Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 6
6 PRESSAN M E N N Fimmtudagurinn 15. júlí 1993 Hirðfíflið sem enginn vill Markús örn Antonsson kom eins og nýborinn kon- ungur til þess að taka við ríki Davíðs og lengi vel virtist hann halda að hann fengi öllu að ráða. Annað kom á daginn og hirðin gerir allt til þess að gera konunginn að hirðfífli. Hann hafði ekki setið lengi þegar hann tilkynnti að Afl- vaki mundi bjarga borginni. Borgarstjórnarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins sáu hins vegar til þess að í dag er þetta helsta skrípafélag borgarinnar. Stuttu síðar tilkynnti hinn ný- borni konungur að hann hefði undirritað viljayfirlýs- ingu við einhverja Hollend- inga um Sæstreng. Hirðin réðst harkalega á hirðfíflið og Júlli og Kata fóru í opinbera andstöðu við hinn fallandi konung. Þegar þeir tilkynntu bókun gegn borgarstjóra blánaði Krúsi og skrækti: „Ætlar þetta engan endi að taka?“ En ballið var rétt að byrja. Hirðin hefur haldið uppi stjórnarandstöðu í hverju málinu á fætur öðru enda sættu þeir sig aidrei við að Bubbi kóngur gengi fram hjá hirðinni við val á eftirmanni sínum. Prófkjörsslagurinn hefúr staðið linnulaust frá því Krúsi kom úr útlegð frá Ut- varpshúsinu og enginn gerir ráð fyrir að konungurinn haldi krúnunni. Markús hefúr nefnilega æt- íð verið valinn í embættin sem hann tekur að sér en engum hefur dottið í hug að leggja hann fyrir dóm kjósenda. Þegar borgarbúar sjálfir eru spurðir í skoðanakönnun man enginn eftir sitjandi borgarstjóra, enda kannski ekki litríkasti maðurinn í bænum. Miðað við afdrif Birgis Isleifs verður Krúsi væntanlega valinn, ekki kos- inn, bankastjóri á næstunni. Konungurinn var digur- barkalegur við embættistök- „Markús Örn Antonsson kom eins og ný- borinn konungur tilþess að taka við ríki Davíðs og lengi vel virtist hann halda að hannfengi öllu að ráða. Annað kom á daginn og hirðin gerir allt til þess að gera konunginn að hirðfífli. “ una og tilkynnti að nú yrðu engar monthallir byggðar. En Adam var ekki lengi í Paradís því nú þurfa borgarbúar held- ur betur að borga fyrir dýr- ustu gjöf aldarinnar. Popp- listamaðurinn Erró framleiddi miklu meira en hægt var að selja og ákvað því að láta Reykjavíkurborg borga geymslukosnaðinn. Markús brást höfðinglega við og ákvað að reisa honum höll í landi Korpúlfsstaða. Fyrstu kostn- aðaráætlanir gera ráð fyrir að endurbygging þessa hand- ónýta húss kosti 1400 milljón- ir en samkvæmt hefð má bú- ast við að niðurstaðan verði nær 5 milljörðum. önnur fræg bygging tengist Markúsi órjúfanlegum bönd- um — Hótel Borg. Eftir að Markús var búinn að senda borgarstarfsmönnum skipun- arbréf um að versla aðeins við Tomma í Borg kepptust allir við að afneita Krúsa. Hirðin gerði hann enn að fífli og sagðist ekki fylgja konungin- um í veikindum hans. Á end- anum varð hann auðvitað að draga allt til baka eins og venjulega. Borgarstjórinn sem enginn vill vill vinum sínum samt vel — og er stoltur af því. Há- launamanneskjan og leik- húsaskelfirinn Súsanna Svav- arsdóttir fór til hans og sagðist þurfa ódýrt húsnæði þessa fáu daga sem hún væri á landinu. Krúsi er gamall Moggamaður og vildi síst af öllu styggja einkavin Súsönnu, Matthías Johannesen Morgunblaðsrit- stjóra. Því fann hann fjögurra herbergja glæsiíbúð handa Sú- sönnu og þótti ekki ósann- gjarnt verð fyrir greiðann 25 þúsundkall á mánuði. Þannig falla smám saman í gengi þeir sem enginn vill. ÁS HANS KRISTJAN ARNA- SON ÓLÍNA ÞORVARÐAR- DÓTTIR GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ALIT------------------------------------------- Á að fjarlœgja rónana úr miðbœnum? Lögreglan í Reykjavík tók á sig rögg um daginn og fjarlægði rónana úr miöbænum. Lögregiuyfir- völd hafa látiö hafa eftir sér aö þessir menn séu sjálfum sér og borginni til vansæmdar. Ekki er þó víst aö allir séu sáttir viö þessar aögeröir og óneitanlega breytist bæjarbragurinn nokkuö. Magnús Oddson, markaðsstjóri ferðamálaráðs: „Mér finnst vera tvær eða þrjár hliðar á þessu máli. í fýrsta lagi er það mjög jákvætt ef þeir eru fjarlægðir sem eru til vandræða en auðvitað má nota orðið vandræði yfir ýmsa hegðun. Hitt er annað mál að ég set spumingarmerki við það ef verið er að taka út einhveija einstaldinga, einfald- lega eftir þvi hvemig þeir líta út. Mér finnst líka vera á þessu sú þriðja hlið að það er engin lausn fólgin í því að fjarlægja þessa ógæfúsömu einstaklinga úr miðbænum eða borginni. Það er ekki bara nóg að taka þessa einstaklinga í burtu. Einhverja lausn verður að finna fýrir þetta fólk. í stuttu máli er það jákvætt og sjálfsagt að þeir sem em til vandræða, í margs konar skilningi þess orðs, séu fjarlægðir. Hins vegar finnst mér ekld réttlætanlegt að fjarlægja þá sem ekki em til vandræða að öðm leyti en því að þeir líta eitthvað öðmvísi út en að við teljum að eðlilegt sé. Hans Kristján Ámason, ffamkvæmdastjóri: „Er hún farin að státa sig af þessu, blessuð löggan? Ég vona bara að þeir fari ekki að taka mig. Ég geng mikið um miðbæinn, í ýmsu ástandi, og vona að ég fái að gera það áfram. Mér þætti gaman að vita hvar þeir draga mörkin. Kannski er maður eklti rétt klæddur? Ég hef þrammað í gegnum Kvosina í 45 ár og aldrei orðið var við að þessir menn séu til vandræða. Þetta er ósknplega sterkt samfélag utangarðsmanna og sterkar siðvenjur innan þessa hóps. Þetta er alveg eins og sérstakur þjóðflokkur. Það er þá verið að ráðast gegn þessum þjóðflokld og er það þá ekki orðið að einhvers konar kynþáttastríð? Ég veit það ekki.“ Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn: „Það hefur ekkert breyst varðandi þessa útigangsmenn og við sinnum þessum málum með sama hætti og undanfarin ár. Ef þeir eru fólki til ama, eða ölvaðir, þá hafa þeir verið hirtir. Þeir eiga í rauninni oft ekki neinn annan samastað en hjá okkur. Við höfum einnig sætt gagnrýni fyrir að taka ekki þessa menn. Gagnrýnin er því ekki einungis tilkomin vegna þess að við séum að taka þá heldur einnig í þá veru að við sinnum því ekki nægilega vel. Maður befur líka heyrt þá gagn- rýni. En þetta er allt matsatriði. Að sjálfsögðu þarf að vera eitthvað meira að heldur en það eitt að þeir séu til, svo að hægt sé að réttlæta það að þeir séu fjarlægðir." Ólína Þorvarðardóttir, borgarfúlltrúi: „Þeir sem þarna um ræðir eru auðvitað menn en ekki mýs og það verður að umgangast þá með öðru hugarfari en þvi að það eigi að hreinsa þá af einhverjum ákveðnum svæðum borgarinnar. Ef þeir gera ekki neinum neitt og brjóta engin lög, einfaldlega „eru“, þá eru það þeirra mannréttindi að fá að ganga á sömu jörð og aðrir. Ef þessi „hreinsun“ stafar af umhyggju fyrir utangarðsmönn- unum held ég að það ætti að leysa þeirra mál á annan hátt. Til dæmis með því að fjölga athvörfúm og bæta aðhlynningu þeirra. Við erum á hálli braut ef við ætlum að ákveða það hvaða einstakling- ar eru til vansa í mannfélaginu á hverjum tíma. Hvar ætlum við að draga mörkin, og hver má vera hvar? Menn hafa mannréttindi þó svo að þeir séu illa til fará og undir áhrifum áfengis. Einnig er umhugsunarvert hverjum þessi sótthreinsunarstefna þjónar. Er einhver bættari með því að fela vandamálin frekar enn að leysa þau? Mér sýnast svona rassíur vera til þess gerðar að fela vandann. Slíkt dregur frekar úrbætur á langinn heldur en ef tekið er á vandanum. Rónamir hafa aldrei verið fyrir mér og í mínum augum setja þeir svip á umhverfið. Þeir eru hluti af borgarbragnum. Svo lengi sem þeir eru ekld að abbast upp á fólk og brjóta lög vil ég að þeir séu látnir óáreittir.“ Guðmundur Andri Thorsson, rithöfúndun „Ég held að það verði að spila það dálítið eftir eyranu. Það eru nokkrir rónar sem eru kannski með leiðindi og ofstopa í garð fólks og eru kannski orðnir það fúllir að það verður að koma þeim í háttinn. En þessir helstu rónar setja heilmikinn svip á bæinn. Þeir byrjuðu á að fjarlægja Ingólf Arnarsson og nú eru það rónamir. Ég spyr bara; hvað er næst? Þeim væri nær að fjarlægja Morgunblaðshöllina.“ K..E.W Hobby Háþrýstidælan Bíllinn þveginn og bónaöur á tíu mínútum. Fyrir alvöru bíleigendur, sem vilja fara vel með lakkið á bílnum sínum, en rispa það ekki með drullugum þvottakústi. Bílsápa og sjálfvirkursápu- og bónskammtari fylg- ir. Einnig getur þú þrifið húsið, rúðurnar, stéttina, veröndina og sandblásið málningu, sprungur og m.fl. með þessu undratæki. Úrval fylgihluta! 4 TEGUNDIR Verð m. vsk. frá kr.19.988 stgr. W Ru REKSTRARVORUR Réttarhálsi 2,110 Rvík. - símar 31956-685554-Fax 687116 • Hreinsiefni • Pappír • Vélar • Áhöld • Einnota vörur • Vinnufatnadur • Ráðgjöf • O.fl. o.fl.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.