Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 35

Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 35
PRESSAN Fimmtudagurinn 15. júlí 1993 Guðrún Bjarna- dóttir tók sig til nú nýverið og setti nýtt ís- landsmet í bekk- pressu. Hún lyfti 68 kg í 60 kg þyngdarflokki. PRESSUNNI lék forvitni á að vita meira um þessa konu sem lætur sér ekki nægja að vera afreks- kona í íþróttum heldur stundar einnig doktors- nám í Bandaríkj- unum. Nú eru ekki margar kottur sem iðka kraftlyftingar sem keppnisgrein. Hvernig vildi til að þú fórst út í þetta? „Ég byrjaði reyndar á þessu á elli- árum. Ég fór að lyfta í æfingastöð 42 ára gömul, en ég er 47 ára núna. Mér fannst þetta einfaldlega gam- an. Það spilaði kannski inní hve fá- ar konur eru í þessu og því var freistandi að vera með. Það er gaman að keppa auk þess sem það heldur manni við efnið.“ Er að Jjölga þeim konum sem iðka kraftlyftingar? „Þetta er nú svolítið upp og niður. Ég hef keppt á móti þar sem við vorum einar fimm eða sex, en annars er það mjög misjafnt. Þátt- takan mætti vera betri. Kannski er því um að kenna að fjölmiðlar hafa gert lyftingar að karlmannaíþrótt, en það sama gildir um fleiri íþróttagreinar. En þetta er mjög holl íþrótt, bæði fyrir konur og karla." Nú er fjöldi kvenna sem iðkar lík- amsrœkt. Fara þœr ekkert út í að keppa í kraftlyftingum? „Það eru þó nokkrar konur sem eru í vaxtarrækt, sem er auðvitað náskylt lyftingum. Þær lyfta þyngdum og eru í alhliða þjálfun fyrir líkamann. Þó eru þær fleiri sem hafa farið út í að keppa i vaxt- arrækt. Af einhverjum ástæðum er ekki nóg hvatning en þær konur sem eru í vaxtarrækt hafa sumar keppt í kraftlyftingum. Sem dæmi má taka að Lind Einarsdóttir, sem nú er formaður félags áhuga- manna um vaxtarækt, á íslands- met í 52 kg flokki. Það eru til þó nokkur dæmi um að fólk hafi keppt í báðum greinum.“ Hefur þú lagt mesta áherslu á bekk- pressuna? „Nei, alls ekki. Þetta eru þrjár greinar; bekkpressa, hnébeygja og réttstöðulyfta, og ég hef ekki lagt sérstaka áherslu á neitt. Þetta ís- landsmet lá nálægt minni getu þannig að það var freistandi að stefna á fella það.“ Heldur þú að þú náir að slá Is- landsmet í hinum greinunum? „Ég hef tekið 130 kg í réttstöðu- lyftu og hnébeygjunni en metið er nálægt 150 kg. Unnur Sigurjóns- dóttir á metið í 60 kg flokki, bæði í hnébeygju og réttstöðulyftu og átti þetta met sem ég tók. Én í 67 1/2 kg. flokki á Elín Ragnarsdóttir fs- landsmet í hnébeygju og réttstöðu- lyftu. Hún er aðal kraftlyftinga- konan hér á landi og á met í þrem- ur þyngdarflokkum. Þetta eru þeir þyngdarflokkar sem ég hef keppt í.“ Hvernig standið þið miðað við er- lendar kynsystur ykkar? „Sennilega nokkuð vel. Ég veit ekki í hvaða sæti á Evrópumóti Elín myndi lenda. Hún myndi samt ör- ugglega lenda í einhverju af sex efstu sætunum. Ég væri í öldunga- flokki og er að gæla við þá hug- mynd að fara á heimsmeistara- mótið sem verður haldið í Kanada í haust. Með heppni gæti ég hugs- anlega lent í þriðja sæti.“ Hvað œfirþú oft í viku? „Ég reyni að æfa þrisvar sinnum í viku. Éf ég æfi oftar en það hættir mér til að of-æfa. Það er kannski aldursins vegna. En þrisvar í viku er gott fyrir mig.“ En hvað er takmarkið? „Bara að halda áffam. Þetta er það sem heldur manni gangandi. Ég er í doktorsnámi í skólasálffæði úti í Bandaríkjunum og hef tekið eftir þvi að eftir að ég byrjaði að lyfta hef ég orku til að gera þúsund sinnum meira en áður.“ Japanska atvinnumannadeildin blómstrar FyriPheitna landið i fotboltanum Sparkfræðingar heimsins binda miklar vonir við nýju japönsku atvinnumannadeildina. Þó hefur ekki vant- að óheillaspárnar og margir bent á mislukkaða tilraun Bandaríkjamanna til að koma upp sams konar deild. Þeir sem best til þekkja segja það óþarfa áhyggjur. Af alkunnri fullkomnunaráráttu sinni hafi Japan- ir undirbúið jarðveginn vel og lært af mistökum Bandaríkjamanna. Það hlýtur að vera frábær tilfinning að hendast úr kyrrstöðu í 100 km/klst á 1,7 sekúndum. Þótt flestum okkar finnist þetta hljóma eins og hið mesta óráðshjal eru menn hér á landi sem hafa prófað þetta. Og það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. PRESSAN tók hús á Val Jóhanni Vífilssyni kvartmílukappa, en hann er að dútla við það að smíða kvartmílukerru. Bíllinn er með Chrysler 360 vél en það skyldi enginn halda að það sé nóg að kaupa einhverja kraftmikla vél og setja á grind, hókus-pókus og maður sé farinn að keppa í kvartmílu- keppni. Það liggur gríðarleg vinna á bak við þennan „bíl“ og þó svo að efnið í hann sé ekki dýrt em vinnustundirnar ófáar og þær kosta sitt. En Valur bendir á að þetta sé tómstundaiðja og því sjái hann ekki eftir þeirri vinnu sem fer í bílinn. Það sem skiptir mestu máli er að fá sem mest loft í gegnum vélina. Til að auka loft- streymið eru settar svokallaðar flækjur, en það em stóm gljáandi púströrin kölluð sem mönnum verður oft starsýnt á þegar þeir sjá kerrnr af þessari tegund. Hlutverk þeirra er að draga loffið út úr vélinni til að afköstin verði enn meiri en ella. En nú er ekki allt tal- ið. Valur smíðar sjálfur olíupönnuna í bíl- inn og allt er þetta mikil nákvæmnisvinna. Þótt margt sé uppmnalegt í vélinni þarf að „laga allt til“ eins og Valur orðaði það. Þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði sýndist þeim bíllinn eiga langt í land með að verða ferðafær en svo er í raun ekki. Einungis er eftir að setja vélina á sinn stað, öryggisbúr yfir ökumann og stóru kvart- míludekkin að aftan. Viðbúnir, tilbúnir, nú. Sneggri en snákur „Byriaði á þessu á elll Það hafa ekki verið neinir smákallar sem hafa flutt til Japan eftir að hafa gert það gott í evrópska og suður-am- eríska fótboltanum. Nægir þar að nefna nöfn eins og Zico, Littbarsld og Lineker. Auðvit- að voru það fyrst og fremst peningarnir sem heilluðu en vitað er að Zico og Gary Line- ker fá rúmar 190 milljónir fyr- ir tveggja ára samningstíma- bil. Þá er ekki allt talið því að auki geta þeir búist við að fá rúmar 420 milljónir í tekjur vegna auglýsinga. Læra af mistökum Bandaríkjamanna Japanir eru frægir fyrir allt annað en skammsýni og ætla sér ekki að drepa gæsina sem verpir gulleggjunum. Banda- ríkjamenn lögðu allt of mikla áherslu á að kaupa heims- ffæga leikmenn ffá útlöndum en hirtu minna um að virkja eigin ungviði til afreka á knattspyrnuvöllunum. Afleið- ingin varð að sjálfsögðu sú að íþróttin einangraðist frá bandarískum almenningi sem hafði engan áhuga á að horfa á einhverja útlendinga til lengdar. Japanir leggja aftur á móti mikla áherslu á að auka gæði japanskrar knattspyrnu. 1 nýju atvinnu- deildinni gera þeir vel við innlenda leik- menn og þeir bestu fá rúmar 62 milljónir króna fyrir leiktímabilið. Þannig halda þeir hæfileika- ríkum leik- mönnum í landinu en missa þá ekki til stóru evr- ópsku félag- anna. Auk þess hafa þeir sett bann við því að japönsk lið hafi fleiri uARY LINEKER. Það blés ekki byiiega fyrir Gary Lineker og en fimm er- félögum ífyrsta leik hans í Japan. Grampus Eight tapaði 5-0 lenda leik- fynr Kashima, enfyririiði þess er enginn annar en brasilíski menn á samn- fialdramaðurinn Zico. ingi og ein- ungis þrír mega spila inni á velfinum í einu. Breytt um starfshætti Áður en nýja atvinnumanna- deildin varð að veruleika voru það stórfyrirtækin sem áttu öll stærstu liðin. Leikmennirnir voru starfsmenn fyrirtækj- anna og fótboltinn var auka- atriði. Þó svo að fyrir kæmi að 5000 manns mættu á leiki voru það kannski bara 1500 manns sem borguðu sig inn. Allir hinir voru starfsmenn einhverra fýrirtækja og fengu ókeypis miða á leikina. Allt var miðað við að gera veg fyr- irtækjanna sem mestan en fótboltinn sjálfúr varð út und- an. Þessum hugsunarhætti hefur tekist að breyta. For- ráðamenn japanska knatt- spyrnusambandsins kynntu sér fyrirkomulag deildanna á Ítalíu, Þýskalandi, Malasíu og víðar. Þegar heim kom hófust þeir handa við að breyting- arnar. Þau lið sem vildu vera með í sjálfstæðri atvinnu- mannadeild urðu að sam- þykkja strangar reglur. Sem dæmi má nefna að fyrirtækj- um var stranglega bannað að fjármagna liðin nema sem sjálfstæðir styrktaraðilar. Einnig var það sett sem skil- yrði að hvert lið hefði að minnsta kosti 18 manna vara- lið og yngri flokka niður í 12 ára aldur. Land hinnar rísandi sólar — Knattspyrna 21. aldar Þótt japanskir knattspyrnu- áhuga menn séu bjartsýnir er enn langt í land að þeir nái knattspyrnustórþjóðunum í Forráðamenn japönsku atvinnuman- nadeildarinnar (J.League) hafa lært af mistökum Bandaríkjamanna Evrópu og Suður-Ameríku. Baráttan um hylli almennings er hörð og margar íþrótta- greinar sem slást um auglýs- ingafé stórfyrirtækjanna. Zico er þess aftur á móti fúll- viss að Japanir verði komnir í ffemstu röð knattspyrnuþjóða áður en langt um líður. I ný- legu viðtali sagðist hann hafa yfirgefið Brasilíu vegna lélegr- ar aðstöðu og skipulagsleysis. Einnig var pólitíkin farin að spilla íþróttinni ffam úr hófi. Að hans sögn er annað upp á teningnum í Japan. Þar sé ver- ið að byggja upp knattspyrnu- stórveldi 21. aldarinnar. Hvað merkja nöfnin? Þar sem fastlega má búast viö því aö Japanskri knatt- spyrnu veröl meiri gaumur gefinn á næstu árum er ekki úr vegi aö kynna helstu liöin fyrir lesendum PRESSUNNAR og Qtskýra nöfn þeirra. Eins og sést af nöfnum liöanna hér að neöan eru Japanir óhræddir viö aö sletta ensku og ítölsku. Skýringar á nöfn- um liðanna eru líka stundum heldur langsóttar. AS FLUGELS (ffá Yoko- hama); Nafnið er samsuða úr nöfrium tveggja fyrirtækja All Nippon Airways og Sato Kogyo sem er verktakafýrir- tæla. Líklega Flugleiðaístak á íslensku. JEF UNiTED FURUKAWA (frá Ichihara): Helstu styrkt- araðilar liðsins eru Japan Ra- ilways East og Furukawa Electrics. GAMBA (frá Osaka): Orðið er ítalskt og þýðir „fótur“. GRAMPUS EIGHT (frá Nagoya): Grampus er viss tegund af höfrungum en slíkt dýr er tákn heimabæjar liðsins. Átta er affur á móti álitin happatala í Japan. KASHIMA ANTLERS (frá Kashima): Nafnið er þannig til komið að dádýr er merki heimaborgar liðsins. Antlers er affur á móti enskt orð yfir hom slíkra dýra. MARINOS (ffá Yokohama); Nafngiftin skýrist af þvi að Yokohama er stærsta hafnar- borg Japans. RED DIAMONDS (ffá Ura- wa): Vísar til merkis Mitsu- bishi fýrirtækisins, en það er aðalstyrktaraðili liðsins. SANFRECCE (frá Hiros- hima): San mun þýða sonur á japönsku en klúbburinn er í eigu þriggja bræðra. Frecce er aftur á móti afbökun á ítalska orðinu flecce, sem merkir örvar. S-PULSE (ffá Shimizu): S-ið stendur fyrir Shimizu og Shizuoka-sýslu. Pulse vísar aftur á móti til „hjartsláttar knattspyrnunnar", hvað sem það á þýða. VERDY (ffá Kawasaki): Þýð- ir „grænn“ og vísar til gam- alla tengsla liðsins við Brasil- íu. Til nánari útskýringar má bæta við að fáni Brasilíu er grænn á litinn.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.