Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 32

Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 32
DAGUR A BARNUM 32 PRESSAN Fimmtudagurinn 15. júlí 1993 NÁIN KYNNI Ég erí eöli mínu ösköp glaöur maöur. Þessvegna fer það í taugamar á mér þegar fölk býöur mér góöa kvöldiö með því að segja: „Ertu í fýlu, ertu ertthvaö stressaður? Ha Enar!“ Þaö er nú bara sönn ávísun á fýlukast hjá mér, því þá þarf ég aö vera aö sanna þaö sem eftlr IHir kvöldsins að ég sé ekki í fýlu. Þelm sem þekkja mig frá fomu feri ber saman umaöég hafi aldrei verið í fýlu, frekar af þaö hafi verið fýla af mér. Ég er þelm sammála. Vegna þess aö á unga aldri stundaöi ég sundæfingar meö KR, en hætti því þegar ég uppgötvaði aö ég blotnaöi vlö þessar æfingar. Pönkeöliö sagöi til sín og ég lagöl blátt bann við notkun á nokkru vatni, hvað þá baði. Enda rámar mlg í að vinir mínir fomir þjáist af einhverskonar kvefi jafnvel enn í dag þegar ég hitti þá. Stoltur segi ég enn- þá frá þvottameti mínu sem var þrir mánuöir. Ég í dag! í fýlu? Oekkl! Stoltur sótti ég hann út á flugvöll, útlenska vininn frá am- riku, lýsti fjálglega helstu kennileitum á ieiöinni til Reykjavík- ur. Ég benti á mökkinn frá Bláa lóninu, eöa þessari verk- smiöju viö hliöina á, og sagði að viö: „sjúld gó ðer leiter." Orö að sönnu. Þaö var laugardagur og sól skein í heiði. Eft- ir dásamlegt grill þar sem okkur var kennt að nota afökató á borgarana sagði frúin aö hún vildi demba sér í sund með drenginn okkar unga. Eins og hálfviti, ég er nú þekktur fyrir misjöfn svör undir álagi, sagði ég: „Ætli viö dembum okkur ekki með.“ Úddlendingurinn samsinrrti mér ogégsáaö ekki varö aftur snúiö. Eftir aö hafe reynt aö finna ekki skýluna mína í heilar tuttugu mínútur lögðum við af staö og komum í laugina. Viti menn! Hún var lokuð. Lokaö fyrir fimm mínútum. Fimm andartökum. Og allir veröa reknir uppúr rétt strax. Klukkan var ekki oröin sex. Þetta er verra en hádegisbarinn gamli. Þama stóö ég, og staröi á þetta vatn í þessu sements keraldi og ímyndaði mér ríkinu lokað klukkan sex, rétt fyrir verslunarmannahelgi. Allur þessi vökvi og ég get ekki dýft mér i hann. Á laugardegi í sólskini og laugin lokuö. Margir í sumarieyfi og vilja njóta leyfisins. Hvað er ég aö kvarta? Enda þegar heim var komiö aftur reyndi ég að útskýra fýrir hinum úddlenska vini aö þótt viö væmm umkringd vatni þá væri stundum erfrtt aö njóta vatnsins þótt þaö kæmi náttúru- lega heitt frá jörðinnl. Þaö þyrfti að borga fyrir þaö meö þess- ari náttúruperiu, húsinu sem væri byggt á heitu vatni. Og oft á tíðum svimandi háum reikningum á vetuma. Hann sætti sig viö útskýringamar og ég sagði: „Sjúld gó öer leiter." Það heföi ég betur ekki sagt. Því næsta dag vakti ég alla Qölskylduna og gestinn. Markús var í úbbarbinu og lýsti því fjálglega hvemig öllum saur yröi fljótlega vísaö frá Nauthóls- vík. Bravo, ekki gleyma ísafirði þar sem er meiri saur í diykkj- ar vatni en kúkur í lauginni. Útslagiö var þó eitthvaö á þessa leiö: Aö vonandi væri hægt aö veita heitu vatni út í víkina svo yröi aö baöströnd. Einsog áöur var. Og stríösminjasafn. Já og ísland er skógi vaxið (frá Öskuhlíð upp aö Perfu). Hvemig væri bara aö veita öllu heitu vatni í sjóinn og hita þannig upp alla strandlengjuna? Viö gætum öll flutt á strönd- ina og haft þaö heitt og gott. Öngvir reikningar eöa ísbimir, of heitt fyrir þá. Ekkert jukk í flæöannálinu og gætum drukk- iö heilsusamiegt sauikóli vatn frá ísafiröi svo við misstum ekkert úr mataræöi okkar. Einstakt. íslandi yröi sannariega peria byggö á heitu vatni. „Sjúld gó ðer leiter.“ Splisj splasj. Einar Ben. heir sem svindluðu sér inn bakdyramegin á Bíóbarinn í vetur og sluppu því við hina óendanlegu biðröð sjá nú á bak jaeim möguleika því lyrir skömmu síðan opnuðu eigendur barsins út í port, balcvið nefndan bar og lokuðu því inngönguleiðum útsjónarsamra gesta. Gestum gefet nú tækifæri á að bregða sér út undir bert loft og viðra sig. Því geta öll berklaveiku skáldin og örlagafyllibyttumar sem einkennt hafa þennan annars svo ágæta bar látið sólina leika um andlit sitt og hend- ur. Ekki veitir af. Portið er skreytt listaverkum efitir annan af eigendum staðarins, Ólöfú Önnu Jónsdóttur en hún ekki langt að sækja listagáfúna, verandi dóttir Jóns Gunnars Ámasonar heltins myndlistarmanns. Portið er opið á daginn frá klukkan tólf til átta á kvöldin, en ef gestum hugkvæmist að leigja staðinn undir einkasamkvæmi er hægt að hafa til klukkan tíu. Það ku vera af tillitssemi við nágrannana sem ekki er haft opið lengur. Þjónusta er veitt í portinu ef vel viðr- ar um helgar, annars verða gestir að um sig sjálflr. Og þá er bara að vona að sólin haldi áfram að skína, svo hægt sé að hafast við úti án gæruúlpunnar og lambhúshettunnar. Ættfaðir- ínn Joseph Kennedy var þekktur fyrir að veðja á vit- lausan málstað. Hann var aðdáandi Chamberlains og vildi semja við Hitler. Hann hafði hins veg- ar næmt auga fyrir fallegum leikkonum. Eins og Jón Ólafsson í Skífunni, sem reyndar veðjar oftast á rétta hesta eða tek- ur þá yfir sem eru til vandræða. Að öðru leyti eru þeir eins, mógúlarnir Kennedy og Olafsson. Dagur Sigurðarson hrijndur honungur hafsins Unaðsreitur Bíóbarsins Heimildarmyndin sem Kári Schram og Jón Proppé hafa ver- iö aö vinna um Dag Sigurðarson skáld á undanförnum misserum veröur frumsýnd í Gyllta salnum á Hótel Borg í kvöld. Myndin kallast Dagsverk, en und- irtitillinn er Ef maöur lýgur öllu kemur eitt- hvaö satt út. Kári útskýrir hann meö því að segja aö þeir séu aö svipta hul- unni af sýndarmennskunni sem gjarnan er í kringum svona heim- ildarmyndir. „Við erum fullkom- lega meövitaöir um aö þetta er sviðssetning hjá okkur, því hvernig er annaö hægt þegar menn em meö myndavélar fyr- ir framan sig. Engu aö síður þá vonumst viö til að hér sé um sanna persónulýsingu á Degi aö ræöa, þó svo ýmsar staðreyndir og heimildir séu fals- aðar.“ Dagsverk vísar til þess að fylgst er meö einum degi í lífi Dags, frá því hann vaknar heima hjá Bjössa vini sínum um morguninn og sofnar heima hjá öörum vini sínum, Ægi, kvöldiö, en Dagur hefur engan fastan sama staö. Viö fáum aö fylgjast með ferðum hans um borgina og heyra hann lýsa skoðunum sínum á henni, en Dagur gefur Reykjavík ekkert sérstaklega háa einkunn. í myndinni kemur fram kona sem á þrjú böm með Degi og Ósk dóttir hans. Ómar Stefánsson og Þorri Jóhannsson krýna hann konung hafsins í gjörningi meö Inferno 5, Baröi Baröason á Bíóbarnum segir frá kynnum sínum af Degi í gegnum starfiö og Sveinn Rúnar Hauksson æknir gerir úttekt á heilsufari hans. Ástæðan fyrir því aö myndin er frumsýnd á Borginni er sú aö aðstandendum hennar fannst hún meira viöeigandi en venjulegur bíósalur. „Þetta er ekki hefðbundin mynd og þess vegna vildum viö sýna hana á óhefðbundnum stað. Þarna getur fólk reykt og drukkiö meö- an á sýningu stendur, sem okkur finnst vera viöeigandi," sagði Kári Schram. Dagsverk veröur síöan tekin til sýninga í Regnboganum á meðan aösókn leyfir. Th i- um r tvifarar ] Sá sem er eitraður er Ijótur eða óbœrilega ófríður. Notað meðal unglinga. Ber hugsanlega vitni um hversu umhverfisverndar- sinnuð æskan er orðin, saman- ber: eitraður = svo Ijótur að hann mengarfrá sér. Fré opnunarteitinu í bakgaröi Bíóbarsins. Þar voru meöal annars Gausi sem snýr bakinu í Ijósmyndarann, á spjalli viö Sigurjón bróö- ur sinn. Bára Sigurjónsdóttir móöir þeirra pilta er fyrir miöri mynd, íklædd bleiku aö vanda en Ollý kynþokkafulla hugar aö grillinu. Einnig má þekkja Svenna Kragh barþjón.Erling Gíslason leikara og Ingvar Stefánsson á Café Grand, nágrannann í bransanum ásamt fleira góöu fólki. ______________________________________________________________________________ Dómur um Debut í Entertainment BJÖRK GUÐMUNDS- DÓTTIR. Fellur ekki alls staöar í jafngóöan jaröveg þrátt fyrir góöa sölu. Þrátt fyrir góðan söluárangur Bjarkar Guðmundsdóttur virðast ekki allir á eitt sáttir um nýjasta afkvæmi hennar Debut. I nýjasta hefti hins útbreidda vikurits Entertainment, sem fjallar í senn um tónlist og kvikmyndir, er aö finna örstutta og miður já- kvæða rýni um plötu hennar. I örstuttu máli er um hana sagt aö í nokkrum söngvum sé um að ræða djúp andköf og væl sem geti í senn verið þægilegt og ágætis andstaða við vélræna sí- bylju Sykurmolanna. Mest af Debut minni hins vegar á óþægi- lega mónótónískt lag úr sér genginnar spiladósar. Orðrétt segir svo gagnrýnandinn: „Vittu upp á spiladósina ef þú vilt, en fyrr en síðar mun hún stoppa." Debut fær einkunina C sem er lægsta plötueinkunnin í Entertainment þessa vikuna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.