Pressan - 15.07.1993, Page 24

Pressan - 15.07.1993, Page 24
VONDAR BÆKUR OG GOÐAR 24 PRESSAN Fimmtudagurinn 15. júlí 1993 ÞAÐ SEM ÍSLENDINGUM ALLRA STÉTTA FINNST BEST OG VERST í SKÁLDSÖGUM- FYRIR UTAN LAXNESS. Hrein snilld eða Ga H ALLÆRISL EGT Jr*Hk M M Mm*m fegat Jsnl ÆrmmmH M m, A. Mifit JHsa^ ^ba*P M. Um Villiketti Einars Heimissonar var sagt: „Hún er svo vond að hún hlýtur að teljast afrek." Og um Eldhúsmellur Guðlaugs Arasonar: „Það er náttúrlega skandall að þessi bók skyldi hafa orðið verð- launabók.“ Ef marka má þessa könn- un þá er Kristmann Guð- mundsson sá rithöfundur sem skrifað hefur jafnverstu skáldsögurnar, en fimm bækur eftir hann voru til- nefndar sem þær verstu. Einn þátttakandi setti þó Morgun lífsins í flokk bestu bókina, sagði hana vera: „juicy róman.“ Fyrir nokkrum misserum var gerð bókmenntakönnun þar sem bókmenntafræðingar voru beðnir að nefna það sem þeim þætti verst og best í ís- lenskum bókmenntum. Skáís gerði nokkru síðar svipaða könnun fyrir PRESSUNA. 1 báðum þessum könnunum voru þátttakendur spurðir hvaða íslenskar skáldsögur þeim þættu bestar. Eins og við var að búast komst Halldór Laxness vel á veg með að fylla þá lista og fáum sögum fór af afrekum annarra höfúnda. í þeirri könnun sem hér var gerð meðal sjötíu einstaklinga úr hinum ýmsu þjóðfélags- hópum voru þátttakendur beðnir að nefna tvær íslenskar skáldsögur sem þeim þættu bera af öðrum og tvær sem þeim hefði fallið áberandi illa. Lagt var bann við því að skáldsögur Nóbelsskáldsins væru tilnefndar í betri hóp- inn. Þórbergur Þórðarson var * einnig fjarri góðu gamni því bækur hans voru ekki flokk- aðar til skáldsagna. Tilgangur þessarar könn- unar var að komast að því hvað fólki þætti mest um vert í íslenskri skáldsagnagerð þeg- ar Laxness er stikkfrí. Eins þótti forvitnilegt að kanna hvaða íslenskar skáldsögur þættu fullkomlega mislukkað- ar. Það sem ætti að vekja at- hygli í úrslitum þessarar könnunar er hversu margar nýlegar bækur komast á lista, á meðan eldri höfundar eru fjarri góðu gamni. Þegar for- vitnast var um það hjá þátt- takendum hvers vegna nýleg verk væru tekin ffam yfir þau eldri var svarið venjulega á þá leið að hin eldri höfðuðu ekki til smekks viðkomandi og hefðu ekki sama tilfinninga- lega gildi og mörg nýrri verk. Einar Kárason og Guðberg- ur Bergsson eiga tvær bækur á lista yfir þær tíu bestu og hljóta að teljast sigurvegarar þessarar könnunar. Gunnar Gunnarsson kom einungis einni skáldsögu sinni í topp- baráttu, en reyndar voru fjór- ar bækur hans tilnefndar sem þær bestu. Jón Trausti og Jón Thoroddsen komu bókum sínum ekki á ofarlega á blað, en það gerðu hins vegar Pétur Gunnarsson, Steinunn Sig- urðardóttir, Thor Vilhjálms- son og Vigdís Grímsdóttir. Eyjabækur Einars Kárason- ar höfðu áberandi forskot á Grámosa Thors. Athygli vek- Guðbergur Bergsson „Ég las Tómas Jónsson þegar ég var fimmtán ára og það tók mig ár að jafna mig á henni.“ VlGDÍS GRÍMSDÓTTIR „Stúlkan í skóginum er snilldarlega skrrfuð bók eftir feikilega góðan höfund." BESTU KAUPIN I LAMBAKJÖTI 1/2 skrokkur af fyrsta flokks lanibakjöti í poka. Ljúffengt og gott á grillið. Fæst í næstu verslun. höfundi alveg að skapa þá myndrænu hrynjandi, sem honum tekst þó stundum í öðrum bókum sínum, eink- um ádeiluverkum um samfé- lagið.“ Gunnlaðar saga hlaut nokkur atkvæði í góðu deild- inni en enn fleiri í þeirri slæmu: „Tilgerð á tilgerð ofan og húmorsleysið er þrúgandi," sagði einn þátttakandi. „Ótrúlega leiðinleg“ og „- þraut og pína“ voru umm- mæli sem höfð voru um ís- björgu Vigdísar Grímsdóttur. Einstaka þátttakandi greiddi henni atkvæði sem bestu bók- inni og hún hlaut þetta lof: „Algjör snilld hvað sem hver segir.“ „Ekki sama innihaldsleysið og einkenn- ir flestar skáldsögur sem skrifaðar eru hér nú til dags þar sem karlhöfundarnir mala sjálfumglaðir í sinni stöðnun." Þeir sem völdu Stúlkuna í skóginum sem eina af bestu bókunum voru fúllir hrifú- ingar, en það á ekki við um þann þátttakanda sem gaf bókinni þessa einkunn: „1 geypi-viðurhlutamikl- um og þungmeltum texta- vafníngum, hrekjast per- sónur þessa verks um, ósympatískar og tilgerðar- legar, þó fyrst og fremst leiðinlegar. Óskiljanlegt vegna þess að höfúndurinn ku vera afar ritfær og myndast prýðilega uppi í rúmi markaðssetningarinn- lista yfir það sem verst þótti skáldað hér á landi og sagði: „Afspyrnulélegar bækur þótt þjóðin hafi ekki áttað sig á því.“ Fyrirheitna landið, síð- asta bókin í Eyjaflokknum, þótti mörgum hraklegt verk. Bókin lenti í þriðja sæti og hlaut í orðum þennan dóm: „Fyllirí og kjaftæði á tæp- lega tvö hundruð síðum; á engan hátt boðlegt verk.“ Bækur Einars Kárasonar rúmuðust bæði í plús og mín- us deildinni. Svo var einnig um Tómas Jónsson eftir Guð- berg Bergsson og Grámosa Thors Vilhjálmssonar. Um Tómas Jónsson var sagt: „Það er ekkert sjokkerandi við kúk- og pisstal Guðbergs. Það er fyrst og ffemst óstjórn- lega leiðinlegt” og „Þessi efúr- lætisbók menningarvitanna er líklega ein alleiðinlegasta bók sem hér hefur verið skrifuð." Um Grámosann: „Maður sem getur skrifað leiðinlegar samfaralýsingar er ekki hátt skrifaður hjá mér.“ Alls voru fjórar skáldsögur Thors settar í hóp þeirra verstu. Þar á meðal var Óp bjöllunar og um þá bók var sagt: „I merkingarlausri beðju orða og líkinga misheppnast ElNAR MAR GUÐMUNDSSON „Þaö er hreint og beint dapurlegt að sjá jafngóðan höfund svamla í lágkúru." ElNAR KÁRASON „Hann er sá eini af þessum nýju höfundum sem kann að skapa persónur sem koma manni við.“ Thor Vilhjálmsson „Maður sem getur skrifað leiðinlegar samfaralýsingar er ekki hátt skrifaður hjá mér.“ ur að Einar kom nýjustu bók sinni, Heimskra manna ráð, í sjöunda sæti. Aðdáendur Einars klöpp- uðu honum vingjarnlega á herðarnar með ummælum á borð við: „Maður gleymir sér í bók- unum hans“. „Einar Kárason er sá eini af þessum nýju höf- undum sem kann að skapa persónur sem koma manni við.“ „Ólíkt mörgum sögum sem nú er hampað eiga þessar ekki eftir að úreldast heldur munu alltaf standa fyrir sínu.“ „Það hafa vafalaust verið skrifaðar betri bækur hér á landi, en ekki margar skemmtilegri.“ „Ég er orðin svo hundleið á stíltilgerð íslenskra rithöfúnda að það var hreinn léttir að lesa þessar sögur.“ Og um Heimskra manna ráð var sagt: „Gerði mér verulega glatt í geði.“ „Einar varð minn mað- ur eftir Eyjabækurnar og er það enn eftir þessa bók.“ Þeir sem gáfu Grámosa Thors Vilhjálmssonar atkvæði fóru mjög lofsamlegum orð- um um verkið, venjulega var það kallað snilldarverk. Guðbergur Bergsson, líkt og Einar Kárason, á tvær bæk- ur á lista yfir þær tíu bestu, Tómas Jónsson og Svaninn. Guðbergur er sá höfundur sem átti flestar bækur sem til- nefndar voru í betri hópinn, þær urðu fimm. Tómas Jónsson var sögð „dásamlega arrogant bók“. Einn þátttakandi sagði: „Ég las hana þegar ég var fimmtán ára og það tók mig ár að jafna mig á henni.“ Annar: „Ég las hana upphátt fyrir vini mína eina kvöldstund skömmu eftir útkomu hennar og hló mig BESTU skáldsögurnar Að mati viðmælenda PRESSUNNAR voru bestu íslensku skáldsögurnar þessar: 1) Eyjabækur Einars Kárasonar 2) Grámosinn eftir Thor Vilhjálmsson 3) Fjallkirkjan eftir Gunnar Gunnarsson 4) Tómas Jónsson eftir Guðberg Bergsson 5) Tímaþjófurinn eftir Steinunni Sigurðardóttur 6) Punktur, punktur, komma, strik eftir Pétur Gunnars- son 7) Heimskra manna ráð eftir Einar Kárason 8) Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur 9-10) Svanurinn eftir Guðberg Bergsson Stúlkan í skóginum eftir Vigdísi Grímsdóttur margoft máttlausa.“ Af bókum Vigdísar Gríms- dóttur þótti Stúlkan í skógin- um bera af og fékk þessar um- sagnir: „Snilldarlega skrifuð bók eftir feikilega góðan höf- und.“ „Mér þykir vænt um öll verk Vigdísar, en met þessa bók mest, hún er svo falleg.“ „Besta bók athyglisverðustu skáldkonu okkar.“ Innan um stóru nöfnin mátti finna verk sem nú eru lítt kunn, eins og Húsið við Norðurá, sakamálasögu eftir Guðbrand Jónsson. Því vali fýlgdi þessi rökstuðningur: „Þessi íslenski kafbátur í menningarlífinu, hámenntað- ur í kaþólskum klausturskól- um Evrópu skapar spennu- sögu í íslensku umhverfi, sem uppfyllir öll sígild lögmál tryll- Þegar kom að því að velja vondar skáldsögur virtust þátttakendur hafa úr nógu að moða. Flestir tóku að sér að hirta virta og þekkta höfúnda fyrir það sem að þeirra áliti var ónýt framleiðsla. Rauðir dagar Einar Más Guðmundssonar vann með töluverðum yfirburðum og hlaut harkalega dóma: „Óbærilega hallærisleg.“ „Það er hreint og beint dapur- legt að sjá jafngóðan höftind svamla í lágkúru.“ „Hin full- komna hauskúpubók.“ Ekki virðast allir á eitt sáttir um gæði Eyjabóka Einars Kárasonar. Éinn þátttakandi slembdi flokknum öllum á

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.