Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 10

Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 10
10 PRESSAN F R É TT I R Fimmtudagurinn 15. júlí 1993 Ekki rétta manneskjan til að skrifa hallelújabók Bók Helgu Guðrúnar Eiríksdóttur um Jón Pál Sigmarsson sem setja átti á markað í haust hefur farið svo fyrir brjóstið á aðstandendum hans að ákveðið hefur verið að ráða nýjan aðila til verksins. Helga Guðrún Eiríksdóttir. „ Fáheyrður ruddaskapur að láta mig frétta af þessu í gegnum fjölmiðla." Eftir lestur handrits er þaö mat PRESSUNNAR aö eftir- farandi kafli sé þaö eina sem geti hafa fariö fyrir brjóstiö á aðstandendum Jóns Páls. Kaflinn flallar qfn samskipti Jóns Páls viö hitt kynið, en hvergi í handritinu er minnst á lyfjanotkun, sem þó hefur veriö gerö aö umræöuefni í erlendum fjöl- miölum. „Jón Páll var ekki mikið fyrir að fara út og skemmta sér og honum leiddist að klœða sig upp. í Skotlandi tókst þó vini hans, Dr. Edmunds, að taka hann með sér út á líftð. Þar komast karlmenn ekki inn á betri staði á buxum og bol, ett þannig vildi Jón Páll helst allt- af vera klœddur. Vandamálið var að hann var eiginlega allt- ofþekktur og þegarfólk er komið í glas á það til að virða ekki friðhelgi frœga fólksins sem skyldi. Jón Pátt vtldi atttaf mœta seint á pöbba, þá vœru stúlkurnar búnar að fá sér í glas. Bœði vœri það ódýrara og eins kœmu þœr þá af sjálfs- dáðun til hans í staðinn fyrir að hann þyrfti afhafafyrir því aðfara til þeirra. Konur dróg- ust líka að honum eins og bý- flugur að blómi Sjálfur var Jón Páll fremur vandlátur á konur og kom þá ekki hvaða Petrína eða Pálína sem var til greitta. Þrátt fyrir gífurlega kvenhylli átti Jón Óánægja að- standenda Jóns Páls Sigmarssonar heit- ins með bók um afl- raunamanninn eftir Helgu Guðrúnu Ei- ríksdóttur sem væntanleg var á markað, hefur orðið til þess að forráða- menn útgáfufélags- ins fsland og um- heimurinn hafa óskað þess að annar aðili taki að sér verkið. Helga Guð- rún skilaði drögum að handriti bókar- innar fyrir viku síð- an og fékk skömmu síðar þau tíðindi að fjölskylda Jóns Páls gæti ekki sætt sig við vinnubrögð hennar. Mikill undirbún- ingur er í gangi vegna útgáfu bókar- innar um Jón Pál en ætlunin var að setja hana á markað í október. Hafið er markaðssetningar- átak í um 80 lönd- um á bókinni sem gefin verður út á ís- lensku og ensku en ljóst er að úkomu hennar mun seinka nokkuð þar sem Páll í fáum langtímasam- böndum. Fyrrverandi sambýl- iskonu sinni og barnsmóður, Ragnheiði Jónínu Sverrísdótt- ur, kynntist Jón Pátt árði 198? og bjó tneð henni í fjögur ár. Saman eignuðust þau soninn Sigmar sem alla tíð var auga- steinn föður síns. Þegar hatm var tveggja ára gamall slitnaði uppúr sambandi Jóns Páls og Ragnheiðar Jóntnu enda var Jón þá farinn að hafa sam- band við aðra konu sem átti eftir að kotna talsvert við sögu í lífi hans nœstu árín. Sú hafði starfa afheilsurœkt ogþau Jón því eflaust getað deilt sameig- inlegu áhugamáli. Eklcert varð þó úr frekari sambúð þeirra skötuhjúa enda konan gift öðrum tnanni. Árið 1987 hófu Jón og Hall- dóra Sverrisdóttir sambúð sem stóð t ttokkurtt tíma. Árið 1989 gerðu Jón Pátt og Ragnheiður Jónína aðra tilraun til satn- búðar og sú hélt í hálft ár. Þrátt fyrir að uppúr slitnaði entt á ný hélst alla tíð mikill vinskapurþeirra á tttilli. í Skotlandi, þar sem Jótt Páll dvaldist löttgum, átti hann í föstu sambandi við þrjár kon- ur. Hatttt var lítið fyrir að bjóða þeittt út, vildi heldur vera heitna í rólegheitunum. Aðrir metttt gefa kærustunum síttum rósir og sœlgœti ett Jón Páttfœrði þeim poka af ávöxt- um. Þessar stelpur voru allar mjög ástfangnar afjóni. Eitt þeirra hœtti við að fara til Englands þar sem hetini hafði verið boðið álitlegt starf til að geta verið hjá honuttt. Hann nýr aðili verður fenginn til að skrifa hana. Helga Guðrún Ei- ríksdóttir handritshöfundur er afar ósátt við þessi málalok, sem hún kveðst ofan á allt hafa fregnað í útvarpi. Hún segir ásakanir aðstandenda Jóns Páls um að með bókinni reyni hún að sverta minningu hans ekki eiga við nein rök að styðjast. Vegið að starfsheiðri mínum á svívirðilegan hátt „Þetta er alveg út í hött, það er ekkert í bókinni sem bendir til þess að fyrir mér vaki að gera lítið úr Jóni Páli, reyndar er því öfugt farið ef eitthvað er,“ segir Helga Guðrún. „Ég fékk þau fyrirmæli að stikla á stóru við skrásetningu á sögu Jóns Páls, uppistaða bókar- innar skyldi vera fjöldinn allur af myndum. Til að fá sem gleggsta mynd af Jóni Páli ræddi ég við fjölda fólks, bæði aðstandendur hans og vini og ferðaðist í því skyni bæði til Englands og Skotlands, þar sem hann dvaldi oft. Ég var búin að leggja mikla vinnu í verkið og taldi mig hafa dreg- ið upp eðlilega og rétta mynd af manninum. Og það sér hver sem les handritið að ég fer mjög hlýjum orðum um Jón Pál.“ Hún segir sér hafa orðið mjög bilt við er hún frétti af því að ákveðið hefði verið að fá nýjan aðila til verksins. „í síðustu viku voru þeim sem stóðu Jóni Páli næst send drög að handritinu, svo þeir gætu kornið með ábendingar enda sjálfsagt að taka fullt tillit til bans nánustu. Næsta sem ég vissi var að mér var sagt upp störfúm í beinni útsendingu á Bylgjunni. Haff var eftir móð- ur Jóns Páls í sjónvarpsfrétt- um að það væri greinilegt hvaða hvatir lægju að baki hjá mér; bókin hefði verið skrifuð í þvi skyni að sverta minningu sonar hennar. Fuflyrðingin er svo út í hött að það er vart orðum á það eyðandi. Auðvitað get ég ekki annað en verið ósátt, eftir afla þá vinnu sem ég hef lagt í verkið. Þó er ég reiðust yfir framkomu og ummælum Halldórs Pálssonar hjá íslandi og umheiminum, um hand- ritið í sjónvarpi. Hann sagði „greinilegt að stúlkan hefði ekki valdið verkcfninu" og tal- aði um mig eins og ferming- arstúlku sem hefði skilaði lé- legri ritgerð í skólanum. Það er fáheyrður ruddaskapur hjá manninum að láta mig frétta af þessu í gegnum fjölmiðla. Og með ummælum hans er vegið að starfsheiðri mínum á svívirðilegan hátt.“ Útiloka ekki að gefa bókina út sjálf Ekki náðist í Halldór Páls- son vegna málsins, en að sögn Helgu Guðrúnar var fátt urn svör er hún hringdi forviða í hann eftir að hafa frétt af sinnaskiptum hans í útvarp- inu. „Hann gaf engar aðrar skýringar en þær að aðstand- endur Jóns Páls gætu ekki sætt sig við handritið. Ég vissi reyndar alltaf að móðir hans ætti eftir að verða til vandræða, hún var strax í upphafi mjög ósamvinnuþýð. En ég átti ekki von á því að Halldór myndi koma svona ffam. Hann gefúr sig út fýrir að vera mjög kristinn, en ég fæ ekki með nokkru móti séð neitt kristilegt við þessa ffam- komu. Ef það var ætlunin að ég skrifaði minningargrein um Jón Pál þá var ég aldrei rétta manneskjan til verksins. Það vakti ekki fyrir mér að skrifa hallelújabók um mann- inn og ég gaf engum tilefhi til að ætla að sú væri raunin." Helga Guðrún kveðst ekki hafa minnstu hugmynd um hvað það sé í handritinu sem móðir Jóns Páls túfld sem svo að verið sé að níða niður hans persónu. Hún segist eiga bágt með að trúa því að kafli sá er segir ffá samskiptum Jóns Páls við konur, og birtur er hér á síðunni, sé ástæðan. „Það er ekkert hneyksanlegt sem þar stendur. Frá því hefur verið skýrt í tímaritsgrein að Jón Páll átti urn tíma í ástarsam- bandi við giffa konu svo það er einkennilegt ef það hefur farið fyrir brjóstið á móður hans. Mér er fyrirmunað að skilja hvað er hér á seyði, enda málið allt ákaflega sérkenni- legt.“ Að sögn Helgu Guðrúnar getur allt eins farið svo að hún gefi út bókina sjálf. „Ég á eftir að kanna hver réttarstaða mín er í málinu. í fljótu bragði fæ ég ekld séð neitt því til fyrir- stöðu að ég geti sjálf út bók- ina. Ég skrifaði handritið og ef rétturinn reynist mín megin útiloka ég ekki að ég gefi bók- ina út. Eg er með í fórurn mínum á annað hundrað ljós- myndir sem ég hef safnað saman erlendis og birtingar- rétturinn er minn. Ég get eng- an veginn sætt mig við þessi málalok. Menn verða að gera sér það ljóst að það veður eng- inn yfir mig.“ Bergljót Friöriksdóttir Skorti skilning á viðfangsefninu Sigurður Wiium, fjármálastjóri útgáfúfýrirtækisins fsland og umheimurinn hf., sagði í samtali við PRESSUNA að gerð- ur hefði verið samingur við útgáfuþjónustuna Gott mál um ritun bókarinnar um Jón Pál. „Við leituðum þangað enda um mjög hæfa aðila að ræða. Sökum anna réðu þeir utanaðkom- andi aðila til verksins, að okkur forspurðum. Strax í byrjun kom í ljós að Helga Guðrún náði ekki sambandi við aðstand- endur Jóns Páls og það voru auðvitað okkar mistök að grípa eJrki strax í taumana. Auðvitað viljum við ekki valda aðstand- endununt óánægju og því verður fenginn annar aðili til að skrá söguna sem þeir eru sáttir við. Ég held að Helga Guðrún hafi ekki alveg náð að draga fram þau atvik í lífi Jóns Páls sem skipta mestu máli og hafi skort tilfinningu og skilning á við- fangsefhinu." varð þó ekki ást- fanginn af neinni þeirra, þegar þær fóru að gerast of hátíðlegar varð- andi samband þeirra þá flaug Jón Páll einfald- lega heim til ís- lands. Hann var ekkert fyrir að láta ttegla sig niður enda atttaf á ferð ogflugi og sjálfsagt ekki fyrir hvaða konu sem er að búa við þantt kost. Þegar Jón Pátt lést lét hatttt eft- ir sig unnustu í Finnlandi, stúlku að nafni Heli Okkotn- en. Henni kynntist Jón í lík- amsræktarstöð í Helsittki og eftir að hafa fullvissað sig um að hún reykti ekki bauð Jótt Pátt henni út. Kvenhylli Jóns Páls tók á sig margar og kúnstugar myndir. Til að myttda átti hann t f ó r u tn s t n u m v œ n a buttka aj bréfuttt f r á ókunnugum konum um allan heim, - sum meira að segja frá íslattdi. Bréfin itmihéldu ólíklegustu hluti, svo sem bóttorðsbeiðttir. Aðrar betur stœðar vildu hreittlega festa kaup á mannin- um! Það þarf ekki að taka Ur drögum að bókarinnar handriti Jón Pál þaðfram að Jón Pátt var aldrei til sölu. “

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.