas í Tyrldandi, þar sem saman var kominn hópur menntamanna. Stjórnmála- ástandið í Alsír hefur verið vægast sagt ótryggt frá því flokkur ofsatrúarmanna, Front islamique du Salut (FIS), var bannaður í árslok 1991, eftir að hafa unnið sigur í fyrri umferð þess sem átti að vera fyrstu lýðræðiskosningar í landinu frá því það öðlaðist sjálfstæði árið 1962. Flokkur- inn hafði sigrað í héraðs- stjórnarkosningum hálfu öðru ári áður, en fylgi hans í þingkosningunum 1991 var meira en stjórnvöld gátu þol- að. Flokkurinn var því bann- aður áður en til annarrar um- ferðar kom, sem virðist aðeins hafa haft þau áhrif að auka of- stæki fylgismanna hans. Þeir hafa staðið fyrir morðum á stjórnmálamönnum og lög- regluþjónum undanfarið ár, en í mars síðastliðnum breyttu þeir um áherslur og gerðu lýðræðissinnaða menntamenn landsins að skotmörkum sínum. I mars voru þrír menn skotnir, háskólakennararnir Senhadri og Lyabes, og lækn- irinn og skáldið Laadi Flici. í júní féllu þrír aðrir mennta- menn. Tahar Djaout rithöf- undur og blaðamaður var skotinn í höfuðið, geðlæknir- inn Boucebci lést af hnífs- stungu og félagsfræðingurinn Mouhamed Boukhobza var skorinn á háls á heimili sínu að dóttur sinni ásjáandi. Allir eiga mennimir það sameigin- legt að hafa varðveitt sjálfstæði sitt gagnvart stjómvöldum og notið virðingar og vinsælda meðal almennings og í starfi. Tilgangurinn er aö skapa ótta Omar Belhouchet blaða- maður og ffamkvæmdastjóri dagblaðsins El Watan í Alsír- borg, slapp lifandi úr banatil- ræði ofsatrúarmannanna í byrjun júní. Hann segist nú lifa við stöðugan ótta. „Lífi mínu hefur verið kollvarpað. Ég sé börnin mín aðeins tvisv- ar í viku og er að hálfú leyti í felum. Ég var vanur opinbem lífi og miklum samskiptum við annað fólk, en er núna einangraður. Ég hef breyst mjög mikið á þessum tíma. Ég er ekki sami maður og áður, en það er einmitt tilgangur öfgamannanna, að skapa ótta svo menn þori ekki að beita sér áfram fyrir breyttum stjórnarháttum. En þar sem við skiptum þúsundum, er ég bjartsýnn. Ég trúi því að hægt sé að stjórna hræðslunni og beina henni í jákvæðan farveg. Margir vina minna halda starfinu áfrarn þrátt fýrir mik- inn þrýsting." Belhouchet er ekki einn um að vera á þeirri skoðun að til- gangur ofsatrúarmannanna sé að skapa ótta. Rachid Mimo- uni rithöfundur telur að FIS hafi ætlað að hrinda af stað byltingu. Þar sem það hafi mistekist, reyni flokkurinn nú að koma á borgarastyrjöld í Alsír. „Það er ekki hægt að finna aðra skýringu á gíslatök- um þeirra og árásum á sjúkra- bíla,“ skrifar Mimouni í franska vikublaðið Globe He- bo. „Þeir eru að vonast eftir sterkum viðbrögðum frá al- menningi, sem hefur að nokkru leyti orðið raunin, því sumir tala um gagnhryðju- verkastarfsemi. En með því að ráðast gegn menntamönnum er FIS í rauninni að hræða þann hóp sem vill koma á nú- tímaþjóðfélagi í Alsír.“ Hann færir rök fýrir stað- hæfingum sínum með því að benda á að þeir sem drepnir hafi verið fram að þessu hafi verið frönskumælandi alsír- búar og að Djaout hafi verið kabýli, ekki arabi. Belhouchet vill meina að ofsatrúarmenn- irnir hafi verið hræddir um að múslimarnir gætu hrifist af skrifum hans, sem þeim fannst vera andstæð trúnni. Sjálfur var hann settur í „rit- bann“ af ríkisstjórninni vegna viðtals sem hann birti við einn af stjórnendum flokks Etta- hadi, sem er fyrrverandi kommúnistaflokkur. Hann var sakaður um að stefna ör- yggi landsins í hættu og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Rit- höfundar og blaðamenn eiga því ekki aðeins við ofsatrúar- mennina að etja heldur einnig við stjórnvöld. „Stjórnin hefúr átt viðræður við Hamas og Ennahda, tvær íslamskar hreyfingar sem hafa verið leyfðar, en þær hafa aldrei for- dæmt morð ofsatrúarmann- anna,“ segir Belhouchet, en hann er sannfærður um að stjómvöld séu að búa sig und- ir einhverskonar samstarf við öfgatrúarmenn. Tyrknesk stjórnvöld loka augunum Svipað ástand er að koma upp í Tyrklandi, þar sem við- brögð innanríkisráðherra landsins við morðunum í Si- vas voru ekki að fordæma óeirðir öfgamanna, heldur að gagnrýna „ögrandi“ fram- komu rithöfundarins Aziz Nesin. Nesin gaf út úrdrátt af Söngvum Satans eftir Salman Rushdie, en bókin var nýverið þýdd á tyrknesku. „Við eigum raunvemlega á hættu að ástandið hér verði svipað og í Alsír, þrátt fyrir sterka hefð fýrir stuðningi við veraldlegt vald,“ er skoðun út- gefandans og félagsfræðings- ins Ali Sirmen. „Þar sem stjórnmálamenn landsins eru ófærir um að takast á við fé- lagsleg og hagfræðileg vanda- mál hafa þeir gert sífellt fleiri tilslakanir við öfgahópa og um leið skapað þeim svigrúm til að breiða úr sér.“ Tyrldand er fýrsta og eina íslamska ríkið sem byggir stjórnskipan sína ekki á múhameðstrú. Þó svo að þar gæti nokkurar tvíræðni hefitr aðskilnaður ríkis og „- kirkju“ ákveðna táknræna merkingu, sem Sirmen telur nú vera í voða. I janúar lést vinur hans, blaðamaðurinn Ur Mumcu, þegar bíllinn hans var sprengdur í loft upp. Hin dularfúllu Hezbollah sam- tök lýstu tilræðinu á hendur sér. Þau hafa einnig sagst bera ábyrgð á öðrum tilræðum, svo sem morðunum á Turan Dursan, fyrrum bænapresti og andstæðingi bókstafstrúar- mannanna, Bhariye Ucok, frjálslyndri konu sem var pró- fessor í íslamskri guðfræði og dómaranum Muhamer Aksoi. Yfirvöld í Tyrklandi kenna írönum um, án þess að saka þá opinberlega og draga allar rannsóknir á langinn. Ekki Söngvum Satans aö kenna Þegar Salman Rushdie var spurður að því hvort hann teldi útgáfuna á úrdráttum Söngva Satans vera ástæðuna fýrir óeirðunum í Sivas sagðist hann halda ekki. „Úrdrættirn- ir voru gefnir út í maí, en óeirðimar voru í júlí. Ástæð- urnar fyrir þeim eru mun nærtækari. Sivas er borg bók- stafstrúarmanna og þar var ákveðið að ráðast gegn þess- um fúndi leikra manna. Hann var ekkert annað en tækifæri fýrir öfgamennina til að láta til skarar skríða.“ Bókstafstrúarmenn auka fylgi sitt Staðreyndin er sú að flokk- ur bókstafstrúarmanna Refa hefur aukið fylgi sitt í Tyrk- landi að undanförnu, ekki síst í útjaðri stórborga. Árum saman hafði fýlgið haldist í 12 prósentum, en jókst upp í 27 prósent í aukakosningum í út- hverfum Istanbul í nóvember. Talið er að flokkurinn hafi fyrst og ffernst notið góðs af erfiðleikum annarra flokka, ekki síst vinstri flokkanna. Fylgisaukningin er þó einnig talin vera að þakka breyttri ímynd flokksins, en hann hef- ur reynt að sýnast nútímalegri og sækist eftir fylgi utan moskanna, ekki síst meðal sveitafólks sem flust hafa til stórborgarinnar. Þá hafa egypskir mennta- menn einnig fengið að kenna á ofsóknum þarlendra bók- stafstrúarmanna. Rithöfundur var myrtur á síðasta ári eftir að hafa líst yfir andúð sinni á bókstafstrúarmönnum og Nasr Hamed Abu Zeid höf- undur doktorsritgerðar um áttundu aldar guðfræði, hefur verið ofsóttur af bókstafstrú- armönnum vegna trúleysis síns. Ástæðan er að eiginkona hans er trúaður múslirni og því vilja bókstafstrúarmenn- irnir að hjónaband þeirra verði lýst ógilt. Byggt á l’Evenment du jeudi, The Economist, Nouvelle Obs- ervateur, Libération og Globe Hebdo. Löggæsla í Alsírborg. Hátt í tvö þúsund manns hafa látlö lítiö í átökum milli öryggisgæslusveita og útsendara bókstafstrúarmanna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.