Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 31

Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 31
ROKK OG ROL Fimmtudagurinn 15. júlí 1993 PRESSAN 31 Dularfullir Dos Pilas Dos Pilas er ein þeirra unghljómsveita sem ætla að leggja heiminn að fbt- um sér, eða því sem næst. Söngvari hljómsveitarinn- ar, Jón Símonarson, eða junior, eins og hann er kallaður, er hættur að vinna og hefur joess í stað snúið sér alfarið að tónlist- inni. Hinir meðlimirnir fjór- ir eru hins vegar enn að vinna fyrir sínu brauði. ju- norinn fær að þessum sökum enn sem komið er, nánast allar krónurnar sem sem hljómsveitin vinnur sér inn, í sinn vasa. Dos Pilas hefur nýverið sent frá sér ballöðuna Bett- er Times sem er að finna á Bandalögum 6, nýútkom- inni safnplötu. Vonast fé- lagar sveitarinnar til þess að það lag verði til þess að eftir þeim verði al- mennilega tekið. Lagið er mikið spilað á útvarpsrás- unum um þessar mundir og vænta þeir þess að ný- útkomið myndband með laginu veki samskonar eft- irtekt. Nafn hljómsveitar- innar, Dos Pilas, er í það minnsta nógu frumlegt. En það er að sögn Jóns DOS PlLflS Siggi, Heibar, Dabbl, Jón og Elll. B/ða eftir betri tímum með blómum I haga og börnum í maga. sótt til höfúðborgar mayj- anna í Gvatemala af dular- fullum ástæðum. Þeir syngja á ensku. En hvað er framundan? „Við erum ein tveggja ís- lenskra hljómsveita sem erum á leið í upptökuver að taka upp lag á safn- plötu sem kemur út í haust. Og mun nefnast Out of Crack. Hin íslenska sveitin er Bone China. Á þeirri safnplötu verða meðal annars Rage Aga- inst the Machine og fleiri frægar erlendar sveitir sem spila „agressfva" tón- list. Líkist þið eitthvað Bone China? „Nei, við spilum meira fönk en þeir og leggjum meira upp úr röddun því auk hinna fimm meðlima notum við tvær bakradd- ir.“ Drengirnir í Dos Pilas hafa þegar safnað efni f eina piötu þrátt fyrir að hafa að- eins verið í sex mánuði í þeirri mynd sem þeir eru nú. Margt annað mun vera á döfinni hjá drengjunum. SIGURÐUR PÁLSSON rithöfundur Gengur alltaf með trefil, ýmist einn eða fieiri. „Ég hugsa að þetta myndi flokkast undir fomrnarstarf því ég verð kvefaður ef ég er ekki með trefil. Hafi ég gleymt einum slíkum þá verð ég kvefaður af tiihugsuninni einni, að hafa gleymt honum. Þetta er eitthvað sem sálfræð- ingar myndu lækna með ær- inni fyrirhöfh og miklum til- kostnaði. Því finnst mér ódýrara að ganga með trefil heldur en að ganga til sál- ffæðings til að losna við tref- lamanluna“. POPP Martini dry og brennivín BOGOMIL FONT & MILLJÓNAMÆRING- ARNIR EKKI ÞESSI LEIÐINDI SMEKKLEYSA ★★ Þegar Sigtryggur Baldurs- son hóf upp sína glaðbeittu rödd með Jazzhljómsveit Konráðs B áttu fáir von á að hann yrði lengi í hlutverki sjarmörsins. Hann hélt þó áfrarn að syngja gömlu slagar- ana, stofnaði Milljónamær- ingana og nú er komin plata sem er óhætt að mæla með í grillveislurnar og til að gefa mömmu sinni í afrnælisgjöf. Ekki þessi leiðindi var hljóðrituð yfir helgi í Hlégarði, Mosfellsbæ. í skemmtilegum inngangi Konráðs B kemur í ljós að snjónum hafi kyngt niður þetta kvöld. Ballgestir höfðu þessi veðurfræðilegu ytri skilyrði þó að engu. Platan er heit; hinir latnesku tónar Milljónamæringanna svífa eggjandi um salinn og gestir eru með á nótunum. Bandið er mjög þétt enda vanir djass- arar í hverju rúmi þar. Slagar- arnir eru leiknir af öryggi og með greinilegri ánægju. Ot- setningarnar eru þó mjög hefðbundnar og ekki lagt í neina tilraunamennsku — „Platan erþað metnaðarlaus að það hefði engu máli skiptþó öll músikin hefði verið spiluð á skemmtara og Ragnar Sót sungið lögin í baði — þetta hefði ekki orðið neitt verra. Ætli Skriðjöklarnir viti ekki að búið er að taka Óskalögsjúk- linga afdagskrá Ríkisútvarpsins?cc það er ekkert fitlað við formið hér eins og Júpiters hafa t.d. gert. Bogomil/Sigtryggur er traustur crooner, tekur lögin á léttu nótunum, áreynslulaust en með góðri tilfinningu. Lagavalið er skothelt; hér eru allir sígildu sjarmörsmell- imir, „Tequíla“, „BrazO“, „Ist- anbul-Konstantinopel“, ásamt öllum hinum. Hér eru líka lögin hans Hauks Morthens, „Hæ Mambó", „Kaupakonan hans Gísla í Gröf' og „Rock Calypso í réttunum“. Platan er tileinkuð minningu Hauks heitins. Bogomil fer ágætlega með lögin en það er auðvitað óþarfi að nefna það að langt er í að hann nái hinum full- komna crooner standard sem Haukur var löngu búinn að ná. Frumsamda lagið, „Mars- búa cha cha cha“, er svo skemmtileg rúsína í pulsuend- anum, snotur lagasmíð í fúll- komnu samræmi við annað efni. Þetta er létt bakgrunnsplata og ekkert annað, enda tilgang- urinn með útgáfunni sá að skemmta og hleypa suðræn- um straumum inn á íslensk heimili. Spariklæðnaður og ámælt magn af Martini Dry með ólívu eða suðrænum sumardrykkjum er nauðsyn- legt til aö fílingurinn hitti beint í mark. SKRIÐJÖKLAR BÚMM TSJAGGA BÚMM SKÍFAN ® Önnur „kóver“-plata er einnig nýkomin út. Þótt sami tilgangur hafi líkast til vakað fyrir Skriðjöklunum og Bog- omil Font er útkoman þó næsta hörmuleg og stafar það af leiðinlegu lagavali og metn- aðarlausum og dauðum flutn- ingi. Skriðjöklarnir voru óneit- anlega ómótstæðileg gleðisveit þegar þeir voru á toppnum. Þegar þeir sungu um Steina, hestinn og sögnina aö tengja voru það eingöngu mestu dauðyflin sem ekki hrifust með og komust í sannan úti- legubrennivínsfíling. Þótt Jöklarnir tækju sig aldrei al- varlega sönnuðu þessi og fleiri lög þó að þeir gátu vel barið saman fín popplög á léttustu nótunum. Nýja platan er því meiriháttar vonbrigði. Hér er ekki ein einasta frumsmíð, heldur tíu gömul útjöskuð dægurlög, sem síður en svo var kominn tími á að rifja upp. Þetta er sú tegund tón- listar sem hinn dæmigerði Jón Jónsson vill heyra þegar hann er kominn djúpt í brennivíns- glasið. Eitthvað sem hann hef- ur heyrt þúsund sinnum áður og getur gaulað með. Þetta hefði svo sem verið í lagi ef Skriðjöklar hefðu gert eitthvað skemmtilegt við þessi lög, reynt að blanda einhverjum húmor í þau. Skriðjöklar gera ekki miklar kröfur til sjálfra sín á þessari plötu. Þeir renna í „Bíllinn minn og ég“, „Flag- arabrag" og öll hin á algerlega hlutlausan hátt. Platan hljóm- ar eins og hún hafi verið spil- uð af heilalausri ballhljómsveit sem vildi rumpa prógramm- inu af til að þeir gætu drifið sig heim að sofa. Platan er það metnaðarlaus að það hefði engu máli skipt þó öll músíkin hefði verið spiluð á skemmt- ara og Ragnar Sót sungið lögin í baði — þetta hefði eldd orðið neitt verra. Ekki veit ég hvað þeirn Ak- ureyringum gekk til með þessu dapra uppátæki. Geta þeir ekki samið lög lengur? Ætla þeir að selja plötuna upp í tapið af Bensinum? Ætla þeir að fá fast starf á Sjallanum? Búmm tsjagga búmm er tíma- skekkja. Ætli Skriðjöklarnir viti eícki að búið er að taka Óskalög sjúklinga af dagskrá Ríkisútvarpsins? • Viking-Band er fær- eysk hljómsveit sem syngur íslenska slagara á færeysku á Tveimur vin- um. Athyglivert. • Cuba Libra kveður frelsissöngva á Fógetan- um. Ætli þeir hafi séð Mambo Kings? • Undanúrslit í kaup- staðakeppninni í Karoke í Ölveri Glæsibæ. FOSTUDAGURINN 1 6. JÚLÍ • Bogomil Font og Milljónamæringarnir Amma Lú. SVEITABÖLL FOSTUDAGURINN t 6. JÚLÍ LAUGAR DAG U R I N N 17. JÚLÍ • Ydalir, Aðaldal Ný dönsk brýtur odd af oflæti sínu og vísiterar lands- byggðina, aldrei þessu vant. • Sjallinn, ísafirði Plá- hnetan nýkomin frá Patró kynnir ísfirðingum rétta taktinn. • Doktor Sáli til stuðsins á Gauknum. • Verðir laganna halda uppteknum hætti á Rauða Ijóninu. • Guðmundur Rúnar hinn sívinsæli trúbador spilar á mandólín á Fóg- etanum. SUNNUDAGURINÍrT' 18 JÚLÍ • Guðmundur Rúnar heldur uppi dampinum á Fógetanum. • Njálsbúð, Vestur Landeyjum Stjórnin. • Gjáin, Selfossi Örkin hans Nóa. • Hótel Selfoss tónleikar vegna útgáfu geisladisks með sunnlenskum hljóm- sveitum. • Þotan Keflavík GCD. Þeir kumpánar Bubbi, Rúnar og hinir sjá um skemmtan fram á rauða nótt. • Víkurröst Dalvík SS Sól stíga ferskir niður úr Eðlunni og spila og syngja meðan nóttin er ung. • Sjallinn Akureyri Todmobile tætir og tryllir Norðlendinga. • Félagsheimilið Pat- reksfirði Pláhnetan með Stebba, Sigga Grö, Golla og þeim hinum, gefur Vestfirðingum trukk. • Dr. Sáli dularfull á Gauknum. • Verðir laganna sem spilar altmúlig tónlist á Rauða Ijóninu. • Viking-Band heldur áfram að syngja á fær- eysku á Tveimur vinum. Að sögn reyndir menn í bransanum. • Cuba Libra í stuði á Fógetanum. LAUGARDAGU R I N N 17. JÚLÍ • Örkin hans Nóa Tveir vinir og annar í fríi. Örkin býður upp á jassstemm- ingu og dansprógramm. Þeir piltar eiga tvö lög sem komu út á safndisk- um fyrr í sumar, Upp á gátt og Tár á Landvætta- roki. • Inghóll, Selfossi Stjórnin framreiðir tónlist í Selfyssinga. Þorsteinn Pálsson mætir ábyggi- lega. • Hótel Stykkishólmur Bogomil Font. Sigtryggur vinur hans verður ekki all- fjarri. • Miðgarður, Skagafirði Sólarmenn nýkomnir frá Dalvík og áreiðanlega út- hvíldir, taka nokkur lög. • Njálsbúð, Landeyjum Stjórnin spilar og syngur. Ætli Grétar sé kominn með nýja hárgreiðslu? • Sjallinn, Akureyri Todmobile. Eyþór prímus motór, Andrea og Þor- varður. POPP FIMMTU DAG U RI N N 15. JÚLÍ • Lipstick Lovers er eina rythmablús hljóm- sveitin á íslandi. Þeir verða á Hressó. Hráir þéttir og yrkja um brostn- ar vonir og blús.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.