Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 8
8 PRESSAN
FRÉTTI R
Fimmtudagurinn 15. júlí 1993
Umdeild starfslok Sigurðar Haraldssonar, fyrrum framkvæmdastjóra SÍF
Dagbjartur sakar fyrrum fram-
kvæmdastjóra um afglöp í starfi
Fullyrðingar stjórnarformanns ganga þvert gegn yfirlýsingu endurskoðanda SÍF, sem segir ekki neinn fót fyrir áburðinum.
Sigurður Haraldsson var látinn
hætta sem framkvæmdastjóri SÍF
síðastliðið haust vegna meintra
afglapa í starfi. Dagbjartur Ein-
arsson stjórnarformaður segir
höfiiðástæðumar hafa verið tvær.
Sigurður hafi látið SÍF gangast í
ábyrgð fyrir láni til starfsmanns í
heimildarleysi og einnig hafi við-
skipti við verktakafyrirtækið Stoð
verið vafasöm. SIF greiddi 14
milljón króna reikning frá Stoð
en eftir endurskoðun var reikn-
ingurinn lækkaður um 8 milljón-
ir. Verktakafyrirtækið vann einn-
ig fyrir Sigurð persónulega og
vakti það grunsemdir, en var látið
niður falla. Sigurður vinnur nú
fyrir samkeppnisaðila og kannast
ekki við þessar ásakanir. Endur-
skoðandi SÍF fúllyrðir að ekki sé
flugufótur fyrir þessum áburði.
„Hugsanlegur fjárdráttur"
„Aðalástæður fyrir því að beðið
var um starfslok hjá Sigurði Har-
aldssyni voru þessi tvö mál,“ sagði
Dagbjartur í samtali við PRESS-
UNA.
„Annað varðar vinnu sem átti
að hafa verið unnin á skrifstofú StF
og birgðageymslu á Keilugranda
sem Verktakafyrirtækið Stoð
vann.“
Áttu við að hugsanlega hafi verið
um fiárdrátt að rœða þar setn fyrir-
tcekið vann fyrir Sigurð á sama
tíma?
„Ja, menn sem fara að leggja
saman tvo og tvo láta sér detta það
í hug, en Sigurður þrætir auðvitað
fyrir það. Það er auðvitað ekkert
sannað í því. Það var eitthvað hár-
ugt við þetta því verktakinn var til-
búinn að lækka sína reikninga um
miklu meira en helming.
Verktakinn greiddi til baka 11,2
milljónir, en þrjár milljónir af því
var eldri skuld sem tengdist ekki
þessu máli. Verktakinn skrifaði
upp á bréf um að það skyldi end-
urgreiðast. Þar með var þetta mál
úr sögunni hvað okkur varðar. Ég
hef aldrei sagt að það væru tengsl
þarna en það eru náttúrlega ein-
hverjir sem vilja tengja þetta sam-
an en það er engin vissa
fyrir því. Eftir þetta lét
stjórnin málið niður
falla. En auðvitað fannst
manni merkilegt hvað
mikið kom til baka.“
Fyrst grunsemdirnar
voru fyrir hendi, hvers
vegna var málið látið
falla niður?
„Niðurstaða stjórnar-
innar var að láta málið
falla niður. Stór meiri-
hluti vildi hafa þetta
svona, en ekki allir. Það
kom upp í umræðunni
að tala við Rannsóknar-
lögregluna en hér um
bil allir töldu að búið
væri að ná sínu fram í
sambandi við verktak-
ann og því værum við
ekkert að eltast meira
við það.“
Lánamálið annað
reiðarslag
SIGURÐUR HARALDSSON
flsakanirnar eru út í hött og gætu tengst því að ég vinn
nú hjá samkeppnisaðila.
DAGBJARTUR EINARSSON
Segir grunsemdir hafa vaknað um fjárdrátt en stjórnin
hafi viljað láta málið niðurfalla.
„Hitt málið sem gerð-
ist þarna úti var náttúr-
lega eitt reiðarslagið líka.
Hann tók sér bessaleyfi til að skrifa
upp á ábyrgð fyrir hönd SÍF fyrir
láni til starfsmanns hjá okkur.
Hann skrifaði bara upp á það fyrir
hönd SíF án þess að tala við mig
eða aðra. Það var náttúrlega helvít-
is kjaftshögg og engan veginn við
hæfi.“
Dagbjartur segir bæði málin
hafa komið fram við endurskoð-
un. Hann segir að ekki hafi verið
farið fram á skýringar Sigurðar,
stjórnin hafi ekki viljað tengja það
saman, en Sigurður hafi vitað að
þetta var önnur aðalástæðan. Þeir
hafi viljað gera þetta upp í góðu og
láta málið falla niður. Verktakinn
hafi verið beðinn um skýringar en
átt erfitt með það. Starfslok Sig-
urðar hafi verið kynnt félags-
mönnum út um allt land á fúnd-
um og þar hafi þetta í aðalatriðum
verið kynnt.
Varðandi það að Sigurður vinn-
ur nú hjá fiskútflutningsfyrirtæk-
inu Seifi, sem er í samkeppni við
tengdist uppsögninni.
„Það er hinsvegar al-
varlegt mál að verk-
takafyrirtækið geti látið
þessa reikninga fara í
gegn og fengið þá
greidda vegna einhvers
gats í effirlitskerfi fyrir-
tækisins. Það er auðvit-
að stóralvarlegt mál og
aðeins um tvennt að
ræða, að senda þetta til
opinberra aðila og láta
dómkvadda aðila fara
yfir reikningana eða
reyna samningaleiðina
og semja um lækkun á
reikningum. Eftirlitið
var ekki í lagi og þarna
munaði það miklu að
það var ekki ásættanlegt
að láta það fara í gegn.
Ábyrgðaraðilinn kemur
náttúrlega að því máli,
hvers vegna hann hafi
ekki staðið rétt að hlut-
unum.“
Sigurður kannast
ekki við ásakanir
SÍF, segir Dagbjartur að það hafi
verið mat manna að samningar
um að hann ynni ekki hjá sam-
keppnisaðila eftir brottreksturinn
myndu ekki halda. „Menn vonuð-
ust náttúílega eftir að hann færi
ekki að vasast í þessu sem hann er í
núna en uppáskriftir töldu menn
ekki hafa neitt upp á sig.“
Engar endurgreiðslur,
segir Stoð
Hafsteinn Hjartarsson hjá
verktakafyrirtækinu Stoð varð fyrir
svörum og sagði að þeir hefðu
unnið fyrir Sigurð á sama tíma og
SlF að stækkun húss. Hann neitar
að nokkuð samhengi sé á milli við-
skipta þeirra við SIF og viðskipt-
anna við Sigurð. Hann varð aftur
fyrir svörum daginn eftir fyrra
samtalið:
„Við töluðum við þá í SÍF um
þetta og það varð uppi fótur og fit
og þeir könnuðust ekkert við þetta.
Ég talaði við Jón Friðjónsson sem
er næstráðandi á eftir Magnúsi
Gunnarssyni og þetta kom honum
í opna skjöldu. Hann hélt bara að
þetta væri eitthvað rugl í okkur.“
Var eitthvað endurgreitt vegna of
hárra reikninga?
„Það var ekkert slíkt á ferðinni.
Ég hef heyrt ýmislegt slúður tengt
þessari uppsögn en ég lagði aldrei
eyrun við því.“
Bjami Sívertsen framkvæmda-
stjóri markaðsdeildar SÍF og
Brynjar Þórsson framkvæmda-
stjóri fjármáladeildar vísuðu alfarið
á stjórn SlF. Magnús Gunnarsson
ífamkvæmdastjóri er erlendis.
Tryggvi Finnsson, varaformað-
ur stjórnar SÍF, segir að þær tvær
ástæður, sem Dagbjartur nefnir,
hafi verið meginástæður fyrir
brottrekstri Sigurðar, en þótt fyrir-
tækið hafi einnig unnið fyrir Sig-
urð persónulega sé það annað mál
og hann kannaðist eldd við að það
„Það eru 9 mánuðir síðan ég hætti
hjá SÍF. Við mig hefur verið gerður
starfslokasamningur og ég kannast
ekki við neinar ásakanir af þessu
tagi,“ segir Sigurður Haraldsson.
Hann segir ekkert hafa verið unnið
heima hjá sér meðan hann gegndi
ffamkvæmdastjórastöðu hjá SlF,
heldur árið áður, en þá var hann
aðstoðarffamkvæmdastjóri og
annaðist markaðsmál SÍF.
„Ég borgaði alla mína reikninga
sjálfur, þótt annað sé sagt í kjafta-
sögum sem hafa verið í gangi í vet-
ur. Það er ekkert samhengi þar á
milli. Ástæðan fyrir að upp úr
slitnaði í samstarfinu var að stjóm-
in taldi að ég hefði í þessu Spánar-
máli tekið ákvörðun í heimildar-
leysi, þ. e. að ég hefði þurft að leita
samþykkis stjórnar SÍF. Ég var ekld
sömu skoðunar. Það leiddi til
ágreinings og meira varþað eldd.“
Stjórnarmaður í SIF segir að
verktakafyrirtœkið hafi fengið 14,2
milljón króna reikning greiddan en
vísSSr - /eS/s%s/ö cf
TAIffll
MED BSR
Þú hringir í síma 611720 kvöldið fyrir
brottför og pantar bílinn. Símaþjónusta
BSR sér um að vekja þig á réttum tíma.
Bíllinn kemur stundvíslega,
hlýr og notalegur.
Og þú ferð í loftið afslappaðri en ella.
Við bjóðum nú þessa þjónustu á
tilboðsverði, kr. 3900,- eða aðeins
975.- á mann miöaö við fjóra.
hafi satnþykkt að endurgreiða 8
milljónir.
„Nei, það er bara kjaftæði.
Svona tölur em úr öllum takti við
raunveruleikann, alveg gjörsam-
lega út í hött. Það er ekki flugufót-
ur fyrir þessu. Ef þetta væra svona
tölur þá væri ég náttúrlega ekki að
tala við þig í síma. Það gefur auga
leið og þá hefði SlF ekki gengið ffá
starfslokasamningum við mig á
þann hátt sem gert var.“
Stjórnarmaður SÍF heldur þessu
fram.
„Ef einhver stjórnarmaður er að
halda þessu ffam þá er hann annað
hvort illa upplýstur um málið eða
beinlínis vísvitandi að segja ósatt.
Það skyldi þó ekki vera að þetta
mál sé komið upp núna af þvi að
ég er kominn í samkeppni við þá?
Það eru rúmir 9 mánuðir síðan ég
hætti og manni dettur ýmislegt í
hug.
I starfslokasamningi segir orð-
rétt: Aðilar samnings þessa lýsa yfir
að hvoragur þeirra á, að öðra leiti
en því sem leiðir af samningi þess-
um, neinar kröfur á hendur hin-
um. Þetta er undirritað ,f for-
manni SÍF.“
Engin auðgunarbrot, seg-
ir endurskoðandinn
Gunnar Öm Kristjánsson, end-
urskoðandi SÍF, sagðist ekki vilja
ræða mál viðskiptavina sinna við
fjölmiðla. Hann segir málið ekki
tengjast Sigurði að öðru leyti en
því að hann hafi verið fram-
kæmdastjóri á þessum tíma, reikn-
ingar hafi verið of háir og þeir end-
urgreiddir. Hann segist hafa skoð-
að vinnu verktakafyrirtækisins fyr-
ir Sigurð en ekkert samband sé
þama á milli. I yfirlýsingu ffá hon-
um sem PRESSUNNI barst segir
að ekki sé neinn fótur fyrir sögu-
burði um að orsakir uppsagnar
Sigurðar megi rekja til þárdráttar
eða annarra auðgunarbrota. Því til
áréttingar sé starfslokasamningur
SÍF við Sigurð ffá 11. desember.
PálmiJónasson
'J/sm'
6t\17\20\
X/óf)a /cjuj s/tefl
--- BSR —