Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 34

Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 34
Fimmtudagurinn 15. júlí 1993 28. tbl. 4. árg. HAFA SKAL fl» KLmam jpf |*f PRESSAN fylgir flV flf flfl flBBi Æm1S flfl WKm án SEM BETUR HLJOMAR Jón Baldvin leggur flokkinn niður upp ó sift einsdæmi Alþýðuflokkurinn lagður niður! „Þessum kafla í lífi mínu er lokið. Það er ekki lengur þörf á þessum samtökum eítir að kirkjan opnaði dyr sínar fyrir okkur,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson í örstuttu samtali við GP. Hann kennir fjár- skorti og áhugaleysi félagsmanna uni hvernig fór, en skellti síðan á. Jón Baldvin hefur verið nokkuð einráður innan flokksins og svo virðist sem formaðurinn hafi lagt flokkinn niður upp á sitt einsdæmi. „Yfirgangur hans er með ólíkindum og ég hef þegar hótað að segja af mér einhverju embætti,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. Að sögn hennar lofaði flokkurinn öllu fögru til að byrja með og að hugur hafi verið í mönnum. Sumir hafi þó verið nokkuð æstir og um tíma hafi starfsemi flokksins nær lamast vegna deilna. Hún segir sjóði flokksins hafi verið digra og ekki liggi fyrir hvernig gengið hafi verið ffá fjárreið- um flokksins. GULA PRESSAN reyndi ítrekað að spyrja Jón Baldvin um fjárreiður flokksins í gær en í hvert skipti sem blaðamaður hafði kynnt sig rofn- aði sambandið fyrirvaralaust. Hvorki náðist í hann heima hjá sér né í snekkju hans við höfnina. Heyrst hefúr að hann sé í útlöndum. Gísti Helgason Býðst að endurvekja Samtök at- vinnulausra Ég hef stofnað þrjátíu og sjö samtök sem voru svo gagnslaus að engum datt í hug að leggja þau niður, segir Gísli og býður atvinnulausum nýja von. Skýrsla Ríkisendurskoðunar: Nýr varaformaður Alþýðuflokksins kosinn eftir leikfléttu Ámunda Ámundasonar Einhugur um Báru bleiku Alþýðuhúsinu, 15. júlí. Eftir mildl átök síðustu daga innan Alþýðuflokksins hefur nú náðst breið samstaða um þá málamiðlun að kjósa Báru Sigurjónsdóttur, öðru nafhi Báru bleiku, varaformann flokksins á flokkstjómarfúndi um helgina. „Við erum að sjálfsögðu hæstánægðar með að kona skuli áffam verða vara- formaður flokksins,“ sagði Rannveig Guðmundsdóttir þingflokksformaður við GP í morgun. „Bára er þekkt að öðru en að láta vaða ofan í sig og stendur þess vegna ábyggilega fýllilega í hárinu á Jóni Baldvin." Aðspurð sagðist Rannveig ekki hafa kynnt sér sérstaklega stjórnmála- skoðanir Báru; það hefði hingað til skipt minna máli en að geta rifið sæmilega kjaft við Jón Baldvin. „Bára er glæsileg kona, vel kynnt og áberandi betur klædd en Jóhanna," sagði Ámundi Ámundason umboðsmað- ur sem gekk ffá ffamboði Báru eftir ábendingu ffá Ingólfi Margeirssyni. „Það svíkur sjaldan mitt sölu- nef og má mikið vera ef okkur gengur ekki betur í skoðanakönnunum á næstunni. Þetta er Jóni Bald- vin mikill styrkur, ekki síst vegna þess hversu ung- leg Bryndís verður í samanburði við Bám. Aldur- inn var alltaf ákveðinn ókostur við Jóhönnu.“ ÁMUNDI ÁMUNDASON „Hún er áber- andi betur klædd en Jó- hanna.“ Félag aldraðra lagt niður Fopmaðunlnn genginn í barndóm Reykjayík, 15. júlí. Meðhmir í Félagi aldraðra komu að læstum dyrum á slcrifstofú félagsins í morgun. Á dyrunum var miði sem á stóð að formaður félagsins, Reynir Hugason, væri geng- inn í bamdóm og félagið þar með lagt niður. „Við komum hingað til að halda áffam að spila kasjón þar sem við hættum í gærkveldi, en þá var allt læst,“ sagði tárvot Einsína Hervarðardóttir þegar GP bar að garði. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist, en nágrannarnir segja að Reynir hafi komið hingað á matrósafötum í nótt og farið með öll gögn félagsins aftan á þríhjólinu sínu.“ Hrafn er efnahagsundur Hannes Hólmsteinn með nýjung á háskólastigi Reykjavík, 14. júli. I nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Hrafn Gunnlaugsson kemur fram að Hrafn búi yfir hæfileikum sem geta reynst þjóðarbú- inu dýrmætir á tímum erfiðleika í efnahagslífi. „Við emm búnir að rannsaka hverja einustu ríkisstofnun ffá gólfi og upp undir rjáfur, en við höfúm aldrei rekist á neitt þessu líkt,“ sagði Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi í sam- tali við GP. „Ég þekki að minnsta kosti ekki neinn annan sem tekst að koma höndum yfir jafnmikla peninga á jafnstuttum tíma án þess að neinn sakni þeirra,“ sagði Sigurður og bætti við: „Það væri óskandi að fólk hætti þessu skit- kasti í hans garð og sameinaðist um að nýta þennan mann betur í þágu þjóðarbúsins. Þetta er auðlind sem við höfum ekki efni á að van- rækja.“ GP hefúr heimildir fyrir því að ríkisstjórnin hafi ætlað að halda þessum hæfileika Hrafns leyndum og nýta hann til þess að koma efna- hagslífinu á réttan kjöl þar til skömmu fyrir kosningar. En í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoð- unar hefur fregnin hins vegar flogið hratt og herma heimildir að ríkisstjórn Víetnam hafi nú ráðið Hrafn sem efnahagsráðgjafa sinn til að endurreisa efnahag landsins. Hrafn hefur dval- ið þar í landi að undanförnu, en vildi hvorki játa þessu né neita í viðtali við GP— sagði ein- ungis að hann hefði verið einróma og mót- framboðslaust kjörinn til þess af félögum sín- um að vera langdvölum erlendis þar til annað yrði ákveðið. Leikið á styrktarkerfið „Markmiðið er að kenna ungu fólki að leika á styrktarkerfið og kenn- aramir eru allir sérfræðingar á sínu sviði,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, skólastjóri Úthlutunarskólans sem tekur til starfa í haust. Þar verður kennt að ná sér í sem flesta og hæsta styrki á einfaldan hátt. Hrafn Gunnlaugsson kennir menningarþáttinn, en honum til aðstoðar verða Indriði G. Þorsteinsson og Matthías Johannessen. Hannes hefur sjálfur yfirumsjón með pólitíska þættinum en aðalfræðimaður ásamt honum verður Jón Baldvin Hannibalsson sem útskýrir „kratísku leiðina.“ Þar er um að ræða praktískt nám, þar sem nemendur læra að fá tékka frá ríkissjóði mánaðarlega án þess að gera handtak. Jóni til aðstoðar ALBERT GUÐMUNDS- SON Þegar orðinn heiðursdoktor í styrkja- og bitlinga- fræði við hinn nýja skóla. verða Jakob Frímann Magnús- son, Magnús Jónsson og Stefán Friðfinnsson. Aðsóknin hefúr verið gríðar- leg í skólann og ljóst er að nám- skeiðum þarf að fjölga ásamt kennurum. Hannes reiknar með að þeir muni einnig þurfa að fjölga nokkuð fram- boði á styrkj- um og pólit- ískri fyrir- greiðslu þegar ffarn ísækir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.