Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 30

Pressan - 15.07.1993, Blaðsíða 30
PRESSAN G B SJÓNVARPIÐ Sjáið: • Rowan Atkinson ★★★★ á stöð 2 á laugardagskveld. Konungur svipbrigðanna og látbragðsins sem allir þekkja í gerfi Mr. Bean. Hér er hann á ferð með vini sínum Angus Deaton sem mun vera grínari líka. Stillið myndbandið á upptöku ef þið eruð fjarri sjónvarpi um helgina. • Beint á ská 2 1/2 ★★1/2 Naked Gun 2 1/2. Það er ekki annað hægt en að mæla með henni þessari enda fær hún hörðustu freð- mýrarfiflupoka til að brosa. • Hengilmænan snýr aftur ★★★ Maigret et la grande perche í sjónvarpinu á föstudagskvöldið. Lögregluforinginn Maigret er skemmtileg tilbreyting í sumardagskránni. Fínt að riíja upp menntaskólaffönskuna í leiðinni. Svo er forvitnilegt að vita hvaða hlutverki þessi hengilmæna gegnir. • Á hljómleikum ★★★★ á stöð 2 á laugardag. Lenny Kravitz, hinn þöndergóði arftaki Jimmy Hendrix sýnir hvað hann getur á tónleikum. Þessu má enginn sannur aðdáandi Hendrix missa af. Hljómsveitin The Smashing Pumpkins fær að fljóta með. • Dame Edna ★★★★ The Datne Edtia Experi- ence á stöð 2 á laugardagskvöldið. Hin eðalborna og gleraugna- skrýdda maddama býður heim í sófa ýmsum góðum gestum. Býr yfir kaldhæðnislegri kímnigáfu og er ein af þeim sem allir hafa skoðun á. • Lostafullur leigusali ★★ Uttder the Yutn Yum Tree á Stöð 2 á laugardagskvöld. Jack Lemmon fer á kostum í þessari erótísku gam- anmynd. Bara titillinn ætti að fá mann til að kíkja á þetta þrítuga kvikmyndaverk og komast að þvi um leið hvumig menn blönduðu saman gamni og erótík á þeim tíma. • Bresk byggingarlist ★★★ Treasure Houses of Britain á Sýn á sunnudaginn. Það er ekki dónalegt að vera lóðsaður um elstu og merkilegustu byggingar Bretlands af sjálfum Norwich greifa. Varist: Fimmtudagurinn 15. júlí 1993 Hughyggjan alveg að hverfa Arí Gísli BRAqASON skAld veIur dAqskRÁNA. 18.00 Ævintýri Tinna. Ótrúleg ævintýri félaganna Kolbeins, Tinna og co. Heldur 100 prósent athygli minni. 18.30 Framhaldsþáttur. Hvar er Valli? Og leitin heldur áfram. 19.00 Sky News. Nýjustu fréttir. 19.30 Fréttir á Stöð 2. Endurtekið frá Sky News. 20.00 Fréttir í Sjónvarpinu. Endurtekið frá Sky og Stöð 2. 20.30 Umræðuþáttur í beinni útsendingu. Rætt um hvort efnishyggjan sé að verða alls ráðandi í þjóðfélaginu, en hughyggjan alveg aö hverfa. 22.00 Fyrri bíómynd kvöidsins: Angel Heart með Mickey Rourke og Bobby Niro í aðalhlutverki. Rourke veit ekki hver hann er, en loks þegar hann fattar það er hann búinn að drepa fimm. Niro vissi allt allan tímann og hefur gaman af. 24.00 Seinni bíómynd kvöldsins: Who shaved Trinity Loren. Ógleymanlegt erót- ískt masterpiece. John einkaspæjari fer á stúfana og leitar að rakaranum og hittir ógrynni kvenna á ferö sinni um L.A. borg. Hann hittir líka mikið af fólki og uppgötvar ýmsar nýjar hliðar mannlífsins. KVIKMYNDIR Á valdi tilfinninganna HVARFIÐ BÍÓBORGINNI « Besta mynd sem sýnd hefur verið í kvikmyndahúsum Reykjavíkur undanfama mán- uði er án efa Konuilmur. f maðurinn (Kiefer Suther- land) sem verður fyrir því að konan hans hverfur á bensín- stöð, fyllist þráhyggju og leitar konunnar í þrjú ár. Nú er það var í döpru skapi þegar hann kom út af þessari mynd hugs- aði með söknuði til Konuilms- ins, sem hann ætlar örugglega að sjá aftur. En er það ekki eins með konur og kvikmyndir, ef ein bregst þá er bara að fara á aðra? Það gerði gagnrýnand- inn, með hálfum huga þó. Kvikmyndin Þríhyrningurítin er auglýst þannig að ætla má skilur vinkonu sína (Kelly Lynch) eftir í djúpri örvænt- ingu. Vinkonan þarf að fara í brúðkaup systur sinnar og grípur til þess ráðs að leigja sér undurfríðan fylgisvein eða vændismann (William Bald- win), til þess að fara með sér í brúðkaupið. Þau ráða það nú með sér að vændismaðurinn fífli hina brotthlaupnu ást- konu til þess eins að svíkja hana, í þeirri von að hún komi þá aftur til vinkonu öðmm er lítið gert úr nútíma- leilchúsi sem eldd býður upp á söguþráð. En fyrst og síðast er myndin um konur og skilning þeirra á ástinni. Niðurstaðan er eitthvað á þá leið, að ekki skiptir máli í hvernig búk hinn ástfangni búi eða hvers kyns það hulstur er sem hýsir þann sem ástin beinist að. Við getum ekki stjórnað ástinni, hún nær á okkur heljartökum en það er einmitt það sem gerir hana • Skjáauglýsingar © © Ekkert er eins leiðinlegt og þær. Harðlífis- dagskrárefhi með lyftutónlist í bakgmnni. • Stattu þig, stelpa © The Laker Girls í sjónvarpinu á laugardags- kvöld. Myndin lýsir æsispennandi baráttu þriggja kvenna um inn- göngu í klappstýrulið þar sem samkeppnin er geysihörð. Æ,æ! KVIKMYNDIR Algjört möst: • Nóg komið ★★★★ Falling down Frábært tíma- mótaverk frá Hollywood. Afhjúpar raunverulega martröð en er ekki Disney sætsúpa eins og oftast „] tíðkast þar á bæ.Sögubiói. •Spillti lögregluforinginn ★★★★ Bad Lieutinant Harvey Keitel var góður í Reservoir Dogs en gerir enn betur í þessari. Myndin fær umsvifalaust bestu meðmæU. Bíóborginni. • Á ystu nöf ★★★1/2 Cliffhanger Frábærar tæknibreUur og bráð- skemmtíleg mynd. Það er bara gaUi að efhið sjálft er botnlaus þvæla. Stjömubíói og Háskólabíói. • Dagurinn langi ★★★ Groundhog Day Brilljant handrit og Bill Murray háréttur maður í réttri mynd. Sætur boðskapur sleppur undan að verða væminn. Stjömu- bíói. • Mýs og menn ★★★ O/ mice and men Nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa útgáfú af sögu Steinbecks. Mestmegnis laus við væmni og John Malcovich fer á kostum. Há- skólabíói. • Damage ★★★ Damage Jeremy Irons leikur af feiknakrafti þing- mann sem ríður sig út af þingi. Helst tU langar kynlífssenur nema fýrir þá sem hafa byggt upp mUdð þol. Regnboganum í leiðindum: • Ósiðlegt tUboð ★★ Indecetit Proposal Svo hæg að það er varla að hún festist í minni. Demi Moore bjargar því sem bjargað verður. Bíóhöllinni og Háskólábíói. • Tveirýktir ★ National Lampoons Loaded Weapon. Alveg á mörk- unum að fá stjömu. sundboladrottningunni Kathy Ireland er svo fyrir að þakka að myndin er ekki algjör bömmer. Regnboganum. • Fædd í gær ★★ Bom Yesterday Götótt handrit. Þau hjónakomin Don og Melanie virðast taka hvaða msltUboði sem er. Feiti kaUinn úr Roseanne gerir lítið tU að flikka upp á myndina. Sögubíói. • Staðgengillinn ★★ The Temp Rétt þolanleg deUa um ritara sem stefnir hærra. Morð og metnaðargimd. Laugarásbíói. • Lifandi ★★ Alive Átakanleg saga, en persónusköpun er engin og mannátið eins huggulegt og kostur er. Háskólabíói. Bömmer: • Elskan ég stækkaði barnið ★ Honey I blew up the kid. Lærðu af mistökum þeirra sem sáu fýrri myndina og haltu þig heima. Bíó- höllinni og Sögubíói. • Villt ást ★ Wide Sargasso Sea Mynd sem lætur aUa ósnortna. Er- ótíkin gefúr eina stjörnu. • 3 Ninjar © Three Ninjas Blessuð látið eldd krakkana plata ykkur á þessa deUu því hún er ekki 350 kr. virði. Þið finnið ykkur ömgg- lega eitthvað skemmtUegra að gera. Bíóhöllinni. • Meistaramir ★ Hún hékk ekld lengi í stómm sal á besta sýning- artíma þessi. Og það þrátt fyrir að stúlknagiUlið EmUio Estevez sé í aðalhlutverki. Sögubíói. „Gagnrýnandinn var í döpru skapiþegar hann kom út afþessari mynd. En erþað ekki eins með konur og kvikmyndir, efein bregstþá er bara aðfara á aðra?“ þessari mynd gefst kostur á að skyggnast inn í sálartetur okk- ar karlmanna, þrár okkar og sorgir, fáfengilegan hégóma- skap, en umffiam allt sæmdina og hugrekkið, það sem að endingu gerir lff okkar þess virði að því sé lifað. Konuilm- ur er endurgerð eftir ítalskri mynd og var því gagnrýnand- inn vongóður um að Hvarfið væri þokkaleg, en hún mun endurgerð eftir hollenskri kvikmynd. Hvarfið fjallar um vísinda- mann sem finnur það út að hann verði að vinna illvirki vegna þess að hann drýgði hetjudáð. Að öðru leyti er ekki hirt um að skýra illmenni myndarinnar, sem leikinn er af Jeff Bridges á andlausan hátt en þó með rembingi eins og hans var von og vísa. Ungi svo að tugir þúsunda Banda- ríkjamanna láta sig hverfa á hverju ári. En hvers vegna þessi tiltekni Bandaríkjamað- ur heldur áffiam að leita, jafh- vel eftir að hann er komin með aðra konu engu síðri (- Nancy Travis), er ekki útskýrt. Annað í myndinni er eftir þessu, ódýrar útjaskaðar kli- sjur sem maður er að sjá í n-ta sinn. Enda er markhópur þessarar myndar sennilega unglingar sem ekki áttu þess kost að alast upp með öðling- um á borð við Christopher Lee, Vincent Price og Peter Cusing. Gerð peningaplokks- myndar með ástarvelluívafi, sem byggir á þessu tema, er auðvitað siðleysi þegar hugsað er til allra vesalings barnanna sem hverfa sporlaust í „guðs eigin landi“. Gagnrýnandinn að þar fari hálfklámmynd um vændismenn og búksorgir þeirra, sem maður sér kl. 11, einn. Fljótlega kemur í ljós að varlegt er að treysta auglýsing- um (og umsögnum kvik ÞRÍHYRNINGUR- INN REGNBOGANUM ★★★★ myndagagnrýnenda), því hér getur að líta sérstaklega skemmtilega og hjartahlýja rnynd um ástina og vald til- finninganna yfir okkur. f upp- hafi myndar segir lesbía nokk- ur (Sherlyn Fenn) ástkonu sinni upp, vill hugsa málið, og sinnar. Margt fer þó öðruvísi en ætlað er, svo sem vera ber í vönduðum farsa eins og þessi mynd er á yfirborðinu, en í försum byggist allt á góðum leik en ekki auðvirðilegum tæknibrellum. Er skemmst ffiá því að segja að leikaramir skila sínu með þvílíkum ágætum að mörg ár eru síðan sést hef- ur annað eins. Umgjörðin um þessa sér- stæðu ástarsögu er mannsorp- ið eins og það gerist hvað nöt- urlegast, en fyrir bragðið glitra gimsteinar skærar. Myndin er barmafúll af tilvísunum í allar áttir, ein af þessum sem mað- ur verður að sjá oftar en einu sinni, til þess að fá botn í allar hliðargöturnar sem höfund- urinn kemur við í. Á einum stað eru pælingar um söguna Viktoríu eftir Knut Hamsun, á svo mikilvæga í lífi okkar. Ekki lostinn, hann má lina með ýmsum ráðum eins og fram kemur í myndinni, til dæmis með því að kaupa sig frá honum. Því hafi menn öðlast sýn með innri augum sínum á innri fegurð annarrar mann- eskju, þá kaupa menn sig ekki frá þeirri reynslu ef á bjátar, það er ekki hægt að blinda hina innri sýn. í þeim efnum er ekki hægt að fara bara á aðra mynd. Leikstjóranum hefur tekist að gera mynd sem mun lifa, sem snertir okkur öll. Enda lýkur þessari frá- bæru mynd um lesbíur og vændismann, sem hófst í öng- strætum mannlegs lífs, á þvf að leikendurnir samlagast fólkinu á torginu. Myndin fjallar um okkur öll.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.