Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 12
SKOÐAN I R
7 2pressan
Fimmtudagurinn 8. júlí 1993
, | í
PRESSAN
Útgefandi Blaö hf.
Ritstjóri Karl Th. Birgisson
Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson
Markaðsstiórl Sigurður I. Ómarsson
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80
Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90,
auglýsingar 64 30 76
Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85,
L3Q87
Áskriftargjald 798 kr. á mánuöi ef greitt er meö VISA/EURO
en 855 kr. á mánuði annars.
PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu
Látið bruggarana í
friði
Lögreglan í Reykjavík vill koma upp sérlegri sveit fót-
gönguliða til að finna og fangelsa þá sem brugga áfengi í
heimahúsum. Áður en óeinkennisklæddir gáttaþefir fara að
guða á glugga landsmanna er hins vegar rétt að staldra við og
spyrja hvort orsakimar fyrir þessari móðursýki geti verið að
finna í áfengisstefhu stjómvalda.
Á íslandi er kreppa og vaxandi fátækt. Áfengis- og tóbaks-
verslun ríkisins verðleggur vöru sína eins og einokunarfyrir-
tækjum er tamt, þannig að venjulegu launafólki með minnk-
andi kaupmátt er gert vonlítið að skipta við það. Hinir ríku
sötra áffam koníakið sitt og skozka viskíið, en eðlileg við-
brögð annarra eru að leita vörunnar þar sem hún fæst á
lægra verði. Það er heimabruggið.
Þannig neyðir stefna stjórnvalda venjulegt fólk til að gerast
lögbijótar. Eina skynsamlega framtíðarlausnin er að breyta
lögum þannig að það verði ekki glæpur að kaupa venjulega
neyzluvöm — sem áfengið er — á lægsta verði sem fæst.
Til þess þarf að afleggja sovétskipulagið í áfengismálum Is-
lendinga og afnema einkasölu ríkisins. Með því myndi verð
lækka og grundvöllurinn hverfa fyrir heimabrugginu.
Að auki er rétt að veita fleirum leyfi til að spreyta sig á
áfengisframleiðslu. Margt af því, sem framleitt er í heima-
verksmiðjum, er hin ágætasta vara. Rétt væri að leyfa áhuga-
sömum athafnamönnum að ffamleiða sitt áfengi, setja það á
merktar flöskur og selja það neytendum eins og venjulega
markaðsvöm — undir venjulegu heilbrigðiseffirliti sem sam-
bærileg ffamleiðsla lýtur nú þegar.
Eina réttmæta ástæðan fyrir lokun heimaverksmiðja er að
koma í veg fyrir að unglingum sé selt áfengi. Þetta nefhir lög-
reglan oft, án þess að finna því stað í dæmum, magni eða
umfangi. Ef þetta er vandinn eru réttu viðbrögðin að hand-
íaka þá og kæra, sem selja börnum vín, ekki hina, sem búa
það til. Þar að auki veit hver einasti íslendingur ffá sínum
unglingsárum að það þarf engan íslenzkan bruggiðnað til
þess að unglingar komist yfir áfengi. Það hafa þeir getað ára-
tugum saman og geta hér effir sem hingað til, sama hversu
mörgum heimaverksmiðjum lögreglan lokar.
Lögregluaðgerðir munu ekki nú ffemur en á bannárunum
breyta neyzluvenjum landsmanna. Breytingar á áfengisstefiiu
í ffjálsræðisátt gætu hins vegar orðið til þess að Islendingar
færu að umgangast áfengi eins og aðrar vestrænar þjóðir —
sem eðlilega neyzluvöru, en ekki svartamarkaðsvaming sem
hvískrað er um í skúmaskotum.
BLAÐAMENN Bergljót Friöriksdóttir, Friörik Þór Guðmundsson,
Guörún Kristjánsdóttir, Gunnar Haraldsson, Jim Smart
Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Margrét
Elísabet Ólafsdóttir, Pálmi Jónasson,
Sigríöur H. Gunnarsdóttir prófarkaiesari,
Snorri Ægisson útlitshönnuöur, Steinunn Halldórsdóttir,
Telma L. Tómasson.
PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason.Einar Karl Haraldsson,
Guömundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
Hrafn Jökulsson, Hreinn Loftsson, Möröur Árnason,
Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir,
Össur Skarphéðinsson.
Llstir: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guömundur Ólafsson,
kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson
popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal Ieiklist.
Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Kristján Þór Árnason,
Snorri Ægisson, Einar Ben.
AUGLÝSINGAR: Ásdís Petra Kristjánsdóttir, Pétur Ormslev.
Setning og umbrot: PRESSAN
Filmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI
„This is merís talk“
„Égerýmsuvanur, lesendur góðir, eftir38
ára starfá Alþingi íslendinga og ég lét mér
hvergi bregða. Ekkifyrren égfann blauta
tungu kafa ofan í skyrtukragann minn. “
Röddin í affursætinu var í
senn skipandi og óskýr: „f
stjórnarráðið!“
Ég drap fæti á bensíngjöfina
og Audíinn leið af stað eins og
ljúfur draumur. Nú skildi ég
af hveiju Jón bílstjóri er alltaf
að monta sig af þessum bíl
Davíðs forsætisráðherra. Það
er strangt tekið ekki í verka-
hring okkar þingvarða að aka
ráðherrum en ég gat ekki neit-
að Nonna þegar hann bað
mig að hlaupa í skarðið fýrir
sig. Almennt var hann álitinn
næstgáfaðasti ráðherrabíl-
stjórinn, á effir Kidda rótara.
En nú er Jón Baldvin bæði
búinn að raka sig og sparka
Kidda og þess vegna er naftii
hans óumdeilanlega mesta
mannvitsbrekkan í bílstjóra-
liðinu.
Þetta var ég sem sagt að
hugsa þar sem ég sat við stýrið
í ráðherrabílnum sem rann
mjúklega norður Suðurgötu.
Og það var einmitt móts við
Þjóðminjasafnið sem ég fann
heitan og rakan andardrátt í
hnakkagrófinni. Ég er ýmsu
vanur, lesendur góðir, effir 38
ára starf á Alþingi fslendinga
og ég lét mér hvergi bregða.
Ekki fyrr en ég fann blauta
tungu kafa ofan í skyrtukrag-
ann minn.
„Æi, hættu þessu, Tanni,“
kvartaði forsætisráðherra.
„Talaðu heldur við mig.“
Ég skal játa að mér létti þeg-
ar ég stýrði bílnum áfallalaust
að stjórnarráðinu. Þangað til
það rann upp fyrir mér að
Tanni væri varla á leiðinni á
ríkisstjómarfundinn líka.
„Ég verð því miður að skilja
hann eftir,“ muldraði forsæt-
isráðherra afsakandi. „Ég
spurðist fyrir um þetta á sín-
um tíma. En það er víst alveg
stranglega bannað að hafa
hund á rikisstjómarfúndum ef
hann er ekki skipaður af for-
seta. Ég skil það ekki, Tanni
væri svo sannarlega betri en
Steini stubbur.“ Hann dæsti
þegar ég lauk upp bílhurðinni,
leit ástúðlega á slefandi flykkið
í affursætinu og sagði: „Þú
hagar þér vel!“
Það var ekki fýrr en hurð
stjórnarráðsins lokaðist á eftir
forsætisráðherra að ég áttaði
mig á að síðustu skipuninni
var beint til mín.
Næstu fimmtán mínúturn-
ar sat ég í mjúku bílstjórasæt-
inu og lék myndastyttu. Úr
affursætinu bárust torkenni-
leg hljóð frá skrímslinu. Tanni
er á stærð við stálpaðan kálf.
Fimmtán mínútur, já, og þá
stormaði Dabbi allt í einu út
úr stjórnarráðinu. Hann
hlammaði sér niður í aftur-
sætið og kjassaði Tanna. „Ég
nennti ekki að hanga þarna.
Þeir voru bara að tala um ein-
hver leiðinda efhahagsmál.“
Hann var auðvitað að tala
við hundinn.
Þegar ég ætlaði að leggja af
stað var hurðinni hjá forsætis-
ráðherra svipt upp. Maðurinn
sem Örnólfur Árnason hefúr
svo ósmekklega kallað öfug-
mennið settist óboðinn.
„Hæ, Hannes,“ sagði Davíð
áhugalaus.
„Grrr,“ sagði Tanni áhuga-
samur.
Forsætisráðherra skipaði
mér að aka stefnulaust, og fór
síðan að skrafa við félaga sinn.
„Veistu hvað? Steini stubbur
hækkar alltaf ráðherrastólinn
eins mikið og hann getur til
að virðast stærri á ríkisstjórn-
arfundum." Þeir hlógu. Allir
þrír. Það var eitthvað ógeðfellt
við tóninn.
Oddur þingvöröur er hugarfóstur
dálkhöfunda, en efnisatríði og
aðrar persónur byggjast á raun-
veruleikanum.
„Og ég þoli ekki Jón Bald-
vin. Það er hægt að drekka
með honum, það vantar svo
sem ekki, en hann er leiðinda-
gaur. Ég held að hann hafi alls
ekki litið svo á, að við værum í
stjórnarsamstarfi saman,
heldur hann og Styrmir
Gunnarsson. Alþýðuflokkur-
inn og Mogginn. Þeir eru líka
alltaf að þusa um efnahags-
mál. Halla ríkissjóðs. Erlendar
skuldir. Púff. Þvílíkir leiðinda-
gaurar.“
„Sko,“ byrjaði Hannes
Hólmsteinn en forsætisráð-
herra þaggaði niðri í honum:
„Góði þegiðu. Ég var ekki
að tala við þig. This is men’s
talk.“
STJÓRNMÁL
Náttúrufrœðingar í útilegu
Sú var tíðin í þessu landi að
stéttaátökin fóru fram á
gmnni kenninga marxismans.
Leiðtogar verkalýðsfélaganna,
jafnt Héðinn, Eðvarð og Guð-
mundur J., byggðu á kenning-
unni um hinar stríðandi stétt-
ir, forystumenn ríkisvaldsins
fýlgdu handaflskenningu um
stjóm á ríkinu og verkfallsátök
og vinnudeilur tóku mið af
þessum aðstæðum. Kenning-
ar marxismans gera ráð fyrir
því að þegar hagsmunir stétt-
anna takast á þá víki hinar
borgaralegu leikreglur til hlið-
ar. Lög og dómstólar eru
nokkurs konar borgaraleg
smásmygli, mun frekar birt-
ingarmynd kúgunar valda-
stétta en stoð einstaklinga. Á
sama hátt er ríkið skilgreint
sem kúgunartæki hinna ráð-
andi stétta. Flestir marxistar
hafa því verið þeirrar skoðun-
ar að lög ættu ekki að tak-
marka valdbeitingu verkalýðs-
félaga í kjaradeilum. Þannig
hafa fýlgismenn marxískasta
hluta vinstri hreyfingarinnar í
gegnum árin vísað til núgild-
andi laga um stéttarfélög og
vinnudeildur frá 1938, sem
„laganna hans Guðmundar
í.“. Sú tilvísun þýðir að lögin
séu grábölvuð, enda Guð-
mundur í. á sérstökum bekk í
hryllingssögusafni íslenskra
marxista.
Gott og vel. Eins og gengur
með kenningar marxismans
þá er þessi kenning bæði rök-
rétt og tilkomumikil, að því
tilskyldu að maður sé marxisti
og byggi á kenningagrunni
marxismans. Annars vill fara
fremur lítið fyrir lógíkinni.
Hvers vegna á ekki að útkljá
ágreining um kaup og kjör
eftir sömu leiðum og annan
ágreining? Islensk verkalýðs-
hreyfing er ekki lengur hreyf-
ing stéttaátaka í marxískum
skflningi, ekki einu sinni í orði
og allt starf hennar miðar nú
að því að koma fram fyrir
hönd umbjóðenda sinna í
ÁRNi PÁLL
ÁRNASON
samningum við ríkisvaldið, í
stað viðsemjenda sinna áður.
Það filutverk er meira í ætt við
korporatisma Mússólínís en
nokkuð það sem Marx lét frá
sér fara. Marxískur skilningur
forystumanna á hlutverki sínu
virðist nú orðið einskorðaður
við nokkur samtök háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna.
Því rifja ég þetta upp að ný-
legir atburðir vekja upp stórar
spumingar um íslenska verka-
lýðshreyfingu, hugmynda-
fræðilegan grunn hennar og
skilning hennar á sjálfri sér. Þá
á ég við lokun náttúrufræð-
inga á tilraunastöðinni í
meinafræðum nú nýlega. Á
yfirborðinu var þetta aðeins
Íeiðinlegt íslenskt þras. Fjöl-
miðlamennirnir sem greindu
frá atburðunum voru jafh
metnaðar- og skilningslausir
og venja er, mesta púðrið fór í
dylgjur um geðslag forstöðu-
manns stofnunarinnar og
maður gat allt eins átt von á
því að einhver fréttamann-
anna teldi náttúrufræðingana
vera á leið í útilegu eftir að
þeir vom búnir að ná í svefn-
pokana. Samt mátti greina
ýmis athygliverð álitamál.
Forsprakki náttúrufræðinga
svarði því t.d. til þegar hann
var spurður hvers vegna
ágreingur væri ekki leystur
með málarekstri fyrir dóm-
stólum að þetta væri kjarabar-
átta og svoleiðis nokkuð gerðu
menn bara ekki í kjarabaráttu.
Sem sagt: Hinn hefðbundni
marxíski skilningur við góða
heilsu.
Hér á landi hefur verið
þegjandi samkomulag um að
íáta hinn marxíska skilning á
kjarabaráttu ráða. Ríkið og
„Forsprakki náttúrufrœðinga svaraðiþví t.d. tilþegar hann var
spurður hvers vegna ágreiningur vœri ekki leystur með mála-
rekstrifyrir dómstólum að þetta væri kjarabarátta ogsvoleiðis
nokkuð gerðu menn bara ekki í kjarabaráttu. Sem sagt: Hinn
hefðbundni marxíski skilningur við góða heilsu.
Vinnuveitendasambandið
hafa oftast fallist á að véfengja
ekki lögmæti aðgerða verka-
lýðsfélaga og slík ráðstöfun
hefur meira að segja off verið
hluti samninga að vinnudeil-
um loknum. Dómstólar hafa
því fengið afar fá tilvik til úr-
lausnar. Því má samt slá föstu
að aðgerðir náttúrufræðing-
anna voru löglausar, í ljósi
fordæma úr BSRB verkfallinu
og verkfalli verslunarmanna á
Suðurnesjum, sérstaklega í
Ijósi þess að þar var um að
ræða löglega boðuð verkföll
en hér einungis löglausa lok-
un stofhunar. Forstöðumaður
stofnunarinnar var því í full-
um rétti til að kalla til lögreglu
og láta fjarlægja náttúrufræð-
ingana og allan þeirra viðlegu-
búnað, rétt eins og búðareig-
anda á Laugaveginum er
heimilt að óska aðstoðar lög-
reglu við að fjarlægja fólk sem
truflar viðskiptin. Náttúru-
fræðingarnir höfðu að sjálf-
sögðu enga heimild til að
hindra starfsfólk stofnunar-
innar í að sækja vinnu sína.
Miklar breytingar hafa orð-
ið, og eru að verða, í íslensku
réttarkerfi og skilningi íslend-
inga á lögum á síðustu árum.
Aukin áhrif Mannréttinda-
dómstólsins á íslenskt réttar-
kerfi hafa leyst okkur undan
aldalöngu réttarfarssukki og
einstaklingar hafa unnið sigur
í málum sem snerta sam-
komulag verkalýðshreyfingar
og ríkisvalds um takmarkanir
á einstaklingsfrelsi. Allur andi
samfélagsins er að snúast frá
skilningi marxista og íhalds-
manna á ríkisvaldinu sem
tæki ákveðinna afla til að ráða
fýrir öðrum, yfir í hinn foma
skilning Aristótelesar; að ríkið
sé sameiginlegur vettvangur
okkar allra til að setja reglur
og vernda rétt okkar. Er ekki
eðlilegt að sá skilningur á lög-
um, reglu og ríkinu, sem nú
fær að leika um rykfallin
mannréttindaákvæði stjómar-
skrárinnar, fái meira rúm við
framkvæmd laga um stéttarfé-
lög og vinnudeilur? Er ekki
sjálfsagt að kveðja hnefarétt-
inn og útilegurómantíkina?
Höfundur er lögfræðingur.